Fréttablaðið - 09.01.2013, Page 18
VIÐSKIPTI
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
Mikið fjör hefur verið á íslenska
hlutabréfamarkaðnum fyrstu
daga. Fyrstu fjóra viðskiptadaga
hans var meðalvelta á dag í Kaup-
höllinni 1.581 milljón króna en
til samanburðar var meðalvelta
á dag 355 milljónir í fyrra. Þá er
veltan fyrstu fjóra daga ársins
næstum tvöfalt meiri en öll velta
janúarmánaðar í fyrra.
Á sama tíma hefur úrvals-
vísitalan OMXI6 hækkað um
ríflega 5% og rauf 1.100 stigin í
fyrsta sinn eftir endurræsingu í
1.000 stigum í upphafi árs 2009
eftir bankahrunið.
„Þetta hefur verið sérstaklega
fjörugt undanfarna daga en þó
má segja að markaðurinn hafi
verið fjörugur alveg frá skrán-
ingu Vodafone um miðjan des-
ember. Þannig var meðalveltan
síðustu sex viðskiptadagana í des-
ember einhverjar 1.200 milljónir
á dag,“ segir Magnús Harðarson,
aðstoðarforstjóri Kauphallarinn-
ar, og bætir við: „Við höfum klár-
lega fundið að með nýskráningun-
um síðustu misseri hefur áhuginn
á hlutabréfum sem fjárfestingar-
kosti verið að aukast. Ég verð þó
að játa að þessi skyndilegi kippur
hefur komið aðeins á óvart.“
Magnús bendir á að með fjölg-
un skráðra fyrirtækja hafi inn-
lendi hlutabréfamarkaðurinn
orðið raunhæfari valkostur við
skuldabréfamarkaðinn. Þá hafi
það sitt að segja að virk viðskipta-
vakt er með öllum nýju félögun-
um sem eru orðin alls fjögur á
síðasta rúma einu ári.
Ingólfur Bender, forstöðu-
maður greiningar Íslandsbanka,
segir að virknin á hlutabréfa-
markaðnum síðustu daga hafi
verið óvenju mikil, ekki síst þar
sem engar stórar viðskiptafréttir
hafi birst þessa daga.
„Það eru hins vegar ákveðn-
ir þættir í efnahagsumhverfinu
sem eru að ýta undir aukna virkni
hlutabréfamarkaðarins. Það er
mikið af fjármunum sem eru
fastir í krónum út af höftunum
og fjárfestingarkostir eru fáir. En
þetta á svo sem ekki sérstaklega
við um þessa fáu daga sem liðnir
eru af árinu,“ segir Ingólfur.
Daníel Svavarsson, forstöðu-
maður hagfræðideildar Lands-
bankans, tekur í sama streng og
bendir auk þess á uppsafnaða
fjárfestingarþörf lífeyrissjóð-
anna. „Þá hefur hlutfall hluta-
bréfa af eignasöfnum lífeyris-
sjóðanna verið frekar lágt. Það er
því svigrúm hjá þeim til að auka
við sig í hlutabréfum á kostnað
skuldabréfa,“ segir Daníel og
bætir loks við að hluti af skýr-
ingunni á aukinni veltu sé vænt-
anlega einfaldlega sú að skráðum
félögum hafi fjölgað.
Þá bendir Ingólfur á að hluta-
bréfamarkaðurinn hafi orðið
áhugaverðari kostur í saman-
burði við skuldabréfamarkaðinn
síðustu misseri. „Það voru mjög
mikil tækifæri á skuldabréfa-
markaði eftir bankahrunið. Bæði
var verið að keyra vexti mjög
hratt niður og þá var skuldabréfa-
markaðurinn líka eiginlega eini
virki eignamarkaðurinn sem var
eftir. Þau tækifæri eru ekki leng-
ur til staðar þar og því kannski
eðlilegt að fólk beini sjónum
sínum frekar annað.“
Spurður hvort vísbendingar
hafi komið fram um að einstak-
lingar hafi verið að kaupa hluta-
bréf í meira mæli en áður svarar
Ingólfur að lokum: „Við höfum
séð að innlán hafa aðeins verið
að minnka og hlutabréfasjóðir að
vaxa sem bendir til þess að áhugi
almennings hafi aðeins glæðst.
Mín tilfinning er þó sú að stofn-
anafjárfestar standi að baki flest-
um stærstu viðskiptunum.“
| 2 9. janúar 2013 | miðvikudagur
Fróðleiksmolinn
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i
Þetta hefur verið sérstaklega fjörugt undanfarna
daga en þó má segja að markaðurinn hafi verið
fjörugur alveg frá skráningu Vodafone um miðjan des-
ember.
MAGNÚS HARÐARSON, AÐSTOÐARFORSTJÓRI KAUPHALLARINNAR
Á myndritinu hér að neðan má sjá tölur frá World Bank yfir hlutfall íbúa,
25 ára og eldri, sem lokið höfðu við háskólagráðu árið 2010.
Íslendingar eru í 14. sæti listans með 18,3% en Bandríkjamenn eru efstir
með 31,6%.
