Fréttablaðið - 09.01.2013, Síða 24

Fréttablaðið - 09.01.2013, Síða 24
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjaráðgjöf MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512- 5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. „Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skrán- ingum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip en í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleika- kannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd á reiða n lei k a k a n na na hef u r undan farin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orku- málum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór Þorkels son, sviðsstjóri fyrirtækja- ráðgjafar PwC, um það helsta sem á döfinni er hjá sviðinu. „Þetta eru flóknar og umfangs- miklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboð- um fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafn- vel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíu leit og olíu vinnslu. Því til við- bótar er fyrirsjáanlegur þjónustu- þáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Græn- land og Færeyjar. Við erum þeirr- ar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal sam- starfsfélaga okkar í Noregi, Skot- landi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjón- ustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er fram- kvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórn- enda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sam- bærilegum stöðum.“ Spennandi verkefni Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar, PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. Halldór Þorkelsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC. Verkefni í tengslum við fyrirtækjaráðgjöf eru mjög fjölbreytt og af ýmsum stærðargráðum. Meðal þeirra helstu eru eftirfarandi: Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja hefur verið mikilvægt verkefni undanfarin ár enda hefur staða margra íslenskra fyrir- tækja versnað í kjölfar banka- hrunsins. Í verkefninu felst meðal annars þjónusta við alla hagsmunaaðila sem koma að rekstri fyrirtækis- ins, ráðgjöf vegna greiðslu- erfiðleika, mat á rekstrar- áætlunum og fjárfestingar- þörf og endurfjármögnun. Samningar við lánastofnanir falla líka undir svið fyrirtækja- ráðgjafar og næmnigreiningar. Kaup og sala fyrirtækja auk samruna fyrirtækja Víðtæk þjónusta er veitt vegna kaupa og sölu á fyrirtækjum. Góðir fjárfestingakostir eru valdir og ráðgjöf er veitt vegna yfirtöku og fjármögnun kaupa. Verðmat er framkvæmt á fyrirtækjum, rekstri og eignum og fyrirtækjaráðgjafar hafa gjarnan umsjón með til- boðs- og samningagerð. Veitt er ráðgjöf varðandi söluferlið sjálft og samskipti við fjárfesta. Milliganga um samningaviðræður auk umsjónar með áreiðanleikakönnun eiga líka við hér. Fjármögnunarráðgjöf Miklu máli skiptir í rekstri fyrirtækja að það sér rétt fjármagnað hverju sinni með réttum lánastrúktúr. Fyrirtækjaráðgjöf felur einnig í sér greiningu á ýmsum fjármögnunarkostum fyrir fyrir- tæki. Fyrirtækjaráðgjafar leita gjarnan bestu lánskjara hverju sinni hjá lánastofnunum auk þess að vera í aðstöðu til að tengja saman fyrirtæki og fjárfesta. Oft hafa þeir aðgang að fjárfestum úr viðkomandi atvinnugrein sem sjá tækifæri í að fjárfesta í viðkom- andi fyrirtæki. Ólík verkefni fyrirtækjaráðgjafar Farsæl fjárhagsleg og rekstrarleg endur-skipulagning hagkvæmra fyrirtækja er grundvallarforsenda þess að auka megi fjárfestingu í hagkerfinu. Aukin fjárfesting er um