Fréttablaðið - 22.01.2013, Síða 16
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Fyrir helgina vöktu ummæli Kristínar
Völundardóttur, forstjóra Útlendinga-
stofnunar (ÚTL), talsverða athygli. Hún
talaði í þætti á RÚV og sagði að fólk sem
væri að leita hælis á Íslandi væri ekki
hælisleitendur í raun og ætlaði sér að
vinna ólöglega eða hefði í huga annan til-
gang en hælisleit.
Hún hélt áfram: „Þetta getur verið
fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og hús-
næði þegar málsmeðferðin er svona
hrikalega löng.“ Hún benti einnig á grun-
semdir um að þeir væru að njóta „asylum
shopping“ hérlendis.
Mér skilst að eftirlit með dvöl útlend-
inga í landinu sé hlutverk ÚTL. Því
finnst mér það óhjákvæmilegt að ÚTL
skoði mál um hælisleitendur út frá fag-
mannlegu sjónarmiði. Ráðuneytið hlýtur
að skoða mál með tilliti til pólitískra
hagsmuna og frjáls félagasamtök eða
aðilar munu horfa á mál með hliðsjón af
mannúðarsjónarmiðum og á það t.d. við
um mig. Ef slíkur gagnkvæmur skiln-
ingur er fyrir hendi getum við borið virð-
ingu fyrir öðrum sem hafa aðra skoðun
en við sjálf. ÚTL gæti séð eitthvað sem
við sjáum ekki og öfugt.
Ég þekki nokkra hælisleitendur og hef
hlustað á þá. Og ég tel að þeir séu ekki
að njóta „asylum shopping“ á Íslandi.
Ég trúi sögu þeirra þegar þeir tala um
ofsóknir sem þeir hafa mætt eða um
eigin fjölskyldu eða börn sem eru aðskil-
in í heimalandinu. Já, einmitt. Ég hef
ekki sannanir en að safna sönnunargögn-
um er ekki mitt hlutverk. Og því reyni ég
– rétt eins og aðrir aðilar með mannúðar-
sjónarmið – að vera með hælisleitendum
á biðtíma með því að stappa í þá stálinu
þangað til ÚTL rannsakar áreiðanleika
sagnanna.
Mér sýnist ummæli forstjórans komin
langt út fyrir ramma hlutverks stofn-
unarinnar þó að ég taki tillit til þeirrar
ábyrgðar sem hún ber í vandasamri
stöðu. Ef ÚTL hefur svona neikvæða
ímynd fyrirfram af sínum eigin skjól-
stæðingum eyðileggur það forsendur
samfélagsins er varða málefni hælis-
leitenda. Þá langar mig að spyrja hvort
ummæli forstjóra ÚTL í útvarpsþættin-
um séu í sátt við opinbera ábyrgð henn-
ar? Er þetta í lagi?
Opinber ummæli og ábyrgð
FLÓTTAMENN
Toshiki
Toma
prestur innfl ytjenda
➜ Ráðuneytið hlýtur að skoða mál
með tilliti til pólitískra hagsmuna
og frjáls félagasamtök eða aðilar
munu horfa á mál með hliðsjón af
mannúðarsjónarmiðum og á það
t.d. við um mig.
K
laufaleg ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra
Útlendingastofnunar, um svokallaða hælisferða-
mennsku (e. asylum tourism) hafa skiljanlega vakið
hörð viðbrögð. Af þeim mátti skilja að það ætti við
um verulegan hóp hælisleitenda að hann væri fólk
sem stundaði að „fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og
nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða“.
Í ljósi þess að flestir hælisleitendur eru bágstatt fólk, sem
flýr stríðsátök eða ofsóknir í heimalandi sínu, þóttu mörgum
þetta engan veginn viðeigandi ummæli.
Forstjórinn skýrði hins vegar mál sitt í yfirlýsingu, sem hún
sendi frá sér eftir að allt var farið í háaloft yfir ummælum
hennar í fréttum Ríkisútvarps-
ins. Þar segist hún hafa ætlað
að koma því á framfæri að
hælisleitendum hafi fjölgað
gríðarlega á Íslandi síðustu ár
og afleiðing þess væri meðal
annars að málsmeðferðartími
hjá Útlendingastofnun væri orð-
inn of langur. Það hefði ýmsar
óæskilegar afleiðingar í för með sér, fyrst og fremst fyrir þá
sem sæktu um hæli og þyrftu að bíða lengi í óvissu.
