Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.01.2013, Qupperneq 4
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 232,1742 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,14 129,76 207,41 208,41 168,31 169,25 22,561 22,693 23,008 23,144 19,744 19,860 1,4688 1,4774 197,14 198,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 07.01.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s OPIÐ ALLA VIRKA DAGA kl. 10–18 OG LAUGARDAGA kl. 10–14 Fiskislóð 39 STJÓRNSÝSLA Kostnaður við fram- kvæmdir í þjóðgarðinum á Þing- völlum fór talsvert fram úr áætl- un á nýliðnu ári, fyrst og fremst vegna göngubrúar niður Kára- staðastíg. „Sprungan sem þar leyndist og þurfti að brúa er mun stærri en búist var við þegar upphafleg áætlun um verkið var gerð. Þá var burðarvirki brúarinnar ekki fullhannað þegar framkvæmdir hófust og reisa þurfti stoðveggi við báða enda hennar. Vinna verk- fræðistofunnar Eflu fór einnig langt fram úr áætlun,“ segir í fundargerð Þingvallanefndar sem leita þurfti eftir 13 milljóna króna aukafjárveitingu vegna umfram- keyrslunnar. - gar Þjóðgarður fram úr áætlun: Aukamilljónir í gljúpa sprungu ALMANNAGJÁ Jarðfallið var dýrara en talið var. HAGTÖLUR Árið 2010 var heimsafli 89,5 milljónir tonna og dróst saman um eina milljón tonna frá árinu 2009, samkvæmt tölum sem Hag- stofa Íslands hefur eftir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). „Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var perúansjósa. Asía var sú heimsálfa sem átti stærsta hlutann í heims- aflanum, næst kom Ameríka og svo Evrópa,“ segir á vef Hagstof- unnar. Fram kemur að Kínverjar hafi árið 2010 veitt allra þjóða mest og að Norðmenn, sem voru í 10. sæti heimslistans, hafi veitt mest allra Evrópuþjóða. „Íslendingar veiddu næstmest allra Evrópuþjóða en voru í 19. sæti heimslistans, sama sæti og í fyrra.“ - óká Veiddum næstmest í Evrópu: Kínverjar mesta fiskveiðiþjóðin STJÓRNSÝSLA Fjármálaeftirlitið hefur gert margvíslegar athuga- semdir við starfsemi Stafa lífeyris- sjóðs. Í gær voru birtar niðurstöður athugunar á starfsháttum sjóðsins. FME gerir meðal annars alvarleg- ar athugasemdir við fjárfestingar og flokkun Stafa á óskráðum verðbréf- um. Þá lítur FME alvarlegum augum að stjórnendum Stafa hafi ekki verið kunnugt um stöðu hans í óskráðum fjárfestingum. Þar að auki bendir FME á að Staf- ir hafi ekki gætt nægilega vel að veðhlutföllum auk þess sem stofnun- in gerir athugasemdir við einstakar lánveitingar, flokkun verðbréfa og sundurliðun fjárfestinga. Athugun FME var gerð með vísan til laga um skyldutryggingu lífeyr- issjóða og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Stafir sendu frá sér fréttatilkynn- ingu í gær þegar niðurstöður FME lágu fyrir. Þar kemur fram að Staf- ir muni bregðast við athugasemdum FME og að raunar hafi þegar verið bætt úr ákveðnum vanköntum. - mþl Margvíslegar athugasemdir gerðar við starfshætti Stafa: FME snuprar Stafi lífeyrissjóð HÖFÐATORG Fjármálaeftirlitið athug- aði á síðasta ári starfshætti Stafa en stofnunin hefur eftirlit með lífeyris- sjóðum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUFRÉTTIR Óku dópaðir Tveir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Báðir viðurkenndu mennirnir að hafa verið undir áhrifum kannabisefna. Annar þeirra var próflaus. Báðir voru látnir lausir að afloknum sýna- og skýrslutökum. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur Hæg suðlæg eða breytileg átt. SUÐLÆGAR ÁTTIR verða ríkjandi í vikunni. Fremur hæg suðvestanátt í dag og skúrir en gengur í stífa suðaustan átt með rigningu sunnan og vestan til í nótt. Áfram fremur milt, einkum syðra. 