Fréttablaðið - 09.01.2013, Síða 14
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 14
Fyrirsögnin á þessari grein
er fengin úr ensku og hafa
flestir heyrt hana, „It takes
a village“, en með henni er
átt við það að það þarf heilt
þorp til að ala upp barn.
Ég ritaði grein er birtist
á visir.is og í Fréttablaðinu
þann 21. desember síðast-
liðinn um einelti. Greinin
og viðbrögðin við henni sem
ég fékk, símleiðis og í gegn-
um Facebook, hvöttu mig til
umhugsunar um málefnið
og í kjölfarið setti ég mér
það markmið að árið 2013 yrði til-
einkað aukinni umræðu um einelti.
Umræðu sem vonandi myndi leiða
til þjóðfélagsumræðna um mein-
semd eineltis og hversu alvarlegar
afleiðingarnar geta orðið fyrir þol-
endur eineltis.
Ég á 5 ára gamla dóttur og ég
horfi til þess hvers konar mann-
eskja ég vil að hún sé. Ég tel mig
einnig vita það að flestir foreldrar
vilji börnum sínum vel, vilji að
börnin þeirra verði góðar og gildar
manneskjur í samfélaginu. Nái
árangri í því sem þau taka sér
fyrir hendur. En það er ekki nóg
að horfa til þess hvernig við sem
foreldrar og/eða uppalendur ölum
börnin okkar upp, því að þau verða
fyrir áhrifum alls staðar frá og sér-
staklega í nútímasamfélagi þar sem
netið og tæknin eru svo stór þáttur
í lífi okkar flestra.
Tvöföld skilaboð
Þegar börnin heyra foreldra sína
ræða saman á neikvæðan hátt um
heimilisaðstæður samnemenda, for-
eldra samnemenda eða um samkyn-
hneigð o.s.frv. tekur barnið það með
sér út í daglegt líf. Þegar barn verð-
ur vitni að því að fullorðinn einstak-
lingur lætur frá sér neikvæð (og allt
að andstyggileg) ummæli
á kommentakerfum fjöl-
miðlanna tekur barnið það
með sér út í sitt daglega
líf. Ef barn heyrir niðrandi
orð um einstakling tekur
barnið það með sér út í sitt
daglega líf. Þegar barn sér fjöl-
miðla hampa glæpamönnum sem
einhvers konar and-hetjum tekur
barnið það með sér út í hið daglega
líf. Þegar barn heyrir alþingismann
kalla einhvern bjána tekur barnið
það með sér út í hið daglega líf.
Þá skiptir engu máli hversu vel
haldið er utan um barnið á heima-
velli ef það fær endurtekið í sífellu
tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu.
Að það sé í lagi að tala illa um ein-
hvern, hver sem hann er.
Ég hef þó ekki lausnirnar við því
hvernig við útrýmum einelti, hvort
sem um er að ræða í skólum eða á
vinnustöðum. Ég er þó viss um það
í hjarta mínu að við sem þjóðfélag
verðum að átta okkur á því að við
ölum börnin okkar upp í samein-
ingu. Ekki undir neinum kringum-
stæðum megum við sópa einelti
undir teppið sem „lítilvægu“ vanda-
máli. Við þurfum að horfast í augu
við hvernig orðræðan hefur verið
að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir
ekki til neins nema vandræða.
Fyrsta skrefið sem við verðum
að taka til þess að bregðast við
því vandamáli sem einelti er, er
að hugsa um það hvers konar þjóð-
félag og einstaklinga við viljum sjá
og vera í framtíðinni.
Það þarf heilt þorp
Á næstu vikum fer von-
andi fram efnismikil og
ýtarleg umræða um flesta
þætti nýs stjórnarskrár-
frumvarps bæði á Alþingi
og hjá lærðum og leikum í
samfélaginu.
Kosningafyrirkomu-
lag sem tryggir lýðræði
er einn af veigamestu
þáttum hverrar stjórnar-
skrár. Hér á eftir verður
reynt að skýra tillögur
Stjórnlagaráðs um fyrir-
komulag alþingiskosninga
út frá þeim markmiðum
sem þar voru lögð til grund vallar,
í þeirri von að slíkt auki líkur á
faglegri umræðu um markmiðin
og hvernig þeim verði best náð.
Grunnur alþingiskosninga er
stjórnmálasamtök og einn af
hornsteinum lýðræðis að þing-
styrkur þeirra sé í sem bestu
samræmi við kjörfylgi.
Sátt náðist í Stjórnlagaráði um
önnur helstu meginmarkmið nýs
kosningafyrirkomulags:
1. Efla lýðræði með því að auka
bein áhrif kjósenda á val
alþingismanna.
