Fréttablaðið - 09.01.2013, Síða 6
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR |
Þótt kynferðisbrot gegn börnum
séu fyrnd að lögum er unnt að
dæma sakborning til greiðslu
miskabóta til fórnar lamba, liggi
sekt fyrir. Til eru dæmi þess hjá
Hæstarétti. Sakborningur er þá
sýknaður af
refsikröfu en
er dæmdur til
greiðslu miska-
bóta.
Svala Ísfeld
Ólafsdóttir,
dósent við laga-
deild Háskól-
ans í Reykja-
vík, skrifaði
ýtarlega grein-
argerð árið 2007 um breytingar
á fyrningartíma hegningarlaga
er varða kynferðis brot gegn
börnum. Hún segir lagabreyt-
ingarnar hafa verið um margt
athyglisverðar.
„Frá upphafi hegningarlaga
hefur það tíðkast að öll brot
fyrnast nema þau brot sem geta
varðað ævilöngu fangelsi. Engin
kynferðisbrot gegn börnum geta
haft í för með sér svo þunga
refsingu. Svo hefur það verið
okkar refsipólitíska stefna að
fækka ófyrnanlegum brotum,“
segir hún. „Þess vegna fór þessi
ákvörðun þvert á þessa stefnu
og vakti mikla athygli.“
Svala bendir þó á að fyrning
kynferðisbrots leiði einungis til
þess að ríkið geti ekki höfðað
mál á hendur gerandanum til að
fá hann dæmdan í refsingu.
„Það þýðir ekki að viðkom-
andi sé saklaus. Það þýðir ein-
göngu að ekki er lengur heimilt
að refsa honum,“ segir hún. „Ef
mál er höfðað fyrir kynferðis-
brot sem er fyrnt og hægt er
að sanna að viðkomandi hafi
framið það, er hann sekur um
verknaðinn en sýknaður af refsi-
kröfunni.“
ASKÝRING | 6
KARL VIGNIR ÞORSTEINSSON AFHJÚPAÐUR BARNANÍÐINGUR
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Dreglar og mottur
á frábæru verði!
Margar
stærðir
og gerðir
Breidd: 1 metri
Verð pr. lengdarmeter
Ódýrar mottur
40x60 cm frá kr.
PVC mottur 50x80 cm1.490
Breidd: 66 cm
erVerð pr. lengdarmet
66x120 cm kr 2.790
100x150 cm kr 4.990
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Vestmannaeyjum
NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2013
Sjálfsheilun í gegnum orkustöðvarnar 21. jan - 6. apr
Heilunarnámskeið grunnnámskeið 22. jan - 9. apr
Sjálfsheilun í gegnum nýju orkustöðvarnar 23. jan - 20. apr
Atlanis 17. jan - 27. jan
www.nyjaljos.is nyjaljos@nyjaljos.is s: 699 7099 og 615 5710
Nýja Ljós einnig á facebook
„Við fórum með stráknum upp til
karlsins og földum okkur þegar
hann opnaði hurðina. Þá stóð hann
nakinn með handklæði utan um
sig. Þeir fara að tala saman og þá
stökkvum við vinur minn á hann,
handklæðið dettur af honum og við
setjum hann á stól og bindum hann.
Hann verður ógeðslega hrædd-
ur, strákurinn brjálaðist og sagði
honum að staðfesta það sem karl-
inn hefði gert honum. Hann viður-
kenndi allt. Þá verðum við alveg
brjáluð og byrjum að lemja hann og
rústuðum öllu í íbúðinni hans. Við
börðum hann samt ekki illa, það
sást ekkert á honum.“
Svo lýsir Hrönn Sveins dóttir
kvikmyndagerðarkona reynslu
sinni á nýársnótt árið 1994. Hún og
vinur hennar, þá sautján ára ung-
lingar, hittu ungan mann í miðborg
Reykjavíkur sem sagði þeim frá
ofbeldi sem hann hafði orðið fyrir
af hálfu Karls Vignis Þorsteins-
sonar í fjölda ára. Hún greindi frá
atvikinu á Facebook eftir umfjöll-
un Kastljóss á mánudagskvöld, þar
sem Karl játaði að hafa níðst kyn-
ferðislega á allt að fimmtíu börnum
undan farin fjörutíu til fimmtíu ár.
Ekki beinlínis löglegt
Hrönn og vinur hennar fóru með
drengnum heim til Karls bundu
hann við stól og létu hann játa skrif-
lega að hafa misnotað drenginn og
fjölda annarra barna og unglinga.
Þau ræddu aldrei við lögreglu.
