Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.01.2013, Blaðsíða 36
8. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGURMENNING TÓNLEIKAR ★★★ ★★ Verk eftir yngstu tónskáldin íslensku Caput hópurinn KALDALÓNI HÖRPU, 5. JANÚAR Kafli 26 var yfirskrift tónleika Caput hópsins á laugardaginn, enda nú hafið 26. starfsárið. Mér sýndist líka mörg tónskáldanna sem áttu verk á tónleikunum vera á svipuðum aldri. Áherslan var öll á yngri kynslóðina. Fyrsta tónsmíðin var Qui toll- is eftir Árna Frey Gunnarsson. Hún var fyrir tvo píanóleikara og tvo slagverksleikara. Byrjun- in var undurveik, eins og fjarlæg- ar kirkjuklukkur. En framvind- an var snörp, klukknahljómarnir mögnuðust upp í kraftmikinn hápunkt sem var afar áhrifamik- ill. Þetta var glæsileg tónlist. Portraits and Interludes eftir Finn Karlsson, fyrir fiðlu, píanó og selló, var líka skemmtilegt. Tónlistin var fjölþætt og marg- breytileg, ýmist innhverf og dreymandi eða hröð og frískleg. Hún hefði þó komið mun betur út ef hún hefði verið almennilega flutt. Fiðluleikari hópsins var í áberandi slæmu formi. Leikurinn var ómarkviss og hjáróma. Selló- leikurinn var ekki heldur neitt til að hrópa húrra fyrir. Svipaða sögu er að segja um flutninginn á annars ágætri tón- smíð eftir Halldór Smárason sem bar heitið Grunnavík. Hún var fyrir óbó og strengjatríó. Þetta var mögnuð tónlist. En flutn- ingurinn var svo kauðslegur og ómarkviss að það fór um mann á tímabili. Síðasta verk fyrir hlé var Flightened eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Flightened er blanda af orðunum flight og frightened. Flughræðsla var greinilega miðpunkturinn. Með verkinu var sýnt myndband af flugtaki. Steinunn Soffía Skjens- tad söng hin hefðbundnu orð flug- freyju þegar hún fer yfir öryggis- atriðin í upphaf ferðar. Tónmálið var ógnandi og hugmyndin var í það heila skemmtileg. Því miður var jafnvægi ólíkra radda ekki alveg eins og best verður á kosið. Pákudrunurnar voru t.d. heldur yfirgnæfandi og áttu það til að drekkja tilfinningaþrungnum söngnum. Eftir hlé var komið að The End – Old Tape eftir Hauk Þór Harð- arson. Verkið var flutt af heilli kammersveit og var býsna íburð- armikið. Það var á margan hátt glæsilegt að gerð, viðburðaríkt og spennuþrungið. Hins vegar var tónlistin stundum dálítið yfir- þyrmandi, jafnvel langdregin. Það hefði mátt skera hana aðeins niður. Sumt var óþarflega endur- tekningasamt. Röda Rummet, fjögur ljóð úr skáldsögu Strindbergs, voru aftur á móti áhrifamikil. Tónlistin var eftir Petter Ekman og Elísabet Einarsdóttir söng afar fallega. Einnig hér var þó jafnvægið á milli hljómsveitar og söngkonu ekki alveg rétt. Gátu hljóðfæra- leikararnir ekki spilað aðeins veikar? Að lokum var flutt verk sem bar heitið Krónan og var eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Tónmál- ið var reiknað út frá mismun- andi gengisvísitölum, sem var þó engan veginn augljóst! Í rauninni gat tónlistin verið um hvað sem var. Það skipti heldur ekki máli. Aðalatriðið var að hún var frá- bærlega samansett. Hún var stíl- hrein og kraftmikil, með dáleið- andi niðurlagi sem var sérlega fallega útfært af hljóðfæraleik- urunum. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Líflegir tónleikar með efnilegum tónskáldum. Flutningurinn var þó ekki alltaf sem bestur. Flott tónlist, misjafn flutningur Einar Kárason, rithöfundur og sagnamaður, stígur á stokk í Sögu- lofti Landnámssetursins í Borgar- nesi á laugardag og segir þar sög- una af Sturlu Þórðarsyni, einu af höfuðskáldum miðalda í Norður- álfu. Sturla var einmitt í forgrunni í nýjustu skáldsögu Einars, Skáld, sem kom út fyrir jól og var smiðs- höggið á þríleik sem sækir efnivið í Sturlungu. En hverju mega áhorf- endur eiga von á, einfaldri endur- sögn á bókinni? „Að kjarna er þetta sama sagan,“ segir Einar, „en með þeim mun sem er á rituðum texta og töl- uðum; þetta er munnleg frásagnar- list. Ég segi söguna í fyrstu pers- ónu, bregð mér í hlutverk Sturlu en þannig getur maður líka viðr- að hvað hann er að hugsa og hvað leitar á hann.“ Einar hefur áður haldið sagna- kvöld í Landnámssetrinu auk þess að kenna munnlega frásagnar- list. Spurður hvað þetta form hafi umfram hið ritaða mál nefnir hann persónulega nánd. „Það myndast persónulegur „kontakt“ við áhorfendur. Ég hef mjög gaman af því að standa og segja frá þegar maður fær við- brögð frá fólk. Ég hef líka feikn- arlega gaman af því að sitja og hlusta á góða menn segja sögur, ekkert er jafn konunglega skemmtilegt.“ Einar segir sagnamennskuna vísast hafa verið það sem leiddi hann upphaflega inn í bókmenntir. „Ég vildi segja sögur eins og ég heyrði fólk í kringum mig segja þær; leigubílstjórar sem unnu með pabba og voru sumir miklir listamenn og konurnar sem komu í saumaklúbb til mömmu og upp- tendruðu stofuna með sögum sínum. Ég vildi ekki síður verða eins og þetta fólk en Halldór Lax- ness og svoleiðis karlar.“ Frásagnarstílinn telur hann vera sinn eigin. „En auðvitað mót- aður af öllum þeim sem maður hefur heyrt segja sögur í gegnum tíðina og hrifist af. Að segja sögu er auðvitað meira en að segja það. Það má vera að sumum sé þetta einfaldlega meðfætt en ég held að það sé ekki reyndin með mig. Ég var að vísu bullandi frá unga aldri og vildi láta taka eftir mér en ég held að það hafi verið mjög ómarkviss frásagnarlist. En svo tók maður þetta föstum tökum og þetta hefur ekki lánast verr en svo að fólk hefur sótt þessi sagnakvöld og vill heyra.“ bergsteinn@frettabladid.is Meira en að segja það Sturla Þórðarson lifnar við í munnlegri frásögn Einars Kárasonar í nýrri sýningu sem frumsýnd verður í Landnámssetrinu í Borgarnesi á laugardag. EINAR KÁRASON Segir hina munnlegu sagnalist hafa leitt sig upphaflega í bókmenntir og minnist leigubílstjóra sem unnu með föður hans og kvenna í saumaklúbb móður hans sem voru miklir listamenn á sviði sagnamennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Tropical Fruit lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Þeir sem reykja ekki eiga ekki að nota lyfjatyggigúmmíið. Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321 Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Ég segi söguna í fyrstu persónu, bregð mér í hlutverk Sturlu en þannig getur maður líka viðrað hvað hann er að hugsa og hvað leitar á hann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.