Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 46
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34
„Ég gerði aðallega grín að sjálfri
mér, en svo tók ég kreppuna á
Íslandi líka fyrir og skaut á Ice-
save. Bretarnir tóku því alls ekki
illa og hlógu að bröndurunum um
að við hefðum stolið peningunum
þeirra,“ segir Snjólaug Lúðvíks-
dóttir uppistandari.
Snjólaug tók á dögunum þátt í
uppistandskeppninni Laughing
Horse í London þar sem leitað er
að besta nýliða ársins. Hún sigraði
í sínum riðli í undankeppninni og
er því komin áfram í aðra umferð
ásamt rúmlega 350 öðrum, en um
1.500 manns skráðu sig til leiks
í upphafi. Snjólaug hefur aldrei
áður tekið þátt í uppistandskeppni
og reyndar hafði hún aldrei verið
með uppistand áður en hún tók þátt
í keppninni. „Ég hef alltaf haft
mikinn áhuga á uppistandi og horfi
mikið á það, en hef aldrei þorað að
prófa sjálf. Svo sá ég þessa keppni
auglýsta og ákvað að slá til. Mér
fannst svo táknrænt að byrja nýja
árið á því að hlaupa svona út úr
þægindahringnum,“ segir hún og
hlær. „Þetta gekk í það minnsta
vel í fyrstu tilraun, en maður veit
ekki hvað gerist hér eftir. Mér
fannst þetta rosalega skemmti-
legt og gæti alveg hugsað mér að
leggja þetta fyrir mig í meiri mæli
í framtíðinni,“ bætir hún við.
Þegar Snjólaug skráði sig til
keppni var hún ekki með neitt efni
tilbúið til að nota í uppistandið, svo
hún þurfti að setjast niður og byrja
að skrifa. „Ég fékk fjórar mínútur
á sviðinu en þegar ég byrjaði að
skrifa komst ég á algjört flug og
endaði með efni fyrir þrjátíu mín-
útna uppistand, svo ég þurfti að
velja úr,“ segir hún.
Þær eru fáar íslensku konurnar
sem hafa lagt fyrir sig uppistand
og raunar eru töluvert fleiri karl-
menn í bransanum á heimsvísu.
Aðspurð segist Snjólaug hafa lesið
að karlmenn væru almennt viljugri
til að gera sig að fífli en konur. „Við
stelpurnar getum samt verið algjör
fífl líka, það er alveg á tæru.“
Snjólaug flutti til London fyrir
þremur árum til að leggja stund á
nám í skapandi skrifum. Síðan hún
Heillaði Breta með
íslensku uppistandi
Snjólaug sigraði í undankeppni einnar stærstu uppistandskeppni Bretlands.
FYNDIN STELPA Snjólaug hefur alltaf haft gaman af uppistandi.
Keppnin sem Snjólaug tók þátt í er hluti af
Laughing Horse-batteríinu sem var fyrst stofnað
árið 1998 og er risastórt í grínheiminum í Bret-
landi. Þetta er hálfgert grínfélag sem heldur
uppistandskvöld á klúbbum um alla London, í
Brighton og víðar á Bretlandseyjum. Félagið býður
einnig upp á námskeið í uppistandi og hefur
uppistandara á sínum snærum sem hægt er að
bóka í alls kyns viðburði og veislur.
Keppnin sem Snjólaug er þátttakandi í,
Laughing Horse New Act of the Year Competition,
hefur verið haldin árlega frá árinu 2001 og er mjög virt í heimi uppistand-
ara. Mörg þekkt nöfn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni og má þar
meðal annars nefna uppistandarana Greg Davies og Russell Kane sem eru
báðir vel þekktir innan bransans.
Til mikils er að vinna. Auk þess sem sigur í keppninni leiðir af sér mikla
eftirspurn og launaða vinnu þá hlýtur sigurvegarinn verðlaun að verðmæti
hátt í eina milljón króna. Þar á meðal er ávísun upp á 2.000 pund, sem
samsvarar rúmum 400.000 íslenskra króna.
Virt keppni og til mikils að vinna
„Við höfum fengið fjölda áskor-
ana frá íbúum á þessu svæði um
að opna Saffran og stækka þannig
þjónustusvæði Saffran-veitinga-
staðanna,“ segir Jóhann Þórarins-
son hjá FoodCo.
Nýr Saffran-veitingastaður
verður opnaður í Bæjarhrauni í
Hafnarfirði í mars eða apríl þar
sem Landsbankinn var áður til
húsa. Einnig er fyrirhugað að opna
síðar um vorið annan stað á Bílds-
höfða í Reykjavík, rétt fyrir neðan
Húsgagnahöllina, þar sem Stilling
var áður til húsa.
