Fréttablaðið - 09.01.2013, Side 46

Fréttablaðið - 09.01.2013, Side 46
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30 „Það eru þættirnir Body of Proof sem voru að klárast á Rúv. Ég hef rosalega gaman af honum, sér- staklega því aðalpersónan Megan Hunt er svo ofboðslega kaldhæðin og ótrúlega fyndin.“ Kristín Linda Kristinsdóttir, formaður list- hlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur. SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Auðvitað hafði gagnrýnin í fyrra með þessa ákvörðun að gera því við viljum alltaf gera betur. Þessi aðferð er notuð víða, í mismunandi útfærslum, svo það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út hér,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá Rúv. Tólf lög berjast um sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en hún er undankeppni Euro vision. Þau skiptast niður á tvær forkeppn- ir og komast sex lög áfram í úrslit- in, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Í úrslita keppninni gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja ein- vígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorf- endur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppn- ina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar. Undankeppnirnar fara fram 25. og 26. janúar í Hörpu og úrslitin þann 2. febrúar. Það kemur í hlut Þórhalls Gunnarssonar og Guðrúnar Dísar Emils dóttur að kynna keppnina í ár en bæði stíga þau sín fyrstu skref í Söngvakeppninni. Þeim til halds og trausts verða svo ýmsir gestir sem kemur í ljós á næstu dögum hverjir verða. „Það verður tuttugu mínútna upphitun fyrir allar keppnirnar þrjár og þar fara þessir gestir í forsvari,“ segir Hera. Frumflutningur á lögunum tólf hefst á Rás 2 á mánudaginn. - trs Þjóðin fær aukið vald í Söngvakeppninni í ár Þórhallur Gunnarsson og Gunna Dís verða kynnar en bæði eru þau að stíga sín fyrstu skref í keppninni. KYNNA SÖNGVAKEPPNINA Fjöl- miðlafólkið Þórhallur og Gunna Dís kynna Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en þetta er frumraun beggja á sviði keppninnar. Popparinn Davíð Berndsen er flutt- ur til Íslands eftir að hafa búið í Porto, næststærstu borg Portú- gals, í tæpt ár. „Það er gott að vera kominn heim,“ segir hann. „Ég vann mikið í íslenskum verkefnum úti, aðallega að klára plötuna með Þórunni [Antoníu].“ Þar á hann við Star-Crossed sem kom út í fyrra. Hann sér ekki eftir tímanum í Portúgal. „Það var frábært að vera þarna. Ég setti mér eitt takmark. Það var að spila í Casa da Música og ég náði því. Þetta er ótrúlega „speisuð“ höll. Það er eins og sci-fi geimskip hafi lent í borginni.“ Davíð ákvað að flytja heim því nóg er að gera í tónlistinni, auk þess sem á hann von á barni 1. maí með kærustu sinni Guðrúnu Harðar- dóttur, systurdóttur Bryndísar Schram. Guðrún aðstoðaði einmitt við gerð nýs myndbands við lag kærastans, Game of Change, sem stílisti og búningahönnuður og við förðun. Davíð segir það einnig skipta máli að Hermigervill, eða Svein- björn Thorarensen, er fluttur heim til Íslands eftir dvöl í Hollandi. Hann segir þá félaga nánast óað- skiljanlega í tónlistinni og einnig telja margir að þeir séu bræður, enda svipaðir í útliti. Þeir eru ein- mitt með hljóðversaðstöðu hlið við hlið í Reykjavík og geta því borið saman bækur sínar með lítilli fyrir- höfn. Önnur sólóplata Berndsen, Planet Earth, er væntanleg í sumar. Þar kafar hann, ásamt Hermigervli, enn lengra ofan í „eitís“-tónlistina en hann gerði á sinni fyrstu plötu, Lover in the Dark, frá 2009. „Hún hljómaði eins og hún væri frá ´85 til ´86 en núna erum við að reyna að láta plötuna hljóma eins og hún sé frá ´81. Við erum að fara lengra aftur í tímann,“ segir hann og hlær. Til þess beita þeir ýmsum meðölum og nota m.a. gömul kassettutæki og hljóðgervla við upptökurnar. freyr@frettabladid.is Berndsen eignast barn og býr til plötu Davíð Berndsen er fl uttur heim eft ir dvöl í Portúgal. Barn og plata eru á leiðinni. SAMSTARFSMENN Leikstjóri nýja myndbandsins, Þórhallur Gísli Samúelsson, Hermi gervill og Davíð Berndsen. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Myndbandinu við lagið Game of Change var leikstýrt af Þórhalli Gísla Samúelssyni og það var einmitt hann sem samdi lagið. Til að ná andrúmslofti níunda áratugarins fullkomlega gróf Þórhallur upp gamla VHS-vél sem pabbi hans keypti árið 1983. Vélin kostaði á sínum tíma um hálfa milljón og þótti þá afar glæsileg. Tökurnar stóðu yfir í aðeins sex klukkustundir en Davíð Berndsen var heillengi að klippa myndbandið, í um þrjá mánuði, því hann þurfti eldgamlar græjur til að geta klárað eftirvinnsluna. Tekið upp á gamla VHS-tökuvél Kvikmyndatökumaðurinn Christoph „Cico“ Nicoalisen, sem tók upp Óskarsverðlaunastuttmynd- ina Toyland, hafði gaman af vinnu sinni við Falskan fugl sem hófst síð- asta vor. Myndin verður frumsýnd 25. janúar. „Það var mjög áhugavert því aðstæðurnar voru þannig að við höfðum úr nánast engu fjármagni að moða. En ég var mjög ánægð- ur með andann á vinnustaðnum og hjá öllum þeim sem komu nálægt þessu verkefni,“ segir Nicolaisen, sem er staddur hér á landi í nokkra daga. „Mér finnst svona verkefni að sumu leyti skemmtilegri en dýrari myndir. Allir lögðu hjarta sitt og sál í verkefnið og þess vegna var þetta mjög gaman.“ Hann kynntist leikstjóranum Þór Ómari Jónssyni í Suður-Afríku þegar þeir störfuðu saman við gerð þýskrar lottóauglýsingar. „Við urðum vinir og héldum sambandi. Hann hefur gaukað að mér hug- myndum og loksins gekk samstarfið upp með Falskan fugl. Hann er líka með þá hugmynd í kollinum að taka upp Beðið eftir Godot en það yrði að sumri til þegar hægt yrði að mynda allan sólahringinn.“ Nicolaisen, sem er frá Þýskalandi en á hálfdanskan föður, hefur mikla trú á Fölskum fugli. „Mér finnst handritið frábært. Það er grimmd í því en við gátum ekki sýnt hana almennilega án þess að vera með mikinn pening. Við ákváðum í stað- inn að skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunarafl áhorfenda og það var mjög góð aðferð,“ segir hann. - fb Mjög góður andi á Íslandi Óskarstökumaðurinn Christoph Nicolaisen tók upp myndina Falskan fugl. TÓK UPP FALSKAN FUGL Christoph Nicolaisen hafði gaman af starfi sínu við Falskan fugl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI • K. Stanislavski og M. Chekhov tækni • Senuvinna og textagreining • Hugleiðsla og slökun • og margt fleira... Leiktækniskólinn er á Facebook, þar má nálgast frekari upplýsingar. Skráning og fyrirspurnir á leiktaekniskolinn@gmail.com. Aldurtakmark 18 ára. "Frábært námskeið, ég lærði helling" - Steindi jr. Nýtt námskeið frá 21. jan. - 25. feb. 2013. Kennsla fer fram á mánudögum frá kl. 19.30 - 23.00 Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara sinnar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Námskeið í hagnýtri og skapandi leiklist MÍMIR símenntun VOR ÖN N 2 013 FUL LT A F SKE MM TIL EGU M NÁ MS KEI ÐUM NÁ MS KEI Ð FYR IR ÞIG ! Fle ttu í g egn um bæ klin gin n á h eim así ðu M ími s-s íme nnt una r w ww .mi mir .is Dan ska 14 TUN GUM ÁL: Fra nsk a Jap ans ka No rsk a P óls ka Spæ nsk a Þýs ka og mö rg flei ri t ung um ál SKE MM TIL EG FRÍ STU ND AN ÁM SKE IÐ: Sni ðte ikn ing og fat asa um ur • P rjó nan ám ske ið o g þ æfi ng Skr aut ritu n • Mi ðau stu rlö nd • Ö rne fni á Ís lan di Eur ovi sio n-n ám ske ið • Ve rtu þin n e igin stí list i My nda alb úm ið í töl vun ni • Fa ceb ook fyr ir e ldr i bo rga ra Læ rðu á G PS tæk ið þ itt • T rjá - o g r unn akl ipp ing ar Olíu má lun • V atn slit am álu n • Sk opm ynd ate ikn ing Ná nar i up plý sin gar og skr áni ng í sí ma 58 0 1 800

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.