Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 1. febrúar 2013 | FRÉTTIR | 11 Beint leiguflug með Icelandair Golfsettið ferðast frítt VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífiðVITA Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 Allar nánari upplýsingar á www.vita.is/golflif Nýr og spennandi áfangastaður í Algarve 14. - 24. apríl – 10 nætur 24. apríl - 4. maí – 10 nætur Golf í Portúgal Golf Resort í lúxusflokki á yndislegum stað, valið besta Golf Resort í Portúgal árið 2012! 18 holu Sir Henry Cotton keppnisvöllur og mjög skemmtilegur alvöru 9 holu Resort völlur og að auki 9 holu stuttur æfingavöllur. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, akstur milli flugvallar og hótels, gisting í 7 nætur, morgun- og kvöldverðarhlaðborð, 1/2 flaska af húsvíni, bjór, vatn og kaffi með kvöldverðI. Golf með golfkerru alla daga (háð brottfarar- og komutíma) á aðalvellinum og síðdegisgolf á 9 holu völlunum (ef rástími er laus), ein karfa af æfingaboltum á dag. Íslensk fararstjórn. * Verð án Vildarpunkta 209.500 kr. PENINA GOLF RESORT Verð frá 199.500 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann í tvíbýli í 7 nætur. UPPSELT UPPSELT ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 6 28 65 0 1/ 13 Ný vikuferð 7 - 14 apríl „Voted Europe´s best golf destination by Today´s golfer“ HAPPDRÆTTI Íslendingar verða í fyrsta skipti með í Eurojackpot lottóinu þegar dregið verður í dag. Vinningar í Eurojackpot geta numið milljörðum króna. Lág- marksvinningsupphæð í hverri viku er tíu milljón evrur, eða jafnvirði 1,7 milljarða íslenskra króna, og getur hæst orðið 90 milljón evrur, eða 15 milljarðar króna. Ein röð kostar 320 krónur. Íslensk getspá hefur umsjón með Eurojackpot á Íslandi „Það er von mín að ávinningur af leiknum skili sér til spilaranna í spennandi vinningum á sama tíma og hann styrki mikilvægt starf íþrótta- og ungmennafélags- hreyfingarinnar og öryrkja í land- inu,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. Eurojackpot hóf göngu sína í mars á síðasta ári og er leikurinn nú spilaður í fjórtán löndum. Auk Íslands eru það Danmörk, Noreg- ur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Þýskaland, Hol- land, Króatía, Slóvenía, Ítalía og Spánn. Líkt og í öllum happdrættum eru vinningsmöguleikar ekki sérlega miklir. Líkurnar á þeim stóra eru einn á móti 59,3 milljónum. Leik- urinn gengur út á að finna fimm réttar tölur af fimmtíu, og tvær stjörnutölur af átta á leikspjald- inu. Nálgast má miða á sölustöð- um Íslenskrar getspár og á lotto.is. Fyrsti útdráttur er í dag eins og áður sagði og loka sölustaðir klukkan 18. - áá Ísland verður í dag í fyrsta sinn með þegar dregið er í milljarðahappdrætti Eurojackpot: Mest hægt að vinna 15 milljarða króna VONGÓÐUR Stefán Konráðsson er framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. UMHVERFISMÁL Umhverfisstofn- un hefur gefið út leyfi til Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starf- semi með erfðabreyttar örverur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Um er að ræða rannsóknir á mæði-visnu- veiru og herpes-hestaveiru. Tilgangur rannsóknanna er ann- ars vegar að rannsaka eðli og eiginleika mæði-visnuveirunnar og hins vegar að þróa bóluefni við sumarexemi í hrossum og til rannsókna á sýkiferli. Umsagn- araðilar voru Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnu- eftirlitið. Starfsleyfið er veitt til tíu ára. - shá Veitt leyfi til tíu ára: Erfðabreyttar örverur nýttar HROSS KLJÁST Herpes-hestaveira verður rannsökuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR „Ég mótmæli harðlega samlíkingu formanns bæjarráðs um að líkja mér við áróðursmála- ráðherra nas- ista í seinni heimsstyrj- öldinni, hún er honum til skammar,“ bókaði áheyrn- arfulltrúi Íbúahreyfing- arinnar, Jón Jósef Bjarna- son, á bæjarráðsfundi í Mos- fellsbæ. Verið var að ræða bygg- ingu hjúkrunarheimilis. Hafsteinn Pálsson, formaður bæjarráðs úr Sjálfstæðisflokki, sagði ekki rétt að hann hafi líkt Jóni við umræddan ráðherra; Jósef Göbbels. „Hins vegar var um margítrekaðar fullyrðingar að ræða sem hann hefur ávallt fengið skýringar á að ekki eigi við rök að styðjast. Í ljósi þess að hann hafði þennan skilning á því sem ég hafði sagt bauð ég fram afsökunarbeiðni á orðum mínum sem hann ekki þáði,“ bókaði Haf- steinn. - gar Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði: Þótti sér líkt við Göbbels HAFSTEINN PÁLSSON FJÖLMIÐLAR Finnland, Holland og Noregur skipa efstu sæti lista sem samtökin, Fréttamenn án landa- mæra, hafa gefið út um aðstæður og réttindi fréttamanna. Einræð- isríkin Túrkmenistan, Norður- Kórea og Erítrea vermdu neðstu sætin. Ísland er í níunda sæti. Af löndunum í Evrópu stóð Hvíta- Rússland verst að vígi en það var í 157. sæti. Við matið var tekið tillit til ofbeldis, löggjafar og viðhorfa til tjáningarfrelsis. - ah Skýrsla um frelsi fjölmiðla: Finnar standa best að vígi BJÖRGUN Sóttu vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan vélsleðamann í Veiðivötn. Maðurinn var handleggsbrotinn og með aðra áverka, þó ekki lífshættulega. Þar sem um langa leið hefði verið að fara fyrir björgunarsveitir var afráðið að senda þyrluna. Hún lenti í Reykjavík skömmu eftir kvöldmat í gærkvöld og var hinn slasaði fluttur á Landspítalann til aðhlynningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.