Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 22
FÓLK|FERÐIR Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is Allt að 60% afsláttur UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 26. október 11. janúar Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ EITT FJALL Á MÁNUÐI MEÐ FÍ Kynningarfundur 10. janúar kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 – allir velkomnir Umsjónarmenn verkefnis eru hinir einstöku fjallabræður Örvar og Ævar Aðalsteinssynir. • Sjá nánar á www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Save the Children á Íslandi Margrét segir það hafa verið skemmtilega upplifun að vera fjarri íslenskum jólum en óneitan lega svolítið skrítið. „Guðjón þurfti að fara til Höfðaborgar vegna vinnu sinnar og mér fannst ómögulegt að hafa hann einan þar um hátíðirnar,“ segir Margrét kímin og bætir við að Marel sé með eitt stærsta verkefni sem fyrirtækið hefur tekið að sér í Höfðaborg um þessar mundir. „Það er verið að endurnýja græjur í fiskvinnslustöð en verkefnið hófst 2. janúar og tíu til fjórtán Íslendingar eru við störf.“ ENGAR SKREYTINGAR Margrét segir að ekki hafi farið mikið fyrir jólunum í Höfðaborg en þó var allt lokað á jóladag. „Við komum til borgarinnar á Þorláksmessu eftir ellefu tíma flug frá Lundúnum. Ég sá lítið af skreytingum. Þarna búa mörg þjóðerni, mismunandi trúarhópar og ættbálkar,“ segir Margrét en þau áttu pantað borð á veitingahúsi klukkan sex á aðfangadag. „Við vorum ein á staðnum með fjórtán manna starfsliði þar sem heimamenn komu mun seinna í matinn. Við fengum súpu, dádýr (antilópu) og afar ljúffenga súkkulaðiköku. Það má geta þess að veitingahúsin sem við prófuðum voru fyrsta flokks og matur á góðu verði.“ Þegar Margrét er spurð hvað hafi kom- ið henni mest á óvart, svarar hún: „Hvað borgin er nútímaleg og falleg. Við vorum á helsta ferðamannatíma þar sem nú er hásumar og ég varð mikið vör við Banda- ríkjamenn, Breta, Japani og Ástrala. Ég fór til dæmis í gönguferð með leiðsögu- manni um borgina ásamt læknishjónum frá Angóla sem voru í sumarfríi.“ MIKIL SAGA Margrét segist hafa orðið hugfangin af borginni. „Þarna var svo margt að sjá og skoða. Sagan er merkileg, sér- staklega varðandi aðskilnaðarstefnuna. Fangelsið þar sem Mandela dvaldi er á lítilli eyju en maður þarf að kaupa miða þangað með góðum fyrirvara, þar sem vinsælt er að fara þangað. Ég get mælt með Suður-Afríku fyrir fólk sem vill fara í ógleymanlegt sumarfrí.“ Hún sagðist aldrei hafa orðið hrædd, enda borgin örugg svo framarlega sem fólk sé ekki að flagga verðmætum. ÓVENJULEG ÁRAMÓT Margrét og Guðjón áttu 36 ára brúð- kaupsafmæli á gamlársdag og umboðs- maður Marels í borginni skipulagði fyrir þau óvissuferð. „Við fengum bíl- stjóra sem ók okkur út í sveit þar sem eru falleg vínræktarhéruð. Á leiðinni stoppuðum við og tíndum afar ljúffeng jarðarber. Leiðin lá í veitingahús með stórum upplýstum garði. Borðið okkar var inni í tjaldi en við fengum dýrindis afrískt hlaðborð sem svignaði undan kræsingum, kjöt, fiskur og alls kyns grænmeti og ferskmeti. Þarna var talið niður til áramótanna og stemningin var ógleymanleg.“ ■ elin@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 ÖÐRUVÍSI Fyrir utan veitingastaðinn á gamlárs dag. UPPI Á FJALLI Margrét á Signal-hæð inni í borg- inni. Þaðan er fallegt að horfa yfir borgina, sérstaklega höfnina. Íslendingar vinna um þessar mundir við að setja upp tæki frá Marel í fiskvinnsluhúsi þar. UM JÓL OG ÁRAMÓT Í HÖFÐABORG ÆVINTÝRI Hjónin Margrét Helgadóttir tannlæknir og Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri hjá Marel, eyddu jólum og áramótum í Höfðaborg í S-Afríku og héldu upp á brúðkaupsafmæli. Í TJALDI Guðjón og Margrét snæddu af afrísku hlaðborði úti í sveit í S-Afríku á meðan síðustu mínútur ársins 2012 voru taldar niður. MYNDIR/EINKASAFN ■ FALLEGT Höfðaborg heitir Cape Town á ensku. Í henni býr um ein millj- ón manna af mörgum þjóðar- brotum. Það tekur um ellefu klukkustundir að fljúga þangað frá Lundúnum. British Air ways flýgur beint og sömuleiðis African Airlines auk annarra flugfélaga. Dýrast er að ferðast um þessar mundir, þar sem háannatími er í ferðaþjónustu. Best er að skipuleggja ferðina með góðum fyrirvara. Margrét var með ferðabókina Lonely Planet og kynnti sér staðhætti. HÖFÐABORG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.