Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 20
Með dómi Hæstarétt-
ar Íslands í máli nr.
429/2012 var X, sem
starfar sem lögreglu-
maður, sýknaður af
kynferðisbroti sem átti
að hafa gerst í maí 2010
á Blönduósi. Þegar X
hugðist mæta til starfa
á nýjan leik í desember
2012 á grundvelli ákvörð-
unar ríkislögreglustjóra
þess efnis tilkynnti lög-
reglustjórinn á Blönduósi
X að ekki væri við hæfi að hann
kæmi til starfa við embættið þar
sem rannsókn væri hafin á öðru
broti X sem varðaði við almenn
hegningarlög. Lögreglustjórinn
á Blönduósi neitaði hins vegar
alfarið að upplýsa X og lögmann
hans um sakarefnið.
Sakarefnið skýrðist fyrst við
skýrslutöku af X um miðjan des-
ember 2012, en þá kom í ljós að
um var að ræða atvik sem átti að
hafa gerst í mars 2010 á Skaga-
strönd eða um svipað leyti og
atvikið á Blönduósi. Atvikalýs-
ing í báðum málunum er nánast
samhljóma en meintur brota-
þoli í síðara tilvikinu er kona á
þrítugsaldri. Við skýrslutöku
hjá lögreglustjóranum á höfuð-
borgarsvæðinu í maí 2010 vegna
atvikisins á Blönduósi var X
spurður undir rós um hið meinta
atvik á Skagaströnd.
Nú liggur fyrir að lögreglu-
stjórinn á Blönduósi, lögreglu-
stjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu og ríkissaksóknari höfðu
vitneskju um hið meinta atvik
á Skagaströnd strax í maí 2010.
Enginn þessara aðila taldi
ástæðu til þess að hefja rann-
sókn á hinu meinta broti, en
samkvæmt 1. mgr. 52 gr. saka-
málalaga skal lögreglan hvenær
sem þess er þörf hefja rannsókn
út af vitneskju eða grun um að
refsivert brot hafi verið framið
hvort sem henni hefur borist
kæra eða ekki. Af framansögðu
verður ekki annað ráðið en að
það hafi verið mat framan-
greindra þriggja handhafa lög-
reglu- og ákæruvalds að refsi-
vert brot hafi ekki verið framið.
Hringing frá lögreglu
Það er síðan 6. desember 2012,
tveimur dögum eftir að ríkislög-
reglustjóri tekur ákvörðun um
rétt X til að snúa aftur til starfa
sem lögreglumaður á Blönduósi,
og tveimur árum og átta mán-
uðum eftir að hið meinta atvik
á að hafa gerst, að lögreglu-
stjórinn á Blönduósi hringir í
meintan brotaþola og segir að
lögreglu hafi borist til eyrna að
hún hafi svipaða sögu að segja
og stúlkan sem kærði X í maí
2010. Lögreglan bað meintan
brotaþola að skrifa frásögn sína
niður á blað án þess að séð verði
að meintur brotaþoli hafi verið
brýnd um vitnaskyldu og ábyrgð
og hvað afleiðingar rangur
framburður gæti haft í för með
sér fyrir vitnið.
Daginn eftir náði lögreglan
í frásögnina heim til meints
brotaþola og með bréfi, dags. 10.
desember 2012, sendi lögreglu-
stjórinn á Blönduósi, frásögnina
til ríkissaksóknara til skoðunar
og þóknanlegrar ákvörðunar. Í
bréfinu segir að um sé að ræða
erindi/bréf frá brotaþola sem
borist hafi 7. desember 2012,
rétt eins og meintur brotaþoli
hafi sent lögreglunni bréfið að
eigin frumkvæði. Þegar hér var
komið sögu átti ríkissaksóknari
ekki annan kost í stöðunni en að
hefja formlega rannsókn á mál-
inu og var málið sent til rann-
sóknar hjá lögreglustjóranum
á Akureyri. Vegna rann sóknar
málsins var tekin skýrsla af
meintum brotaþola og fimm lög-
reglumönnum.