„Langur málsmeðferðartími getur því miður einnig haft það
í för með sér að einhverjir einstaklingar reyni að misnota þá
aðstoð sem stendur hælisleitendum til boða og eru stofnuninni
vel kunnar slíkar aðstæður sem skapast hafa hjá nágrannaríkj-
um okkar,“ segir Kristín. „Af reynslu nágrannaríkjanna hefur
það sýnt sig að besta leiðin til að koma í veg fyrir misnotkun á
kerfinu er að málsmeðferð sé skjótvirk og sanngjörn.“
Hún bætir því við að á síðustu vikum hafi „nokkur hópur
einstaklinga“ sótt um hæli, sem gæti fallið í hóp svokallaðra
hælisferðamanna. Algengt sé að þetta fólk beri ekki fyrir sig
ofsóknir sem ástæðu flótta, heldur efnahagslegar ástæður. Það
falli því ekki undir flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna,
en eigi engu að síður rétt á vandaðri málsmeðferð.
Það er ekki óeðlilegt að hælisleitendum fjölgi á Íslandi, því
að í samanburði við flest nágrannalönd hafa þeir verið fáir
hér. Ísland hefur sömuleiðis staðið sig verr en flest Evrópulönd
í móttöku flóttamanna. Fjölgun hælisleitenda hefur ekki fylgt
nauðsynleg efling Útlendingastofnunar. Í nóvember síðast-
liðnum var lögfræðingum, sem fara með mál hælisleitenda,
fjölgað úr tveimur í fjóra sem að mati Kristínar dugir ekki
til að vinna á málahalanum sem þegar er orðinn til. Á milli
áranna 2011 og 2012 fjölgaði hælisleitendum um 50% og
kostnaður skattgreiðenda af uppihaldi þeirra hækkaði úr 108
milljónum í 220.
Þetta eru raunveruleg úrlausnarefni. Fólk sem sækir um
hæli á Íslandi á rétt á skjótri og vandaðri málsmeðferð. Efling
Útlendingastofnunar til að halda í við fjölgun hælisleitenda
myndi spara útgjöld annars staðar í ríkiskerfinu. Og ef slíkar
úrbætur draga úr líkum á að lítill hópur misnoti kerfi sem búið
var til í þeim tilgangi að hjálpa bágstöddu fólki eru þær líka
eðlilegar og sjálfsagðar.
Um þetta má tala og leita að lausnum. Klaufaskapur forstjór-
ans í fjölmiðlum á ekki að yfirskyggja það viðfangsefni.
Klaufaleg ummæli um hælisleitendur ættu ekki
að yfirskyggja raunveruleg úrlausnarefni:
Mál sem má ræða
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
ORKA SEM ENDIST
Weetabix er frábær leið til að
byrja daginn. Veldu næringar-
ríkan morgunverð sem heldur
þér gangandi fram að hádegi.
Próteinríkt
11,5 g prótein í 100 g
Prótein byggja m.a.
upp og endurnýja
vöðvavefinn, styrkja
ónæmiskerfi líkamans
og flytja næringarefni
inn og út úr frumum.
Páli misbýður mannfyrirlitning
Páll Magnússon útvarpsstjóri ræðir,
í helgarviðtali við DV, ásakanir á
hendur starfsmönnum fréttastofu
Ríkisútvarpsins. Hann kallar það
mannfyrirlitningu að saka frétta-
mennina um að þjóna einhverjum
stjórnmálaflokki. Í því felist ásökun
um það að þeir séu annað hvort
„ófaglegir hagsmunapotarar eða
liðleskjur sem hlýða fyrirmæl-
um þeirra sem eru samsekir
um samsæri með stjórn-
málaflokki“. Í ljósi þessara
orða Páls, sem eru mjög
réttmæt, er ekki úr vegi að
rifja upp orð sem Páll hefur
sjálfur látið falla um aðra
fréttamenn; nefnilega
á 365, sem meðal
annars gefur út Fréttablaðið. Páll
telur að eignarhald á stærsta fjöl-
miðlafyrirtæki landsins geti verið
góð leið til að öðlast tök á „ístöðu-
litlum stjórnmálaflokkum og stjórn-
málamönnum“.
Sama mannfyrirlitningin
Hvað felst í þessum orðum útvarps-
stjóra? Jú, nákvæmlega sama ásök-
unin og hann sjálfur kallar mann-
fyrirlitningu. Trauðla er hægt að
öðlast tök á stjórnmálaflokkum
í gegnum fjölmiðla nema beita
starfsmönnum fjölmiðlanna,
eða hvað? Páli finnst því í lagi
að saka starfsmenn annarra
fjölmiðla en
þess sem
hann
stýrir um að vera liðleskjur eða að
hlýða fyrirmælum sem faglega mis-
bjóða þeim.
Kýrskýrt
Birna Lárusdóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, spurði Ögmund
Jónasson innanríkisráðherra út í
innanlandsflug. Einn liður spurn-
ingarinnar sneri að því hver væri
stefna ríkisins varðandi
gjaldtöku í innanlandsflugi.
Svarið er kýrskýrt: Stefna
ríkisins um gjaldtöku í
innanlandsflugi er að hafa
gjöldin hófleg. Þá liggur
það fyrir.
kolbeinn@frettabladid.is