Fréttablaðið - 24.01.2013, Qupperneq 2
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SKIPULAGSMÁL Samþykkt var í
skipulagsráði í gær að kynna til-
lögu um breytta landnotkun í
Sogamýri svo að þar geti verið
þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein
lóðin er ætluð Félagi múslima á
Íslandi.
Í drögum að breytingum
kemur fram að tilgangurinn sé
meðal annars að koma til móts
við óskir um lóð fyrir trúar-
stofnun. Það sé í samræmi við
markmið mannréttindastefnu og
menningarstefnu borgarinnar.
„Það er á skjön við vinnubrögð
skipulagsráðs að taka einstakar
lóðir út fyrir sviga með þessum
hætti og láta heildarhugsun í
skipulagi víkja,“ sögðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokks sem sátu hjá í
málinu. - gar
Samþykkt í skipulagsráði:
Félag múslima
fær lóðina sína
SAMFÉLAGMÁL „Tækniútfærslan bak við
netsíur sem þessar er illframkvæman-
leg,“ segir Þröstur Jónasson hjá Félagi
um stafrænt frelsi á Íslandi, spurður út í
hugmyndir Ögmundar Jónassonar innan-
ríkisráðherra um aðgerðir og lagasetn-
ingu til höfuðs klámvæðingu.
Þær fela meðal annars í sér möguleg
úrræði til að knýja netþjónustufyrirtæki
til að loka á dreifingu á klámefni.
Þröstur segir að til þess að stöðva
dreifingu kláms þurfi allt efni að fara í
gegnum síu.
„Þá er maður kominn með hóp af fólki
sem hefur það að starfi að fylgjast með
netumferð annarra og ákveða hvað sé
leyfilegt og hvað ekki. Það eykur hættuna
á að öðru en klámi verði bætt á listann og
lokað verði á löglegt og þarft efni.“
Slíkar aðgerðir eru auk þess gagns-
litlar, að sögn Þrastar, því að þeir sem á
annað borð vilji nálgast klámefni finni
alltaf sínar leiðir.
„Þetta kemur á endanum niður á
frjálsu flæði upplýsinga, án þess að skila
tilætluðum árangri, og hagsmunirnir sem
eru í húfi eru meiri en að svo megi fara.“
- þj
Áhugafólk um stafrænt frelsi efins um tillögur innanríkisráðherra til að stöðva klám á netinu:
Netsíur ólíklegar til árangurs gegn klámi
Á NETINU Þröstur
Jónasson hjá Félagi
um stafrænt frelsi
segir netsíur gegn
klámi líklegri til að
verða til ógagns en
árangurs.
FÓLK Þegar Suðurskautsfarinn Vilborg Anna Gissurardóttir kom á
miðvikudgskvöld til Punta Arenas, syðst í Síle, hitti hún þar fyrir
áhöfnina á íslenska rannsóknarskipinu Poseidon.
Áhöfnin sýndi henni skipið og svo snæddu þau saman, en áhöfnin
safnaði 65 þúsund krónum sem rann í styrktarsöfnun handa kvenna-
deild Landspítalans. Þá hefur áhöfnin skorað á útgerðina að leggja
fram upphæð á móti.
„Annars var kvöldið frábært í alla staði og dásamlegt að hitta Vil-
borgu og skemmtum við okkur konunglega með henni,“ segir Ómar
Orri Daníelsson, einn úr áhöfninni, á Facebook-síðu sinni. - gb
Áhöfnin á Poseidon hitti Vilborgu Önnu Gissurardóttur:
Buðu pólfaranum í mat í Síle
VILBORG ÁSAMT ÁHÖFNINNI Á POSEIDON Þorsteinn Skjóldal, Guðmundur Sigur-
bergsson, Arnar Már Sigurðsson, Róbert Stefán Róbertsson, Ómar Orri Daníelsson,
Jónas Rafn Jónsson, Vilborg Anna Gissurardóttir, Karl Þór Baldvinsson og Þórhallur
Óskarsson. MYND/GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
SPURNING DAGSINS
Haukur, ætlið þið að taka
Father and Son með Cat
Stevens?
