Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 4
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
LÖGREGLUMÁL Ríkissaksókn-
ari sendi frá sér fimmtán ákær-
ur í fyrra er varða kynferðisbrot
gegn börnum. Þetta er töluvert
lægra hlutfall en undanfarin ár
og útskýrist að sögn Sigríðar
Friðjónsdóttur ríkissaksóknara
af mikilli fjölgun mála undanfar-
in ár og uppsöfnuðum verkefnum.
„Málafjöldinn hefur aukist svo
mikið að við höfum bara ekki
undan, sem er skýringin á þessu,“
segir hún. „Það er ekki hægt að
segja núna að ákærurnar verði
færri þar sem við eigum enn eftir
að afgreiða svo stóran hluta mál-
anna.“
Ákærur vegna kynferðisbrota
gegn börnum hafa verið á bilinu 23
til 37 síðan árið 2009 og í kringum
helmingur af heildarfjölda mála
sem koma inn á borð þess frá lög-
regluembættum landsins.
Sigríður bendir á að embættið
sé með fjölda annarra mála á sinni
könnu, svo sem kærur á hendur
lögreglu. „Þetta er allt of mikið,“
segir hún. „Það er nú skýringin á
því að þarna séu þó ekki fleiri mál
sem enduðu með ákæru í fyrra.
Þetta er út af óheyrilegu álagi hjá
okkur.“
Í fyrra voru ákærurnar um tutt-
ugu prósent, eða fimmtán af alls
72 málum. Ellefu var vísað frá.
Þetta þýðir að rannsókn 46 mála
af þeim 72 sem komu inn á borð
ríkissaksóknara í fyrra eru enn í
rannsókn.
Björgvin Björgvinsson, yfirmað-
ur kynferðisbrotadeildar, segir að
málum er varða kynferðisbrot
gegn börnum hafi fjölgað ár frá
ári, þó engin stór stökk hafi komið
72
Ríkissaksóknara bárust 72
mál er varða kynferðisbrot
gegn börnum í fyrra. Úr
þeim urðu 15 ákærur og 11
niðurfellingar en fl est eru
enn í rannsókn.
12. desember 2001
12. desember 2012
2002
2003
2004
2005 2006
2007 2008
2009
2010
2011
1
5
10
12
9 8
11 11 12
21
14
12
FJÖLDI BARNANÍÐINGA Í
AFPLÁNUN 12. DESEMBER SÍÐAN 2001
Ríkissaksóknari ákærði í
15 barnaníðsmálum 2012
Ríkissaksóknari ákærði í 15 kynferðisbrotamálum gegn börnum í fyrra sem gerir um 20% af heildarfjölda
slíkra mála. Of fámennt embætti til að sinna málunum, segir ríkissaksóknari. Níðingum í fangelsum fækkar.
fram að undanskildum nýliðn-
um vikum. Að hans sögn er fjöldi
mála hjá lögreglu í fyrra þó tveim-
ur málum færri en árið 2011, en
tölurnar hafa enn ekki verið birtar.
Aldrei hafa fleiri barnaníðingar
setið í fangelsi hér á landi en árið
2010. Þá sat alls 21 karlmaður á
bak við lás og slá vegna dóma fyrir
kynferðisbrot gegn börnum. Fjöld-
inn hefur farið stigvaxandi síðan
árið 2001, þegar einungis einn sat
inni. Fjöldinn fór svo niður í fjór-
tán 2011 og í fyrra voru þeir tólf.
sunna@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Karl Vignir Þor-
steinsson var úrskurðaður í mán-
aðar síbrotagæslu í gærdag. Hann
hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan
9. janúar og hefur að sögn lög-
reglu verið samvinnuþýður.
Að minnsta kosti sjö karl-
menn hafa verið handteknir
vegna gruns um kynferðisbrot
gegn börnum síðan Kastljós birti
umfjöllun sína um Karl Vigni
þann 7. janúar síðastliðinn.
Seinnipart þriðjudags voru
tveir menn, annar á sextugsaldri
og hinn á sjötugsaldri, handtekn-
ir vegna gruns um að hafa brot-
ið kynferðislega á börnum. Þeir
voru yfirheyrðir í gær. Lögreglu
bárust upplýsingar um mennina
eftir umfjöllun í fréttaskýringa-
þættinum Málinu sem sneri að
barnaníðingum.
Í vikunni var einnig farið fram
á gæsluvarðhald yfir manni á fer-
tugsaldri sem er grunaður um að
hafa numið tvær sjö ára stúlkur á
brott og brotið á þeim kynferðis-
lega í bifreið sinni, en kröfunni
var synjað af dómara.
Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir
áhugaljósmyndara sem tekið hefur
nektarmyndir af ungum stúlkum,
tælt þær á netinu og er grunaður
um að hafa brotið á þeim, rennur
út 1. febrúar næstkomandi. Þá er
búið er að sleppa Gunnari Jakobs-
syni, dæmdum barnaníðingi, úr
haldi lögreglu eftir að hann var
handtekinn vegna gruns um nýleg
brot gegn ungum stúlkum, en lög-
reglan á Suðurnesjum fór með
rannsókn þess máls. - sv
Tveir til viðbótar handteknir á þriðjudag vegna gruns um barnaníð:
Karl Vignir í síbrotagæslu í gær
LEIDDUR FYRIR DÓMARA Karl Vignir
Þorsteinsson var í gær úrskurðaður í
síbrotagæslu til 20. febrúar. Hann hefur
nú verið í varðhaldi frá 8. janúar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hafnaði í gær frávís-
unarkröfu Lárusar Welding,
fyrrverandi forstjóra Glitnis,
í svokölluðu
Aurum-máli
sérstaks sak-
sóknara. Lárus
fór fram á að
málinu yrði
vísað frá eða
frestað þangað
til öðrum rann-
sóknum sem
honum tengd-
ust yrði lokið. Á það féllst dóm-
ari ekki.
Dómarinn hafnaði einnig
kröfu verjenda um að rann-
sóknarskýrslu saksóknara yrði
vísað frá dómi eða hún stytt.
Fjórir eru ákærðir í málinu;
Lárus, Magnús Arnar Arngríms-
son, Bjarni Jóhannesson, allir úr
Glitni, og Jón Ásgeir Jóhannes-
son, sem þá var stærsti eigandi
bankans. - sh
Kröfum sakborninga hafnað:
Ekki beðið eftir
öðrum málum
LÁRUS WELDING
SJÁVARÚTVEGSMÁL Varðskip
Landhelgisgæslunnar færði
norskt loðnuskip til hafnar á
Eskifirði vegna gruns um alvar-
legt landhelgisbrot. Skipstjórinn
getur átt yfir höfði sér þunga
refsingu.
Skipstjóri norska skipsins gaf
upp að hann væri með 600 tonna
afla en skipverjar varðskipsins
ákváðu að fara um borð og sann-
reyna þær upplýsingar skipstjór-
ans. Kom þá í ljós að aflinn var
talinn nær 800 tonnum. Var skip-
stjóra loðnuskipsins því skipað
að halda til hafnar á Eskifirði.
Lögreglan rannsakar málið. - gs
Norskt skip fært til hafnar:
Skipstjóri laug
til um aflann
233,7175
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,57 129,19
203,92 204,92
171,27 172,23
22,948 23,082
23,118 23,254
19,711 19,827
1,4552 1,4638
197,47 198,65
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
23.01.2013
KYNFERÐISBROT GEGN BÖRNUM MILLI ÁRA
2012 2011 2010 2009
■ Tilkynningar til lögreglu er varða kynferðisbrot gegn börnum
■ Ákærur
■ Mál felld niður
■ Heildarfjöldi mála til ríkissaksóknara
■ Fjöldi dæmdra barnaníðinga í fangelsum
Töfl urnar ná yfi r brotafl okkinn kynferðisbrot gegn börnum og er skilgreindur í greinum
200 til 204 í almennum hegningarlögum.
Fjöldi mála er enn til rannsóknar frá árinu 2012 hjá ríkissaksóknara.
Ekki er alltaf unnt að afgreiða mál á sama ári og þau koma svo sum færast á milli ára.
120
100
80
60
40
20
0
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Bílaapótek Hæðasmára
Mjódd Álftamýri
15%
afsláttur
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Vaxandi NA- og A-átt.
RIGNING EÐA SLYDDA Heldur óskemmtilegt veður um sunnan- og vestanvert
landið í dag. Rok og rigning og bætir í úrkomuna er líður á daginn. Gott veður á
morgun en kólnar heldur.
-1°
11
m/s
2°
12
m/s
5°
13
m/s
7°
15
m/s
Á morgun
Hæg breytileg átt.
Gildistími korta er um hádegi
-1°
0°
-1°
-1°
-2°
Alicante
Basel
Berlín
18°
-2°
-3°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
-1°
-1°
0°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
-3°
-3°
20°
London
Mallorca
New York
2°
18°
-5°
Orlando
Ósló
París
2°
-9°
-1°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
-8°
6°
12
m/s
6°
8
m/s
1°
7
m/s
2
8
m/s
-2°
4
m/s
0°
10
m/s
0°
9
m/s
0°
0°
-2°
0°
-1°
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is