Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 2

Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 2
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Júlíus, er þetta svartur húmor? „Nei, hann er með rjóma og sykri.“ Kaffibrúsakarlarnir hyggja á endurkomu eftir áratuga hlé til að halda upp á fjörutíu ára afmæli sitt. Grínararnir Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson eru kaffibrúsakarlarnir. SPURNING DAGSINS kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 TAK LJÓSAKRÓNA – SVÖRT EÐA HVÍT VERÐ ÁÐUR 49.900,- NÚ 25.000,- Opið í dag til kl. 18 og laugardag kl. 11-16. 50%50% Fjöldi loftljós a og lampa á ótrúleg a góðu verði! IMPULS GÓLFLAMPI VERÐ ÁÐUR 29.800,- NÚ 15.000,- ÚTSÖLULOK! SÍÐASTISÉNS! PERSÓNUVERND Landsbókasafn Íslands – Háskólasafn mátti ekki veita aðgang að félagatali Komm- únistaflokks Íslands frá árunum 1930 til 1938, segir Persónuvernd í úrskurði. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, gaf Lands- bókasafninu árið 2005 félagatal Kommúnistaflokksins. Félagatal- ið er í handskrifaðri stílabók og nær til áranna 1930-1938, sem er tímabilið sem flokkurinn starfaði. Í bókina voru skráð nöfn 727 ein- staklinga, oftast ásamt fæðingar- degi og þeim tíman sem viðkom- andi gekk í flokkinn. Einnig eru upplýsingar um þá sem skráðu sig úr flokknum strikaðar út vegna þess að þeir greiddu ekki félags- gjöld eða voru hreinlega reknir úr flokknum af öðrum ástæðum. Fram kom, þegar Kjartan gaf félagatalið, að hann hefði beinlín- is gert það til að efla rannsóknir á vinstri hreyfingunni á tuttugustu öldinni. Frá því stílabókin komst í hend- ur Landsbókasafnsins árið 2005 hafa tólf fræðimenn fengið aðgang að henni á lestrarsal safnsins að því er segir í úrskurði Persónu- verndar. Það var þó ekki fyrr en árið 2010 að elsti hluti félagatals- ins var laus undan lagaákvæðum um áttatíu ára trúnað sem gildir um slíkar persónuupplýsingar. Af yngsta hlutanum verður trúnaði ekki aflétt fyrr en árið 2018. Ingibjörg Steinunn Sverrisdótt- ir landsbókavörður bendir á að engar kvaðir hafi fylgt gjöfinni frá Kjartani. „Við höfum yfirleitt tekið þann pólinn í hæðina að það sé þeirra sem nota gögnin að gæta að öllum heimildum og athuga hver mörkin séu og hvað megi gera með þessar upplýsingar. Með þess- um úrskurði þurfum við sjálf að fara að segja við fólk hvaða hluta það megi skoða og hvern ekki,“ segir hún. Að sögn Ingibjargar voru starfs- menn Landsbókasafnsins þó óviss- ir um hvernig haga ætti aðgangi að félagatalinu því þar væri við- kvæmt efni. Safnið hafi feng- ið fund með Persónuvernd í júní 2011 til að fara yfir málið. Nú liggi úrskurður fyrir. „Nú verðum við hugsanlega að setja í okkar skrán- ingar að þetta efni sé lokað til árs- loka 2018 og setja vinnureglur um það hvernig taka eigi á málinu. Ef við fáum svona gögn í framtíð- inni munum við passa betur upp á þetta.“ Fram kemur í úrskurði Persónu- verndar að vilji menn fá aðgang að félagatalinu verði að leita eftir leyfi til þess hjá stofnuninni. gar@frettabladid.is Landsbókasafnið rauf friðhelgi kommúnista Persónuvernd segir Landsbókasafnið hafa brotið lög með því að hleypa fræði- mönnum í félagatal Kommúnistaflokks Íslands frá árunum 1930 til 1938. Gætum betur að slíku í framtíðinni, segir landsbókavörður og boðar breyttar vinnureglur. ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Starfsmenn Landsbókasafns veittu tólf fræðimönnum aðgang að stílabók með nöfnum félaga í Kommúnistaflokki Íslands en leituðu loks leiðbeininga frá Persónuvernd sem nú hefur kveðið upp úr með að það hafi verið óheimilt. KJARTAN ÓLAFSSON INGIBJÖRG ST. SVERRISDÓTTIR DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í gær dóma yfir fjórum sakborningum í hrottafengnu líkamsárás- armáli sem kennt hefur verið við Hells Angels. Andrea Kristín Unnarsdóttir hlaut fimm og hálfs árs fangelsi í stað fjögurra og hálfs árs áður, fyrir að leiða árásina gegn konu á heimili hennar í desember 2011. Dómar yfir Jóni Ólafssyni, kærasta Andreu, og Elíasi Valdi- mari Jónssyni voru þyngdir úr fjórum árum í fjögur og hálft og dómur yfir Óttari Gunnarssyni þyngdur úr tveimur og hálfu ári í fjögur. Fólkið sparkaði í höfuð þoland- ans, skar í fingur hans með hnífi og sló með leðurkylfu. Þá stakk Elías fingrum upp í endaþarm og leggöng konunnar og klemmdi þar á milli. Hæstiréttur