Fréttablaðið - 09.01.2013, Qupperneq 4
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
NOREGUR Norðmaðurinn sem féll
í skotbardaga við dönsku lögregl-
una á sunnudagskvöld, Stein Kjetil
Fredriksen, var búsettur í gömlu
íslensku björgunarskipi, Sigur-
vin. Skipið hafði hann gert upp
og geymdi í skerjagarðinum við
Arendal.
Sigurvin er um 18 metrar á
lengd og var smíðaður í Þýskalandi
á sjöunda áratugnum. Slysavarnar-
félagið fékk skipið árið 1997, að
sögn Hilmars Snorrasonar, skóla-
stjóra Slysavarnarskólans.
Sigurvin var staðsettur á Siglu-
firði allt til ársins 2006 og reyndist
afar vel, að sögn Hilmars. Eftir að
Slysavarnarfélagið seldi Sigurvin
lá hann mikið við bryggju í Reykja-
vík þangað til hann var seldur til
Noregs árið 2009.
Dagbladet í Noregi hefur eftir
vini Fredriksens að skipið hafi
verið illa farið þegar hann keypti
það á sínum tíma, en Fredriksen
hafi gert það upp með myndarbrag.
Fredriksen, sem var 49 ára gam-
all, var lengi bendlaður við sitt-
hvað misjafnt en aldrei í líkingu
við það sem upp komst um helgina,
er hann reyndi við þriðja mann að
smygla 250 kílóum af hassi frá
Ålbæk í Norður-Jótlandi.
Smyglararnir reyndu að komast
undan á hraðbátnum sem notaður
var til verknaðarins. Sérsveitar-
maður stökk um borð í bátinn en
særðist í skotárás frá Fredriksen.
Lögregla svaraði skothríðinni og
hitti hann fjórum skotum í brjóst
og höfuð svo hann lést samstundis.
- þj
Norski smyglarinn sem féll í skotbardaga við lögreglu í Danmörku hafði keypt Sigurvin:
Bjó í gömlu björgunarskipi frá Íslandi
SIGURVIN Stein Kjetil Fredriksen bjó
í skipinu sem áður var björgunarskipið
Sigurvin á Siglufirði.
MYND/HILMAR SNORRASON
LUNDÚNIR, AP Dánarorsök tónlistarkonunnar Amy Winehouse hefur
verið staðfest í aukaréttarrannsókn. Orsökin er sem fyrr áfengis-
eitrun af slysförum eftir að Winehouse hóf drykkju á ný eftir að hafa
um tíma haldið sig frá áfengi.
Shirley Radcliffe dánardómstjóri sagði fjölmiðlum í gær að Wine-
house hefði „drukkið áfengi af eigin vilja“ og aðstæður breyst til hins
verra og leitt til dauða hennar. Áfengismagn í blóði söngkonunnar
hefði verið fimmfalt yfir akstursviðmiði og yfir mörkum sem geta
verið banvæn.
Amy Winehouse fannst látin á heimili sínu í Lundúnum 23. júlí
2011. - óká
Dánarorsök tónlistarkonu staðfest í aukaréttarrannsókn:
Amy Winehouse drakk sig í hel
AMY WINEHOUSE Lést 27 ára gömul af ofneyslu áfengis.
FÆREYJAR Metfjöldi ferðamanna
fór um alþjóðaflugvöllinn í Vágum
í Færeyjum á síðasta ári. Frá þessu
segir á vef Portalsins.
Alls fóru 225.532 þar um, sem
er aukning um tæp ellefu prósent
milli ára. Gamla metið var sett
árið 2008.
Framkvæmdastjóri flugvallar-
ins þakkar þennan framgang
meðal annars lengingu flug-
brautar innar og betri tækjabúnaði.
Til stendur að reisa nýja þjónustu-
byggingu og flugstöð. - þj
Flykkjast til Færeyja:
Metfjöldi lenti
á Vágaflugvelli
HEILBRIGÐISMÁL Blikur eru á lofti
í rekstri Landspítalans fyrir kom-
andi mánuði, bæði rekstrarlegs
eðlis og vegna mönnunar spítal-
ans.
Þetta er mat Björns Zoëga, for-
stjóra Landspítalans, sem skrif-
ar í pistli á heimasíðu LSH í sam-
hengi við mikinn árangur síðustu
ára við niðurskurð. „Ýmis vá er þó
framundan, bæði rekstrarleg og í
mönnun spítalans, en við verðum
að vona að við náum að leysa úr
þeim erfiðleikum með hagsmuni
og öryggi sjúklinga að leiðarljósi.“
Björn segir að rekstrarleg vá
sé helst gengisþróun og afleidd-
ur kostnaður þess vegna, en LSH
er mjög bundinn ýmsum gengis-
bundnum samningum eftir útboð
á Evrópska efnahagssvæðinu.