FoodCo keypti rekstur Saffran-
staðanna á Íslandi fyrir um ári.
Þrír staðir eru starfræktir á höfuð-
borgarsvæðinu: Einn í Glæsibæ,
annar á Dalvegi í Kópavogi og sá
þriðji á N1 á Ártúnshöfða.
Saffran hefur getið sér gott
orð fyrir heilsusamlega rétti úr
íslensku hráefni, með austurlensku
ívafi.
Jóhann segir bjarta tíma fram
undan hjá fyrirtækinu. „Við höfum
fundið fyrir miklum meðbyr á
þeim Saffran-stöðum sem við
erum með í rekstri í dag. Gengið
á síðasta ári var gríðarlega gott
og það eru mjög spennandi tímar
fram undan og mikið af tækifær-
um.“ - fb
Saff ran opnar í Hafnarfi rðinum
Tveir nýir Saff ran-veitingastaðir opna í Bæjarhrauni og á Bíldshöfða á næstunni.
SAFFRAN Veitingastaðurinn Saffran
verður opnaður í Hafnarfirði og á Bílds-
höfða á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
kláraði námið hefur hún verið að
vinna þar ytra og er nú að undir-
búa tökur á stuttmynd sem hún
skrifaði og hlaut styrk fyrir frá
Evrópusambandinu. Á meðan
kvikmyndagerðin er í undirbún-
ingi vinnur hún svo fyrir sér sem
þýðandi. „Svona til að eiga fyrir
leigunni,“ segir hún hlæjandi.
tinnaros@frettabladid.is
Kvikmyndin Prince Avalanche,
sem er endurgerð myndarinnar Á
annan veg, fékk mjög góðar við-
tökur þegar hún var frumsýnd á
Sundance-hátíðinni í Utah á sunnu-
daginn.
Mikill áhugi er meðal dreifing-
araðila á að sýna myndina víða um
heim og uppselt er á allar sýningar
hennar á Sundance.
Viðstaddir frumsýninguna voru
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson,
leikstjóri Á annan veg, og fjórir
íslenskir framleiðendur mynd-
arinnar. Einnig voru þar staddir
David Gordon Green, leikstjóri
endurgerðarinnar, og Hollywood-
stjörnurnar Paul Rudd og Emile
Hirsch sem leika aðalhlutverkin.
Framleiðendur Prince Avalanche
voru einnig viðstaddir sýninguna,
þar á meðal Danny McBride, aðal-
leikari sjónvarpsþáttanna vinsælu
Eastbound And Down.
Prince Avalanche hefur fengið
góða dóma í hinum virtu kvik-
myndatímaritum Variety og Holly-
wood Reporter. Í dómi Variety
segir að hin yndislega lágstemmda
Á annan veg hafi verið víkkuð út
og sé jafnvel enn skemmtilegri
í þessari endurgerð. Samleikur
Rudd og Hirsch sé góður og mynd-
in sé ánægjuleg karakterstúdía.
Blandan af gríni og alvöru ætti að
tryggja myndinni góða dóma og þá
aðsókn sem hún á skilið.
Í Hollywood Reporter segir að
leikstjórinn David Gordon Green
hafi tekið sér hlé frá stærri verk-
efnum og snúið aftur í ræturnar
með þessari afar vel gerðu mynd
um skrítið tvíeyki sem veltir fyrir
sér ýmsum tilvistarlegum spurn-
ingum. - fb
Mjög góðar viðtökur á Sundance
Endurgerð Á annan veg fær góða dóma í Variety og Hollywood Reporter.
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Hafsteinn
Gunnar Sigurðsson ásamt Paul Rudd
(annar frá vinstri), leikstjóranum David
Gordon Green (lengst til hægri) og eins
af aðstandendum myndarinnar.
„Girls. Því það er þáttur sem fjallar
um alvöru stelpur.“
Björg Magnúsdóttir, dagskrárstjóri Stúdenta-
kjallarans.
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
21.-27. janúar
Verðdæmi:
Laxaflök marineraður með Lemmon/Butter . . . 1.390
Laxaflök, fersk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Skötuselur roðl/beinlaus . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Þorskhnakkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Ýsuflök roðlaus/beinlaus . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Löngusteikur marineraðar Indversku karrí . . 1.390
Löngusteikur marineraðar á Gríska vísu . . . . 1.390
Rauðsprettuflök glæný . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
Allir fiskréttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390
1.390
ALLUR FISKUR Í FISKBORÐI
kr
.k
g
.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Opi
ð k
l. 7
-18
.15
Lau
gar
d. 1
0-1
5
Ef þú sækir!
Þú velur Thin & crispy eða Deep pan
998 kr.
Opið frá 11 - 20 alla daga
Engihjalla og Granda