leið drifkraftur hagvaxtar og einka- neyslu og því afar mikilvæg fyrir lífskjör á Íslandi til framtíðar, að sögn Ágústs Heimis Ólafssonar, framkvæmdastjóra fjármála- ráðgjafar Deloitte sem um árabil hefur verið leiðandi fyrirtæki á sviði fyrirtækjaráðgjaf- ar hérlendis. „Fjármálaráðgjöf Deloitte veit- ir fjölbreytta þjónustu til stórra sem smárra fyrirtækja. Hún snýr meðal annars að fjár- hagslegri og rekstrarlegri endurskipulagn- ingu, samrunum og kaupum á fyrirtækjum, áreiðanleikakönnunum, virðismati, þjónustu við fjármálamarkaði og fasteignaráðgjöf.“ Endurskipulagning fyrirtækja Ágúst segir mörg fyrirtæki hafa komið of skuldsett úr fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fjármálastofnana og því er þörfin fyrir hagræðingu mikil, sérstaklega hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum. „Þjónusta okkar felst meðal annars í að meta stöðu viðkom- andi félaga út frá sjónarmiðum allra hags- munaaðila, s.s. hluthafa, lánardrottna, við- skiptavina, starfsmanna og eftirlitsaðila á markaði.“ Hann segir niðurstöðu stöðu- matsins notaða til að draga fram skynsam- legustu valkosti sem eru í boði til að tryggja hag þeirra aðila sem eiga hagsmuni sína að einhverju marki undir arðsömum og fjár- hagslega sterkum rekstri. „Síðan vinnum við oft með hagsmunaaðilum að markvissri innleiðingu og eftirfylgni þeirra lausna sem valdar eru til að tryggja sem besta niður- stöðu.“ Samrunar, kaup- og söluaðstoð Deloitte býður viðskiptavinum alhliða lausnir og aðstoð við samruna, kaup og sölu fyrirtækja og rekstrareininga. „Þegar fyrirtæki vaxa með samruna við önnur félög þarf að fylgja slíkum viðskiptum eftir með öflugri breytingastjórnun og stefnu- mótun þannig að tryggt sé að stjórnendur hafi skýra og sameiginlega sýn á það hvern- ig hið sameinaða félag getur náð hámarks- árangri.“ Áreiðanleikakannanir „Mikil eftirspurn er eftir óháðum rekstrar- úttektum á starfsemi og „Red flag“ skoð- unum. Á þessu ári munum við einnig bjóða félögum upp á sérstaka „heilsufarsúttekt“ óháð því að um eigendaskipti sé að ræða. Það er mjög verðmætt fyrir félög að fá slíka úttekt, m.a. vegna endurfjármögnunar lána á hagstæðari kjörum.“ Auk ofangreindra þjónustuþátta nefn- ir Ágúst virðisþjónustu Deloitte þar sem virði rekstrar eða rekstrareininga er metið. „Hvers konar virðismat þar sem beitt er mismunandi aðferðum til að áreiðanleiki niðurstaðna verði sem mestur er mjög stór þáttur í okkar þjónustu og verður áfram.“ Fjármálaráðgjöf Deloitte hefur auk þess undanfarin ár einbeitt sér að sérhæfðri fasteignaráðgjöf og ráðgjöf til fjármála- fyrirtækja en Ágúst segir mikinn vöxt vera í þessum þjónustuþáttum. „Viðskiptaumhverfið er síbreytilegt og mikil vægt að bregðast fljótt við og laga þjón- ustu okkar að óskum viðskiptavina á hverj- um tíma. Þannig eru þjónustulínur okkar stöðugt þróaðar til að mæta ýtrustu þörf- um viðskiptalífsins fyrir hágæða þjónustu. Lykil atriði allrar okkar ráðgjafar er að veita viðskipta vinum okkar ávallt betri lausnir og bjóða ráðgjöf sem kostar aðeins brot af því virði sem hún skilar viðskiptavinum okkur.“ Virðisaukandi ráðgjöf Hjá fjármálaráðgjöf Deloitte starfa sextán sérfræðingar sem allir hafa mikla reynslu af ráðgjafastörfum innanlands og erlendis ásamt því að flestir eru með mastersgráðu á sviði fjármála. „Fjármálaráðagjöf Deloitte veitir fjölbreytta þjónustu til stórra sem smárra fyrirtækja,“ segir Ágúst Heimir Ólason, framkvæmdastjóri fjármálaráðgjafar Deloitte. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.