Fréttablaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 24
4
FRH. AF FORSÍÐU.
Góða heilsu, góða líðan og
dýrmætar samverustundir með
fj ölskyldunni. Nánast allar máltíðir
sem ég útbý eru í raun einfaldar
og fl jótlegar. Ég er til að mynda
ekki með mikið meðlæti, legg
frekar áherslu á að vera með góðan
grunnrétt og þá er reglan í rauninni
less is more varðandi hráefni. Svo
er um að gera að nýta afganga
og hugmyndafl ugið og muna að
hollast er að borða sig mettan, ekki
sprengsaddan. Málið er bara að
byrja og það er til að mynda fullt af
einföldum, bragðgóðum og hollum
uppskriftum í báðum bókunum
mínum. Hvort heldur sem er Hvað
á ég að gefa barninu mínu að borða?
eða Eldað með Ebbu í Latabæ.
Svo eru börn fl jót að aðlagast
breyttum áherslum. Ég reyni að að
útskýra af hverju ég vil að bensínið
þeirra sé gott, af hverju ég er með
þetta vesen! Það má vel gefa þeim
mat sem þau vilja en gæta þess um
leið að hafa þá hráefnið vandað,
hreint og næringarríkt, brauð og
pasta er ekki það sama og brauð og
pasta. Eitt það mikilvægasta er að
forðast unnu matvöruna, gefa þeim
frekar máltíðir sem eru eldaðar frá
grunni og úr heilnæmu hráefni.
Byrja rólega, hafa skammtana
litla og sýna þeim þolinmæði.
Fyrr en varir kunna börnin að
meta þau lífsgæði sem felst í því
að vera með blóðsykurinn í góðu
jafnvægi, án þess að vera að pæla í
því sérstaklega. Hvað varðar boð
og bönn þá fi nnst mér mikilvægast
að útskýra og kenna hvers vegna
eitthvað er sparimatur og annað
dagsdaglegur matur. Þá eru allir
saman í liði og stefna saman að
markmiðinu; góð heilsa – góð
líðan.“
Er það málið, að halda
blóðsykrinum í jafnvægi?
„Algjörlega. Gott jafnvægi á
blóðsykrinum er ávísun á góða
heilsu og góða líðan. Þess vegna
legg ég alltaf áherslu að kenna
fólki að nota/borða möndlur/
möndlumauk, chiafræ, tahini,
kaldpressaðar olíur og hreint smjör
og fl eira góðgæti sem inniheldur
bæði góða fi tu og prótein sem
temprar blóðsykurinn. Fyrir mína
fj ölskyldu nota ég hreint smjör
á brauðið, vel feitasta ostinn og
stundum setjum við ólífuolíu og
sjávarsalt. Það er bæði bragðgott og
afskaplega vinsælt.
En hvað er framundan?
Hvað á ég að gefa barninu
mínu að borða? er væntanleg á
Bretlandsmarkað og svo í Ástralíu
og mig langar til þess að geta fylgt
þeirri bók eftir á alþjóðlegum
vettvangi. Svo er verið að vinna
fyrir mig app á ensku með
mataruppskriftum. Foreldrar fi nna
þar uppskriftir fyrir börn frá sex
mánaða aldri og uppskriftir og rétti
fyrir alla fj ölskylduna. Að auki er
ný vefsíða á leiðinni og svo reyni
ég að standa mig í stykkinu bæði
á facebook og twitter. Í byrjun
febrúar verð ég með tvö námskeið
í Heilsuhúsinu: Hvað á ég að gefa
barninu mínu að borða? og Er barnið
mitt að verða of þungt? Þetta er í
fyrsta sinn sem ég held námskeið
fyrir foreldra sem hafa áhyggjur af
þessu og ætla að gera mitt besta til
að miðla og hjálpa.
Það sem skiptir mig mestu er að
sýna heilindi og vinna að mínum
verkefnum af heiðarleika og ábyrgð,
segir Ebba að lokum.
gegn
umgangspestum
Notaðu Lúpínuseyðið
þér til varnar í vetur
www.lupinuseydi.is
Fæst í heilsubúðum og völdum matvöruverslunum
Eggjalaus súkkulaðikaka
150g kókospálmasykur
500 ml lífræn jógúrt eða grísk jógúrt
(má líka nota kókosmjólk eða aðra
jurtamjólk en bætið þá við 1 msk af
sítrónusafa sem hjálpar við að láta
kökuna hefast aðeins)
300g fínt spelt
60g hreint kakó
1 msk vínsteinslyftiduft
150g brætt smjör
Hitið ofninn í 180 gráður. Hrærið
saman sykur og jógúrti. Blandið
afganginum af hráefnunum út í og
smjörið síðast. Setjið í tvö 22-24cm
kökuform og bakið í um 15-18
mínútur. Ef þið stingið prjón í
kökuna og hann kemur hreinn upp
úr er hún bökuð í gegn... en gætið
þess að ofbaka ekki, miklu betra að
hafa hana mjúka og safaríka.
Dásamlegt súkkulaðikrem á einn
botn
70g lífrænt hlynsíróp (Ahornsíróp)
70g mjög mjúkt smjör eða bráðið
(má líka nota rjóma eða lífrænan
jurtarjóma. Einnig er til lífrænt
jurtasmjör fyrir þá sem ekki mega fá
mjólkurvörur)
3-4 msk lífrænt kakó
1/2 tsk vanilluduft eða extract, má
sleppa
Hrært saman og smurt á kökuna er
hún hefur kólnað.
„Gott jafnvægi á
blóðsykrinum er
ávísun á góða heilsu
og góða líðan“.
EGGJALAUS SÚKKULAÐIKAKA
ÚR ELDAÐ MEÐ EBBU Í LATABÆ
(LÍKA FYRIR ÞÁ SEM ERU EKKI MEÐ OFNÆMI FYRIR EGGJUM!)