Fréttablaðið - 02.01.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 02.01.2013, Síða 12
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | Fréttablaðið greindi frá því í des- ember að þverpólitísk nefnd, sem í sitja fulltrúar sex stjórnmála- afla, hefði komist að þeirri niður- stöðu að gjaldeyrishöft ættu ekki lengur að vera tímabundin heldur yrði þeim lyft þegar ákveðin efna- hagsleg skilyrði sem tryggja eiga fjármálalegan stöðugleika verða til staðar. Nefndin sendi bréf með þessum tillögum til formanna allra stjórnmálaflokka og viðbrögð þeirra virðast vera þau að fallist verði á niðurstöðu nefndarinnar, þó útfærslan liggi enn sem komið er ekki fyrir. Í bréfi nefndarinnar kom einn- ig skýrt fram að hún hefði mikl- ar áhyggjur af því að Glitnir og Kaupþing stefndu að frágangi nauðasamninga sinna og ætlaði sér að hefja skipulega útgreiðslu úr búum sínum í kjölfar þeirra. Nefndin vildi að beðið væri átekta og staðan metin ítarlega áður en slíkum nauðasamningum yrði veitt brautar gengi. Hún undirstrik- aði auk þess þörfina á heildstæðri áætlun um losun hafta áður en rót- tækar breytingar yrðu gerðar á núverandi starfsumhverfi gömlu bankanna. Ólík þrotabú Bú föllnu bankanna þriggja eru afar ólík. Nánast allar eignir Landsbankans munu fara upp í forgangskröfur vegna Icesave- netreikninganna. Nauðasamningur er því ekki í sigtinu hjá búi hans. Kaupþing á síðan enn eftir að borga út forgangskröfur sínar og miðað við lausafjárstöðu búsins í dag mun það að mestu fara í þær greiðslur. Glitnir er hins vegar búinn að gera upp við forgangskröfuhafa. Það var gert í mars síðastliðnum þegar þeir fengu 106 -milljarða króna greidda í fjórum mismunandi myntum, meðal annars íslenskum krónum. Vert er að taka fram að hluti þeirr- ar upphæðar var greiddur inn á geymslureikninga vegna þess að ágreiningur ríkti um hvort hluti krafnanna væri forgangskröfur eða almennar kröfur. Þeir dómar sem fallið hafa síðan útgreiðslan átti sér stað hafa allir verið Glitni í hag og því hafa peningar runnið út af þess- um geymslureikningum og aftur í þrotabúið. Samanlagt er um nokkra milljarða króna að ræða. Þrátt fyrir þessa útgreiðslu átti þrotabú Glitnis samt sem áður 383 millj- arða króna í reiðufé í lok septem- ber síðastliðins. Af því fé eru 28,3 milljarðar króna í íslenskum krón- um. Þessir peningar myndu renna til kröfuhafa eftir nauðasamninga. Nauðasamningur Glitnis Bæði þrotabúin eru búin að óska eftir undanþágu frá gjaldeyris- höftunum vegna nauðasamninga sinna og leggja fram tillögu um hvernig útgreiðslum til kröfuhafa yrði hagað. Fyrirhugaður strúktúr beggja búanna eftir nauðasamn- inga er mjög svipaður. Til yrðu íslensk eignaumsýslufélög í eigu samþykktra kröfuhafa sem myndu eiga allar eignir búanna, þar með talið íslensku bankana, Íslands- banka og Arion banka. Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að í nauðasamningi Glitn- is væri síðan meðal annars gert ráð fyrir svokölluðu gullnu hlutabréfi (e. golden share) sem gefið yrði út til Seðlabanka Íslands og myndi tryggja honum neitunarvald gagn- vart breytingum á samþykktum þess eignaumsýslufélags sem verð- ur til að nauðasamningsferlinu loknu. Það mun meðal annars gefa Seðlabankanum vald til að hamla flutningi félagsins úr landi og til að koma í veg fyrir allar breytingar á fjárfestingastefnu félagsins. Greiða á öllum samþykktum almennum kröfuhöfum Glitnis ákveðna lág- marksupphæð fyrir hverja kröfu. Kröfuhafar munu jafnframt fá til- tekna viðbótargreiðslu og myndu báðar þessar greiðslur verða í erlendum gjaldeyri. Með þessu yrði gert upp við hluta smærri kröfu- hafa og samhliða myndi hlutfalls- leg stærð annarra í kröfuhafahópn- um aukast. Fyrir afganginum af kröfunum yrði gefið út skuldabréf til 15-30 ára. Hlutafé í eignaumsýslufélag- inu verður til jafns við virði skulda- bréfanna. Frjálst verður að stunda viðskipti með þau á þeim mörk- uðum sem eru með slík bréf í við- skiptum. Bréfin verða svokölluð „pay as you can-bréf“. Það þýðir að greitt verður af þeim ársfjórðungs- lega. Glitni verður síðan heimilt, að hluta til eða öllu leyti, að breyta skuldabréfunum í hlutabréf. Stefna búsins er að allar eignir þess verði