Fréttablaðið - 01.02.2013, Síða 54

Fréttablaðið - 01.02.2013, Síða 54
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 „Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur,“ segir Hulda Sif Ásmunds- dóttir, sem er ein af nemendum Ljósmynda- skólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýn- ingu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrett- myndir af 33 íslenskum listakonum á aldr- inum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal ann- arra þátt myndlistarkonur, dansarar, teikni- myndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera ein- hvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Mark- miðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér,“ segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferl- ið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli.“ Hulda Sif eltist meðal annars við íslensk- ar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum lista- konum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýn- inguna.“ Beinir linsunni að listakonum Hulda Sif Ásmundsdóttir myndaði 33 listakonur á aldrinum 25-35 ára fyrir lokaverkefni sitt í Ljósmyndaskólanum. Allar eiga þær það sameiginlegt að lifa af listinni en Huldu Sif fannst löngu tímabært að vekja á þeim athygli. PORTRETTSERÍA Hulda Sif Ásmundsdóttir myndaði 33 listakonur á aldrinum 25-35 ára fyrir útskriftarverkefni sitt úr Ljósmyndaskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hallgerður Hallgrímsdóttir Dóra Jóhannsdóttir Lay Low Urður Hákonardóttir Andrea Maack Saga Sigurðardóttir Elísabet Olka Guðmunds- dóttir Margrét Bjarnadóttir Kristín Eiríksdóttir Dísa Jakobsdóttir Lilja Birgisdóttir Anna Marín Þórunn Árnadóttir Sóley Stefánsdóttir Vera Sölvadóttir Kira Kira Anna Hrund Másdóttir Álfrún Helga Örnólfsdóttir Bryndís Björgvinsdóttir Sigurlaug Gísladóttir Elín Hansdóttir Rut Sigurðardóttir María Huld Markan Hildigunnur Birgisdóttir Hildur Guðnadóttir Ólöf Arnalds Rósa Hrund Kristjánsdóttir Lóa Hjálmtýsdóttir Hildur Yeoman Sigga Björg Sigurðardóttir Edda Hrönn Kristinsdóttir Sigríður Thorlacius Sara Riel 33 listakonur Á sýningunni verða 15 myndir prentað- ar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu.“ Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoð- un, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu nám- inu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram.“ alfrun@frettabladid.is SIGRÍÐUR THORLACIUS MARGRÉT BJARNADÓTTIRHILDUR GUÐNADÓTTIR „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af fangelsum,“ segir Þóra Tómasdótt- ir, ritstjóri tímaritsins Nýs lífs og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Inni ásamt myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Þættirnir Inni fjalla um þá sköpun sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum gegnum tíðina og vekja þeir athygli á því hvernig fangarnir hafa tjáð sig í listformi á meðan þeir sitja inni. „Við tökum afbrotin og glæpina til hliðar og ræðum um ástandið að vera innilokaður og þörfina fyrir að skapa eitthvað. Það hefur alltaf verið sköpun í fangelsum þó að við höfum kannski lítið vitað af því.“ Í fyrsta þættinum, sem er í dag klukkan 13, er greint frá sögu Bárðar R. Jónssonar, þýðanda Ríkissjónvarpsins. Hann sat inni á Litla-Hrauni fyrir þrjátíu árum og strauk. Það var upphafið að betrun Bárðar en er hann náðist aftur, eftir nokkurra daga sukk í Reykjavík, var hann settur í ein- angrun. „Þar gerði hann merki- lega uppgötvun og ákvað að snúa við blaðinu. Hann bað um að fá að afplána restina af dómnum í ein- angrun og fékk þar með næði til að skrifa og skapa. Hann hefur verið edrú í mörg ár og kemur í þáttinn með muni og ljóð sem hann gerði er hann sat inni.“ Einnig verður fjallað um hljóm- sveitina Fjötra frá Litla-Hrauni, sem var mynduð í fangelsinu á níunda áratuginum af meðal ann- ars Rúnari Þór Péturssyni tón- listarmanni og Sævari Ciesielski, og verður hlustað á plötu þeirra Rimla rokk. „Í formála plötunnar kemur þessi setning fram „listin dafnar aldrei betur en í einrúmi“ en hún fangar hinn rauða þráð þáttanna.“ - áp Heilluð af fangelsum Þóra Tómasdóttir og Arnar Ásgeirsson segja sögur af list og sköpun sem tengjast fangelsum í útvarps- þættinum Inni sem hefur göngu sína á Rás 1 í dag. LISTASAGA FANGELSANNA Þóra Tómasdóttir og Arnar Ásgeirsson fjalla um sköpun fanga í útvarpsþættinum Inni en Bárður R. Jónsson er gestur fyrsta þáttarins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.