Fréttablaðið - 02.01.2013, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 2. janúar 2013 | FRÉTTIR | 11
5 stjörnu FIT
Innifalið:
• Lokaðir tímar 3x í viku
• Leiðbeiningar um mataræði sem er
sérstaklega samsett til að tryggja
þátttakendum 5 stjörnu árangur
• Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar
uppskriftir frá Ágústu Johnson
• Mælingar og vigtun fyrir og eftir
fyrir þær sem vilja
• Dekurkvöld í Blue Lagoon spa
• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
og opnum tímum
• Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu
- jarðsjávarpotti og gufuböðum
• 10% afsláttur af öllum meðferðum í
Blue Lagoon spa
Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu
til að ná 5 stjörnu formi.
Hentar jafnt byrjendum sem vönum.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin,
tímasetningu og skráningu finnur þú á
www.hreyfing.is
Breyttu línunum og tónaðu
líkamann í sitt fegursta form.
Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi
sem hefur slegið rækilega í gegn í New York.
Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem
móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt.
Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að
breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt.
Áhersla er lögð á þægilega tónlist.
Náðu 5
stjörnu formi
FJARSKIPTI Síminn hyggst upp-
færa símstöðina í Búðardal á
fyrstu mánuðum komandi árs.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær höfðu íbúar og byggða-
ráðið í Dalabyggð kvartað undan
slæmu netsambandi. Síminn
hafði svarað þessu fyrir tveimur
vikum.
„Síminn hefur skoðað aðstæður
í Búðardal og séu engar, ófyrir-
séðar, tæknilegar áskoranir fyrir
hendi verður ráðist í uppfærslu á
búnaði á fyrsta ársfjórðungi nýs
árs. Búðardalur verður þá með
fyrstu sveitarfélögum til að fá
bætt net á nýju ári,“ segir Síminn
sem kveður hraðann um netið
munu aukast. „Bæjarbúar geta þá
notið fullrar sjónvarpsþjónustu
hjá Símanum.“
Síminn uppfærir á Búðardal:
Dalabyggð fær
fulla þjónustu
DANMÖRK Alls voru 30 morð
framin í Danmörku á nýliðnu ári.
Það er talsvert undir meðaltali og
hafa þau einungis einu sinni verið
færri síðasta aldarfjórðunginn.
Tíu fórnarlömb eru konur og tutt-
ugu karlar, en fjögur málanna
eru enn óleyst.
Í frétt DR segir að jafnan komi
á milli 50 og 70 morð inn á borð
lögreglu. Mesti fjöldinn í seinni
tíð hafi verið árið 1997 þegar
morðin voru 88 talsins, en fæst
voru þau árið 2006 þegar 29 voru
myrtir.
Að mati fræðimanna stuðlar
almenn farsímaeign að því að
færri látast eftir árásir og þar af
leiðandi verða færri morð. - þj
Farsímar fækka morðum:
Þrjátíu drepnir
í Danmörku
LÖGREGLUMÁL Þrjátíu morð hafa
verið framin í Danmörku það sem af er
ári. Það er nokkru færra en í meðalári.
NORDICPHOTOS/GETTY
BÚÐARDALUR Uppfærsla símstöðvar-
innar er á dagskrá.
HEIMURINN
1
2 3
Chavez enn
á sjúkrahúsi
1VENUSÚELA, AP Aðaláramóta-fögnuðinum í Venesúela var
aflýst vegna veikinda Hugo Chavez,
forseta. Hann er
á spítala eftir að
hafa gengist undir
fjórðu krabba-
meinsskurðaðgerð
sína. Varaforseti
Venesúela sagði á
sunnudaginn að
veikindi Chavez
hefðu aukist eftir
aðgerðina. Tengdasonur hans sagði
á Twitter á nýársnótt að hjá Chavez
væru börnin hans og að hann væri
rólegur.
Átök á Vestur-
bakkanum
2 ÍSRAEL, AP Átta eru særðir eftir að ísraelskir hermenn dulbúnir
sem grænmetissalar hófu rassíu á
Vesturbakkanum þar sem átti að
handtaka palestínska aðgerðarsinna
í gær. Átök fylgdu í kjölfarið þegar
fleiri hermenn óku skriðdrekum
inn í bæinn. Ungmenni köstuðu
eldsprengjum og grjóti að hermönn-
unum og kveiktu í dekkjum til að
hindra för þeirra. Ísraelarnir skutu
þá úr byssum og notuðu táragas.
Ísraelsmenn vilja ekki tjá sig um
atvikið.
Enn barist í
Sýrlandi
3 SÝRLAND, AP Sýrlenskir hermenn og uppreisnarmenn
börðust í úthverfum höfuðborgar-
innar Damaskus og nærri flugvellin-
um í Aleppo með þeim afleiðingum
að loka þurfti flugvellinum svo
ekkert var flogið til þessarar stærstu
borgar Sýrlands í gær. Uppreisnar-
menn hafa fært sig upp á skaftið
undanfarnar vikur og beina nú
kröftum sínum að flugvöllum til að
veikja mátt Sýrlandshers í lofti.