Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 4
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í gær Styrmi Þór Bragason, fyrrverandi forstjóra MP banka, af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum í Exeter-málinu. Ekki var heldur talið að hann hefði gerst sekur um umboðssvik. Exeter-málið snýst um lánveit- ingar Byrs til félagsins Exeter Holding til kaupa á stofnfjárbréf- um í Byr, meðal annars af MP banka og þáverandi stjórnendum Byrs, Jóni Þorsteini Jónssyni og Ragnar Z. Guðjónssyni. Jón Þorsteinn og Ragn- ar afplána nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir umboðssvik í Hæstarétti í fyrrasumar. Þá var þætti Styrmis vísað aftur heim í hérað, enda hafði héraðs- dómur aldrei tekið efnislega afstöðu til þátt- ar hans. Styrmir hefur haldið því fram að honum hafi ekki verið kunn- ugt um það hvernig staðið var að málum hjá Byr varðandi lánveit- inguna, og segir dómurinn þann framburð hans trúverðugan. Ekki hafi verið óeðlilegt að hann gætti hagsmuna MP banka með því að leggja til sölugengi stofnfjár- bréfanna. - sh Forstjóri MP banka vissi ekki að stjórnendur Byrs væru að brjóta lög, segir héraðsdómur: Styrmir Þór sýknaður í Exeter-málinu „Þetta er bara héraðsdómur og hefur sem slíkur lítið fordæmis- gildi,“ segir saksóknarinn Björn Þorvaldsson spurður hvaða áhrif þessi dómur hafi á önnur mál þar sem menn eru ákærðir fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Hann segir það vera ákvörðun ríkissaksóknara hvort málinu verði áfrýjað, en að vissulega væri það betra. Lítið fordæmisgildi FRAKKLAND, AP Þegar François Hollande gaf frönskum kjósend- um það loforð að lögleiða hjóna- bönd samkynhneigðra vakti það engin hörð viðbrögð í Frakklandi. Eftir að hann var kosinn forseti og kom þessu kosningaloforði sínu til afgreiðslu á þingi kom hins vegar annað hljóð í strokkinn. Fjölmennar mótmælagöng- ur hafa verið haldnar á síðustu vikum, sumar með þeim fjölmenn- ustu sem þekkst hafa í Frakklandi síðustu áratugina. Frakkar hafa reynst íhaldssamari en þeir sjálf- ir reiknuðu með. Harðasta andstaðan hefur þó ekki beinst að hjónaböndum sam- kynhneigðra sem slíkum, heldur að hugmyndum um að samkyn- hneigð hjón geti ættleitt börn, fengið leyfi til að gangast undir frjósemisaðgerðir eða notað stað- göngumæður til að eignast börn. Harðar deilur hafa vaknað um það hvort samfélagið og vísindin séu farin að ætla sér of stórt hlut- verk við að skipuleggja barneignir og þjóðfélagið hefur nánast logað í umræðum um það hvort innan skamms verði farið að bjóða lík- ama kvenna til leigu. Vegna andstöðunnar féllu Hol- lande og Sósíalistaflokkur hans reyndar nú í janúar frá öllum áformum um að tengja lögleið- ingu hjónabands samkynhneigðra við áform um að auðvelda aðgang að frjósemisaðgerðum. Upp úr sauð hins vegar á þingi í þessari viku, þegar frumvarp stjórnarinnar kom þar til umræðu, því þá kom í ljós að Christiane Taubira dómsmálaráðherra hafði nánast í kyrrþey gefið út heimild til þess að börn, sem staðgöngu- mæður hafa fætt erlendis, geti fengið franskt fæðingarvottorð. „Þú ert að ýta undir aðfarir sem eru ólöglegar hér í landi, aðfarir sem eru árásir á mannlega reisn,“ sagði Jean-François Cope, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á þingfundi á miðvikudag: „Börn verða hlutir sem hægt er að kaupa og selja.“ Dómsmálaráðherrann hefur hins vegar ítrekað fyrri yfirlýs- ingar um að ekki standi til að lög- leiða staðgöngumæðrun. Olivier Dussopt, einn þing- manna Sósíalistaflokksins, segist reyndar telja að Frökkum muni smám saman snúast hugur og fall- ast á áform stjórnarinnar, rétt eins og gerðist eftir að þingið ákvað að lögleiða fóstureyðingar árið 1975. gudsteinn@frettabladid.is Frakkar deila um foreldrahlutverkið Áform um hjónabönd samkynhneigðra hafa vakið harðar deilur í Frakklandi, en þær deilur snúast meira um frjósemisaðgerðir, ættleiðingar og staðgöngumæðrun en um samkynhneigð. Frakkar hafa reynst íhaldssamari en þeir sjálfir höfðu talið. GAGNRÝND Á ÞINGI Christiane Taubira dómsmálaráðherra er sökuð um að vilja gera börn að söluvöru. NORDICPHOTOS/AFP STYRMIR ÞÓR BRAGASON Börn verða hlutir sem hægt er að kaupa eða selja. Jean-FranÇois Cope leiðtogi stjórnarandstöðunnar Þorkell Sigur- björnsson látinn Þorkell Sigur- björnsson tón- skáld lést á miðvikudag, 74 ára að aldri. Þorkell var eitt átta barna bisk- upshjónanna Magneu Þor- kelsdóttur og Sigurbjörns Ein- arssonar. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík en eftir stúdentspróf frá MR nam hann tónsmíðar við Hamline- og Illinois-háskóla, en þaðan lauk hann meistara- prófi. Hann kenndi svo við Tónlistarskólann í Reykjavík alla tíð, og að auki við Listahá- skólann. Hann samdi rúmlega 300 tónverk á ferlinum. Þorkell var giftur Barböru Jane Powell og eignuðust þau tvö börn, Mist Barböru, tón- skáld og deildarforseta tónlist- ardeildar LHÍ, og Sigurbjörn, verkfræðing og stjórnanda hjá Barclay´s-banka í London. Barnabörn Þorkels og Barböru eru átta og barnabarnabarnið eitt. DÓMSMÁL Alþýðusamband Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnu- lífsins, fyrir hönd Landssambands íslenskra útvegsmanna, fyrir Félagsdóm vegna meintrar ólög- mætrar vinnustöðvunar í júní á síðasta ári. Málið var þingfest á mánudag. ASÍ krefst þess að viðurkennt verði að sú aðgerð LÍÚ að beina því til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir síðasta sjómannadag og beina þeim þess í stað til Reykjavíkur- hafnar í mótmælaskyni, hafi brot- ið gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. - þeb Tekið fyrir í Félagsdómi: ASÍ stefnir LÍÚ vegna mótmæla ATVINNULEYSI Meira en helmingur Spánverja og Ítala hefur þurft að ganga á sparifé sitt til að lifa af. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND, AP Nærri þriðjungur íbúa Evrópuríkja á ekki sparifé að grípa til, samkvæmt þýskri könn- un sem könnunarfyrirtækið TNS gerði fyrir þýska bankann ING. Verst standa Rúmenar, en nærri helmingur þeirra á ekkert sparifé. Best eru hins vegar íbúar í Lúx- emborg staddir, því einungis ellefu prósent þeirra eiga ekkert sparifé. Könnunin var gerð í fjórtán Evr- ópuríkjum. Að meðaltali segjast 49 prósent Evrópubúa eiga sparifé sem myndi duga þeim í þrjá mánuði yrðu þeir fyrir skyndilegu tekjutapi. - gb 50% á fé fyrir þrjá mánuði: Þriðjungur á ekkert sparifé KJARAMÁL Laun hækka í dag um 3,25 prósent, eða ellefu þúsund krónur að lágmarki, samkvæmt almennum kjarasamningum. Misjafnt er þó eftir því hvort fólk er á fyrirfram- eða eftir- ágreiddum launum hvort hækk- unin kemur fram á launaseðlum um þessi mánaðamót eða þau næstu. Þá hækka lágmarkslaun fyrir fullt starf upp í 204 þúsund krón- ur á mánuði. - þeb Lágmarkslaun 204 þúsund: Laun hækka um 3,25 prósent 232,4241 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,45 127,05 199,93 200,91 171,36 172,32 22,963 23,097 23,020 23,156 19,875 19,991 1,3888 1,3970 194,87 196,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 31.01.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Veðurspá Sunnudagur 8-15 m/s GRÍPTU DAGINN Víða hægviðri í dag en hvessir í kvöld. Búast má við strekkingi eða allhvössum vindi með hléum um helgina. Úrkoma einkum S- og V- lands á morgun og sunnudag. Hlýnar um tíma á morgun en kólnar aftur annað kvöld. -1° 5 m/s 0° 6 m/s 0° 6 m/s 3° 10 m/s Á morgun 10-18 m/s Gildistími korta er um hádegi 3° 0° 1° -3° -2° Alicante Basel Berlín 22° 11° 6° Billund Frankfurt Friedrichshafen 3° 7° 8° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 1° 1° 22° London Mallorca New York 9° 13° 2° Orlando Ósló París 18° -9° 11° San Francisco Stokkhólmur 16° -4° 0° 3 m/s 0° 3 m/s -5° 2 m/s -4° 3 m/s -4° 2 m/s -4° 2 m/s -8° 3 m/s 6° 3° 4° 3° 2° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.