„Hver veit, og kannski tökum við
Doctor Doctor með Thompson
Twins líka.“
Haukur Heiðar Hauksson er söngvari hljóm-
sveitarinnar Diktu. Í kvöld mun hann í fyrsta
sinn stíga á svið með föður sínum, Hauki
Heiðari Ingólfssyni, en þeir hyggjast spila
saman á Rósenberg. Þeir eru báðir læknar.
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn
Akraness samþykkti samhljóða á
þriðjudag bókun þar sem hnykkt
er á þeirri afstöðu að Jóni Pálma
Pálssyni bæjarritara hafi ekki
verið sætt lengur í embætti.
Eins og komið hefur fram var
samið um starfslok Jóns Pálma
fyrr í þessum mánuði eftir að
ljóst þótti að hann hefði rukk-
að mismunandi aðila fyrir sama
akstur og nefndarsetur. Meðal
annars rukkaði bæjarritarinn
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
fyrir að sitja þrjá fundi með bæj-
arráði Akraness.
„Fyrrverandi bæjarritari var
næstæðsti embættismaður á
skrifstofu bæjarins. Hann bar
sem slíkur ríka ábyrgð og trún-
aðarskyldur í stjórnsýslu og innra
eftirliti með rekstri sveitarfélags-
ins og átti því að vera til fyrir-
myndar í öllum störfum sínum
fyrir bæjarfélagið,“ segir í bókun
sem allir bæjarfulltrúarnir níu
samþykktu á þriðjudag. Þá var
jafnframt samþykktur starfsloka-
samningur sem tryggir Jóni laun
út árið 2013.
Áður en bæjarstjórnin tók
ákvörðun um framtíð Jóns Pálma
í starfi fékk hann svigrúm til
andmæla. Í skýringum lögmanns
hans kemur fram að Jón Pálmi
hafi áður fyrr haft fasta greiðslu
hjá Akranesbæ fyrir akstur. Í
júní 2010 hafi verið teknar upp
akstursgreiðslur samkvæmt dag-
bók. Þá hafi Jón Pálmi hætt að
innheimta greiðslur fyrir innan-
bæjarakstur. Því sé „fráleitt að
ætla að hann hafi vísvitandi inn-
heimt meira en honum bar vegna
annars aksturs,“ segir lögmaður-
inn.
Í bókun bæjarstjórnarinn-
ar er ítrekað að Jón Pálmi hafi
brotið gegn starfsskyldum
sínum. „Hann fór á svig við gild-
andi reglur bæjarfélagsins um
greiðslur fyrir bifreiðaafnot og
starf í nefndum, krafði og lét
fleiri en einn aðila greiða sér
vegna sömu tilefna og braut þann-
ig reglur sem hann sjálfur skyldi
hafa forystu um að viðhalda og
virða,“ segir bæjarstjórnin.
Jón endurgreiddi bænum 229
þúsund krónur sem hann taldi
reyndar sjálfur að hefðu verið
ofreiknaðar „meðal annars fyrir
hans mistök“. Bæjarstjórnin
segir að það hafi hann gert „að
eigin frumkvæði og án þess að sú
upphæð væri borin undir bæjar-
yfirvöld eða aðra sem áttu hlut að
máli“.
Þó að lögmaður Jóns Pálma
segði meðferð bæjarins á mál-
inu „fordæmalausa“ og „ekki í
nokkru samhengi við alvarleika
málsins“ vildi hann að málið
yrði látið kyrrt liggja. „Telur Jón
Pálmi rétt að hann gangi til starfa
sinna sem bæjarritari og aðilar
komi sér saman um að upplýsa
opinberlega að skoðun á málinu
hafi ekki leitt í ljós neitt sem gefi
tilefni til frekari aðgerða.“
Bæjarstjórnin segir málið hins
vegar alvarlegt brot á því trausti
sem æðstu yfirmenn bæjarfélags-
ins verði að njóta. „Slíkur trún-
aðarbrestur hlaut því að hafa
alvarlegar afleiðingar í för með
sér fyrir viðkomandi embættis-
mann.“ gar@frettabladid.is
Brást sem fyrirmynd
Framferði brottrekins bæjarritara á Akranesi hlaut að hafa alvarlegar afleiðingar
ítrekar einróma bæjarstjórn í nýrri bókun. Jón Pálmi Pálsson vildi halda starfinu
og fá yfirlýsingu um að skoðun hafi sýnt að ekki væri tilefni til frekari aðgerða.