staðfesti sýknudóma yfir Einar Marteinssyni, fyrrverandi forsprakka Hells Angels á Íslandi, og öðrum manni. - sh Hæstiréttur dæmir í hrottafengnu líkamsárásarmáli kenndu við Vítisengla: Öll fjögur fá þyngri refsingu „Ég er rosalega glaður, en ég er líka rosalega reiður. Ég vil að ríkið og lögreglan biðji mig afsökunar,“ segir Einar „boom“ Marteinsson, fyrrverandi forsprakki Hells Angels, sem sat í gæsluvarðhaldi um hálfs árs skeið vegna málsins. Hann segist gera ráð fyrir því að hann muni fara í skaðabótamál við ríkið vegna varð- haldsvistarinnar. Rosalega glaður og reiður ÓSÁTTUR Einar Mar- teinsson ætlar líklega í mál við ríkið. ANDREA KRISTÍN UNNARSDÓTTIR Við höfum yfir- leitt tekið þann pólinn í hæðina að það sé þeirra sem nota gögnin að gæta að öllum heimildum og at- huga hver mörkin séu.“ Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður. ÍSRAEL, AP Sendiherra Sýrlands í Líbanon hefur hótað hefndaraðgerð- um vegna loftárásar Ísraelshers á Sýrland. Ísraelar eru taldir hafa varpað sprengjum á bílalest, sem sögð er hafa verið á leiðinni með vopn handa liðsmönnum Hesbolla-samtakanna. Ísraelsstjórn hefur ekki staðfest að Ísraelar beri ábyrgð á árásinni, en bandarískir embættismenn fullyrða að þarna hafi Ísraelar verið að verki. Hesbolla-samtökin hafa höfuðstöðvar í Líbanon en eru tengd bæði sýrlenskum og írönskum stjórnvöldum. - gb Ísraelar taldir bera ábyrgð á sprengjuárás á bílalest: Sýrlendingar hóta hefndum ÍSRAELSKIR HERMENN Við landamæri Líbanons í Gólanhæðum. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Forstjóri Land- spítalans ætlar að hækka laun hjúkrunarfræðinga í samræmi við framlag ríkisstjórnarinnar, hvort sem hjúkrunarfræðingar samþykkja tillöguna eða ekki. Laun hækka að meðaltali um 25 þúsund á mánuði. Samninganefnd hjúkrunar- fræðinga á LSH fundaði með fulltrúum spítalans í gærmorgun, þar sem spítalinn kynnti lokatil- lögu sína að lausn launadeilunnar. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til funda í byrjun næstu viku þar sem tillögurnar verða ræddar. Hvað sem kemur út úr því ætlar Björn Zoëga að hækka launin samkvæmt þessum tillög- um. - þeb Hjúkrunarfræðingar funda: Launin verða hækkuð á LSH DÓMSMÁL Sekt sem samkeppnis- yfirvöld dæmdu olíufélögin til að borga vegna ólöglegs samráðs þeirra stendur, samkvæmt dómi sem Hæstiréttur felldi í gær. Héraðsdómur hafði áður fellt sektina úr gildi. Hæstiréttur gagnrýnir mála- tilbúnað olíufélaganna harð- lega og segir hann svo óljósan að dómstólar geti ekki hent reiður á málsástæðum. Þá er málsmeð- ferð héraðsdóms gagnrýnd fyrir mikla annmarka á dómnum sjálf- um og óhóflegan drátt á rannsókn málsins. Málinu var áfrýjað til héraðsdóms árið 2005 en dómur féll í fyrra. Stjórnvaldssektin er samtals 1,5 milljarðar króna. - þeb Hæstiréttur vísar frá: Sekt olíufélag- anna stendur ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra lagði í gær fram frumvarp um stjórn fiskveiða á Alþingi. Með frumvarpinu er lögð til heildarendurskoðun á núverandi lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpsins hefur verið beðið lengi, en það var tekið aftur til umfjöllunar í atvinnu- vegaráðuneytinu vegna andstöðu við það í röðum Samfylkingarmanna. Meðal þess sem lagt er til í nýja frum- varpinu er að á hverju fiskveiðiári skuli ráð- herra skipta heildaraflamarki nytjastofns, sem lýtur að veiðitakmörkunum, í tvo flokka. Annars vegar það sem fari til útgerðarmanna eins og áður og hins vegar í línuívilnun, strandveiðar og fleira, meðal annars leigu á kvóta í gegnum kvótaþing. Nýtingarréttur útgerðarmanna verður tímabundinn til tutt- ugu ára samkvæmt frumvarpinu. Ef frum- varpið verður að lögum á þessu þingi er gert ráð fyrir 2,3 til 2,7 milljarða tekjum í ríkis- sjóð af leigu á kvóta á næsta fiskveiðiári. Steingrímur sagði í samtali við Ríkisút- varpið í gærkvöldi að þetta væri síðasta tæki- færið til að klára fiskveiðistjórnunarmálið, og tekist hafi að skapa tiltölulega breiða sátt og öflugan stuðning milli stjórnarflokkanna. - þeb Steingrímur J. Sigfússon segir tiltölulega breiða sátt um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða: Kvótafrumvarpið lagt fram á Alþingi ATVINNUVEGARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon lagði í gær fram frumvarp um stjórn fiskveiða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.