Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 38

Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 38
Anna Eiríksdóttir, líkams- ræktarþjálfari með meiru, vinnur langa daga í líkams- ræktarstöðinni Hreyfingu. Hún leggur að sjálfsögðu mikið upp úr góðum og hollum mat og hér má sjá einn af hennar uppáhalds- réttum. Japanskur kjúklingaréttur 4 bringur, skinnlausar, skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu. Sweet hot chili-sósu hellt yfir og látið malla í smá stund. ½ bolli olía ¼ bolli balsamikedik 2 msk. sykur 2 msk. sojasósa Þetta er soðið saman í u.þ.b. 1 mínútu, kælt og hrært í annað slagið á meðan kólnar, annars skilur sósan sig. 1 poki núðlur (instant súpu- núðlur) – ekki krydd. Möndluflögur (3-4 matskeiðar) eða eftir smekk. Sesamfræ (1-2 matskeiðar) eða eftir smekk. Þetta er ristað á þurri pönnu, núðlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst því þær taka lengstan tíma, síðan möndlurnar og fræin. Kælt (ath. núðlurnar eiga að vera stökk- ar). Salatpoki (þinn uppáhalds) Tómatar (helst kirsuberja- tómatar) 1 mangó 1 lítill rauðlaukur Allt sett í fat eða stóra skál. Fyrst sa la t ið , tómatarn- ir, mangóið og rauðlaukurinn, núðlublandan ofan á og því- næst balsamikblandan yfir. Að síðustu er heitum kjúklinga- ræmunum dreift yfir. Mér finnst þessi réttur jafn góður heitur og kaldur. LEIKKONA Á LAUSU Leikkonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir breytti hjúskap- arstöðu sinni á dögunum á Facebook úr því að vera í sambandi í að vera ein síns liðs. Lilja Katrín starfar sem kynningarstjóri Saga film ásamt því að vera aðstoðar- kona framkvæmdastjórans Kjartans Þórs Þórðarsonar. Hún ritstýrði einnig tímaritinu Séð og heyrt um tíma og fór með aðalhlutverkið í þáttunum Makalaus. SILKIMJÚK OG LJÓMANDI SÝNILEGUR ÁRANGUR* NÝTT 24 stunda krem, ávöxtur nær 20 ára rannsókna, sem byggt er á einstökum þörunga- tegundum í vistkerfi Bláa Lónsins. Efni úr þessum þörungum vinna gegn öldrun húðarinnar og örva og styðja við náttúru lega virkni kollagens. Blue Lagoon Rich Nourishing Cream nærir, mýkir og örvar húðina og hentar vel til daglegrar notkunar. Blue Lagoon Rich Nourishing Cream er náttúruleg vara og án parabena. *in vitro og in vivo prófanir: Grether-Beck S. Neytendapróf: 45 konur. ENDURNÆRÐ HÚÐ 95% FALLEGRI ÁFERÐ 91% AUKINN LJÓMI 87% SILKIMJÚK ÁFERÐ 86%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.