Hvött til að kæra
Í þessum skýrslutökum kemur
meðal annars fram að strax vorið
2010 höfðu a.m.k. fimm nafn-
greindir lögreglumenn á Blöndu-
ósi samband við brotaþola og
hvöttu hana til þess að kæra
X, en lögreglumennirnir höfðu
ýmist samband sím leiðis eða
hittu meintan brotaþola fyrir í
vinnunni. Samhliða því að hvetja
meintan brotaþola til þess að
kæra X upplýstu einhverjir lög-
reglumannanna brotaþola um
atvikið á Blönduósi sem þeim
bar lögum samkvæmt að gæta
þagnar skyldu um. Í framhaldinu
hafði lögreglustjórinn á höfuð-
borgarsvæðinu samband við
meintan brotaþola og bauð honum
að leggja fram kæru ásamt því
að bjóða aðstoð sama réttar-
gæslumanns og gætti hagsmuna
meints brotaþola vegna atviksins
á Blönduósi. Brotaþoli sagði lög-
reglumönnunum ítrekað að hún
vildi ekki kæra X.
Síðan liðu tvö og hálft ár.
Þann 29. nóvember 2012 var X
sýknaður í Hæstarétti vegna
at viksins á Blönduósi og fimm
dögum síðar skipaði ríkislög-
reglustjóri X í embætti lögreglu-
manns á Blönduósi á nýjan leik.
Tveimur dögum síðar ákvað
lögreglustjórinn á Blönduósi að
eigin frumkvæði að hefja rann-
sókn á meintri refsiverðri hátt-
semi X sem á að hafa átt sér stað
í mars 2010. Hver skyldi nú hafa
verið tilgangur lögreglustjórans
á Blönduósi að hefja rannsókn
á þessu gamla máli á þessum
tímapunkti?
Svarið er að finna í lögreglu-
skýrslu sem tekin var af brota-
þola 11. desember 2012, en
aðspurð um tilurð rannsóknar
lögreglustjórans á Blönduósi á
hinu meinta broti sagði brota-
þoli að hún hefði alls ekki viljað
kæra, en lögreglan á Blönduósi
hefði sagt að hún væri að gera
þeim greiða með því að skrifa
niður frásögnina í því skyni að
fá X ekki aftur til starfa sem
lögreglumann á Blönduósi.
Með bréfi dags. 28. janúar
2013 felldi ríkissaksóknari
ofangreint mál niður. Sú niður-
felling hlýtur að marka upphafið
að rannsókn ríkissaksóknara á
saknæmri og ólögmætri vald-
níðslu og annarri refsiverðri
háttsemi lögreglunnar á Blöndu-
ósi gagnvart X og eftir atvikum
meintum brotaþola.
Valdníðsla
Mikill fjöldi mála sem
varða kynferðisbrot gegn
börnum, gömul brot og ný,
hefur borist lögregluyfir-
völdum frá því að Kast-
ljós tók til umfjöllunar
málefni einstaklings sem
á að baki langa sögu um
slík brot. Það er eins og
stífla hafi brostið. Fólk á
öllum aldri, sem margt
hefur lengi borið harm
sinn í hljóði, treystir sér
nú loks til að segja sögu sína og
varpa þannig af sér sligandi byrði
sem enginn á að þurfa að bera,
hvorki barn né fullorðinn, og alls
ekki einn. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem opinber umfjöllun og við-
töl við þolendur kynferðisofbeldis
vekja upp umræðu og verða öðrum
hvatning til að segja frá sambæri-
legri reynslu. Vakningin nú virðist
þó sterkari en nokkru sinni. Sam-
félagið og stofnanir þess eiga að
nýta sér þessa vakningu til að efla
og bæta aðgerðir til að vernda börn
gegn þessum hræðilega glæp.
Nýlega var skipaður samráðs-
hópur á vegum stjórnvalda til að
sporna gegn kynferðislegu ofbeldi,
treysta burði réttarvörslukerfisins
til að koma lögum yfir kynferðis-
brotamenn, tryggja skilvirk úrræði
fyrir þolendur kynferðisbrota og
stuðla að markvissum forvörnum.