2. Jafna vægi atkvæða.
3. Styrkja tengsl alþingismanna
og kjósenda.
4. Raddir sem flestra landsvæða
heyrist á Alþingi.
5. Stuðla að því að hlutfall karla
og kvenna sé sem jafnast á
Alþingi.
Markmiðin eru m.a. byggð á
niðurstöðum Þjóðfundar, um-
fjöllun Rannsóknarnefndar
Alþingis, reynslu alþingismanna
og ýtarlegri umræðu í
Stjórnlagaráði.
Hvorki er einfalt né
auðvelt að ná öllum þessu
markmiðum og jafn-
vel fleirum samtímis og
vafalaust má deila um
hversu vel það hefur tek-
ist í tillögum Stjórnlaga-
ráðs. Tillögurnar njóta
þó mikils stuðnings hjá
þjóðinni, ekki síst aukið
persónukjör.
Verulegt svigrúm
Hafa verður í huga að
kosningafyrirkomulag er jafnan
ekki nákvæmlega útfært í
stjórnar skrám en miklu fremur
í kosningalögum. Því fær lög-
gjafinn verulegt svigrúm til
nánari útfærslu, sem gefur þá
jafnframt tækifæri til öfga-
kenndra ályktana í ýmsar áttir
meðan sú útfærsla liggur ekki
fyrir. Við þessu hefur jafnan
verið brugðist hérlendis með því
að semja ný kosningalög samhliða
stjórnarskrárbreytingum. Slíkt
myndi nú sem fyrr eyða óvissu.
Háværar eru þær úrtöluraddir
sem telja að landsbyggðin missi
a.m.k helming þingmanna og
þekkt andlit komi í stað þeirra.
Við þessu má bregðast með því að
ákveða samhliða stjórnarskrár-
breytingum að kjördæmin skuli
verða átta (smærri kjördæmi eru
lykilatriði varðandi þriðja mark-
mið). Einnig með því að lands-
byggðarkjördæmin nýti að fullu
heimildir til bundinna þingsæta,
sem tryggði þá að lágmarki 23
þingmenn úr landsbyggðarkjör-
dæmum (styrkir fjórða mark-
mið). Með sama hætti mætti
ákveða að heimild til að velja
frambjóðendur af listum fleiri
en einna stjórnmálasamtaka yrði
ekki nýtt. Hér kann því sem fyrr
að gilda að „vilji er allt sem þarf“.
Frá upphafi hefur ferli stjórnar-
skrárbreytinganna haft það mark-
mið að þjóðin setti sér nýjan sam-
félagssáttmála. Ef marka má
niðurstöður nýafstaðinnar þjóðar-
atkvæðagreiðslu er það verk vel
á vegi statt. Það veltur þó mjög á
verklagi Alþingis og fræðasam-
félagsins hvernig verkinu lýkur.
Með vel rökstuddum breytingar-
tillögum („hollum ráðum“) sam-
fara réttmætri gagnrýni má lengi
gott bæta. Hitt verður þá einnig
að hafa í huga að auðveldara er að
rífa niður en byggja upp og jafn-
framt að þjóð í vanda þarf nú öðru
fremur á uppbyggingu og trú á
nýja framtíð að halda.
Markmið breyttra alþingis-
kosninga og kjördæmaskipan
SAMFÉLAG
Matthías Freyr
Matthíasson
starfsmaður á
skammtímaheimili
fyrir unglinga
➜ Ef barn heyrir
niðrandi orð um
einstakling tekur
barnið það með sér út
í sitt daglega líf.NÝ STJÓRNAR-SKRÁ
Ari Teitsson
sat í C-nefnd
Stjórnlagaráðs
sem fj allaði um
kosningar
➜ Frá upphafi hefur ferli
stjórnarskrárbreytinganna
haft það markmið að
þjóðin setti sér nýjan sam-
félagssáttmála. Ef marka má
niðurstöður nýafstað innar
þjóðaratkvæðagreiðslu er
það verk vel á vegi statt.
Það veltur þó mjög á verk-
lagi Alþingis og fræðasam-
félagsins hvernig verkinu
lýkur.
HM í ha
ndbolt
a
Í LEIFTR
ANDI HÁ
SKERPU
Hefst á
föstud
ag
Þorsteinn J. og gestir
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Þorsteinn J. sér um umfjöllun
fyrir og eftir leiki ásamt
sérfræðingum Stöðvar 2
Sport, Geir Sveinssyni og
Guðjóni Guðmundssyni,
og fleiri góðum gestum.