„Við sögðumst ætla að fara með
þetta allt til löggunnar, hann færi í
fangelsi og við myndum aldrei sjá
hann aftur. En eftir á að hyggja
urðum við hrædd við það sem við
gerðum, því það var nú ekki bein-
línis löglegt,“ segir hún. „Þetta var
svo skrýtið allt saman. Maður hugs-
aði með sér að svona maður, sem
hafði viðurkennt allt, að það væri
örugglega búið að taka hann fyrir
löngu,“ segir Hrönn. „En þegar ég
sá Kastljósið leið mér hræðilega að
hafa ekki gert eitthvað annað og
meira en að pína hann og skemma
íbúðina hans. Við hefðum auðvitað
átt að fara til lögreglunnar.“
Krakkarnir yfirgáfu íbúð Karls
Vignis á nýársmorgun og skildu
hann eftir í stólnum, bundinn og
nakinn. Hann lagði aldrei fram
kæru vegna næturinnar, sem Hrönn
lýsir sem afar undarlegri.
„Við skildum hann eftir svona
í íbúðinni, allt í rúst. Fórum með
játninguna en gerðum aldrei neitt
við hana. Við þorðum ekki að fara
með hana til löggunnar því við höfð-
um auðvitað hegðað okkur eins og
bjánar. En við héldum að við hefðum
hrætt úr honum líftóruna.“
Átti miklar sakir við hann
Drengurinn sagði Karl hafa boðið
sér húsnæði og peninga eftir að hafa
lent á götunni mörgum árum áður.
Hann hefði misnotað drenginn öll
þau ár sem hann dvaldi hjá Karli.
„Strákurinn átti svo miklar sakir
við hann og fer að rifja upp allt sem
hann hafði gert honum – byrjar að
tala um aðra krakka líka – og karl-
inn viðurkennir allt. Eins og sást í
Kastljósinu er hann ekkert ófús að
viðurkenna þessa hluti og verður
voða aumur,“ segir hún. „Við verð-
um rosalega reið, erum auðvitað
bara 17 ára unglingar, og ég fer inn
í íbúðina og sný öllu við í stofunni.
Ég eyðilagði ekkert en sneri öllum
myndum við, öllum blómapottum og
húsgögnum. Ég heyri bara í þeim og
labba um til að sjá hvað ég get gert
meira. Svo fór ég reglulega inn í
borðstofu og öskraði meira á hann.“
Þvinguðu fram játningu
Hún segir Karl Vigni hafa verið
afar óttasleginn. „Hann var bara
bundinn við stól og var að drep-
ast úr hræðslu. En við bara nutum
þess. Strákurinn las líka yfir honum
hvað hann væri mikið ógeð og rétt-
ast væri að drepa hann. Hann viður-
kenndi að hafa misnotað fullt af
öðrum krökkum,“ segir hún.
„Við fundum einhverjar möppur
inni í skáp hjá honum með fullt af
nöfnum með einhverjum krökkum.
Við þvinguðum hann til að skrifa
undir játningu og skrifa niður fullt
af nöfnum á börnum sem hann
hafði misnotað, og hann gerði það.
En hann var náttúrulega drullu-
hræddur, allsber í stól.“
Hún segir það hafa komið sér á
óvart að Karl Vignir hefði haldið
áfram að misnota börn.
„Hálfur bærinn vissi af þessu,
þar á meðal ég, en samt gerðist ekk-
ert. En á þessum árum hefði lögg-
an sennilega bara kært okkur. Við
vorum bara krakkabjálfar og þetta
voru orð gegn orði og játning sem
var þvinguð fram. En ég sá aldrei
eftir þessu. Mér leið aldrei illa yfir
því að hafa gert þetta. Það eina
erfiða var að hafa hitt svona ógeðs-
legan mann. Þetta skrímsli sem
hann sagðist sjálfur vera.“
Þrjú ungmenni beittu Karl Vigni líkamlegu og andlegu ofbeldi heila nótt:
Bundu Karl Vigni við stól og píndu
Þegar Fréttablaðið náði tali af Karli Vigni um miðjan dag í gær var hann
enn ekki búinn í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann vildi slíta samtalinu sam-
stundis en sagðist þó ekki vera þannig maður sem skellti á fólk.
Hvernig líður þér eftir umfjöllun Kastljóss?
„Mér líður hryllilega. Og ég skil ekki að það skuli vera hægt að fara inn á
heimili fólks með falda myndavél. Er ekki ólöglegt að gera það? En ég ætla
ekki að gera neitt í málinu.“
Ertu kvíðinn fyrir skýrslutökunni hjá lögreglu?
„Nei, ég er ekki kvíðinn. Ég ætla að koma fram og þar afgreiði ég mín
mál.“
Ætlarðu að játa fyrir lögreglu þau brot sem þú hefur framið?
„Hvað heldur þú að ég geri? Ég hef þetta ekki lengra. Vertu sæl.“
Lögreglan sótti Karl Vigni klukkan rúmlega þrjú í gærdag til að færa hann
til yfirheyrslu.