FRÉTTABLAÐIÐ
15. JANÚAR
Starfslok bæjarritar-
ans á Akranesi áttu
sér aðdraganda allt
frá því fyrir jól að
hann var leystur
tímabundið frá
störfum á meðan
málið var rann-
sakað nánar.
SVEITARSTJÓRNIR „Þau vinnubrögð
sem bæjarstjórn hefur viðhaft í
þessu máli eru fordæmalaus,“ segir
Jón Pálmi Pálsson, sem er hættur
sem bæjarritari á Akranesi með
starfslokasamkomulagi við bæjar-
stjórnina.Jón hefur verið bæjarritari á
Akranesi í 25 ár. Hann hafði um
nokkurra vikna skeið verið settur
bæjarstjóri þegar honum var
veitt tímabundin lausn frá starfs-
skyldum 16. desember síðastliðinn.
„Kveikjan að því að málið var
upphaflega tekið til skoðunar
á vettvangi Akraneskaup-
staðar var ábending frá Sam-
tökum sveitarfélaga á Vestur-
landi um að bæjar ritarinn, fulltrúi
Akraneskaup staðar í stjórnum
Heilbrigðiseftirlits Vestur lands
og Menningarráðs Vesturlands,
krefði fleiri en einn aðila um
akstur og þóknun fyrir setu á sömu
fundum,“ segir í fréttatilkynningu
frá Sveini Kristinssyni, forseta
bæjar stjórnar, fyrir hönd bæjarins.
Fram kemur að Jón hafi í
nokkrum tilvikum krafið um
greiðslu og fengið greitt í tvígang
fyrir sama aksturinn á árunum
2011 og 2012.„Í áliti lögmanna og endurskoð-
enda Akraneskaupstaðar kemur
einnig fram að bæjarritarinn hafi
í nokkrum tilvikum krafið um og
fengið greitt fyrir sömu fundina
hjá fleiri en einum aðila en setið
fundina í nafni Akraneskaup staðar,“
segir í tilkynningu bæjarins. „Í ljósi
þess trúnaðarbrests sem orðið hefur
telur bæjarstjórn Akraneskaup-
staðar starfslok óumflýjanleg.“
Jón segir vinnubrögð bæjar-
stjórnarinnar í andstöðu við
almennar reglur stjórnsýslulaga.
„Ofgreiðsla þessi er vegna mistaka
minna við skráningu aksturs og
hef ég endurgreitt bæjarfé laginu
þessa fjármuni að fullu. Auðvelt
hefði verið að leiðrétta þessi mistök
án þess að grípa til fyrrgreindra
aðgerða sem hafa skaðað mig og
sveitarfélagið,“ segir Jón í yfir-
lýsingu. Hann endurgreiddi 230
þúsund krónur vegna ofgreidds
aksturskostnaðar.Þá segir Jón að greiðslur þóknana
til hans vegna setu í tveimur
nefndum sem sveitarfélagið sé aðili
að hafi verið í samræmi við reglur
hvorrar nefndar um sig. Hann hafi
gert ráð fyrir að snúa aftur til starfa
sem bæjarritari.„Mistök mín voru óveruleg eins
og fjárhæð endurgreiðslunnar ber
með sér og enginn vafi uppi um
önnur störf mín sem bæjarritari,
sem spanna aldarfjórðung. Bæjar-
stjórn hafnaði því að ég kæmi aftur
til starfa, enda reiddi hún hátt til
höggs áður en upplýsingar lágu
fyrir,“ segir Jón, sem kveðst því
hafa samþykkt „ágætt tilboð“ um
starfslokasamning. „Mér finnst
afskaplega miður að ljúka 25 ára
starfi mínu hjá bæjarfélaginu með
þessum hætti.“ gar@frettabladid.is
Bæjarritarinn rekinn
eftir 25 ár á Akranesi
Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi til 25 ára og settur bæjarstjóri um tíma,
var rekinn úr starfi fyrir helgi. Bæjarstjórnin segir Jón hafa brugðist trúnaði með
því að tvírukka fyrir akstur og fundarsetur. Fordæmalaus vinnubrögð, segir Jón.
