Fréttablaðið - 22.01.2013, Side 34
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT
„Það er nú svo furðulegt að þrátt
fyrir að hafa í tvígang upplifað eld-
gos í Vestmannaeyjaklasanum þá
finnst mér eyjarnar samt öruggasti
staður í heimi,“ segir söngvarinn
Bjartmar Guðlaugsson.
Bjartmar fluttist til Vestmanna-
eyja þegar hann var sjö ára gamall
og bjó þar vel fram yfir tvítugsald-
urinn. Hann var viðstaddur bæði
Surtseyjargosið árið 1963 og gosið í
Heimaey árið 1973, en á laugardag-
inn eru liðin fjörutíu ár frá því að
það síðara átti sér stað. „Ég man að
ég var vakinn upp og mér sagt að
það væri eldur úti í bæ. Ég var nú
ekki alveg að átta mig á hvað það
kæmi mér við þar sem ég var ekki í
slökkviliðinu,“ rifjar Bjartmar upp
og hlær. „Svo var mér sagt að þetta
væru jarðeldar og þegar ég hljóp út
var ég bara í um kílómetra fjarlægð
frá sprungunni sem var því sem næst
á túninu hjá Tobba í Kirkjubæ, þang-
að sem ég hafði sótt mjólkina þegar
ég var yngri. Þetta var allt svo ótrú-
legt, eiginlega bara eins og draum-
ur,“ heldur hann áfram.
Þrátt fyrir að aldrei hafi verið gerð
nein viðbragðsáætlun segist Bjart-
mar ekki hafa verið í neinum vafa
um hvað þyrfti að gera, frekar en
aðrir Eyjamenn. Hann kom fjölskyld-
unni sinni fyrir í bát og sigldi með
hana yfir til Þorlákshafnar. „Surts-
eyjargosið hafði auðvitað verið nett-
ur undirbúningur og svo heppilega
vildi til að það hafði verið snarvit-
laust veður dagana á undan, svo allur
floti var í landi,“ segir hann. „Það
er ótrúlegt hvað allir voru sallaró-
legir en engin hræðsla eða panikk
var í mönnum. Þetta voru stærstu
fólksflutningar Íslandssögunnar og
þeir áttu sér stað í mestu rólegheit-
um, engin öskur, læti eða neitt. Enda
Eyjamenn ýmsu vanir,“ bætir hann
við og hlær.
Víða verður haldið upp á það á
laugardaginn að fjörutíu ár eru liðin
frá gosinu í Heimaey. Bjartmar
ætlar ekki að láta sig vanta í gleðina
og stígur á svið á Spot í Kópavogi
með stórt rokkband og tekur mörg
af sínum bestu lögum. Auk Bjart-
mars koma fram á Spot Eyjabönd-
in Logar, 7und, Obbossí og Blítt og
létt sönghópurinn. „Eyjamenn, rétt
eins og Danir, eru alltaf til í söng og
skemmtanahald. Við ætlum að rokka
að hætti Eyjamanna í Kópavoginum
þar sem hægt verður að koma saman
og knúsa gamla vini,“ segir Bjartmar
og bíður greinilega spenntur eftir
kvöldinu. tinnaros@frettabladid.is
Mestu rólegheit í Eyjum
þegar Helgafellið gaus
Á laugardaginn eru fj örutíu ár frá eldgosinu í Heimaey. Söngvarinn Bjartmar Guðlaugsson
var viðstaddur gosið og ætlar að halda upp á daginn með því að spila á Eyjahátíð á Spot.
ÆTLAR AÐ ROKKA Á SPOT Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að gaus í Heimaey ætlar skemmtistaðurinn Spot að halda allsherjar Eyja-
kvöld næstkomandi laugardag. Bjartmar verður meðal þeirra Eyjamanna sem þar stíga á svið og ætla að rokka að hætti Eyjamanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ég hljóp út og var þá
bara í um kílómeters fjar-
lægð frá sprungunni. Þetta
var allt svo ótrúlegt, eigin-
lega bara eins og draumur.
Bjartmar Guðlaugsson,
söngvari og Eyjamaður
RAGNHEIÐUR S. ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Tindum,
sem lést 14. janúar sl. verður jarðsungin
frá Skarðskirkju á Skarðsströnd
laugardaginn 26. janúar kl. 14.00. Rúta
fer frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00 um
morguninn. Sætapantanir í síma 892-2795.
