Fréttablaðið - 01.02.2013, Side 36
10 • LÍFIÐ 1. FEBRÚAR 2013
Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdótt-
ir hefur unun af því að baka og elda.
Hún er óhrædd við að prófa nýjar leið-
ir og gera tilraunir. Hér má sjá afrakst-
ur einnar þeirra sem er örlítið óhefð-
bundin en syndsamlega góð að sögn
Maríu.
„Hversu oft hefur tveggja lítra kók-
flöskur dagað uppi goslausar í ískáp-
unum ykkar eftir að það er rétt búið
að fá sér einu sinni úr þeim? Ég hef
sennilega hellt tugum lítra í vaskinn
í gegnum tíðina og alltaf finnst mér
það mikil synd. Ég hef oft hugsað um
hvort hægt væri að endurlífga kók
með sodastream-tæki en efast um að
það sé hægt. Reynslusögur eru þó vel
þegnar.“ Í eitt af þessum skiptum sem
María var að hella í vaskinn hugsaði
hún hvort ekki væri hægt að nýta flatt
kók með einhverjum hætti. „Síðustu
misserin hef ég eldað talsvert upp úr
kóki og þróað hina ýmsu rétti. Árang-
urinn hefur komið mér skemmtilega
á óvart. Ég veit að þetta er svo sem
ekki það heilsusamlegasta í heimi en
trúið mér, þetta er syndsamlega gott!
Rétturinn sem ég deili með ykkur núna
er tilvalinn þegar þið eruð með gesti í
heimsókn því það er í fínu lagi að laga
súpuna mörgum klukkustundum áður
en gestirnir koma og hita hana svo
bara upp rétt í lokin, geymið bara app-
elsínuna og ferska kóríanderið þar til
alveg í lokin. Súpan verður bara betri
fyrir vikið.“
HEFUR ÞRÓAÐ HINA
ÝMSU RÉTTI UPP ÚR KÓKI
Kóknautagúllassúpa Maríu með taílensku ívafi
2 rauðir chili (smátt skornir og fræjunum hent)
4 pressuð hvítlauksrif
2 cm ferskur rifinn engifer
2 msk. olía
1 kg nautagúllas
2 l Coca Cola u.þ.b. (má vera goslaust og ef þið eruð að nota
kókflösku sem er ekki full er hægt að nota púðursykur og vatn
í staðinn fyrir það sem upp á vantar af kókinu. Ég geri það
oftast. Það má líka nota flatt appelsín með, ég gerði það
núna eftir jólin.
2 msk. fiskisósa (Thai choice)
1 tsk. sesamolía
1 msk. nautakraftur frá Oscar
2 laukar skornir í hálfhringi
1 poki saltaðar og ristaðar kasjúhnetur
1 pakki ferskir Flúðasveppir (skornir í fernt)
1 búnt vorlaukur skorinn í litlar sneiðar
Salt og pipar eftir smekk
Safi úr tveimur appelsínum
1 tsk. fínt rifinn appelsínubörkur (bara þetta app-
elsínugula, ekki þetta hvíta)
Ferskt kóríander
Soðnar hrísgrjónanúðlur
Aðferð
Takið stóran pott. Setjið á fullan hita og setjið olíu, chili,
engifer og hvítlauk í og hrærið. Setjið svo allt kjötið í pott-
inn og veltið þar til það hefur allt lokast og er orðið ljós-
brúnt. Hellið þá kókinu yfir og látið suðuna koma upp og
sjóðið svo í 1 klst. Þá setjið þið restina (allt nema kórían-
derið og appelsínuna) út í og látið sjóða í 7 mínútur og
smakkið til. Rétturinn er svo borinn fram í súpuskálum.
Setjið soðnu hrísgrjónanúðlurnar á botninn í skálarnar, því
næst gúllassúpuna og svo klippið þið ferskt kóríander yfir.
Þið hafið eflaust heyrt orðið lífs-
stíll mikið notað undanfarið en
hefur þú velt fyrir þér hvað heil-
brigður lífsstíll virkilega felur í
sér?
