Fréttablaðið - 08.01.2013, Side 14

Fréttablaðið - 08.01.2013, Side 14
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 14 Þakka ber Reimari Péturs syni fyrir að aug- lýsa bölsýna afstöðu sína til nýrrar stjórnarskrár. Hann brást við mánaðar- gömlum greinarstúfi mínum og gefur mér þar með kærkomið tilefni til að ítreka skoðanir mínar á seinheppni fræðasam- félagsins og málflutn- ingi andstæðinga nýrrar stjórnarskrár. Honum svíður undan orðabrandi mínum. Ég á mér það þó til málsbóta að Frétta- blaðið birti ranga útgáfu af grein- inni og beittari en ég ætlaði mér og bað ritstjórinn mig afsökunar á því. Auðvitað er það fyrir- gefið og mér er engin vorkunn að standa við hið prentaða orð. Fv. fulltrúar í Stjórnlagaráði (Slr.) lögðu í það krafta sína og reynslu að semja nýja stjórnar- skrá, störfuðu í fjóra mánuði í galopnu, lýðræðislegu ferli, þar sem kallað var eftir viðbrögðum almennings og stofnana, félags- heilda og fræðasamfélags. Þeir hafa margir hverjir orðið fyrir vonbrigðum þegar sniglum líkir einstaklingar hafa loks rænu á að tjá sig, löngu eftir að ferlinu lauk og meira að segja eftir að þjóðin hafði sagt álit sitt í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Hugmyndir Slr. voru ræddar í þaula á starfstíma ráðsins. Þær voru ekki flausturslega unnar heldur ávöxtur af heil brigðum skoðanaskiptum, snörpum á köflum, faglegri vinnu, virðingu fyrir skoðunum annarra og með ívafi frá almenningi, samtökum, félögum og hagsmunahópum. Einna háværastir í gagnrýni á frumvarpið eru lögmenn sem flestir koma reyndar úr einum og sama stjórnmálaflokki og líklega er það algjör tilviljun að flokkur þeirra stendur þver og þrár í vegi frumvarpsins. Lögfræðingar margir hverjir láta eins og þeir standi á skjálfandi jörð, eins og búið sé að kippa undan þeim til- vistargrundvellinum. Þeir óttast lagalega óvissu. Og ég sem hélt í sakleysi mínu að lögfræðingar, sem eru með slyngustu mönnum landsins þegar kemur að verð- lagningu útseldrar vinnu sinnar, myndu skynja öll verkefnin og tekjurnar sem ný stjórnarskrá mun skapa þeim. Ekki meitluð í stein Fullkomin stjórnarskrá verður aldrei til og sú sem nú er í umræðunni verður ekki meitluð í stein. Henni má breyta, finni menn á henni alvarlega agnúa í náinni framtíð. Ég talaði um „úrtölufólk“ og „gungur“. Það voru mín orð og ég stend við þau. Orðin eiga við um fólk sem ekki þorir að horf- ast í augu við þær erfiðu aðstæður sem þjóðin býr nú við. Við erum enn í rústabjörgun eftir hrunið sem varð að mestu vegna bjálfráða þeirra sem nú skarast á við þau sem harðast ganga gegn lýð- ræðisumbótum og rétt- látu þjóðfélagi. Reimar hengir reyndar prest fyrir kóng þegar hann gerir mig að höfundi þeirra orða sem hinn vitri, Salómon, mælti þegar hann talaði um „heimskingja“ og líkir þeim við „hund“ sem snýr aftur til „spýju“ sinnar. Þau eru því miður allt of mörg hér á landi sem vilja engu breyta, vilja bara horfa til baka, til gömlu góðu daganna, þegar menn „græddu á daginn og grilluðu á kvöldin“ eins og draup af vörum einnar brekkunnar í fræðasamfélaginu á dögum „óðærisins“. Líkingamál Salómons er sterkt og beitt og það á vissulega við um þau sem vilja ekki nýja framtíð heldur gömlu forréttindin. Gott er til þess að vita, Reimars vegna og annarra sem illa þola tæpitungulaust mál- far um afglöp og skaðræði, að séra Jón Vídalín er undir grænni torfu. Reimar segir: „Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið“ og færir engin rök fyrir þeirri staðhæfingu en gagnrýnir mig fyrir rökþrot. Misst af lestinni Nú er málið fyrir Alþingi og örfáar vikur til loka þess ferlis sem var vel skilgreint og varð- að af hálfu Alþingis fyrir fjórum árum. Það liggur í augum uppi að það fræðasamfélag, sem Reimar ræðir nú, hefur misst af lestinni og getur ekki verið að hræra í efn- isatriðum á þessu stigi málsins. Reyndar kom