3° 7 m/s 4 8 m/s 4° 8 m/s 7° 9 m/s Á morgun 10-18 m/s S- og V-til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 4° 2° 5° 6° 2° Alicante Basel Berlín 16° 5° 5° Billund Frankfurt Friedrichshafen 7° 8° 9° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 5° 5° 21° London Mallorca New York 11° 18° 7° Orlando Ósló París 27° -1° 8° San Francisco Stokkhólmur 15° 1° 6° 3 m/s 7° 5 m/s 4° 7 m/s 3° 10 m/s 2° 5 m/s 3° 7 m/s 2° 6 m/s 6° 5° 6° 4° 3° VIÐSKIPTI Óvissa um afdrif verð- bréfakaupaáætlunar Seðlabanka Bandaríkjanna og tölur sem sýna að atvinnuleysi stendur í stað í landinu eru taldar ástæður verð- falls á olíu við opnun markaða í gær. Eftir miðjan dag rétti olíuverð- ið svo úr kútnum og er enn talið gæta áhrifa fregna frá því í síð- ustu viku af hráolíubirgðasam- drætti vestra. Við dagslok hafði verð á hráolíutunnu hækkað um 10 sent, í 93,19 dollara. - óká Markaðir í byrjun vikunnar: Smá hækkun á tunnuverði olíu HEILBRIGÐISMÁL Snemmbær kyn- þroski stúlkna tengist aukinni áhættu á dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Tengslin eru til staðar óháð yfirþyngd og offitu kvennanna á fullorðinsaldri. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn Cindy Mari Imai, doktors- nema í matvæla- og næringar- fræði við Háskóla Íslands (HÍ). Niðurstöður rannsóknarinnar ríma við aðrar erlendis frá, sem hafa sýnt fram á tengsl snemm- bærs kynþroska við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, svo sem háþrýstings og offitu. Alls létust 94 konur af þeim rúmlega þúsund sem tóku þátt af völdum sjúkdómanna frá upp- hafi rannsóknarinnar til ársins 2009. Þar af létust 45 af völdum kransæðasjúkdóma. Séu þær tölur bornar saman við þær konur sem ekki höfðu náð kynþroska við tólf ára aldur kemur í ljós að eftir því sem konurnar urðu fyrr kynþroska þeim mun meiri líkur voru á að þær létust úr hjarta- eða æðasjúkdómum síðar á lífs- leiðinni. Áhættuhlutfall fyrir dauðsföll af völdum sjúkdómanna var 1,9 fyrir þær konur sem náðu kyn- þroska við 11 til 12 ára aldur og 2,1 fyrir þær sem urðu kynþroska fyrir 11 ára aldur. Sterkari tengsl fundust þegar skoðuð voru áhættuhlutföll fyrir dauðsföll af völdum kransæða- sjúkdóma sérstaklega, þá var áhættuhlutfall 3,2 fyrir kyn- þroskaskeið fyrir 11 ára aldur. Athygli vekur að tengslin voru til staðar algjörlega óháð þyngd- arstuðli þátttakenda við fullorð- insaldur. Cindy hefur kynnt niðurstöð- ur rannsóknar sinnar á nokkrum ráðstefnum undanfarið, meðal annars á nýyfirstöðnu málþingi í HÍ um rannsóknir í heilbrigðis- og lífvísindum. sunna@frettabladid.is Snemmbær kynþroski eykur sjúkdómahættu Eftir því sem stúlkur verða fyrr kynþroska eru meiri líkur á að þær látist af völd- um hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðinsaldri, samkvæmt nýrri rannsókn. Offita og ofþyngd hafa ekki áhrif. Rannsóknin náði til yfir þúsund íslenskra kvenna. AUKIN HÆTTA Því fyrr sem stúlkur verða kynþroska þeim mun meiri líkur eru á að þær deyi úr hjarta- og æðasjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Þyngd og offita hefur ekki áhrif á tengslin. Rannsókn Cindy náði til 1.035 kvenna sem fæddar voru á árunum 1921 til 1935 og innrituðust í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar á árunum 1968 til 1991. Mælingum skólaheilsugæslu á hæð og þyngd frá 8-13 ára aldurs var safnað úr sjúkraskrám. Þá voru hæðarbreytingar á milli ára einnig metnar og svokölluð hámarkshæðarbreyting notuð sem viðmið á þróun og tímasetningu kynþroska. Snemmbær kynþroski stúlkna var svo borinn saman við dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Hæð og þyngd notaðar sem viðmið JAFNRÉTTISMÁL Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra hefur skipað aðgerðahóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna. Hópurinn er skipaður til tveggja ára. Verkefni aðgerðahópsins eru meðal annarra að vinna að sam- ræmingu rannsókna á kyn- bundnum launamun, annast gerð áætlunar um kynningu jafn- launastaðals og sinna upplýsinga- miðlun og ráðgjöf um launajafn- rétti kynjanna til stofnana og fyrirtækja. Formaður hópsins er Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur. - shá Starfar næstu tvö ár: Aðgerðahópur um launajafn- rétti settur á fót

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.