Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 31
KYNNING − AUGLÝSING Gólfefni & hitakerfi24. JANÚAR 2013 FIMMTUDAGUR 3
Verslunin Gallerý Gólf býður upp á gott úrval af gæðaflís-um og parketi í bland við
persónulega og faglega þjónustu.
Verslunin flutti starfsemi sína síð-
asta haust í bjart og rúmgott versl-
unarrými í Mörkinni 1 í Reykja-
vík. Sigurður Vilhelmsson, eig-
andi verslunarinnar, segir Gallerý
Gólf selja gott úrval af parketi frá
hollenska fyrirtækinu Timber Top
og ítalskar gæðaflísar frá Serenis-
sima. „Þegar kemur að parketi selj-
um við mest af plankaparketi og
antík plankaparketi. Það kemur í
ólíkum stærðum og breiddum, ol-
íuborið eða mattlakkað. Við bjóð-
um einnig upp á þriggja stafa hefð-
bundið parket. Ýmsir litir eru í boði
enda óskir viðskiptavina okkar afar
mismunandi. Allt parket frá Timber
Top er með 25 ára ábyrgð.“
Sigurður segir vinsældir park-
ettegunda sveiflast milli ára eins
og margt annað. „Núna er hvíttað
efni mjög vinsælt og antík plank-
arnir líka enda virkilega fallegt
efni. Svo má auðvitað nefna það
nýjasta hjá okkur en það eru flísar
með útlit plankaparkets. Flísarnar
eru svo líkar parketi að erfitt er að
sjá hvort þetta eru flísar eða park-
et. Þessar skemmtilegu flísar koma
frá Serenissima, eins og aðrar flís-
ar frá okkur, allt gegnheilar flísar
sem má bæði nota á gólf og veggi og
raunar úti líka enda eru þær frost-
þolnar. Þessar flísar eru sérstaklega
vinsælar í t.d. verslunarrýmum þar
sem álagið er mikið en reynt er að
skapa hlýlegt umhverfi.“
Einungis gæðavörur í boði
Sigurður segir bæði parket og flís-
ar hafa leyst teppið að mestu leyti af
hólmi undanfarna tvo áratugi þótt
enn finnist þeir sem kjósa teppin.
„Það eru sérstaklega flísarnar sem
hafa náð mikilli útbreiðslu undan-
farin ár. Fyrir nokkrum árum síðan
var parketið miklu algengara, en í
dag seljum við jafnmikið af f lís-
um og parketi. Margir hafa auð-
vitað bæði flísar og parket enda fer
það vel saman. Svartar og ljósar
flísar hafa verið á undanhaldi síð-
ustu árin og jarðlitirnir hafa komið
sterkari inn í staðinn.“
Það skiptir miklu máli að sögn
Sigurðar að velja gólfefni frá góðum
framleiðanda enda sé gólfefnum
yfirleitt ætlað að endast í langan
tíma. „Smekkur fólks er mismun-
andi sem betur fer. Sumir eru hrifn-
ari af parketi en flísar henta öðrum.
Við hjá Gallerý Gólf seljum einung-
is gæðavörur, hvort sem um er að
ræða flísar eða parket.“
Reynslumikið starfsfólk
Verslunin Gallerý Gólf verður
þriggja ára í sumar en það eru þó
engir nýgræðingar sem standa
að henni. Sigurður hefur sjálf-
ur selt gólfefni í 40 ár og eru aðrir
starfsmenn verslunarinnar einnig
reynslumiklir á því sviði. „Við ein-
setjum okkur að veita faglega ráð-
gjöf og persónulega þjónustu þar
sem komið er til móts við þarfir
hvers viðskiptavinar.“
Nú er útsala í versluninni og
mun hún standa yfir fram í febrúar.
„Það er búið að vera mikið að gera
undanfarnar vikur enda góður af-
sláttur í boði. Við erum með fjöl-
breytt úrval af fallegu gólfefni svo
allir ættu að finna eitthvað við sitt
hæfi.“ Nánari upplýsingar má finna
á www.gallerygolf.is.
Við hjá Gallerý
gólf seljum
einungis gæðavörur,
hvort sem um er að ræða
flísar eða parket.
Ný verslun sem byggir á áratuga reynslu
Gallerý Gólf býður upp á gott úrval af flísum og parketi. Verslunin leggur metnað í að veita persónulega og faglega þjónustu en
starfsmenn verslunarinnar eru með áratuga reynslu á þessu sviði. Þessa dagana stendur yfir útsala í versluninni og því hægt að gera
góð kaup, enda margar vörur á mjög góðu verði.
Reynslumiklir starfsmenn verslunarinnar aðstoða viðskiptavini við val á flísum og parketi. MYNDIR/GVA
Gallerý Gólf býður upp á gott úrval af gæðaflísum og parketi í bland við persónulega og
faglega þjónustu að sögn Sigurðar Vilhelmssonar, eiganda verslunarinnar.