margt ágætt fólk úr svonefndu fræðasamfélagi að verki Slr. á sínum tíma, gaf góð ráð og holl, sem tillit var tekið til í langflestum tilfellum. En fræða- samfélagið veður í villu og svíma á þessum tímapunkti. Sérskipuð nefnd lögfræðinga sem falið var að fara yfir frum- varpið fékk skýr fyrirmæli um að hreyfa ekki við efnisatriðum nema þeim sem samkomulag var um að breyta á sérstökum sam- ráðsfundi sem þingið boðaði til með fv. fulltrúum Slr. í mars 2012. Fræðasamfélagið athugi það. Hræðsluáróður og rökþrot þeirra sem nú sjá frumvarpinu allt til foráttu er til þess eins að tortíma hinni góðu smíð, sem rómuð er af fjölda fræðimanna og sérfræðinga, bæði hér innanlands og ekki síst við virtar fræðastofn- anir erlendis. Það geta ekki allir fengið sérsmíðaða stjórnarskrá fyrir sig, ekki einu sinni fræði- menn. Málþófs- og þrætufólki á þingi sem í 68 ár hefur reynt að skapa nýja stjórnarskrá hefur ekki tekist það. Slr. var falið að vinna verkið og við þekkjum öll ferlið. Slr. lauk verkinu með sóma og samþykkti þaulrætt frumvarp að nýrri stjórnarskrá 25/0. Sumir hafa gagnrýnt að þetta hafi allt gerst á of skömmum tíma. Í því samhengi – og engu öðru – nefndi ég dagana 115 sem Slr. starfaði og bar þá saman við þá 116 sem þurfti til að koma saman banda- rísku stjórnarskránni. Íslendingar tjáðu sig í atkvæða- greiðslu um frumvarpið 20. októ- ber sl. og lýstu afgerandi stuðn- ingi við það. Og ég spyr: Hefur fræðasamfélagið enga sóma- kennd varðandi lýð ræðið í landinu? Fræðasamfélagið, sem nú byltir sér, missti af tæki- færinu. Það hefur haldið fundi um málið á liðnum vikum en gætti þess að bjóða ekki full- trúum úr Slr. til að eiga þar rödd. Í Slr. starfaði fjöldi fræðimanna og fólk með viðtæka reynslu sem veit sínu viti. Nei, fræðasam- félagið talaði við sjálft sig og vildi enga aðra inn í fílabeinsturninn enda hefði það getað raskað ró og löngum svefni. Ég vitnaði í fyrri grein minni í Salómon konung og nú ætla ég að ganga ögn lengra og vitna í sjálfan Jesú sem sagði hina djúp- vitru dæmisögu um meyjarnar tíu. Fimm voru hyggnar og misstu því ekki af hinu sögu- lega augnabliki og gengu inn til brúðkaupsins meðan hinar fimm fávísu enduðu utan gátta. Ég læt Reimari eftir að túlka dæmisöguna frekar og vænti þess að hann hafi kjassmálli prest en mig til að ráðfæra sig við í þeim efnum. Hræðsluáróður og útúrsnún- ingar hæstaréttarlögmanns Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðurs- brögð Ólafs birtust í fyrir- sögninni: „Er óhróður DV falur?“ Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almanna- tengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið. Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjár- málastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafa- söm viðskipti eftir hrun. Sam- kvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjár- málastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenn- ingur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem „ósönn illmæli“ eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu. Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaða- manna og starfslýsingu almanna- tengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoð- unum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort „óhróður“ DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum stað hæf- ingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt. Ólafur ræðst á spegilinn Ögmundur Jónasson innan ríkisráðherra hefur næman skilning á stöðu þjóðkirkjunnar og safn- aða landsins. Í svari við fyrirspurn um áhrif niður- skurðar á kirkjustarf, sem alþingismenn gerðu vel að kynna sér, sagði hann m.a. á Alþingi 13. nóvember sl.: „Þjóðkirkjan fær sem kunnugt er framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum en þau fjárframlög eru í höfuðdráttum af tvennum toga. Í fyrsta lagi framlag