Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 12

Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 12
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 12 100 80 60 40 20 0 BREYTINGAR Á NEYSLU ÍSLENDINGA 1961-2011 Ávextir 85,8 kg +135% +5% +284% -21% -7% +67% Grænmeti 62,9 kg Kjöt 80,7 kg Kartöfl ur 61,8 kg Sykur (sýróp og hunang innifalið) 45,4 kg Egg 10,2 kg Allar tölur eru í kílóum á mann á ársgrundvelli 61-65 81-85 2001 2003 2005 2007 2009 201171-75 91-95 2002 2004 2006 2008 2010 Neytendastofa hefur bannað N1 að birta auglýsingu sína sem snýr að um þriggja prósenta minni eyðslu með notkun eldsneytis frá fyrirtæk- inu sem innihaldi fjölvirk bætiefni. Þá kom fram í auglýsingunni að fullyrðingin væri byggð á prófunum þýskrar rannsóknarstofu. Skeljungur kvartaði til Neytendastofu í kjölfar birtinganna, en aug- lýsingarnar birtust meðal annars á heimasíðu og bensíndælum N1. Kvörtun Skeljungs sneri að því að auglýsingarnar væru villandi á þann hátt að neytendur gætu ekki áttað sig á því að eldsneyti með bætiefn- um væri borið saman við bætiefnalaust eldsneyti. Þá væri ekki sannað að neytendur gætu dregið úr eldsneytiseyðslu eins og fram komi í aug- lýsingunum. Fram kemur í úrskurði Neytendastofu að talið sé að N1 hafi brotið lög með fullyrðingu sinni um minni eyðslu með notkun eldsneytisins og hún talin ganga of langt þar sem fyrirtækið hefði ekki sýnt fram á minni eyðslu með notkun eldsneytisins. Auk þess sem hún hefði ekki verið í samræmi við þá rannsókn sem fullyrðingin væri byggð á. Banna auglýsingu N1 „Það er ekki spurning, að bestu kaup sem ég hef gert eru Marantz-stereó- græjurnar sem ég keypti mér í Radíóbúðinni fyrir fermingarpeningana,“ segir fisksalinn Kristján Berg í Fiskikónginum. „Þær entust mér í 23 ár og þar af voru sextán síðustu árin inni í fiskbúð í rakanum og drullunni. Þær væru sennilega enn þá í gangi í dag, ef ég hefði ekki misst þær í gólfið þegar ég var að flytja um stað.“ Hann segir sándið ekki heldur hafa svikið. „Það var súperhljóð í þeim. Djúpur bassi og hrikaleg gæði.“ Verstu kaupin segir Kristján hins vegar hafa verið flugeldatertu sem hann keypti fyrir tveimur árum. „Það kostaði mig og fjölskyldumeðlimi næstum lífið. Þetta var einhver 30 kílóa kassi sem ég kveikti í og var að labba í burtu þegar hann bara sprakk allt í einu. Ég var með syni mína tvo með mér og vinur minn var þarna líka, og við hendumst þarna á jörðina. Þetta var eins og í Víetnam, við vorum skíthræddir!“ Kristján segir að tertan hafi verið innkölluð vegna galla, en hann hafi ekki vitað það fyrr en seinna. Þeir sluppu ómeiddir, en eftir þetta hlaut Ægir Örn, sonur Kristjáns, verðlaun á Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fyrir hönnun öryggiskassa einmitt til að koma í veg fyrir slík slys. „Þannig að þó að þetta hafi verið leiðinlegt á sínum tíma þá skilaði þetta sér síðar með jákvæðum hætti.“ NEYTANDINN KRISTJÁN BERG EYÐIR EKKI MINNA Í bönnuðu auglýsingunum er þriggja prósenta minni eyðslu lofað sé eldsneyti frá N1 notað. Framboð á ferskum ávöxtum og grænmeti jókst árið 2011, en framboðið er enn minna en það var fyrir hrun. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Landlækn- isembættinu, sem tekur reglulega saman upplýsingar um fæðufram- boð. Tölurnar eru notaðar sem leið- arvísir um þróun á mataræði þjóð- arinnar, jafnvel þótt þær veiti ekki beinar upplýsingar um neyslu. „Þetta er jákvæð þróun, en þó er enn langt í land að takmarkinu um fimm skammta, eða 500 grömm, af grænmeti, ávöxtum og safa á dag sé náð,“ segir í upplýsingum Land- læknis. Embættið reiknar aldrei safa nema sem einn skammt af ávexti eða grænmeti. Framboð af ferskum ávöxt- um var 61 kíló fyrir hvern íbúa á Íslandi árið 2011, en það var 66,1 kíló árið 2007. 47,2 kíló af fersku grænmeti voru í boði fyrir hvern íbúa árið 2011, en voru 48 kíló árið 2007. Árin 2008 og 2009 dróst framboðið og neyslan mikið saman, en hefur vaxið á ný síðan þá. Kjötneysla helst nokkuð stöðug þótt breytingar hafi orðið á neyslu og framboði mismunandi kjötteg- unda. Áfram neyta Íslendingar mests af kjúklingakjöti, en fram- boð þess var 23,8 kíló. Framboð af svínakjöti var 19,5 kíló og lamba- kjöti 18,8 kíló. Neysla lambakjöts minnkaði um rúmt kíló milli ára, en neysla nautakjöts jókst um eitt og hálft kíló. Þá neyttu Íslendingar um tíu kílóa af eggjum árið 2011, rúmu kílói meira en árið þar á undan. Ekki er vitað hversu mikið framboðið af fiski hefur verið und- anfarin ár, en það hefur ekki verið mælt frá árinu 2007. Sykurneysla Íslendinga er svip- uð og fyrri ár, eða rúm 45 kíló á hvern íbúa. Það gera tæp 900 grömm af sykri í hverri viku. Gos- drykkir eiga, að sögn landlæknis- embættisins, drjúgan þátt í hinni miklu sykur neyslu en framboðið af gosi var 149 lítrar á hvern íbúa. Sælgætis framboð minnkaði hins vegar um tæp tvö kíló milli ára. Sykurneyslan á Íslandi er miklu meiri en á hinum Norðurlöndunum. Svíar koma næst okkur í sykur- neyslu með tæp 40 kíló á ári. Danir borða um 38 kíló af sykri en Norð- menn og Finnar um 31 kíló. thorunn@frettabladid.is Minna af grænmeti og ávöxtum en 2007 Framboð, og líklega neysla, á fersku grænmeti og ávöxtum, hefur aukist á ný eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Þó er enn langt í land með að takmarki um fimm skammta á dag verði náð. Íslendingar neyta enn tæps kílós af sykri í hverri viku. Tölur landlæknisembættisins eru reiknaðar þannig: framleiðsla + innflutningur – útflutningur – önnur not = fæðuframboð Hvernig reiknar landlæknisembættið?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.