Hópurinn á að skila tillögum um
aðgerðir og lagabreytingar sem
kunna að vera nauðsynlegar fyrir
lok mars næstkomandi. Verkefni
hópsins eru mikilvæg og leiða von-
andi til margvíslegra úrbóta, því
eins og dæmin sanna er margt
sem þarf að bæta til að vernda börn
gegn kynferðislegri misbeitingu og
misnotkun.
Skipulag barnaverndarstarfs
Þótt kerfislegar úrbætur kunni að
vera nauðsynlegar skulum við hafa
hugfast að barnaverndarstarf á sér
langa sögu og umgjörð þess hefur
styrkst verulega í áranna rás. Rétt-
ur barna til verndar og um önnunar
er skýr í barnaverndar lögum og þar
er gerð nákvæm grein fyrir skipu-
lagi barna verndar starfs, skyldum
og ábyrgð einstakra aðila sem hlut-
verki hafa að gegna á þessu sviði.
Yfirstjórn barnaverndar mála er í
velferðarráðuneytinu en
Barnaverndarstofa, sem
er sjálfstæð stjórn sýslu-
stofnun, annast meðal ann-
ars samhæfingu barna-
verndarstarfs í landinu
og gegnir afar veigamiklu
hlutverki á þessu sviði.
Barnahús er samstarfs-
vettvangur stofnana sem
ber ábyrgð á rannsókn og
meðferð vegna kynferðis-
ofbeldis gegn börnum. Til-
vísanir til Barnahúss berast frá
barnaverndarnefndum. Barna-
verndarnefndir starfa um allt land
á vegum sveitarfélaga og það eru
þær sem eru í beinu sambandi við
börn og fjölskyldur þeirra þegar
nauðsynlegt er að veita aðstoð eða
grípa inn í aðstæður þegar grunur
leikur á að velferð barna sé í hættu.
Barnaverndarnefndir gegna því
lykilhlutverki á sviði barnaverndar.
Börn eiga alltaf að njóta vafans
Öllum er skylt að tilkynna til
barnaverndarnefndar hafi þeir
ástæðu til að ætla að barn búi við
óviðunandi uppeldisaðstæður,
verði fyrir ofbeldi eða sé vanrækt
á einhvern hátt. Þetta er skýrt í
barnaverndar lögum og snýr að
okkur öllum. Þá er sérstaklega
kveðið á um tilkynningarskyldu
ákveðinna starfsstétta til barna-
verndarnefnda, en þetta eru leik-
skólastjórar, leikskólakennarar,
dagmæður, skólastjórar, kennarar,
prestar, læknar, tannlæknar, ljós-
mæður, hjúkrunar fræðingar, sál-
fræðingar, félagsráðgjafar, þroska-
þjálfar, náms- og starfsráðgjafar og
þeir sem annast félagslega þjón-
ustu eða ráðgjöf. Skylda þessara
hópa er mjög rík og gengur framar
ákvæðum laga eða siðareglna um
þagnarskyldu viðkomandi starfs-
stétta. Loks er sérstaklega kveðið
á um tilkynningarskyldu lögreglu
í barnaverndar lögunum. Neyðar-
línan, sími 112, tekur við símtölum
vegna tilkynninga og vísar þeim
áfram til hlutaðeigandi barna-
verndarnefnda.
Hjá barnaverndarnefndum starf-
ar fagfólk sem hefur þekkingu og
reynslu til að bregðast við málum
sem tilkynnt er um og ýmis úrræði
til að takast á við þau þannig að
börnin fái nauðsynlega vernd og
fjölskyldan viðeigandi aðstoð.
