Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 29
Kynningarblað Gólfhiti, parket, dúkur, flísar,
flotuð gólf, steinteppi, gæði, fagmennska, útsölur
GÓLFEFNI
FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
&HITAKERFI
Sveinn Árnason, eigandi og stofnandi Epoxy Flex, svarar í símann. Í umhverfinu heyrist
ómur radda starfsmanna sem vinna
við að endurnýja epoxýgólf Rækju-
vinnslunnar Dögunar á Sauðár-
króki. „Við erum að endurnýja gólf
hérna sem ég lagði fyrir tuttugu
árum. Það er ágætis ending,“ segir
Sveinn.
Ætlaði að minnka við sig
Árið 2005 ætlaði Sveinn að minnka
við sig, seldi þáverandi rekstur og
stofnaði fyrirtækið Epoxy Flex. „Það
gekk illa að minnka við sig. Síminn
hætti ekki að hringja og ég var beð-
inn um að koma að leggja gólf út um
allt land. Áður en ég vissi var ég því
kominn á fullt aftur,“ segir Sveinn
um tilurð Epoxy Flex sem staðsett
er í Brekkutröð 3 í Hafnarfirði.
Áratuga reynsla
Sveinn hefur unnið við lagningu
epoxýgólfa í 35 ár og veit því sitt-
hvað um þau málefni. „Ég hef
verið lengi í þessu og er með fjóra
fasta starfsmenn sem allir eru
með um og yfir tíu ára reynslu.“
Í fyrirtækinu er því hátt í hundr-
að ára samanlögð reynsla starfs-
manna við að leggja epoxýgólf.
„Ef um stærri verkefni er að ræða
þá er ég með fleiri reynslumikla
starfsmenn sem geta stokkið til.“
Sérhæfing í matvælavinnslum
Víða um land má f inna hús-
næði með gólf i sem Sveinn
hefur komið nálægt. „Á þessum
árum hef ég nánast komið við í
hverju einasta plássi landsins og
líklega margir sem vita hver ég
er.“ Meðal viðskiptavina mætti
helst nefna Marel, Vinnslustöð-
ina í Vestmannaeyjum, Ísfélag-
ið, KG Fiskverkun, Hraðfrystihús
Hellissands, Valafell, Bylgjuna,
Fiskmarkað Íslands ásamt f leir-
um. „Mín sérstaða hefur ávallt
verið í kringum matvælaiðn-
að; fiskverkanir, kjötvinnslur og
þess háttar. Ég er með sérstaka
grunna sem þola mikinn raka og
henta slíkum aðstæðum einstak-
lega vel.“
Gæðaefni frá Hollandi
Efnin sem Epoxy Flex notar eru
gæðaefni frá Hollandi. „Ég f lyt
allt inn sjálfur frá fyrirtæki í Hol-
landi sem var stofnað 1932 og
hefur sérhæft sig í epoxýefnum.
Ég er búinn að prófa mörg mis-
munandi efni í gegnum árin og
þetta er það albesta. Hef aldrei
lent í neinu veseni; litur aldrei
gulnað, engar loftbólur eða neitt
þess háttar. Þau eru aðeins dýrari
en það margborgar sig því betri
gæði fást ekki. Út í epoxýefnin
er vanalega blandað kvarsi sem
eykur slitþol yfirborðsins gríðar-
lega og þar með endinguna.“
Umhverfisvæn efni
„Efnin sem ég nota eru lyktarlaus
og án leysiefna. Ef ég hendi eld-
spýtu ofan í epoxyefni þá slokkn-
ar bara á henni.“ Þannig þarf ekki
að stöðva vinnslu í matvinnslufyr-
irtækjum út af hættu á að matvæli
mengist eða starfsfólk veikist.
Steinteppi sem endast út ævina
Undanfarin ár hafa svokölluð
steinteppi notið mikilla vinsælda
og lætur Sveinn vel af þeim. „Við
höfum lagt mörg slík gólf. Þau hafa
verið vinsæl í skrifstofurýmum,
verslunarhúsnæði, stigagöngum
og líka bara í heimahúsum. Þegar
steinteppi eru lögð er epoxý efnum
hrært saman við steinsalla úr
kvarsi í stórri hrærivél. Sallanum
er svo dreift á gólf þar sem hann
svo harðnar. Ég lakka oftast yfir
hann daginn eftir en það eykur
gljáann og auðveldar þrif.“ Stein-
teppi eru úr kvarsi og því nánast
ómögulegt að slíta þeim út, þar
að auki eru þau hljóðdempandi.
„Yfirborð steinteppa er gljúpt og
dregur því úr endurkasti hljóðs
sem kemur sér vel á mörgum stöð-
um.“ Þau fást í átta mismunandi
grófleikum og mörgum litum.
Fagmennska er lykilatriði
Epoxy Flex er mjög vel tækjum
búið og allar vélar eru nýlegar.
„Við byrjum á að demantsslípa
gólf og veggi. Gólfin hreinsum
við alltaf alveg niður í stein til að
tryggja bestu gæði. Öll tækin eru
búin ryksugu svo ekkert ryk fer út
í andrúmsloftið. Þetta er því afar
snyrtilegt hjá okkur og við leggj-
um mikið upp úr því að undirbún-
ingur jafnt sem öll vinna sé fram-
úrskarandi.“
A llar nánari upplýsingar,
myndir af verkefnum og fleira er
að finna á heimasíðunni www.
epoxyflex.is.
Epoxy Flex – betri gæði fást ekki
Epoxy Flex var stofnað af Sveini Árnasyni árið 2005. Þá ætlaði hann að minnka við sig og taka því aðeins rólegar. Fljótlega urðu
símtölin þó ansi mörg þar sem óskað var eftir starfskröftum hans. Fyrr en varði var orðið jafn mikið að gera og áður og hann
kominn á fullt við að leggja epoxýgólf um allt land.
Stigi í Fiskverkun Sófaníasar Cesilssonar.
Epoxy Flex er með sérstaka grunna sem þola mikinn raka og henta vel fyrir fiskverkanir og matvælavinnslur. Hér
má sjá húsnæði KG fiskverkunar á Rifi þar sem Epoxy Flex lagði gólfefnin.
Hér eru starfsmenn Epoxy Flex að vinna við gólf Fiskverkunar Sófaníasar Cesilssonar.
Meðal verkefna sem Epoxy Flex hefur unnið að eru verkstæðisgólfin í húsnæði Marels í Garðabæ.