Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 16
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 16
Samanlögð fjárhæð uppgreiddra
fasteignalána hjá Íbúðalánasjóði
á árinu 2012 var hærri en fjárhæð
nýrra lána. Uppgreiðslur voru
meiri en útlán í níu mánuðum á
árinu og alls munaði tæpum þrem-
ur milljörðum króna yfir árið.
Fréttir af vanda Íbúðalánasjóðs
hafa verið áberandi í fjölmiðlum
síðustu mánuði. Sjóðurinn hefur
glímt við há vanskilahlutföll lána
og lítið eigið fé. Þar að auki hafa
talsverðar uppgreiðslur lána vald-
ið sjóðnum vandræðum. Þann-
ig minnka nefnilega vaxtatekjur
sjóðsins en vaxtagjöld minnka
ekki á móti þar sem skuldir sjóðs-
ins eru ekki innkallanlegar.
Í skýrslu sem IFS-greining
vann fyrir fjármálaráðuneytið
og kom út í nóvember segir að sú
opna vaxta- og uppgreiðsluáhætta
sem þetta fyrirkomulagi valdi sé
mesta áhætta sjóðsins. Þar segir
jafnframt að við núverandi mark-
aðsaðstæður og fyrirliggjandi
vaxtamun sé sjálfbærni sjóðsins
í uppnámi.
Til að bregðast við eiginfjár-
vanda Íbúðalánasjóðs lögðu
stjórnvöld sjóðnum til þrettán
milljarða króna í nóvember enda
þótti ljóst að ella yrði eigið fé hans
uppurið fyrir lok ársins 2012.
Áður höfðu stjórnvöld lagt sjóðn-
um til 33 milljarða árið 2011.
Þessi innspýting eiginfjár leysir
hins vegar ekki hinn djúpstæðari
vanda opnu vaxta- og uppgreiðslu-
áhætturnar. Bíður það verkefni
stjórnvalda þegar starfshópur sem
skipaður var til að fara yfir fram-
tíðarhorfur og -hlutverk sjóðs-
ins hefur skilað tillögum sínum
en búist er við áfangaskýrslu frá
hópnum í næsta mánuði.
Ástæða þess að uppgreiðslur
hafa aukist hjá Íbúðalánasjóði eru
nokkrar. Í fyrsta lagi hafa vextir
verið tiltölulega lágir hér á landi
síðustu misseri sem ýtir undir það
að lántakendur með dýr lán endur-
fjármagni þau.
Í öðru lagi hafa óverðtryggð
fasteignalán viðskiptabankanna
notið mikilla vinsælda síðustu
misseri á meðan Íbúðalánasjóður
hefur ekki boðið slík lán. Raunar
hefur lagaheimild þess efnis legið
fyrir síðan í fyrrahaust en meðal
annars vegna óvissu um hvernig
tekið verði á vanda sjóðsins hefur
hann ekki séð sér fært að bjóða
óverðtryggð lán enn sem komið er.
Í þriðja lagi hefur verið eitthvað
um að fólk hafi notað sparifé til
að létta á skuldsetningu heimila
sinna. magnusl@frettabladid.is
Ný lán ÍLS voru minni
en uppgreiðslur 2012
Heildaruppgreiðslur fasteignalána hjá Íbúðalánasjóði námu um 18 milljörðum
króna á árinu 2012. Heildarfjárhæð nýrra lána hjá sjóðnum var aftur á móti
ríflega 15 milljarðar á árinu. Von er á áfangaskýrslu um framtíðarhorfur sjóðsins.
Vilmundur Jósefsson, formað-
ur Samtaka atvinnulífsins (SA),
hefur ákveðið að gefa ekki kost
á sér til endurkjörs á aðalfundi
SA sem fram fer 6. mars næst-
komandi. Vilmundur hefur
gegnt embættinu frá árinu 2009
en hann var áður formaður
Samtaka iðnaðarins á árunum
2000 til 2006.
Þá hefur Björgólfur Jóhanns-
son, forstjóri Icelandair Group,
tilkynnt að hann muni sækj-
ast eftir embættinu. Björgólfur
hefur verið forstjóri Icelandair
Group frá árinu 2008 en starfaði
þar á undan í áratugi í íslensk-
um sjávarútvegi. Nýr formaður
verður kjörinn með rafrænni
kosningu í aðdraganda aðal-
funds SA.