Mikilvægt er að allir virði tilkynn-
ingarskyldu sína og láti vita hafi
þeir grunsemdir um að velferð
barna sé í hættu. Það er forsenda
þess að barnaverndarnefndirnar
geti rækt skyldur sínar. Fólk kann
að veigra sér við því að tilkynna
grun semdir um brot gegn börnum
með það í huga að í því geti falist
ásökun á hendur einhverjum sem
mögulega reynist röng. Við skulum
hins vegar snúa þessu við. Hvernig
skyldi þeim líða sem lætur undir
höfuð leggjast að tilkynna grun-
semdir um alvarlegt brot gegn
barni ef síðar kemur í ljós að barnið
sem átti í hlut hefur sætt kynferðis-
legu ofbeldi um langa hríð sem
annars hefði verið hægt að stöðva?
Mikilvæg vitundarvakning
Í samræmi við ákvæði samnings
Evrópuráðsins um varnir gegn
kynferðislegri misnotkun og mis-
neytingu gagnvart börnum hafa
íslensk stjórnvöld ýtt úr vör átaki
til vitundarvakningar með það að
markmiði að fræða börn og starfs-
fólk grunnskóla um eðli og afleið-
ingar kynferðislegs ofbeldis og
að skólar séu í stakk búnir til að
bregðast við ef börn sýna þess
merki að hafa orðið fyrir ofbeldi.
Kynferðisbrot gegn börnum
er samfélagsmein sem krefst
margvíslegra aðgerða svo árang-
ur náist. Samfélagið allt þarf að
vera meðvitað um vandann því í
þessum erfiðu málum er þögnin
versti óvinurinn. Þess vegna er
vitundarvakning nauðsynleg. Við
verðum að geta talað um þessi
mál. Foreldrar þurfa að geta frætt
börnin sín þannig að þau viti að
ákveðin hegðun fullorðinna í
þeirra garð er röng. Börn verða að
vita að þau mega og eiga að segja
frá ef þeim er misboðið á einhvern
hátt og hafa vissu fyrir því að á
þau sé hlustað.
Við berum öll ábyrgð og verðum
að axla hana.
Þögnin er versti óvinurinn
Vanlíðan ungs fólks á
Norður landi er stórt vanda-
mál sem þarf að bregðast
við strax. Eftir hálft ár í
starfi sem sálfræðingur
í Verkmenntaskólanum
á Akureyri (VMA) hefur
mér orðið ljóst að geðheil-
brigðis þjónusta fyrir norð-
lensk ungmenni er ekki
boðleg. Sérstaklega ber
að nefna þá þjónustu sem
16 og 17 ára ungmennum
stendur til boða.
Eftir að sjálfræðisaldurinn
var hækkaður í 18 ár virðist hafa
gleymst að gera ráð fyrir þeirri
geðheilbrigðisþjónustu sem 16 og
17 ára börn eiga rétt á samkvæmt
lögum. Mörg sveitarfélög leggja
áherslu á að sinna börnum sem
eru í leik- og grunnskólum en eftir
sitja þeir sem eru 16 og 17 ára með
skerta þjónustu. Það er því orðið
tímabært að ríkið skilgreini sér-
staklega hlutverk sitt í samráði
við sveitarfélögin þegar kemur að
geðheilbrigðisþjónustu nemenda á
fyrstu árum framhaldsskóla.
VMA hefur tekið skref í rétta átt,
fyrstur framhaldsskóla á Íslandi,
og ráðið til sín sálfræðing til þess
að vinna að bættu geðheilbrigði
nemenda. Er um tilraunaverkefnið
„Nám er vinnandi vegur“ að ræða.
Sálfræðiþjónustan sem boðið hefur
verið upp á í VMA í vetur hefur
verið vel nýtt og hafa um 70 nem-
endur á öllum aldri notfært sér
hana að einhverju leyti á haust-
önn. Þjónustan felst annars
vegar í hóptímum fyrir
nemendur með kvíða og/
eða þunglyndiseinkenni og
hins vegar í einstaklings-
viðtölum þar sem í báðum
tilfellum er unnið eftir
hugrænni atferlismeðferð.
Þar sem VMA er mennta-
stofnun en ekki með ferðar-
eða heilbrigðisstofnun
hefur þjónustan beinst að
þeim sem eru með vægari
einkenni. Þegar kemur að
því að vísa nemendum áfram sem
þurfa á frekari meðferð að halda
hefur komið í ljós að fá úrræði eru
til staðar.