AKRANES Ábending frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi leiddi til úttektar á
greiðslum til bæjarritarans á Akranesi tvö og hálft ár aftur í tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
gi það hafi bjargað
í grunnþjón-
lbrigðiskerfisins. „Á sama
tíma er verið að læða þessum niður-
skurði inn hér.“
- gar
GRUNDARFJÖRÐUR Íbúar vilja ekki
vera læknislausir um helgar í Grundar-
firði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÖGREGLUMÁ
Sex kærur hafa borist lögreglunni í kynferðisbrotamáli Karls Vigni
Fleiri ábendingar f
dlandi í a trúarsam-
daga
m fljótin m og veita
sem
hafði
- þeb
dir sínar:
átíð
una og Ganges NORDICPHOTOS/AFP
Ofgreiðsla þessi er vegna mistaka minna við skráningu aksturs og hef ég endurgreitt bæjarfélaginu
þessa fjármuni að fullu. Jón Pálmi Pálsson,
fyrrverandi bæjarstjóri Akraness.
ur
að
róna.
u
na
Aðilar komi
sér saman um að
upplýsa opinber-
lega að skoðun á
málinu hafi ekki
leitt í ljós neitt
sem gefi tilef i
til freka i
aðgerða.
Lögmaður fyrir hönd
fyrrverandi bæjar-
ritara á Akranesi
ALÞINGI Jón Bjarnason, sem sagði
sig úr þingflokki Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs (VG) í
gær, útilokar ekki að bjóða sig
fram undir merkjum nýs flokks í
komandi kosningum.
„Það er ekki mál sem er í kort-
unum og algjörlega ótengt því
sem er að gerast núna,“ sagði Jón
aðspurður í samtali við Fréttablað-
ið. Inntur frekar eftir því hvort
eitthvað sé hæft í því að hann sé að
vinna að nýju framboði með Atla
Gíslasyni, sem hafði áður sagt sig
úr þingflokki VG, segir Jón:
„Við skulum láta einn dag nægja
í þessum efnum og ég mun áfram
berjast fyrir mínum hugsjónum og
fólk veit fyrir hvað ég stend.“
Jón er fjórði þingmaður VG sem
yfirgefur þingflokkinn á kjörtíma-
bilinu, en áður höfðu Atli, Lilja
Mósesdóttir og Ásmundur Einar
Daðason farið þá leið. Jón mun
sitja utan flokka þær vikur sem
eftir eru af yfirstandandi þingi.
Stjórnarflokkarnir hafa nú aðeins
30 þingmenn og þurfa að reiða sig
á stuðning annarra flokka. Jón
segist aðspurður munu styðja „góð
mál“ hjá ríkisstjórninni, „en ekk-
ert umfram það“.
Varðandi ástæður þess að hann
segi sig nú úr þingflokknum segir
hann að margt spili inn í, meðal
annars forgangsröðun í málefnum
landsbyggðarinnar, en þróun mála
í Evrópumálum hafi ráðið bagga-
muninn.
„Þingflokkurinn krafðist þess
að ég færi úr utanríkismálanefnd
vegna afstöðu minnar til umsókn-
ar að Evrópusambandinu. Ég hef
barist gegn aðild og talið að við
ættum að stöðva þessa umsókn.
Þingflokkurinn er á annarri skoð-
un og því eigum við ekki samleið,“
segir Jón. - kh, þj
Jón Bjarnason fjórði þingmaðurinn til að segja sig úr þingflokki VG:
Segir nýtt framboð ekki útilokað
UTANFLOKKA Jón Bjarnason mun sitja
utan flokka það sem eftir lifir kjörtíma-
bils eftir að hann sagði sig úr þingflokki
VG í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kristjón Þorkels-
son, sendifulltrúi
Rauða krossins
á Íslandi, varð
bráðkvaddur í
Síerra Leóne
sunnudaginn 20.
janúar. Kristjón
hafði starfað að neyðaraðgerð-
um fyrir Rauða krossinn vegna
kólerufaraldurs í Síerra Leóne
síðan í ágúst.
Kristjón var fæddur 20.
desember árið 1955 og bjó í
Reykjavík. Hann var pípulagn-
ingameistari og starfaði sem
sérfræðingur í vatns- og hrein-
lætismálum fyrir Rauða kross-
inn á Íslandi og Alþjóða Rauða
krossinn. Kristjón var kvæntur
Ásdísi Leifsdóttur. Dóttir þeirra
er Halldóra fædd 1979.
Kristjón Þor-
kelsson látinn