orðnar að reiðufé árið 2015. Nauðasamningur Kaupþings Í kynningu sem Kaupþing hélt fyrir kröfuhafa sína 31. maí síðastliðinn kom fram að eftir nauðasamning yrði Kaupþing íslenskt eignaum- sýslufélag undir stjórn og í eigu almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að mestu erlendir vogunar- og fjárfestingarsjóðir og bankar. Í október tilkynnti slitastjórn Kaupþings að fjármunir bús- ins í erlendum gjaldmiðlum, sem geymdir höfðu verið hjá Seðla- banka Íslands, hefðu verið fluttir til erlendra viðskiptabanka bús- ins. Féð var tilkomið vegna endur- heimta og annarra endurgreiðslna af erlendu lánasafni og öðrum eign- um Kaupþings. Í tilkynningu vegna þessa kom fram að „fyrirhugaður nauðasamningur felur meðal ann- ars í sér útgreiðslur á fjármun- um vegna endanlega samþykktra krafna en samhliða þeim þarf Kaupþing einnig að setja trygging- ar fyrir greiðslu krafna sem deilt er um. Jafnframt stendur undir- búningur yfir vegna útgreiðslu samþykktra forgangskrafna“. Samningar frestast Slitastjórnir bæði Kaupþings og Glitnis ætluðu að vera búnar að klára nauðasamningsferli fyrir nýliðin áramót. Vinna við nauða- samningana hefur enda staðið yfir frá því á árinu 2011 og löngu ljóst að báðir aðilar hafa hug á að ljúka slitum búanna með slíkum samn- ingi. Til þess að hægt verði að sam- þykkja samningana verður þó að liggja fyrir undanþága frá lögum um gjaldeyrishöft sem Seðlabanki Íslands veitir. Slík undanþága verð- ur ekki veitt nema fjármálalegur stöðugleiki sé tryggður. Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladidis Nauðasamningarnir vofa yfir Þverpólitísk sátt hefur náðst á meðal íslenskra stjórnmálamanna um að bremsa af nauðasamninga Glitnis og Kaupþings. Samhliða verða gjaldeyrishöft fest í sessi um ófyrirséða framtíð með breytingum á lögum. Glitnir og Kaupþing ætluðu að klára samninga 2012. KAUPÞING Þrotabú bankans færði fjármuni sína í erlendum gjaldmiðlum frá Seðlabankanum í október. Sú aðgerð var liður í nauðasamningsgerð Kaupþings sem nú hefur frestast um óákveðinn tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Níu vogunarsjóðir eru á meðal stærstu kröfuhafa bæði Kaupþings og Glitnis. Tveir þeirra, Burlington Loan Management og York Global Finance Offshore BDH, eiga samþykktar kröfur á Kaupþing og Glitni upp á samtals 511 milljarða króna. Verði nauðasamningar bankanna að veruleika munu kröfur þessara aðila breytast í eignarhluti. Alls eiga sjóðir um helming allra krafna á Glitni og að minnsta kosti um þriðjung krafna á Kaupþing. Stærsti einstaki kröfuhafi í bú Kaupþings er sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsfyrirtækisins York Capital Management. Fyrirtækið er tuttugasti stærsti vogunarsjóður Bandaríkjanna. Samtals á sjóðurinn samþykktar kröfur upp á 198,3 milljarða króna, eða 7,13 prósent allra samþykktra krafna. York er líka stór kröfuhafi í bú Glitnis. Alls á sjóður í stýringu York 0,58 prósent allra samþykktra krafna í bú Glitnis. Burlington Loan Management, írskur sjóður í stýringu bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner Capital Management, er fimmti stærsti kröfuhafi Kaupþings. Sjóðurinn á samtals kröfur upp á 109 milljarða króna, eða 3,92 prósent allra samþykktra krafna. Sjóðurinn er auk þess langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis með 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna hans í bú Glitnis er 191 milljarður króna. Burlington er einnig á meðal stærstu eigenda Straums fjárfestingabanka og Klakka, sem áður hét Exista. Á meðal annarra vogunarsjóða sem eiga stórar kröfur í bú bæði Glitnis og Kaupþings er CCP Credit Acquisition (1,11 prósent í Kaupþingi og 4,61 prósent í Glitni), ACMO s.a.r.l. (3,55 prósent í Kaupþing og 2,79 prósent í Glitni), Perry Luxco (1,7 prósent í Kaupþing og 1,98 prósent í Glitni), Thingvellir s.a.r.l. (1,68 prósent í Kaupþing og 1,98 prósent í Glitni), TCA Opportunity Investments (1,12 prósent í Kaupþing og 1,52 prósent í Glitni) og Hillcrest Investors ltd. (3,32 prósent í Kaupþing og 0,71 prósent í Glitni). Vogunarsjóðir á meðal eigenda ASKÝRING | 12 NAUÐASAMNINGAR FÖLLNU BANKANNA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.