Þjónustan fer minnkandi
Ekki er hægt að ætlast til þess að
barna- og unglingageðdeild Sjúkra-
hússins á Akureyri geti sinnt þeirri
þörf sem er fyrir hendi þegar þar
starfar einn sálfræðingur í hluta-
starfi og einn geðlæknir. Svæðið
sem deildin þjónustar nær vestur
frá Hrútafirði alla leið austur til
Hornafjarðar. Geðheilbrigðisþjón-
usta barna og unglinga á Sjúkra-
húsinu á Akureyri kemur ekki til
með að batna á þessu ári þar sem
framkvæmdastjórn Sjúkrahússins
hefur nú frá 1. janúar lagt niður
barna- og unglingageðdeildina sem
sjálfstæða einingu og hafa bæði
starfandi barnageðlæknir og sál-
fræðingur sagt starfi sínu lausu.
Deildin hefur því lokið hlutverki
sínu í lok mars þegar uppsagnar-
frestir starfsmanna hafa runnið út.
Engin sérstök meðferðarúr-
ræði eru í boði á Heilsugæslu-
stöðinni á Akureyri. Þar er hins
vegar starfrækt unglingamóttaka
í eina klukkustund á viku þar sem
læknir og/eða hjúkrunarfræð-
ingur veita ráðgjöf og vísa málum
á þá staði sem við á. Eftir stendur
þá geðsvið fullorðinna á Sjúkra-
húsinu á Akureyri, þar sem bið-
listar eru langir og eru sífellt að
lengjast, og sjálfstætt starfandi
sálfræðingar sem alls ekki allir
hafa ráð á að notfæra sér.
Mikið þarf að gerast til þess
að geðheilbrigðisþjónusta ungs
fólks á Norðurlandi verði viðun-
andi. Nýtt ár fer ekki vel af stað
og virðist sem þjónustan fari
minnkandi sem á ekki að vera
hægt þar sem þjónustan er lítil
sem engin. Verkmenntaskólinn á
Akureyri hefur tekið stórt skref
í rétta átt og er það von mín að
ríki og sveitarfélög taki höndum
saman og leggi aukna áherslu á
meðferð ungs fólks og forvarnir.
Greiningar, einar og sér, skila sér
ekki í bættri geðheilsu ungs fólks
heldur þurfa hæfir meðferðar-
aðilar að veita meðferð við hæfi.
Óviðunandi geðheilbrigðisþjón-
usta ungmenna á Norðurlandi
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20
BARNAVERND
Guðbjartur
Hannesson
velferðarráðherra
➜ Kynferðisbrot gegn
börnum er samfélagsmein
sem krefst margvíslegra
aðgerða svo árangur náist.
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Hjalti
Jónsson
sálfræðingur
➜ VMA hefur tekið skref í
rétta átt, fyrstur framhalds-
skóla á Íslandi, og ráðið til
sín sálfræðing til þess að
vinna að bættu geðheil-
brigði nemenda.
DÓMSMÁL
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
hæstaréttar-
lögmaður
➜ Af framansögðu
verður ekki annað
ráðið en að það hafi
verið mat framan-
greindra þriggja
handhafa lögreglu-
og ákæruvalds að
refsivert brot hafi
ekki verið framið.
Blær
Ef mannanafnastífni hefði verið látin ráða för hefðu menn eins Vla-
dimir Askenazy, Victor Urbancic, Jan Moravek, Jose M. Riba og Carl Billich
ekki fengið að nota hin erlendu nöfn sín.
Þegar ofan á þetta bætist að nafnið Blær er fallegt og að fordæmi er
fyrir því að kona hafi verið skírð því nafni var það sanngjarnt að hún fengi
að halda því nafni, sem hún hafði fengið upphaflega og verið kölluð eftir
það úr því að sú skírn gekk í gegn.
http://omarragnarsson.blog.is
Ómar Ragnarsson
AF NETINU