Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 1
KÖNNUN Fjórir af hverjum tíu
landsmönnum vilja að forystu-
menn stjórnarflokkanna segi af
sér vegna niðurstöðu Icesave-máls-
ins, samkvæmt niðurstöðu nýrrar
skoðanakönnunar Fréttablaðsins
og Stöðvar 2.
Alls segjast 39,7 prósent þeirra
sem afstöðu taka til spurningarinn-
ar vilja að Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra og Steingrímur
J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra
segi af sér vegna niðurstöðu Ice-
save-málsins, en 60,3 prósent vilja
að þau sitji áfram.
Mikill munur er á afstöðu lands-
manna til málsins eftir stuðningi
við stjórnmálaflokka. Þannig vill
meirihluti stuðningsmanna Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
að Jóhanna og Steingrímur víki.
Afar fáir stuðningsmenn stjórnar-
flokkanna og Bjartrar framtíðar
eru sama sinnis.
Við framkvæmd könnunar
Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var
hringt þar til náðist í 800 manns
samkvæmt lagskiptu úrtaki.
Hringt var miðvikudaginn 30.
janúar og fimmtudaginn 31. janú-
ar. Þátttakendur voru valdir með
slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarend-
ur skiptust jafnt eftir kyni, og hlut-
fallslega eftir búsetu og aldri.
Spurt var: Eiga forystumenn rík-
isstjórnarflokkanna að segja af sér
vegna niðurstöðu Icesave-málsins?
Alls tóku 83,9 prósent þeirra sem
tóku þátt afstöðu til spurningarinn-
ar. - bj
LÍFIÐ
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
16
FLOTT UPPSKRIFTMeistarakokkurinn ÚlfF
M atreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarpsþátt-inn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar kkuppskrift ð
með engifer, chili og hvítlauk. Hægt er að
fylgjast með Úlfari elda þennan girnilega
rétt í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN Þ
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann
sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með
honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
HINSEGIN VETRARHÁTÍÐHátíðin Rainbow Reykjavík, alþjóðleg hinsegin vetrarhá-
tíð, stendur nú yfir en hápunktur hennar verður í Silfur-
bergi í Hörpu í kvöld kl. 22.30. Þar mun Eurobandið
bjóða í Eurovision-tónlistarveislu þar sem Páll Óskar,
Hera Björk, Sigga Beinteins, Friðrik Ómar og Regína sjá
um stuðið.
ÚTSALAAllt að
Blomber
Al
Candy uppþvottavélar frá 69.990Allt að 36% afsláttur
Mikið úrval af kæliskápum frá Blomberg, Candy og Severin með allt að 33% afslætti
Fissler pottar, pönnur og hnífar með 20% afslætti
Severin smátæki, kaffivélar, blandarar, brauðvélar, katlar og fleira og fleira á frábærum verðum
LOKADAGARg þvot
lt að 20% afsláttur
tavélar frá 79.990
ÚTSÖLULOK Á LAUGARDAG
Saeco alsjálfvirkark ff
LO
1. FEBRÚAR 2013
TÍSKA, MATUR OG
MEIRA
5 RÁÐ AÐ
BREYTTUM STÍL
HVAÐ ER HEILBRIGÐUR
LÍFSSTÍLL?
2 SÉRBLÖÐ
Lífið | Fólk
Sími: 512 5000
1. febrúar 2013
27. tölublað 13. árgangur
Ævintýralegt líf
Ásdísi Rán Gunnarsdóttur stendur til
boða að stýra rússnesku demanta-
fyrirtæki í Búlgaríu. Þessa dagana
leitar hún að viðskiptatækifærum hér
á landi auk þess að heimsækja vini
og ættingja.
SPORT David Beckham spilar næstu
fimm mánuði með PSG og launin
hans fara til barnaspítala í París. 42
5,7% 94,3%
Já JáNei
Já Nei
Nei
18,4%
39,7% 60,3%
81,6% 71,4% 28,6%
6,3% 93,7% 55% 45%
Heimild: Skoðanakönnun Fréttablaðsins og
Stöðvar 2 dagana 30. og 31. janúar
Eiga forystumenn ríkis-
stjórnarfl okkanna að segja
af sér vegna niðurstöðu
Icesave-málsins?
ÚTSALA
GÖTUMARKAÐUR
OPIÐ -
Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.isHádegið er hápunktur dagsins
b ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s
SKOÐUN Meira klám hefur ekki leitt
til aukins kynferðisofbeldis, skrifar
Pawel Bartoszek. 17
MENNING Hulda Sif Ásmundsdóttir
myndaði 33 íslenskar listakonur fyrir
lokaverkefni sitt. 38
MENNING „Það verða tíu erlend
atriði á hátíðinni og ég get stað-
fest að DMX er eitt þeirra, en
hann er ekki
það stærsta.
