Fréttablaðið - 02.01.2013, Side 20

Fréttablaðið - 02.01.2013, Side 20
2. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA HÁKONARDÓTTIR Hólsvegi 17, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 20. desember, verður jarðsungin 4. janúar klukkan 11.00 frá Fossvogskirkju. Bergþór Magnússon Magnús Eðvarð Guðleifsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Bergþór Helgi Bergþórsson Gyða Sigurbjörg Steinarsdóttir Bergsteinn Bergþórsson Vilborg Helga Bergþórsdóttir Katrín Ósk Magnúsdóttir Brynjar Þór Magnússon Elísabet Jenný Bergþórsdóttir Kristófer Þorri Magnússon Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞÓRUNNAR ÖLDU BJÖRNSDÓTTUR frá Kirkjulandi, Vestmannaeyjum, síðar Meistaravöllum 9, Reykjavík. Lára Halla Jóhannesdóttir Páll Sigurðarson Birna Valgerður Jóhannesdóttir Jóhann Ingi Einarsson Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir Adolf Bjarnason Ágústa Ágústsdóttir Brynjólfur Jóhannesson María B. Filippusdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUNNAR JÓNSSON Vík í Mýrdal, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni föstudaginn 21. desember. Útför hans fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Ívar Jónsson Björk Ben Ölversdóttir Kristrún Harpa Kjartansdóttir Ingvar Pétursson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HANNES KRISTMUNDSSON Borgarheiði 13h, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 25. desember. Hann verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Sigurbjörg Gísladóttir Kristmundur Stefán Hannesson Sigurður Elí Hannesson Helena Sif Ericson og barnabörn. „Þetta er tilraunaverkefni til tveggja ára,“ segir Guðmunda Steingríms- dóttir sjúkraliði um Alzheimerkaffi sem hún, ásamt Kolbrúnu Sigurpáls- dóttur sjúkraliða og Pálínu Hrönn Skjaldardóttur hjúkrunarfræðingi, er að setja á laggirnar í þessum mán- uði. Það verður opið tvisvar í mánuði, tvo tíma í senn í Félagsmiðstöðinni í Hæðargarði í Reykjavík. „Alzheimerkaffi er nýjung hér á landi í þjónustu við fólk með heila- bilun. Þar verður fræðsla um hvern- ig hægt er að gera lífið bærilegra, kaffi með meðlæti og tækifæri til að spjalla, bæði við fagfólk á staðnum og við fólk sem er í sömu stöðu. Svo verð- ur alltaf endað á söng með undirleik. „Við verðum með söngbækur en oft er ótrúlegt hvað fólk man texta og lög, þó það hafi gleymt ýmsu öðru. Því er mikill styrkur í söngnum,“ segir Guð- munda sem reiknar með að aðstand- endur komi með sínum sjúklingum. „Ætlunin er að fólk eigi þarna gleði- stundir saman.“ Guðmunda segir fólk með minnis- sjúkdóma oft vera einangrað og þurfa á upplyftingu að halda. Það hafi líka þörf fyrir að tjá sig um sína líðan því viss tilhneiging sé til að þagga þennan sjúkdóm niður og tala ekki um hann eins og eðlilegan hlut. „Það eru allir velkomnir en við horfum sérstaklega til þeirra sem eru að greinast um og eftir miðjan aldur og hafa fá eða engin úrræði. Það eru til dæmis yfir hundr- að manns á biðlista eftir dagþjónustu hér í borginni,“ lýsir hún. Hugmyndina að Alzheimerkaffi- húsinu segir Guðmunda komna frá Hollandi. Að hennar sögn eru fimm- tán ár síðan slíkt hús var opnað þar og nú eru rekin um 200 Alzheimer- kaffihús þar í landi. „Hollendingar eru frumkvöðlar í þessari starfsemi sem hefur breiðst út um Evrópu en ekki náð hingað til lands fyrr,“ segir Guðmunda. Hún fór sjálf til Hollands í sumar með starfsfélögum á vegum Félags áhugafólks og aðstandenda um Alzheimer og skylda sjúkdóma, (skammstafað FAAS). Hún heimsótti þá svona kaffihús og segir stemn- inguna þar hafa verið notalega. „Þetta er búið að vera áhugamál mitt lengi,“ segir Guðmunda sem er með fram- haldsnám í öldrunarhjúkrun og starf- ar í Maríuhúsi, dagþjálfun fyrir fólk með minnissjúkdóma. Kolbrún og Pálína Hrönn vinna báðar í Sóltúni og hafa líka mikla reynslu af fólki með heilabilun í gegn- um sitt starf. Alzheimerkaffi verður opnað 17. janúar í Félagsmiðstöðinni í Hæðar- garði eins og fyrr segir. Aðgangseyrir er 500 krónur og innifalið er dagskrá og veitingar. gun@frettabladid.is Ætlunin er að fólk eigi gleðistundir saman Kaffi hús ætlað fólki með minnissjúkdóma verður opnað á næstunni í Félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Þar er stefnt að gæðastundum með fræðslu, veitingum og söng. Guðmunda Steingrímsdóttir er ein af þremur forsprökkum. FRUMKVÖÐLAR Pálína, Guðmunda og Kolbrún opna brátt kaffihúsið í samvinnu við Félagsmiðstöðina Hæðargarði og FAAS,- Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Gylfa Zoëga prófessor voru veitt þessi verðlaun fyrir 2012 á einum af síð- ustu dögum þess árs. Í rökstuðningi kemur fram að hann eigi að baki glæstan feril sem vísindamaður á sviði hagfræði og hafi jafnframt sýnt frábæran dugnað í að koma niðurstöðum rannsókna sinna á framfæri til almennings. Þetta var í fertugasta og fjórða sinn sem úthlutað var úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Meðal þeirra sem hafa fengið þau eru Sigurður Nordal, Sigurður Þórarins- son, Margrét Guðnadóttir og Sigurbjörn Einarsson biskup. Þeir sem hljóta verðlaunin fá nafnbótina æsir og ásynjur. Sjóðinn stofnaði Ása til minningar um eiginmann sinn, ættingja og aðra venslamenn. Hún var fædd á Íslandi árið 1892 en giftist enska lögmanninum dr. Henry Newcomb Wright. Þau settust að á Trinidad í Vestur-Indíum í lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar og ráku þar plantekru sem síðar var friðlýst vegna stórbrotinnar náttúru og sérstæðs fugla- lífs. Þar heitir nú Asa Wright Nature Centre. Þegar Ása seldi búgarðinn sá hún um að andvirði eignar- innar yrði meðal annars varið til stofnunar þessa verðlauna- sjóðs í tengslum við Vísindafélag Íslendinga. - gun Hlaut verðlaun fyrir vísindi Gylfi Zoëga, hagfræðingur við Háskóla Íslands, hlaut nýlega Ásuverðlaun Vísindafélags Íslendinga fyrir árið 2012. VERÐLAUNAVEITING Gylfi Zoëga hefur hlotið nafnbótina ás með því að fá heiðursverðlaun úr Ásusjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MERKISATBURÐIR 653 Mikið tjón verður á Eyrarbakka og víðar í sjávarflóði, sem nefnt hefur verið Háeyrarflóðið. 1871 Stöðulögin eru sett sem kveða á um að Ísland sé óaðskilj- anlegur hluti hins danska ríkis, en þó með sérstök landsréttindi. 1871 Íslensk króna verður til með sérstakri lagasetningu. 1884 Andrea Guðmundsdóttir, saumakona á Ísafirði, kýs til bæjarstjórnar og er fyrsta konan sem það gerir eftir að konur fá kosningarétt til sveitarstjórna. 1887 Prentarafélagið, fyrsta verkalýðsfélagið á Íslandi, er stofn- að. 1899 KFUM er stofnað á Íslandi af séra Friðriki Friðrikssyni. 1932 Mötuneyti safnaðanna í Reykjavík tekur til starfa í Franska spítalanum. 1959 Sovétríkin skjóta á loft fyrsta geimfarinu, Luna 1. 1986 Kveikt eru ljós á sex öndvegissúlum við borgarmörk Reykjavíkur til marks um upphaf afmælisárs borgarinnar. 1994 Flestir sjómenn á Íslandi fara í verkfall.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.