Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 42
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 BAKÞANKAR Stígs Helgasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA MYNDASÖGUR PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. nægilega, 6. í röð, 8. blóðhlaup, 9. ósigur, 11. tveir eins, 12. ávöxtur, 14. miklu, 16. sjó, 17. eyja í írlandshafi, 18. borða, 20. kvað, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. getraun, 3. hljóm, 4. mótrök, 5. sarg, 7. aftursæti, 10. fálm, 13. borg, 15. yndi, 16. sérstaklega, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. nógu, 6. áb, 8. mar, 9. tap, 11. gg, 12. akarn, 14. stóru, 16. sæ, 17. mön, 18. éta, 20. ku, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. gáta, 3. óm, 4. gagnrök, 5. urg, 7. baksæti, 10. pat, 13. róm, 15. unun, 16. sér, 19. af. Óo! Vá! Þetta var alveg svona Marilyn Monroe augnablik! Hjálpi mér! Er samt ekki viss um að hún hafi verið undirfata- laus líka! Halló. Hæ, pabbi. Ég er kominn heim. Þú ert ekki kominn heim þótt þú stígir inn á lóðina. Jú, víst. Má ég fara út aftur? Segðu mér aftur hvað það er sem er að kló- settinu þínu. Allir fylg jandi segi já. Já! Allir andvígir segi nei. Nei! Hvernig er hægt að vera fylg jandi einhverju og andvígur á sama tíma? Það er ómögulegt! Súkkulaði- heimalær- dómur. Allt í lagi, það er næstum því ómögulegt. Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is B ra nd en bu rg Við flytjum þér góðar fréttir Erfiðleikarnir við að halda veglega verð-launahátíð fyrir íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirann á hverju ári afhjúpuðust á vandræðalegasta mögulega máta í vikunni. Í ljós kom að íslenskir handritshöfundar og leikstjórar gera fyrst og fremst bíómyndir og sjónvarpsþætti um karla. Konur eru svo fámennar í leiknu efni að það er ekki einu sinni hægt að tilnefna þær til verðlauna til jafns á við karlana. Um það gilda strangar reglur og akademían er mjög selektíf á til- nefningar, eins og dæmin sanna. ÁHUGAFÓLK um feminísk fræði er eflaust þegar búið að komast að því að konur hafi einfaldlega ekki nægan áhuga á að vera í sviðsljósinu. Nú, eða að þær hafi ekki nógu mikinn áhuga á að skrifa handrit (því að augljóslega þarf konur til að skrifa um konur). Og þær hafa auðvitað engan áhuga á leik- stjórn heldur, frekar en annarri stjórn. Konur hafa víst bara ekk- ert sérstaklega mikinn áhuga á þátttöku í samfélaginu – svona almennt. ÞETTA dregur svo athygl- ina að öðru áhugaverðu við listann yfir Eddutilnefning- ar í ár. Á honum kennir fjöl- margra grasa. Reyndar man ég ekki í fljótu bragði eftir neinu efni sem var framleitt á Íslandi í fyrra og er ekki tilnefnt. ÞRJÁR kvikmyndir etja kappi um nafn- bótina „besta mynd“ síðasta árs. Tvær eiga það skilið – og eru enda tilnefndar í svo gott sem öllum flokkum – en sú þriðja hlaut svo dræmar viðtökur að þótt öllum stjörnunum sem hún fékk hjá íslenskum gagnrýnend- um hefði verið raðað hlið við hlið hefðu þær samt ekki litið vel út á auglýsingaplakati. AF hverju er Mið-Ísland „leikið efni“ en Steindinn okkar „skemmtiþáttur“? Héldu menn að barngóði, perralegi gamlinginn hans Steinda væri raunverulegur húsvörður í reykvískum grunnskóla? Eða þótti Mið- Ísland bara ekki nógu skemmtilegt? Eða getur hugsast að svona hafi verið heppileg- ast að fylla flokkana og koma öllum að? AUÐVITAÐ finnst bransanum gaman að halda sína uppskeruhátíð árlega, detta í það, fara í hæfilega hipp spariföt, taka við verð- launum og lenda svo kannski – ef vel tekst til – í handalögmálum á Næsta bar. En væri kannski ráð að gera það með öðrum hætti en þessum, að minnsta kosti annað hvert ár? Yrði þessi verðlaunahátíð jafnvel ekki algjört dúndur ef hún færi bara fram sömu ár og Sumarólympíuleikar? ÞAÐ eftirminnilegasta – og jafnframt tákn- rænasta – sem hefur gerst á hátíðinni fram til þessa er nefnilega þegar Ómari Ragnars- syni voru afhent Edduverðlaun fyrir fram- úrskarandi sjónvarpsfréttamennsku árið 2001 og þau brotnuðu í höndunum á honum. Eddinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.