Margir hugsa fyrst og fremst að hollur matur
og regluleg hreyfing sé lykilatriði, og með því
gætir þú eflaust lifað nokkuð sæmilegu lífi,
en þegar þú ímyndar þér þitt fullkomna heil-
brigða líferni snýst þá heildarmyndin ekki líka
um jafnvægi milli annarra þátta í lífi þínu eins
og heimilislífsins, sambandanna, vinnunnar,
áhugamálanna og andlegs ástands þíns?
Aukið jafnvægi í lífi þínu getur hjálpað þér
við að halda stöðugleika og komið í veg fyrir
óreglu í þyngd þinni, skapi og áliti á sjálfri þér
og eigin getu.
Hér fyrir neðan eru nokkur almenn hollráð
um hvernig þú getur aukið jafnvægi þitt.
1Hugaðu að góðum svefni. Þú hefur eflaust heyrt þetta sagt áður en svefn getur haft
áhrif á alla þættina í þinni heilsu. Þegar við
erum vel úthvíld líður okkur einfaldlega betur
og við lítum betur út. Góð byrjun getur verið
að takmarka lúra yfir daginn og leitast eftir
því að fara í háttinn alltaf á sama tíma. Ef þú
finnur þig ekki nógu afslappaða á þessum
tíma getur verið gott að fara fyrr upp í rúm,
skilja raftæki og dagbókina eftir frammi og
taka hugann algjörlega frá hversdagsleikan-
um, vinnu og heimilisverkum.
2 Gefðu sjálfri þér tíma út af fyrir
þig á hverjum degi.
Þó að þér finn-
ist þú ekki þurfa
á því að halda þá
getur tími út af
fyrir þig hjálpað
þér að hugsa skýr-
ar og um leið skap-
að jákvæðari mynd
af sjálfri þér til þín og
annarra í kringum þig.
Tími út af fyrir þig getur hald-
ið streitu og yfirþyrmandi tilfinningum í skefj-
um í lífi þínu. Þú getur t.d. prófað að hugleiða,
skrifa í dagbók, lesa eða fara í stutta göngu.
3 Skoðaðu afrakstur þinn í lok dags og þakkaðu sérstaklega fyrir eitthvað eitt.
Rannsóknir sýna að meira þakklæti getur
styrkt sambönd þín, minnkað depurð og
minnkað líkur á heilsufarsvandamálum ásamt
því að hjálpa þér að haldast í rútínu í heilsu
og líkamsrækt.
4 Borðaðu hægar, tyggðu vel og andaðu milli bita. Með því að tyggja vel matinn
og anda milli bita eykur þú upptöku næring-
arefna og bætir meltingu og brennslu líkam-
ans. Með því að borða hægar eykur þú
meðvitund líkamans um hvenær þú
ert orðin södd eða ekki. Það gæti
komið þér á óvart hversu miklu
minni skammturinn þinn getur
raunverulega verið.
5 Taktu eitt skref í einu og settu þér raun-hæfar áætlanir. Þegar við breytum of
miklu í einu og stöndum okkur ekki sam-
kvæmt áætlunum eigum við til að svekkja
okkur á því og gefast jafnvel upp. Með þess-
um hætti sjáum við síður allt það góða sem
við höfum áorkað og erum því heltekin af
heildarmyndinni en ekki litlu skrefunum sem
leiða okkur þangað.
Verðlaunaðu sjálfa þig fyrir lítinn og stór-
an ávinning, hlustaðu á líkamann, hann veit
hvað hann vill. Vertu svo góð við sjálfan þig;
þú lifir aðeins einu sinni í þínum líkama og af
hverju ekki að lifa til hins ýtrasta ef við getum!
Höfundur; Júlía Magnúsdóttir, Heilsumarkþjálfi og
næringar- og lífsstílsráðgjafi hjá Lifðu til fulls.
www.lifdutilfulls.is
HVAÐ FELST Í HEILBRIGÐUM LÍFSSTÍL?
Júlía
Magnúsdóttir
heilsuráðgjafi.