Fréttablaðið - 01.02.2013, Side 32
6 • LÍFIÐ 1. FEBRÚAR 2013
Auðvitað sakna ég þess að hafa alla fjöl-
skylduna saman þegar ég vakna og þegar ég
fer að sofa. Ætli það sé ekki tilfinning sem ég verð
að venjast, held að hún sé ekkert á förum.
ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR
ALDUR 33
STARF Framkvæmdastjóri/hönnuður fyrir IceQueen og ýmislegt fleira
HJÚSKAPARSTAÐA Á lausu
BÖRN Þrjú börn
LÍFSSTÍLLINN Glamúr
A EÐA B TÝPA A
TE EÐA KAFFI Kaffi
UPPÁHALDSSÆLGÆTIÐ Súkkulaði
HVAÐA HREYFINGU STUNDARÐU Líkamsrækt
UPPÁHALDSSNYRTIVÖRUR Icequeen
DEKRIÐ Góður dagur í góðu spa
TÍMARIT Skoða þau mest á netinu
HEIMASÍÐA Asdisran.com eða facebook.com/asdis.official
SJÓNVARPSÞÁTTUR Horfi lítið á sjónvarp
Þú hefur dvalið hér á landi síðan fyrir jól, ertu komin heim til að
vera? Ég ákvað nú bara að taka mér mjög gott jólafrí en ég hef verið
að skoða þá hugmynd að flytja heim og ákvað því að kanna aðeins
markaðinn og skoða tækifæri hér á klakanum. Ég hef komið heim síð-
astliðin jól til að kynna Icequeen-vörurnar mínar í Hagkaup. Það gekk
einstaklega vel í ár svo að ég ákvað að sleppa því að fara út til Sofíu
í janúar og njóta Íslands, enda kaldasti mánuðurinn þar úti.
Er ævintýrunum að ljúka úti? Nei, ekki enn þá, en ég er búin að
vera svolítið með hugann við Ísland. Garðar, barnsfaðir minn, og fleiri
í kringum mig hafa verið að reyna að fá mig heim svo að ég hef aðeins
verið að skoða það.
En eins og er þá er búið að bjóða mér góða stöðu úti í Búlgaríu sem
framkvæmdastjóri hjá rússnesku demantafyrirtæki, það lítur því allt út
fyrir að ég taki því núna í febrúar og sjái svo til. Þetta er mjög áhuga-
vert svið sem á vel við mig, enda fer ísdrottningunni ekkert betur en
að vera umkringd demöntum. Ég hef aðeins verið með puttana í gull-
og demantaiðnaðinum og líst ágætlega á þann heim.
Þú ert sem sagt ekki búin að koma þér fyrir á Íslandi? Nei, ég
er ekki búin að koma mér fyrir á Íslandi, það er einhver misskilningur,
eins og er þá er ég bara í heimsókn og er heima hjá mömmu sem býr
í 101. Mér finnst ég verða að finna gott viðskiptatækifæri hér heima
áður en ég ákveð eitthvað eða jafnvel einhvern þokkafullan fola
LJÓMYNDARI: ARNOLD BJÖRNSSON | HÁR: HAIRDOO KÓPAVOGI | MAKEUP:
SIGURLAUG DRÖFN BJARNADÓTTIR | FATNAÐUR: JÚNIK SMÁRALIND | LJÓS-
MYNDASTÚDÍÓ: ELITE
ÆVINTÝRARÍKT LÍF EN TÓMLEGT
Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur sést mikið hérlendis
undanfarið en hún er eins og þekkt er orðið búsett í
Búlgaríu. Lífið spjallaði við Ásdísi um Ísland, barnaupp-
eldið, lífið eftir skilnaðinn og ný tækifæri.
Grensásvegur 8, sími 553 7300
mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17
Aðeins
6
Útsölunni
lýkur
• 1.000,-
• 1.500,-
• 2.000,-
• 2.500,-
• 3.000,-
• 4.000,-
verð
ALLT Á AÐ SELJAST
Rýmum fyrir nýjum vörum
ATH Opið nk. sunnudag frá 13-16
Verðsprengja