Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 18
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18
Ólafur Þ. Stephensen
ritstjóri segir í leiðara
Fréttablaðsins 30. janúar
mig vilja smíða lög utan
um vanda sem ekki sé
til. Þar vísar hann í laga-
frumvarp sem ég hef látið
gera með það fyrir augum
að takmarka landakaup
útlendinga á Íslandi og
er það í samræmi við þá
stefnu sem ég hef margoft
gert grein fyrir að halda
beri eignarhaldi á landi innan
íslensks samfélags. Slíkt sé enn
mikil vægara nú en áður en auð-
lindalöggjöfin var samþykkt illu
heilli árið 1998 þar sem eignar-
hald á auðlindum, þar með vatni,
var bundið eignarhaldi á landi.
Með öðum orðum, sala á landi
er sala á grunnvatni. Af þessu
hefur Ólafur engar
áhyggjur og segir laga-
breytingar mínar mundu
auk þess stuðla „að lækk-
un á verði fasteigna með
því að minnka hóp hugs-
anlegra kaupenda. Það er
ekki núverandi eigendum
í hag“.
Ólafur vitnar í ummæli
mín í fjölmiðlum um að
landakaup auðmanna geti
valdið héraðsbresti. Hið
sama gerir Sif Sigmarsdóttir rit-
höfundur í grein á leiðaraopnu í
sama blaði: „Ögmundur Jónas-
son hefur síðustu daga farið mik-
inn í tilraunum sínum til að selja
frumvarp sem hann vinnur nú að
og á að banna erlendum ríkisborg-
urum að kaupa jarðir á Íslandi.
Hann segist vera að bregðast
við þróun sem sé að eiga sér stað
hér á landi. „Það sem er að ger-
ast er að erlendir auðmenn eru að
safna hér jörðum – kaupa jarðir
– og leggja byggðarlögin í rúst.“
Sannleikurinn er hins vegar sá
að útlendingar eiga aðeins hluti í
101 jörð á Íslandi af þeim ríflega
7.600 sem skráðar eru í fasteigna-
skrá. Sveitarstjórar sem frétta-
menn Sjónvarpsins ræddu við í
kvöldfréttum í fyrrakvöld könn-
uðust jafnframt ekki við lýsingar
innanríkisráðherra um afleiðing-
ar jarðakaupa þessara fáu útlend-
inga.“
Gull 21. aldar
Ég verð að játa að ég varð svo lítið
hissa að heyra afdráttarlausar yfir-
lýsingar sumra sveitarstjórnar-
manna um þessi efni því orð mín
voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég
hef setið fundi þar sem sveitar-
stjórnarmenn lýstu því yfir að þar
sem auðmenn keyptu jarðir þar
sem áður var búskapur, en til þess
eins að eiga þær, þá vildi brenna
við að dofnaði svo mjög yfir sam-
félaginu að til mikilla vandræða
horfði. Minnist ég þess að á einum
slíkum fundi var orðalagið við-
haft sem ég notaði í fréttum. Ég lét
þess hins vegar getið í fréttatímum
að hér væri fyrst og fremst um að
ræða vísbendingar í þessa átt. Þann
vanda sem Ólafur telur engan vera,
verður að skoða með hliðsjón af
langtímaþróun. Við þurfum nefni-
lega að fara að líkt að og Kín verjar,
að temja okkur að hugsa langt
fram í tímann, ekki síst þegar gull
21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er
annars vegar.
Verðsprenging ekki til góðs
Varðandi ábendingar ritstjórans
um fasteignaverð. Ég leyfi mér að
fullyrða að fjárfestingar auðmanna
í bújörðum hafi verið til ills, þrýst
verðinu upp fyrir kaupgetu venju-
legra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi
um að afkomandi bónda sem er að
bregða búi vilji kaupa systkini sín
út en ráði ekki við það vegna sölu-
verðsins eða þá að auðkýfingar setji
verðið upp.
Að sjálfsögðu eru þeir ekki
síður innlendir en erlendir. En mér
finnst ástæða til að geta þessa í ljósi
framangreindra ummæla ritstjór-
ans um ágæti verðsprengingar á
fasteignamarkaði.
Vandi sem er ekki til
Þessi spurning er ekki út
í hött. Þetta er hægt án
þess að það kosti mikið.
Galdrar, sjónhverfingar
eða bölvuð vitleysa? Nei,
það er til lausn sem gerir
þetta að veruleika. Hægri
grænir, flokkur fólksins,
hefur undanfarin tvö ár
gert lausn á skuldavanda
heimilanna að forgangs-
máli sínu. Aðrir aðilar
eru sem betur fer loksins
farnir að ranka við sér og sjá og
skilja lausn Hægri grænna.
Seðlabankinn þarf að stofna sér-
stakan sjóð, sem myndi kaupa öll
verðtryggð húsnæðislán fólks og
skuldbreyta þeim með því að gefa
út ný skuldabréf á föstum
óverðtryggðum vöxtum
til allt að 75 ára til þess
að fólk geti stillt greiðslu-
byrðina við getu sína.
Sjóðurinn inn heimtir
síðan þessi nýju bréf, en
það er búið að reikna það
út að það tæki sjóðinn
aðeins um níu ár að ná
jafnvægi og eftir það færi
hann í hagnað, sem færi til
ríkissjóðs.
Það næst með því að sjóðnum
yrði lánað á 0,01% vöxtum, en að
hann innheimti 7,5% óverðtryggða
vexti. Lánardrottnum yrðu borguð
öll gömlu bréfin út og fengju þeir
þannig allt sitt til baka.
Í grunninn er það vaxtamis-
munurinn sem greiðir upp leið-
réttinguna.
Um 45% lækkun
Það fer eftir því hvenær viðkom-
andi lán var tekið, en með því að
taka verðtrygginguna á lánunum
af og miða við 1. nóvember 2007,
þegar MiFID-lögin um ólögmæti
verðtryggingarinnar á hús næðis-
og neyslulánum einstaklinga
voru samþykkt, væri lækkunin
um 45% en hlutfallslega minni ef
lánin voru tekin síðar.
Hægri grænir ætla að setja
á neyðarlög og koma þessu á
um leið og flokkurinn kemst til
áhrifa.
Reynd aðferð– Gengur upp
Bandaríkjamenn fóru þessa leið
til þess að bjarga húsnæðisjóðum
sínum þegar kreppan skall á. Hún
skilaði sér fullkomlega, svo hér er
ekki verið að finna upp hjólið. En
margir spyrja, hvaðan kemur féð?
Svarið er einfalt. Það myndast með
vaxtamismun. Fé út, fé inn, tíminn
greiðir kostnaðinn. Ríkissjóður
leggur ekkert fram og allir fá sitt.
Þetta heitir á fagmáli hagfræðinga
magnbundin íhlutun.
Verðtryggingin hefur verið ólög-
leg síðan Alþingi samþykkti MiFID-
reglugerðina sem lög 01.11.2007,
eins og áður sagði. Samt hafa ríkis-
stjórnir ekkert gert til þess að fara
eftir lögum landsins, heldur staðið
fast að baki lánastofnunum og fjár-
magnseigendum, sem hafa blóð-
mjólkað almenning. Og það furðu-
lega er, að stjórnarandstaðan hefur
ekkert gert og hefur engar lausnir
enn til þess að hjálpa fólki. Það
þarf því að kjósa XG, Hægri græna
sterkt í vor til þess að leiðrétt ingin
verði framkvæmd og jafnframt
þarf að refsa þeim, sem hafa látið
það viðgangast að níðst sé á fólki.
Viltu lækka húsnæðislánið þitt um 45%?
LANDAKAUP
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
➜ Með öðrum orðum, sala
á landi er sala á grunnvatni.
FJÁRMÁL
Kjartan Örn
Kjartansson
fyrrverandi forstjóri
➜ Seðlabankinn þarf að
stofna sérstakan sjóð, sem
myndi kaupa öll verðtryggð
húsnæðislán fólks og skuld-
breyta þeim …
Fundir, Ráðstefnur & Veisluþjónusta
Hótel Hvolsvöllur er staðsett í hjarta Njáluslóða þar sem sagan
svífur yfir vötnum aðeins um 100 km frá Reykjavík