til Biskups- stofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfs- manna Biskups stofu. Þetta fram- lag er bundið í lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem sett voru árið 1997, en það er jafn- framt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomu- lagi frá sama ári. Með því sam- komulagi afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum. Framlögin hafa að þessu leyti þá sérstöðu að þau eru ekki hugsuð sem framlög af skatt- tekjum heldur sem arður af þessum eignum. Það er hugsunin að baki greiðslunum. Í öðru lagi á framlag á fjár- lögum að standa straum af rekstrar kostnaði sókna þjóð- kirkjunnar og kirkjuhúsanna. Þetta framlag er bundið í lög um sóknar gjöld o.fl., frá árinu 1987. Samkvæmt eldri lögum um sama efni önnuðust sóknirnar sjálfar álagningu og innheimtu sóknar- gjaldsins en með gildandi lögum var sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, umreiknað yfir í til- tekið hlutfall tekjuskatts, innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðar legum greiðslum.“ Misskilningur Og Ögmundur heldur áfram: „Því hefur verið haldið fram að með þeirri breytingu sé nú sá eðlis- munur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað fram- lag úr ríkissjóði, fjár- magnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknar gjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóð- kirkjunni til hennar fyrir félags- aðild, enda segir beinlínis í lögum um sóknargjöld o.fl., að gjöld sem innheimt eru samkvæmt þeim séu sóknargjöld. Þetta er sá skilningur sem ég hef á þeim málum. Eftir hrun efnahagskerfisins árið 2008 hafa bæði þessi fram- lög til þjóðkirkjunnar verið skert. Framlögin sem byggja á kirkju- jarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóð- kirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu, enda sé hún, með leyfi forseta: „til sam- ræmis við almennan niðurskurð á flestum sviðum ríkisins“, eins og segir í árlegum viðaukasamningi sem gerður er um niðurskurðinn.“ Aldrei andmælt Og enn segir Ögmundur: „Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingum og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um það. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknar gjöldin var að þau voru skert en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra, í henni var sýnt fram á að sóknargjöldin höfðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera.“ Allt er þetta rétt og satt hjá Ögmundi. Allt rétt hjá Ögmundi NÝ STJÓRNAR- SKRÁ Örn Bárður Jónsson fv. stjórnlagaráðs- liði ÞJÓÐKIRKJAN Einar Karl Haraldsson sjálfstætt starfandi í almannatengslum ➜ Einna háværastir í gagnrýni á frumvarpið eru lögmenn sem fl estir koma reyndar úr einum og sama stjórnmálafl okki og líklega er það algjör tilviljun að fl okkur þeirra stendur þver og þrár í vegi frumvarpsins. Lögfræðingar margir hverjir láta eins og þeir standi á skjálfandi jörð … FJÖLMIÐLAR Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri DV ➜Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu. ➜ Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingum og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt? INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir 40 fyrirlestra um efnið enda nálgunin einföld, skýr og hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.18:30 - 21:00 Innifalið er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð: 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á inga@inga.is www.heilsuhusid.is FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: • Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn • Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu • Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst Þriðjudaginn 15. jan. Innifalið er mappa með uppskriftum og fróðleik

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.