Hlutfall íbúa 25 ára og eldri með háskólapróf (%)
Háskólamenntun: Ísland og umheimurinn
Bandaríkin 31,6
Kanada 28
Úkraína 25,5
Nýja-Sjáland 24,4
Ísrael 24,3
Japan 23,9
Rússland 23,3
Grikkland 22,4
Filippseyjar 22,4
Ástralía 22,4
Belgía 20,4
Írland 20,3
Kýpur 18,4
Ísland 18,3
Eistland 18
Suður-Kórea 17,3
Svíþjóð 16,7
Athyglisvert er að bera saman skiptingu útskrifaðra háskólanema eftir
námsbrautum, til dæmis á Íslandi og í Japan. Sá samanburður sýnir að
hærra hlutfall háskólamenntaðra Japana en Íslendinga er með gráðu í
verkfræði og þjónustugreinum.
Aftur á móti er hærra hlutfall háskólamenntaðra Íslendinga með gráðu í
félags- eða menntavísindum.
Menntun háskólamenntaðra eftir námsbraut
http://data.is/Wt6ZvR
Miðvikudagur 9. janúar
➜ Erlend staða Seðlabankans |
hagtölur SÍ
Fimmtudagur 10. janúar
➜ Skattadagur Deloitte, SA og VÍ
Mánudagur 14. janúar
➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir
| hagtölur SÍ
Þriðjudagur 15. janúar
➜ Atvinnuleysi í desember 2012
Mánudagur 28. janúar
➜ Verðbréfaviðskipti | hagtölur SÍ
➜ Staða markaðsverðbréfa | hag-
tölur SÍ
➜ Íslandsbanki | uppgjör síðasta
fjórðungs 2012
100
80
60
40
20
%
Ísland: Japan:
Landbúnaður
Heilbrigðisgreinar
Raunvísindi
Þjónusta
Menntavísindi
Verkfræði
Hugvísindi og listir
Félagsvísindi, við-
skipti og lögfræði
Annað
http://data.is/11bzHJm http://data.is/11bzTby
2007 2008 2009 2010 2007 2008 2009 2010
„Í tilefni umfjöllunar Markaðar-
ins um útboð Eimskips á síðasta
ári óskast að eftirgreindu verði
komið á framfæri:
Af fjórum skráningum á Ís-
landi frá hruni var Eimskip lang-
stærst en markaðsvirði við skrán-
ingu var 40 ma.kr. á meðan önnur
útboð hafa verið á bilinu 10-16
ma.kr. Þá var skráning Eimskips
stærsta skráning ársins í kaup-
höllum Nasdaq OMX á Norður-
löndum. Í útboðinu til fagfjárfesta
var um 50% umframeftirspurn og
í almenna útboðinu var um fimm-
föld eftirspurn.
Í nauðasamningum Eimskips
2009 var gengi félagsins um 135
krónur á hlut en í útboðinu nú
var gengið 208 á hlut sem er yfir
50% hækkun. Engu að síður hefur
gengið hækkað um 20% til við-
bótar frá skráningu. Þessi mikla
eftirspurn og jákvæða verðþróun
sanna vel heppnað útboð og sýna
fram á þann mikla árangur sem
stjórnendur Eimskips hafa náð í
rekstri félagsins frá endurskipu-
lagningu.
Hvað snertir framkvæmd út-
boðsins að öðru leyti liggur fyrir
að Fjármálaeftirlitið framkvæmdi
í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar
ýtar lega athugun á þeim atriðum
sem tiltekin eru í umsögn Frétta-
blaðsins án þess að gera athuga-
semdir við framkvæmdina. Um-
sögn um viðskiptin byggist þann-
ig á fullyrðingum og sögusögnum
um framkvæmd viðskiptanna,
sem komið hefur í ljós að áttu ekki
rétt á sér.“
Athugasemd frá Pétri Einarssyni, forstjóra Straums:
Stærsta
skráning frá hruni
Heimild: World Bank
Heimild: World Bank
Mikið líf á hlutabréfa-
markaði í byrjun árs
Úrvalsvísitala íslenska hlutabréfamarkaðarins hefur hækkað um
rúm 5% á fyrstu fimm viðskiptadögum ársins. Þá hefur meðalvelta
þessa daga verið margföld á við meðalveltu ársins 2012.
KAUPHÖLL ÍSLANDS Fyrstu dagar ársins 2013 hafa verið með allra virkustu við-
skiptadögum á hlutabréfamarkaði frá bankahruni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HLUTABRÉFAMARKAÐURINN 2012-2013
2.000
1.500
1.000
500
0
160
120
80
40
0
Meðalvelta á dag í milljónum króna (t.v.)
Meðalfjöldi viðskipta á dag (t.h.)
20
12
ja
n.
20
12
f
eb
.
20
12
m
ar
.
20
12
a
pr
.
20
12
m
aí
.
20
12
j
ún
.
20
12
jú
l.
20
12
á
gú
.
20
12
s
ep
.
20
12
o
kt
.
20
12
n
óv
.
20
12
d
es
.
20
13
ja
n.
Tölurnar fyrir janúar 2013
byggja á fyrstu fjórum við-
skiptadögum ársins.