- mþl
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, gefur kost á sér:
Vilmundur hættir sem formaður SA
VILMUNDUR
JÓSEFSSON
BJÖRGÓLFUR
JÓHANNSSON
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
TOYOTA LAND CRUISER 100 VX
Nýskr. 03/03, ekinn 225 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr.3.420.000
TILBOÐ kr. 2.690 þús.
MERCEDES BENZ C230 COMPR.
Nýskr. 05/06, ekinn 39 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr.2.490.000
TILBOÐ kr. 1.890 þús.
CHEVROLET TAHOE K1500
Nýskr. 05/07, ekinn 138 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr.4.990.000
TILBOÐ kr. 4.480 þús.
NISSAN PATROL LUXURY
Nýskr. 10/06 ekinn 123 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr.3.880.000
TILBOÐ kr. 3.280 þús.
RANGE ROVER VOGUE
Nýskr. 07/02, ekinn 202 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr.2.290.000
TILBOÐ kr. 1.690 þús.
NISSAN X-TRAIL LE
Nýskr. 08/08, ekinn 68 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr.3.890.000
TILBOÐ kr. 3.390 þús.
HONDA ACCORD ELEGANCE
Nýskr. 03/10, ekinn 48 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 3.680.000
TILBOÐSVERÐ!
2.990 þús.
Frábært úrval af nýlegum, lítið
eknum bílum á frábæru verði!
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
KOMDU STRAX Í DAG! GERÐU FRÁBÆR KAUP!
Dust 514 er fjölspilunarskotleikur
sem er spilaður í gegnum netið á
Playstation 3 tölvur. Leikurinn gerist
á plánetum í sama sýndarheimi og
EVE online, fyrri leikur CCP, og er
beintengdur EVE. Þannig geta leik-
menn í EVE fengið Dust 514 spilara til
þess að taka yfir plánetur og landsvæði
fyrir sig með bardögum og herkænsku.
Þykir leikurinn sérstakur að þessu leyti
en ólíkir leikir hafa ekki verið tengdir
saman með þessum hætti áður.
Ný fasteignalán og uppgreiðslur lána
2011-2012
■ Ný fasteignalán Íbúðalánasjóðs
■ Uppgreiðslur lána
2011 2012
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
m
ill
jó
ni
r k
ró
na
Fyrstu viðbrögð við opinni útgáfu af
Dust 514, öðrum tölvuleiknum sem
íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP
býr til, hafa verið jákvæð. Leikurinn var
opnaður almenningi í gær þegar svoköll-
uð opin beta-prófun leiksins hófst sem er
síðasta þróunarstig leiksins.
„Þetta hefur gengið virkilega vel.
Bæði tæknilega og hvað varðar viðbrögð
spilara. Enda er þessi opnun búin að eiga
sér langan aðdraganda hjá okkur í CCP,“
segir Eldar Ástþórsson, fjölmiðlafulltrúi
CCP.
Eigendur Playstation 3 leikjatölva geta
nú halað niður Dust 514 sér að kostnað-
arlausu. Hyggst CCP gefa leikinn en afla
tekna í gegnum sölu á ýmsum viðbótum
og varningi sem getur komið að gagni í
leiknum.
Frá því að leikurinn var gerður
aðgengilegur hafa fjölmargir gagnrýn-
endur fjallað um hann. Eldar segir að
umsagnirnar hafi í flestum tilvikum
verið jákvæðar.
„Við gerum okkur þó grein fyrir að
leikurinn er ekki fullbúinn. Við erum
enn að vinna í ýmsum viðbótum,“ segir
Eldar og bætir við: „Við fáum mikið af
viðbrögðum frá þeim sem spila leikinn,
sem hjálpa okkur við að styrkja hann og
sníða af þá vankanta sem hann kann enn
að hafa.“ - mþl
CCP hefur opnað fyrir aðgang almennings að nýja tölvuleiknum sínum:
Fyrstu viðbrögð við Dust jákvæð
DUST 514 Leikmenn í Dust
514 berjast um landsvæði
og heilu pláneturnar með
herkænsku og ýmis tæki og
tól að vopni.
Um Dust-514