Kveið ekki skýrslutökunni
Blindrafélagið ætlar að kanna nánar meðal foreldra og barna innan félags-
ins sem kynnu að hafa orðið á vegi Karls Vignis Þorsteinssonar á vettvangi
félagsins hvort hann hafi brotið gegn einhverjum börnum á þeim tíma.
Komi í ljós ábendingar um að svo hafi verið mun lögreglu gert viðvart.
Stjórn Blindrafélagsins ákvað þetta á fundi sínum í gær eftir umfjöllun
Kastljóss um brot Karls Vignis, en hann starfaði sem sjálfboðaliði innan
félagsins í fjölda ára og sat í nokkrum nefndum innan þess.
Í tilkynningu frá félaginu segir að hann hafi þó verið látinn hætta störf-
um árið 2006 eftir að Ragnar Bjarnason tónlistarmaður greindi félaginu
frá ásökunum og alvarlegum misgjörðum sem tengdust Karli. Sérstaklega
var hugað að foreldrum blindra og
sjónskertra barna, en ekkert kom
fram sem vakti grunsemdir um að
Karl hefði brotið gegn börnum á
vettvangi félagsins.
➜ Blindrafélagið hefur skoðun eftir Kastljósið
Breytingarnar sem Alþingi samþykkti árið 2007:
1. Alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum fyrnast aldrei, en áður var fyrn-
ingarfrestur ýmist tíu eða fimmtán ár. Lögum samkvæmt eru alvar legustu
brotin nauðgun á barni og kynferðismök við blóðskylt barn eða barn í
nánum tengslum við geranda. Svo dæmi sé tekið fyrnist kynferðisleg
áreitni sem faðir sýnir dóttur en ekki ef faðirinn hefur haft kynferðismök
við dóttur sína.
2. Upphaf fyrningarfrests allra annarra kynferðisbrota gegn börnum er
miðað við 18 ára afmælisdag barnsins en miðaðist áður við 14 ára afmæli.
3. Refsingar fyrir tiltekin kynferðisbrot gegn börnum voru þyngdar til að
lengja fyrningarfrest þeirra.
Nauðgun á barni fyrnist aldrei
Fyrnd mál hafa
skapað bótaskyldu
Hæstiréttur hefur dæmt miskabætur vegna kynferðisbrota gegn börnum þó að málin
séu fyrnd, að sögn dósents í lögum. Lagaákvæðum um fyrningu breytt árið 2007.
SVALA ÍSFELD
ÓLAFSDÓTTIR
Við hefðum
auðvitað átt að
fara til lög-
reglunnar.
Hrönn Sveinsdóttir
kvikmyndagerðarkona
Karli Vigni Þorsteinssyni var veitt
viðurkenning fyrir störf sín fyrir
Áskirkju árið 2011 þótt hann hafi
verið leystur frá störfum árið 2007 í
kjölfar umfjöllunar um níðingsverk
hans.
Í yfirlýsingu sem sóknarprestur,
sóknarnefnd og starfsfólk Áskirkju
sendi frá sér í gær segir að hann
hafi aldrei komið að starfi með
börnum og unglingum í Áskirkju.
„Þátttaka hans í starfi sem sjálf-
boðaliði við Opið hús aldraðra hófst
í kringum árið 2003 með aðstoð
í eldhúsi. Hann varð síðar hluti af
hópi sjálfboðaliða í heimsókna-
þjónustu í söfnuðinum.
Í kjölfar umfjöllunar í fjöl-
miðlum árið 2007 um Karl Vigni
var hann leystur frá störfum sem
sjálfboðaliði og hefur síðan ekki
gegnt neinum trúnaðarstörfum
fyrir kirkjuna. Á Evrópuári sjálf-
boðastarfs í kirkjunni 2011 var
þjóðkirkjusöfnuðum boðið að veita
sjálfboðaliðum viðurkenningu fyrir
störf sín. Í Áskirkju voru 30 ein-
staklingum veittar slíkar viðurkenn-
ingar, og var Karl Vignir í þeim hópi.
Í ljósi þess sem fram hefur komið
í umfjöllun Kastljóss nú, og Karl
Vignir játaði þar á sig, er augljóst að
sú ákvörðun var röng,“ segir í yfir-
lýsingu frá Áskirkju. „Hugur okkar
er hjá þeim sem Karl Vignir hefur
beitt ofbeldi.“
Mistök að heiðra Karl Vigni fyrir störf við Áskirkju
KARL VIGNIR ÞORSTEINSSON Hann starfaði meðal annars á Hótel Sögu þar sem
nokkur brota hann áttu sér stað.
Sunna
Valgerðardóttir
sunna@frettabladid.is