Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 6
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað nefnist viðbragðsstig númer
tvö í viðbragðsáætlun Landspítalans?
2. Hvað heitir leiðtogi hins nýja
miðjufl okks sem vann sigur í þing-
kosningunum í Ísrael í vikunni?
3. Hvaða íslenska landsliðskona í
fótbolta gekk nýlega til liðs við Liver-
pool?
SVÖR:
1. Hættustig 2. Yair Lapid 3. Katrín Ómars-
dóttir.
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Úlpur allt að 50% afsláttur
Krakkaúlpur 40% afsláttur
Útivistarjakkar allt að 60% afsláttur
og fleira og fleira...
Ekki missa af þessu
Takmarkað magn!
LÖGREGLUMÁL Ekki er víst að dauðdagi Sigurð-
ar Hólm Sigurðssonar, fanga á Litla-Hrauni,
hafi verið af mannavöldum. Þetta kemur fram
í krufningarskýrslu sem dagsett er 26. nóvem-
ber 2012.
Sigurður fannst látinn í klefa sínum 17. maí
í fyrra. Annþór Kristján Karlsson og Börkur
Birgisson, samfangar hans, voru nokkrum
dögum síðar færðir í einangrun, grunaðir um
að hafa ráðið honum bana. Málið er enn til
rannsóknar.
Bráðabirgðakrufning virtist leiða í ljós að
áverkarnir væru af mannavöldum, en í ítar-
legri krufningarskýrslu Reginu Preuss frá því
í nóvember segir að ekki sé hægt að slá því
föstu.
Dánarmein Sigurðar var blæðing úr rofnu
milta samkvæmt skýrslunni og þar segir að
milta rofni ekki með þessum hætti upp úr
þurru. „Vegna þess að gera verður ráð fyrir að
miltað hafi rifnað sökum ytri bitlauss áverka á
kviðarhol, koma annaðhvort slys eða áverki af
annarra völdum til álita,“ segir í skýrslunni.
„Engu að síður leiddu hvorki krufning né
frekari rannsóknir í ljós afdráttarlaus merki
þess efnis hvort um utanaðkomandi áverka
eða meiðsl af völdum byltu hefði verið að
ræða.“ - sh
Réttarmeinafræðingur telur Sigurð Hólm Sigurðarson ekki hafa látist af eðlilegum orsökum:
Ekki víst að fanginn hafi verið myrtur
LITLA-HRAUN Annþór Karlsson og Börkur Birgisson
hafa verið grunaðir um manndráp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Save the Children á Íslandi
LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrí-
tugsaldri hefur játað árás á Guðjón
Guðjónsson um þarsíðustu helgi.
Hann gekkst jafnframt við því að
hafa stolið bílnum hans.
Ráðist var á Guðjón á laugar-
daginn fyrir hálfri annarri viku.
Ungur maður fékk far með honum
úr miðbæ Reykjavíkur í Kópavog,
þar sem þeim sinnaðist sem varð
til þess að ungi maðurinn réðst á
Guðjón, rifbeinsbraut hann og ók
svo á brott á bílnum hans.
Maðurinn var handtekinn á
þriðjudagsmorgun. Hann viður-
kenndi þátt sinn í málinu við yfir-
heyrslur um kvöldið og var sleppt
í kjölfarið.
Guðjón fannst látinn á heimili
sínu fjórum dögum eftir árásina.
Banameinið er talið hafa verið
hjartaáfall og er ekkert sem ligg-
ur fyrir um tengsl árásinnar við
andlátið. Málið er því ekki rann-
sakað sem manndráp. - sh
Ungur maður gengst við því að hafa ráðist á mann og stolið bílnum hans:
Játaði að hafa ráðist á Guðjón
RIDDARI GÖTUNNAR Guðjón ók gjarnan niður Laugaveginn og lék harmonikutóna
út um bílgluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BRETLAND, AP David Cameron, for-
sætisráðherra Bretlands, boðaði í
ræðu í gær að ESB-aðild lands-
ins yrði endurskoðuð eftir næstu
þingkosningar, að því gefnu að
Íhaldsflokkurinn beri þar sigur
úr býtum.
„Þegar samkomulag um það
liggur fyrir munum við bjóða
bresku þjóðinni upp á skýran val-
kost í þjóðaratkvæðagreiðslu,
hvort Bretland verði áfram í ESB,
undir nýjum skilmálum, eða hvort
sagt verði skilið við sambandið.“
Kosningar eru fyrirhugaðar árið
2015, en Cameron segir stefnt að
því að leggja málið fyrir kjósendur
á fyrri hluta næsta kjörtímabils,
sem verður væntanlega í síðasta
lagi árið 2018.
Ræðunnar hefur verið beðið
með eftirvæntingu, enda hefur
óánægja Breta með ESB-aðild
vaxið síðustu misseri. Skoðana-
kannanir benda til þess að rúmur
helmingur myndi kjósa með
úrsögn úr sambandinu við núver-
andi aðstæður. Þá hefur þrýsting-
ur á Cameron einnig aukist innan
Íhaldsflokksins.
Cameron segist sjálfur ekki
vera hlynntur úrsögn Bretlands
úr ESB, heldur muni hann berj-
ast ötullega fyrir því að breyttur
aðildarsáttmáli verði samþykktur.
Markmiðið sé að ná fram breyting-
um á ESB, ekki að yfirgefa sam-
bandið. Aðild gefi Bretum margt,
ekki síst aukin áhrif á alþjóðavett-
vangi.
„Því segi ég við bandamenn
okkar í Evrópu, þó þau séu ef til
vill ósátt við okkar viðhorf: Vinnið
með okkur að þessu marki.“
Cameron segir að endurskoðun
ESB varðaði ekki síst framtíð sam-
bandsins sjálfs.
„Það er mín trú að hagsmun-
um Breta sé best borgið innan
sveigjan legs opins sambands sem
á auðvelt með að laga sig að breytt-
um aðstæðum og að slíkt samband
sé sterkara með Bretland innan-
borðs.“
Viðbrögð annarra ESB-ríkja við
ummælum Camerons voru flest á
þá leið að einstök ríki gætu ekki
valið og hafnað hverju þau ganga
að í ESB-samstarfinu.
„Þú getur ekki gengið í fót-
boltafélag og svo heimtað að spila
rúgbý,“ sagði franski utanríkisráð-
herrann Laurent Fabius til dæmis.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sagðist þó reiðubúin til að
ræða við Breta um óskir þeirra:
„En við þurfum að hafa í huga að
önnur ríki hafa líka annars konar
óskir.“
Frans Timmermans, utanríkis-
ráðherra Hollands, styður margt í
máli Camerons.
„Þess vegna viljum við hafa
Breta í ESB, því að umbætur eiga
sér stað að innan en ekki með því
að ganga í burtu.“
thorgils@frettabladid.is
Boðar endurskoðun
og þjóðaratkvæði
David Cameron boðaði í ræðu í gær að aðild landsins að ESB yrði endurskoðuð á
næsta kjörtímabili. Þjóðin ákveði í framhaldinu hvort landið verði áfram í ESB.
Leiðtogar ESB-ríkja segja ekki hægt að velja og hafna úr sáttmála sambandsins.
TÍMAMÓTARÆÐA David Cameron lofaði Bretum að hefja endurskoðun ESB-aðildar
landsins sigri flokkurinn í næstu þingkosningum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEISTU SVARIÐ?