Börn hinnar látnu og fjölskyldur.
Fjölskylda
GUÐRÚNAR G. JOHNSON
þakkar auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts hennar. Öllum þeim sem
önnuðust mömmu okkar, hjúkrunarfólki
jafnt sem ættingjum, færum við einlægar
þakkir. Hún þáði góða aðstoð og naut nærveru ykkar en gaf í
staðinn kærleika og hlýju með sínu ljúfa viðmóti. Vinum hennar
og samferðafólki þökkum við ævilanga tryggð, vináttu og fallegar
minningar.
Friðþjófur Ó. Johnson Sigurlaug Sigurðardóttir
Gunnlaugur Ó. Johnson Hjördís Bjartmars Arnardóttir
Ólafur Ó. Johnson Bjarndís Pálsdóttir
Helga Guðrún Johnson Kristinn Gylfi Jónsson
og barnabarnafjöldinn.
INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
frá Ökrum,
Ánahlíð 16, Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
miðvikudaginn 23. janúar kl. 13.00.
Gunnar Þór Ólafsson
Dagný Þorsteinsdóttir
Þórir Jökull Þorsteinsson
Böðvar Bjarki Þorsteinsson
Kolbeinn Þorsteinsson
Guðný Ása Þorsteinsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR
Sóltúni 10, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala þann 20. janúar.
Gunnlaugur Pálmi Steindórsson
Steindór Gunnlaugsson Halldóra Lydía Þórðardóttir
Haraldur Páll Gunnlaugsson Bolette Møller Christensen
Bryndís Dögg Steindórsdóttir Haukur Eggertsson
Gunnlaugur Egill Steindórsson
Emilía Björk Hauksdóttir
Elskulegur faðir okkar,
BALDUR SVEINSSON
húsasmiður frá Sveinsstöðum,
lést 13. janúar á gjörgæsludeild
Landspítalans. Útför verður frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn
23. janúar kl 13.00.
Fyrir hönd allra aðstandenda,
Aðalbjörg og Þóra Björk Baldursdætur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN ÞÓRDÍS ÞÓRHALLSDÓTTIR
Sólheimum 23, Reykjavík,
áður húsfreyja á Melum í Hrútafirði,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 24. janúar kl. 13.00. Blóm og
kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Elsa Jónasdóttir Gunnar Guðjónsson
Ína Halldóra Jónasdóttir Eggert Sveinn Jónsson
Þóra Jónasdóttir
Birna Jónasdóttir Gunnar Friðgeir Vignisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN GUÐJÓNSSON,
flugstjóri,
Lækjarhvammi 9, Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur miðvikudaginn 16. janúar
sl. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ulla Magnússon
Erla Ósk Guðjónsdóttir Sigurður Kristinsson
Linda María Guðjónsdóttir
Rósa Björk Guðjónsdóttir Trent Antony Adams
Guðjón Ágúst Guðjónsson Alda Steinþórsdóttir
Lilja Barbara Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN GUNNARSSON
nuddari,
Byggðavegi 151, Akureyri,
lést á Landspítalanum laugardaginn
19. janúar. Hann verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 25. janúar
kl. 13.30.
Sigríður Olgeirsdóttir
Birna Kristbjörg Björnsdóttir Jóhann Þröstur Þórisson
Ragna Árný Björnsdóttir Birgir Þór Ingólfsson
Áshildur Eygló Björnsdóttir Ásþór Guðmundsson
Björn Halldór Björnsson Aðalheiður S. Jóhannesdóttir
Aðalheiður Hanna Björnsdóttir Hallur Kristmundsson
Gestur Gunnar Björnsson Helga Guðrún Pálsdóttir
Unnur Lovísa Steinþórsdóttir Gissur Árdal Hauksson
Olgeir Steinþórsson
Steinþór Andri Steinþórsson Emma Havin Sardarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar og stjúpfaðir,
ÁSGRÍMUR HÖGNASON
frá Syðrafjalli,
Gyðufelli 16, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 9. janúar síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svava Högnadóttir
Ólöf Högnadóttir
Bjarney Inga Bjarnadóttir
Sigrún Margrét Sigurðardóttir
Svanhvít Sigurðardóttir