Fréttablaðið - 24.01.2013, Page 33
KYNNING − AUGLÝSING Gólfefni & hitakerfi24. JANÚAR 2013 FIMMTUDAGUR 5
Gólfhitalausnirnar frá okkur hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár og bjóð-um við upp á þrjár tegundir lausna,“
segir Halldór F. Halldórsson, sölustjóri lagna-
deildar Tengis. „Í fyrsta lagi erum við með
kerfi sem hefur 30 mm einangrun sem sett er
sem undirlag. Rörin eru síðan heftuð þar ofan
á. Í öðru lagi bjóðum við upp á varmaleiðni-
dúk sem er einungis 4 mm og hefur minna ein-
angrunargildi en 30 mm lausn okkar. Rörin
fara einnig ofan á hann og þau eru boruð niður
með spennum. Í þriðja lagi bjóðum við upp á
lausn frá Uponor sem er þunnlagnakerfi sem
hefur 15 mm heildarþykkt, en þau kerfi eru
gríðarlega vinsæl hjá okkur,“ upplýsir Hall-
dór. Hann segir síðasttöldu lausnina vera sér-
staklega vinsæla þegar kemur að endurnýjun
eldri húsa. „Í slíkum húsum er oft vandi með
gólfhæðina og ekki hægt að koma fyrir neinni
einangrun. Því er notaður takkadúkur sem er
límdur við grunnað gólf. Ofan í hann koma svo
rörin sem eru 9,9 mm í þvermál og að lokum
er flotað yfir. Þessi lausn hefur gefist sérstak-
lega vel.“
Ólíkar stýringar
Gólfhitalausnir Tengis innihalda ýmist þráð-
lausar eða víraðar stýringar. Þráðlausa stýr-
ingin er dýrari lausn að sögn Halldórs en
býður á móti upp á mun fleiri möguleika en sú
víraða. „Stjórnbúnaðurinn er með þráðlausa
hitanema og einnig með upplýsingaskjá sem
er tengdur við móðurstöð. Af skjánum má fá
upplýsingar um hvern og einn hitastilli sem
gefur notandanum tækifæri til að stilla há-
marks- og lágmarkshita. Þetta er til dæmis sér-
staklega hentugt í herbergjum þar sem hætta
er á að fiktað sé í stillinum. Þá er hægt að læsa
honum á ákveðnu hitastigi,“ segir Halldór.
Hann bendir á hægt sé að breyta stillingum
til dæmis ef íbúðareigandi fer í frí. Þannig sé
hægt að stilla inn hvenær farið er út úr húsi
og hver hitinn eigi að vera á meðan enginn
er heima. „Þannig stýrir kerfið hitastiginu á
meðan íbúar eru fjarverandi og keyrir sig upp
áður en þeir koma heim til sín aftur.“
Undirlagið skiptir miklu máli
Það sem helst þarf að hafa í huga þegar gólf-
hitalausnir eru keyptar að sögn Halldórs er
að gólfhitinn sé í yfirborði gólfflatarins og
með tilheyrandi undirlagi, sem sé einangr-
un og varmaleiðandi dúk. „Það er dýrara að
gera þetta svona og þess vegna velja menn
stundum að binda rörin beint í járnagrindina
áður en steypt er. Sú lausn er þó slæmur kost-
ur, að okkar mati, því svörunin verður mjög
hæg, auk þess sem það stangast á við ákvæði
189.4 í byggingarreglugerð nr. 441/1998,“
segir hann. „Það slæma við þennan kost er að
ef húseigandi hækkar hitastigið á hitanema
um nokkrar gráður getur hann þurft að bíða í
margar klukkustundir eftir svörun. Auk þess
sem varmatap verður talsvert mikið og þar af
leiðandi dýrara að kynda. Því er mikilvægt að
velja lausn sem hentar best hverju sinni og
þar skiptir undirlagið mjög miklu máli,“ segir
hann og bendir á að fólk þurfi að hafa í huga
að viðbótarkostnaðurinn sé í raun ekki mikill
á móti þeim þægindum sem það fái í staðinn.
Þjónusta í fyrirrúmi
Starfsmenn Tengis hafa áralanga reynslu við
ráðgjöf og sölu gólfhitalausna. Þeir leggja sig
fram um að veita viðskiptavinum frábæra
þjónustu enda er aðalsmerki Tengis gæði,
þjónusta og ábyrgð. „Við bjóðum einnig upp
á sérþjónustu fyrir fagmenn sem felst meðal
annars í því að faglærðir starfsmenn taka á
móti þeim í sýningarsal lagnadeildar Tengis.
Þá erum við einnig með sérstakan þjón-
ustumann sem fer á staðinn til að leysa úr
málum ef á þarf að halda og leggjum mikla
áherslu á varahluta- og viðgerðarþjónustu,“
segir Halldór.
Allar nánari upplýsingar um gólfhitalausnir
Tengis veita starfsmenn lagnadeildar.
Mikið úrval gólfhitalausna hjá Tengi
Tengi hefur í rúman áratug selt hágæða gólfhitalausnir, til dæmis frá þýska framleiðandanum Uponor. Gólfhitalausnirnar eru
sérstaklega hentugar fyrir íslenskar aðstæður. Tengi rekur tvær verslanir, að Smiðjuvegi 76, Kópavogi og að Baldursnesi 6, Akureyri.
Þráðlausar gólfhitastýringar frá UPONOR.
Hefðbundin uppbygging á gólfhitakerfi.
Minitec gólfhitakerfi, hentar vel þegar verið er að breyta húsum.
Starfsmenn Tengis hafa áralanga reynslu við ráðgjöf og sölu gólfhitalausna.
Gólfhitalausnir Tengis hafa verið afar vinsælar síðustu ár að sögn Halldórs Fannars Halldórssonar, sölustjóra lagnadeildar Tengis. MYND/GVA