„Gengið virðist vera að þró-
ast strax umfram forsendur fjár-
laga,“ segir Björn og vísar til þess
að í desember veiktist gengi krón-
unnar verulega og hafði ekki verið
veikara í tæp þrjú ár.
Blikur varðandi mönnun spítal-
ans eru vel kynntar. Hjúkrunar-
fræðingar hafa sagt upp störf-
um í stórum stíl og krefjast þess
að lokið verði við endurskoðun
stofnanasamninga, en það liggur
fyrir að starfsemi LSH lamast án
starfskrafta þeirra. Björn segir
þetta vega þungt en við þetta bæt-
ist „kjaraólga hjá öðrum kvenna-
stéttum, háskólamenntuðum sér-
staklega.“
Björn skrifar á heimasíðu LSH
að þrátt fyrir blikur á lofti sé tími
uppbyggingar runninn upp. LSH
sé, í fyrsta skipti í fimm ár, ekki
gert að draga saman í rekstri.
Auk þess hafa stjórnvöld bætt við
aukafjármagni til tækjakaupa, 600
milljónum króna, en „þar hefur
þörfin verið brýnni en í nokkru
öðru í starfsemi Landspítala fyrir
utan að endurbæta húsnæðið sem
ekki má dragast mikið lengur,“
segir Björn. svavar@frettabladid.is
231,9045
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,44 129,06
206,67 207,67
168,46 169,4
22,579 22,711
22,965 23,101
19,634 19,75
1,4679 1,4765
196,65 197,83
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
08.01.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Voltaren Dolo 25 mg
Lyfjaval.is • sími 577 1160
15%
afsláttur
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Föstudagur
Víða hæg breytileg átt.
RIGNING eða slydda S- og V-lands næstu daga en úrkomu minna N- og NA-til.
Allhvasst víða SV- og V- til í dag en dregur úr í kvöld fyrst allra vestast. Rólegra næstu
daga og kólnar lítillega í veðri á föstudag.
3°
8
m/s
4°
13
m/s
6°
14
m/s
6°
18
m/s
Á morgun
3-8 m/s V-til en að 13 m/s A-til.
Gildistími korta er um hádegi
2°
1°
4°
3°
2°
Alicante
Basel
Berlín
17°
5°
7°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
7°
7°
8°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
5°
5°
21°
London
Mallorca
New York
9°
17°
9°
Orlando
Ósló
París
27°
0°
8°
San Francisco
Stokkhólmur
12°
1°
3°
5
m/s
5°
4
m/s
3°
3
m/s
3°
7
m/s
4°
4
m/s
5°
9
m/s
0°
9
m/s
3°
3°
7°
6°
6°
Hættumerki á LSH
í rekstri og mönnun
Forstjóri Landspítalans segir ýmis hættumerki á lofti varðandi rekstur og mönnun
spítalans. Gengisþróun krónunnar kemur illa við reksturinn vegna gengis-
bundinna samninga. Launaólga er á meðal háskólamenntaðra kvennastétta.
LÖGREGLUMÁL Nítján ára piltur
mætti á lögreglustöð í gær, kærði
hópnauðgun um liðna helgi og gaf
skýrslu um málið.
Hann hafði verið að skemmta
sér á laugardagskvöld en rankaði
við sér utanhúss skammt frá tón-
listarhúsinu Hörpu. Hann telur
að sér hafi verið byrluð ólyfjan og
hann verið beittur ofbeldi af fjór-
um mönnum sem hann kann ekki
deili á. Pilturinn fékk aðhlynn-
ingu á neyðarmóttöku vegna kyn-
ferðisbrota. - sh
Rankaði við sér við Hörpu:
19 ára kærði
hópnauðgun
LANDSPÍTALI Spítalanum er ekki gert að skera niður í ár en blikur eru á lofti vegna
gengisþróunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
2012 erfiðasta rekstrarárið frá hruni
Útkomuspá fyrir LSH árið 2012 liggur fyrir. Allt bendir til að spítalinn sé
innan heimilda fjárlaga, eins og undanfarin tvö ár. Björn segir að árið
2012 hafi verið erfiðasta árið frá því að krafa um niðurskurð kom fyrst
fram eftir hrunið, en hann er orðinn rúmlega 20% þegar allt er talið.
Það sem gerði niðurskurðinn erfiðari er að starfsemin jókst mikið á sama
tíma; komur á bráðamóttöku voru 2.520 fleiri en árið áður (2,6%) og
legudagar 4.700 fleiri (2,3%). Fæðingum fjölgaði líka lítillega eftir að
hafa fækkað næstu tvö ár á undan.