Auk þess verður
þarna rjóminn
af íslensku tón-
listarsenunni,“
segir umboðs-
maðurinn Ólaf-
ur Geir Jónsson,
annar skipu-
leggjenda tón-
listarhátíðarinnar Keflavík Music
Festival sem haldin verður í júní.
„Við verðum á átta stöðum um
bæinn, allt frá Reykjaneshöllinni
yfir í Keflavíkurkirkju,“ segir
Ólafur Geir. Þetta er í annað sinn
sem hátíðin verður haldin og hefur
hún vaxið mikið frá þeirri fyrstu
sem var síðasta sumar. „Við erum
búin að bæta við helmingi fleiri
stöðum og dagskráin er tíu sinnum
stærri,“ segir Ólafur Geir. Hátíðin
mun standa í fjóra daga og er áætl-
að að um 150 atriði verði á hátíð-
inni. - trs / sjá síðu 46
Um 150 atriði áætluð:
DMX á stórri
hátíð í Keflavík
DMX
Bolungarvík -1° SA 5
Akureyri -4° S 5
Egilsstaðir -5° NA 2
Kirkjubæjarkl. 0° NA 3
Reykjavík 0° A 6
Bjart og hægviðri víða á landinu í dag
en dálítil él allra austast. Hvessir í kvöld og
nótt fyrst SV- og V-til. Frost að 12 stigum
inn til landsins N-til. 4
LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari hefur fellt
niður mál lögreglumanns á Blönduósi
sem hafði sætt rannsókn vegna kynferð-
isbrots. Sami lögreglumaður var sýkn-
aður af ákæru um annað kynferðisbrot í
nóvember síðastliðnum.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi
mannsins, skrifar grein í Fréttablaðið
í dag undir yfirskriftinni „Valdníðsla“
þar sem hann gagnrýnir tilurð síðara
málsins harkalega og krefst rannsóknar
á „saknæmri og ólögmætri valdníðslu
og annarri refsiverðri háttsemi lögreglunnar á
Blönduósi“.
Manninum hafði verið vikið frá störfum hjá lög-
reglunni eftir sakfellingu í Héraðsdómi Vestur-
lands. Dómnum var svo snúið í Hæstarétti og
fimm dögum síðar skipaði embætti Ríkislögreglu-
stjóra manninn aftur í embætti lögreglumanns.
„Tveimur dögum síðar ákvað lögreglustjórinn á
Blönduósi að eigin frumkvæði að hefja rannsókn
á meintri refsiverðri háttsemi [mannsins]
sem á að hafa átt sér stað í mars 2010. Hver
skyldi nú hafa verið tilgangur lögreglustjór-
ans á Blönduósi að hefja rannsókn á þessu
gamla máli á þessum tímapunkti?“ spyr
Vilhjálmur.
Hann vitnar til lögregluskýrslu af stúlk-
unni sem maðurinn var grunaður um að
hafa brotið gegn í því máli, þar sem stúlkan
hafi sagst alls ekki vilja kæra málið. Hún
hafi hins vegar verið fengin til að lýsa hinu
meinta broti skriflega sem „greiða“ við lög-
regluna og gagngert til að hægt yrði að halda
manninum frá störfum.
Þá heldur Vilhjálmur því fram að minnst fimm
lögreglumenn á Blönduósi hafi verið í sambandi
við stúlkuna strax vorið 2010 og hafi hvatt hana til
að kæra samstarfsmann þeirra. Sumir hafi þá upp-
lýst hana um hitt atvikið, sem hann var síðar sýkn-
aður fyrir, og með því brotið þagnarskyldu.
- sh / sjá síðu 20
Lögmaður gagnrýnir harðlega tilurð sakamálarannsóknar á Blönduósi:
Mál lögreglumanns fellt niður
VILHJÁLMUR H.
VILHJÁLMSSON
40% vilja afsögn ráðherra
Stór hluti landsmanna vill að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon segi af sér embættum vegna
niðurstöðu Icesave-málsins. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
FRÉTTIR
Friðhelgi kommúnista rofin
Persónuvernd segir Landsbókasafnið
hafa brotið lög með því að hleypa
fræðimönnum í félagatal Kommún-
istaflokks Íslands frá 1930 til 1938. 2
Má heita Blær Héraðsdómur segir
að Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir
megi heita nafninu sínu. 6
Þekktist í Armeníu Fagnaðarfundir
urðu þegar Þórir Guðmundsson hitti
fórnarlömb jarðskjálfta í Armeníu. 10
NÁTTÚRUVERNDARLÖGUM MÓTMÆLT Áhugafólk um ferðafrelsi kom saman á Arnarhóli í gær og mótmælti
nýju frumvarpi til náttúruverndarlaga, sem liggur fyrir þinginu. Hópurinn telur að lögin muni hefta för almennings um
íslenska náttúru og skerða aðgengi til útivistar. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu skrifað undir mótmæli á netinu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN