Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 28
2 • LÍFIÐ 1. FEBRÚAR 2013 Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnold Björnsson Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid UMSJÓN Ellý Ármanns elly@365.is Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is HVERJIR VORU HVAR? Kvenorkan lá svo sannar- lega yfir Ráðhúsi Reykja- víkur fyrr í vikunni þegar FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu, afhenti sínar árlegu viður- kenningar að viðstödd- um fjölda manns sem bera af í viðskipta og atvinnulífinu. Hafdís Jóns- dóttir, eigandi World Class og formaður félags- ins, var glæsileg að vanda en hún bauð gesti velkomna. Á meðal þeirra mátti meðal ann- ars sjá Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, Margréti Oddsdóttur, fram- kvæmdastjóra Já, og hina geislandi og skemmtilegu Marentzu Poulsen, smur- brauðsjómfrú og eiganda Café Flóru. 8.30  Vaknaði, borðaði Kellogg’s Special K í morgunmat á meðan ég tók smá email- og Facebook/Twitter-hring. 9.00 Settist við tölvuna og fylgdist með tíma í skólanum úti í Englandi í gegn- um Skype svo ég missi ekki af of miklu á meðan ég er hérna heima að syngja í Söngvakeppn- inni. 13.00 Hoppaði gleðihopp þegar ég fékk staðfestingu á miðakaupum á kántrítónlistarhátíð í London í mars senda frá vinkonu minni. Carrie Underwood, LeAnn Rimes og fleiri, hér kem ég! 13.30 Kíkti í heimsókn og hádegismat til ömmu og afa sem búa rétt hjá mér hérna í Mosfellsdalnum. Alltaf yndislegt að sitja og spjalla við þau. 16.30 Fór út að labba með hundana Ólíver og Ronju sem var ákveðið áhættu- atriði vegna hálkunnar hér í Dalnum en þau voru göngutúrnum mjög fegin. 17.30 Settist aftur við tölvuna og vann smá rannsóknarvinnu fyrir næsta verkefni í skólanum, leikrit byggt á sönnum atburðum sem heitir The Colour of Justice. 19.00 Skellti í pitsu í kvöldmatinn handa fjölskyldunni. 21.15 Æfing með hópnum fyrir söngva-keppnina á laugardaginn. Ótrúlega skemmtilegur hópur og manni leiðist sko ekki á æfingum. 23.15 Skreið upp í rúm og lét persónur og leikendur í Once Upon a Time-þátt- unum fylgja mér í draumalandið. Dagur í lífi Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm söngkona og leiklistarnemi „Munurinn á Bollywood-dansi og magadansi er álíka og munurinn á íslensku og þýsku. Dansarnir byggja á svipuðum grunni og nota svipaða vöðvahópa en áherslurn- ar eru ólíkar. Magadans er mjög tæknilegur, erfiður og smávöðva- hreyfingarnar eru agaðri, en í Bolly- wood ríkir meiri ærslagangur og frelsi,“ útskýrir Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og danskennari. Hún hefur kennt magadans í Kramhús- inu um árabil og fyrir fjórum árum hóf hún að kenna Bollywood-dans á sama stað. Margrét Erla nam dansana meðal annars hér á landi og í New York. Að auki hefur hún sótt tíma á hinni árlegu danshátíð Stockholm Belly Dance Festival. „Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina og gisti þá hjá frænda mínum sem er ball- ettdansari í Stokkhólmi. Ég reikna þó ekki með því að fara í ár.“ Spurð hvort nota megi sömu búninga í báðum dönsum segir Margrét Erla það harðbannað. „Þú getur notað neðri hlutann í báðum dönsum en ekki þá efri. Fólk sem kemur í tímana til mín þarf þó ekki að eiga rétta fatnaðinn, ekki nema það ætli sér á svið. Ég tek þó fram að kókómjólkurbolir eru harðbann- aðir.“ Danstímar Margrétar Erlu eru stjörnum prýddir og í hópi nem- enda hennar eru söngkonan Þór- unn Antonía Magnúsdóttir, hönn- uðurinn Sara María Júlíudóttir, fjöl- miðlakonan Helga Arnardóttir auk varaborgarfulltrúans Diljár Ámunda- dóttur. „Það ríkir svakaleg stemn- ing í tímunum og sumar fara meira að segja í sturtu fyrir tímann, blása á sér hárið, farða sig og hlaða á sig skarti.“ Margrét Erla kennir þrisvar í viku í Kramhúsinu en tekur einnig að sér kennslu á vinnustöðum, fyrir gæsa- veislur og aðrar uppákomur. Hún hyggst halda dansinum áfram eins lengi og hún hefur heilsu til. „Ég verð að gera það. Þessir dansar hafa gefið mér svo mikið og eru stór hluti af því hver ég er, þetta er mín líkams- og geðrækt. Verði ég ófrísk verð ég með magadans fyrir ólétt- ar konur, þegar ég fer á breytinga- skeiðið ætla ég að vera með maga- dans fyrir konur á breytingaskeið- inu og einn góðan veðurdag verð ég vonandi með danskennslu fyrir eldri borgara. Meðan ég hef heilsu til, þá dansa ég.“ - sm DANS FYRIR SÁLINA Margrét Erla Maack kennir bæði Bollywood- og magadans í Kramhúsinu. GÓÐ GEÐRÆKT Margrét Erla Maack, fjöl- miðlakona og danskenn- ari, kennir Bollywood- og magadans. Hún segir dansinn sína líkams- og geðrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Styrking • Jafnvægi • Fegurð CC Flax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Víði. www.celsus.is Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur! Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa og tryggja góða starfsemi ristilsins. Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3 Hár: Hairdoo Kópavogi Makeup: Sigur- laug Dröfn Bjarnadóttir Fatnaður: Júnik Smáralind Ljósmyndastúdíó: Elite
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.