Fréttablaðið - 24.01.2013, Qupperneq 52
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
Framhald af skrímslamyndinni
Monsters, Inc., Monster Univer-
sity, er væntanleg frá Disney og
Pixar nú í sumar. Í tilefni þess var
ákveðið að taka fyrri myndina,
sem sló í gegn þegar hún kom út
árið 2001, og gera hana upp.
Endurgerðin af Monsters, Inc.
er í þrívídd og verður hún frum-
sýnd í kvikmyndahúsum landsins
annað kvöld. Fyrir þá sem ekki
þekkja myndina þá fjallar hún um
skrímsli sem búa í Skrímslaborg.
Skrímslin eru flest með lítil hjörtu
og lafhrædd við öskrandi börn.
Þau geta þó ekki án barnanna
verið því öll þeirra orka kemur úr
öskrum barna sem hræðast þau.
Það er því illt í efni þegar börnin
í heiminum eru orðin það hugrökk
að skrímslin hræða þau ekki leng-
ur, því án hræðslunnar og orkunn-
ar sem hlýst af öskrunum verður
Skrímslaborg alveg orkulaus. Það
eru John Goodman, Billy Crystal,
Steve Buscemi og Jennifer Tilly
sem ljá helstu persónum mynd-
arinnar rödd sína, en í íslensku
útgáfunni eru það þau Ólafur
Darri Ólafsson, Felix Bergsson,
Bríet Ólína Kristinsdóttir, Magn-
ús Ragnarsson, Pétur Einarsson og
Hjálmar Hjálmarsson. - trs
Skrímslin endurgerð í þrívídd
Í tilefni framhaldsmyndarinnar sem er væntanleg í sumar hefur myndin vinsæla
Monsters, Inc. verið endurgerð og verður hún frumsýnd í þrívídd annað kvöld.
SKÍTHRÆDD
SKRÍMSLI
Skrímslin ógur-
legu í myndinni
Monsters, Inc.
eru ekki jafn
hræðileg og börn
halda. Í raun eru
þau ekki síður
hrædd við börn
en börnin eru
við þau.
Glæpamyndin Gangster Squad
verður frumsýnd í kvikmynda-
húsum annað kvöld. Leikstjóri
myndarinnar er hinn 38 ára
gamli Ruben Fleischer. Sá hefur
áður leikstýrt tveimur mynd-
um í fullri lengd, Zombieland frá
árinu 2009 og 30 Minutes or Less
frá 2011. Fleischer hefur einnig
getið sér gott orð sem leikstjóri
tónlistarmyndbanda og hefur slík
með meðal annarra söngkonunni
M.I.A., Gold Chains og Electric Six
á ferilskránni.
Leikhópurinn í Gangster Squad
er að sönnu glæsilegur og inni-
heldur Josh Brolin, Ryan Gosling,
Nick Nolte, Emmu Stone, Sean
Penn, Michael Peña og Giovanni
Ribisi.
Sögusvið Gangster Squad er
fimmti áratugur síðustu aldar og
er handritið lauslega byggt á sögu
nokkurra lögreglumanna og einka-
spæjara í Los Angeles. Þeir taka
höndum saman og stofna hóp sem
þeir nefna „Gangster squad unit“
til að freista þess að verja borg-
ina fyrir ágangi glæpamannsins
Mickey Cohen, sem leikinn er af
Sean Penn.
Lögreglustjórinn Bill Parker
(Nick Nolte) velur lögreglumann-
inn John O‘Mara (Josh Brolin)
persónulega til að hefja stríð á
hendur Cohen, en sá síðastnefndi
er meðal voldugustu glæpamanna
landsins og hefur sterk tengsl við
mafíuna. O‘Mara velur harðsnúið
lið til að heyja stríðið með sér og
er tilgangurinn sá að hrekja Cohen
og lið hans út úr Los Angeles til
frambúðar. Aðeins einn af þeim
sem O‘Mara setur á óskalistann
fyrir liðið sitt þekkist ekki boðið,
lögreglumaðurinn Jerry Wooters
sem leikinn er af hjartaknúsaran-
um Ryan Gosling, en sá er náinn
vinur O‘Mara og farið að leið-
ast þófið eftir margra ára dvöl í
bandaríska hernum og krefjandi
starf sem lögreglumaður í fram-
haldinu.
Í kjölfar stofnunar hópsins fer
fram óumflýjanlegt uppgjör og
skothvellir og blóð eru aldrei langt
undan.
Gangster Squad hefur hlotið
misjafna dóma frá gagnrýnendum.
Á vefsíðunni Rottentomatoes.com
hlýtur hún 33 prósent í einkunn
frá gagnrýnendum og 66 prósent
frá hinum almenna áhorfanda. Á
vefsíðunni Imdb.com fær Gang-
ster Squad 7,2 í einkunn. Í Chicago
Sun-Times gefur gagnrýnandinn
Roger Ebert myndinni tvær af
fimm stjörnum og segir leikstjór-
ann Fleischer ekki ráða við verk-
efnið. Ebert segir þó hasaratriðin
vel útfærð og hrósar Sean Penn í
hlutverki illmennisins Cohen.
Blóðugt stríð í borg engl-
anna á fi mmta áratugnum
Leikhópurinn í glæpamyndinni Gangster Squad, sem leikstýrt er af Ruben Fleischer, er glæsilegur og skartar
meðal annarra þeim Josh Brolin, Ryan Gosling, Nick Nolte, Emmu Stone og sjálfum Sean Penn.
GANGSTER SQUAD Josh Brolin og Sean Penn í hlutverkum sínum sem lögreglumaðurinn John O‘Mara og glæpaforinginn Mickey Cohen.
Upphaflega stóð til að frumsýna Gangster Squad í september síðast-
liðnum í Bandaríkjunum. Í kjölfar skotárásarinnar í kvikmyndahúsi í
borginni Aurora í Colorado-fylki nokkru fyrr, í júlí 2012, sem vakti mikinn
óhug víða um heim, var ákveðið að fresta frumsýningunni fram í byrjun
þessa mánaðar.
Frumsýningunni frestað vegna árásar
Ray Liotta mun fara með hlutverk
í framhaldsmynd um Prúðuleik-
arana, Muppets II, sem frumsýnd
verður í Bandaríkjunum í mars.
Gamanleikarinn Jason Segel átti
veg og vanda að fyrri myndinni í
endurreisn Prúðuleikaranna, The
Muppets frá 2011, en hann tekur
ekki þátt í gerð framhaldsmynd-
arinnar.
Liotta ætti að þekkja vel til
Prúðuleikaranna því hann lék
öryggisvörð í myndinni Muppets
from Space frá árinu 1999. Ekki
hefur verið tilkynnt hvers konar
hlutverk Liotta mun fara með en
nú þegar hefur verið opinberað
að loðnu heimilisvinirnir munu
ferðast til Evrópu í nýjustu ævin-
týrum sínum. Auk Liotta munu
meðal annarra þau Tina Fey,
Ricky Gervais og Ty Burrell,
úr sjónvarpsþáttunum Modern
Family, leika í myndinni.
Ray Liotta
til liðs við
Prúðu-
leikarana
TUSKUDÝR Ray
Liotta tekur þátt í
nýju Prúðuleikara-
myndinni ásamt
meðal annarra
Tinu Fey og Ricky
Gervais.
hlustið
trúið
hlýðið
HARMAGEDDON