Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Side 18

Fréttatíminn - 30.09.2011, Side 18
Þingmenn í háska Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, forseti Alþingis, treystir á að kjósendur séu ekki morgunhanar. Hún ákvað að færa setningu Alþingis á morgun, laugardag, aftur um fjóra tíma af ótta við mótmæli. Til að bæta gráu ofan á annað öryggisleysi þingmanna verður enginn heiðursvörður og þurfa þeir því að ganga óvarðir alla fimmtán metrana frá Dómkirkjunni inn í Alþingis- húsið. Lögreglumenn ósáttirLögreglumenn eru afskap- lega, svo ekki sé fastar að orði kveðið, ósáttir við ákvörðun gerðardóms um launahækkun þeim til handa. Telja þeir að launahækkunin dugi engan veginn til að leiðrétta það launamisrétti sem stéttin hefur orðið fyrir á undanförnum árum. Lögreglumenn geta ekki farið í verkfall þannig að þeir verða að láta sér nægja mótmæli af ýmsum toga – helst kröfugöngur sem hafa skilað misjöfnum árangri í gegnum árin. Sorg í SandgerðiStór skuggi hvílir yfir Sand- gerði eftir að ellefu ára drengur framdi sjálfsvíg vegna eineltis sem hann varð fyrir. Atvikið er reiðarslag fyrir bæjar- félagið og haldin var bænastund í Sand- gerðiskirkju fyrr í vikunni. Engir lestrarhestarÍ vikunni var birt könnun sem leiddi í ljós að rétt tæpur fjórðungur fimmtán ára drengja getur ekki lesið sér til gagns. Í stuttu máli sagt þýðir það að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megin- inntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða geta mótað sér skoðun á upplýsingum. Sem getur ekki verið vænlegt til árangurs í námi. Havarí á HólmavíkÁtök brutust út á Hólmavík á mánudag þegar félagsmála- yfirvöld gerðu tilraun til að fjarlægja fjögur börn af heimili sínu. Félagsmála- stjóri fór, ásamt starfsmanni barna- verndar, í skóla og leikskóla og fjarlægði börnin að öðrum börnum ásjáandi. Faðir barnanna, sem var grunaður um að beita börnin ofbeldi, ók í veg fyrir félags- málastjórann og tók tvö börn úr bílnum. Börnin enduðu hjá foreldrum sínum sem hyggjast leggja fram kæru á hendur félagsmálastjóranum vegna málsins. SLæm vika fyrir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra Góð vika fyrir Hafstein Egilsson, veitingamann á Rauða ljóninu 1.096 Fjöldi pistla sem Andy Roo- ney hefur flutt í bandaríska fréttaskýringarþættinum 60 Minutes frá því að hann hóf störf árið 1949. Hann flytur sinn síðasta pistil, númer 1.097, á sunnudag. 252 Prósentutalan sem skuldir heimilanna við lánakerfið jukust um á milli áranna 2000 til 2007 samkvæmt úttekt DV. 2.330 Heildarfjöldi þeirra sem mættu á leikina fjóra í fyrstu umferð Íslandsmótsins í handbolta karla á mánudag. 6 Milljónirnar sem embætti Ríkislögreglustjóra eyddi í piparúða frá janúar 2008 til apríl 2011. Sigur á vellinum og á bak við barinn Hafsteinn Egilsson er einn mesti KR-ingur landsins. Hann var einn af stofnendum KR-klúbbsins og formaður um árabil. En Hafsteinn er líka veitingamaður á Rauða ljóninu við Eiðistorg, sem einmitt er heimavöllur KR-inga þegar kemur að því að fagna titlum og drekka bjór. Hafsteinn sá liðið sitt tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag og tók svo á móti stuðningsmönnunum á bak við barinn að leik loknum. Önnur sigurhátíð fer síðan fram á Rauða ljóninu á morgun, laugardag, eftir síðasta leik Íslandsmótsins og þá munu leikmenn KR mæta á svæðið. Ekki hægt að fara að ýtrustu lögum Úttekt Ríkisendurskoðunar á innkaupum embættis ríkislögreglustjóra leiddi í ljós að embættið og þrettán löggæslustofnanir hafa átt í viðskiptum við fyrir- tæki í eigu lögreglumanna og fjölskyldumeðlima þeirra fyrir um 90 milljónir króna frá því í janúar 2008. Ríkislögreglustjóri greip til þeirrar óvæntu varnar – í ljósi embættis síns – að segja að ógerlegt hefði verið að fara að „ýtrustu lögum“ um opinber innkaup í miðri búsáhaldabyltingu. Hluti af innkaupum ríkislögreglustjóra fóru þó fram í desember 2009 þegar mótmæli voru að baki. Þá var verslað við fyrirtæki eiginkonu lögreglumanns hjá embættinu fyrir 13 milljónir króna en gefnir út þrír reikningar svo að enginn hljóðaði upp á meira en fimm milljónir króna. Innkaup yfir þeirri upphæð ber að bjóða út. 25 KR-ingar tryggðu sér Íslands- meistaratitilinn í 25. sinn um helgina. Ekkert lið hefur unnið titilinn oftar frá því að byrjað var að keppa um hann árið 1912. vikan í töLum Fréttablaðinu nuddað upp úr vændi Um miðja vikuna blossaði upp funheit umræða um lítt dulbúnar vændisauglýsingar, aðallega í smáauglýsingum Fréttablaðsins. Líf Magneudóttir posted to Vísir.is Af hverju eru tveir mismunandi dálkar undir nudd í smáauglýs- ingum – annars vegar Nudd og hins vegar „Þjónusta“? Stígamót Gegn kynferðis- ofbeldi Fréttablaðið flytur fréttir um vændisauglýsingar á einka- málum og á vísi.is ... DV flytur fréttir um vændisauglýsingar í Fréttablaðinu og á vísi.is ... þetta er afar spennandi allt saman. Lögreglan veltir vöngum yfir þessu. Spurning hvenær einhver sem getur gert eitthvað gerir eitthvað. Stígamót Gegn kynferðis- ofbeldi Ég er búin að rannsaka þetta. Var ekkert mál. Það var hringt og fengum þá að vita að konur væru ekki nuddaðar. Það kostar 25 þús. með „happy ending“ (fékk karlmann til að hringja). Lítið annað eftir en að loka fyrir þetta. - Karen vér mótmælum öll ... og þó? Þessi er vika er vika mótmæl- anna. Lögreglumenn fóru fylktu liði í kröfugöngu á fimmtudag og nokkur óvissa ríkir um hversu margir þeirra munu láta sjá sig á Austurvelli á laugardag þegar þing verður sett fyrir hádegi og boðað hefur verið til mótmæla. Sveinn Andri Sveinsson Þessi ríkisstjórn er ömurleg og Alþingi er vanmáttugt. Lög- reglumenn eru þreyttir, sárir og reiðir og virðast ekki munu verja Alþingi. Þá verða löghlýðnir borgarar þessa lands að standa vörð um þessa mikilvægustu stofnun landsins og sjá til þess að landið verði ekki skrílræði að bráð. Guðmundur Magnússon Mótmæla þeir í einkennis- búningum? Það finnst mér ekki viðeigandi. Rifjast upp fræg mótmæli slökkviliðsmanna í kjaradeilu fyrir rúmum tveimur áratugum. Mættu í búningum og á slökkviliðsbílunum. Slökkviliðið og lögreglan heyrðu þá undir borgina og þáverandi borgarstjóri (DO) fyrirskipaði lögreglunni að koma í veg fyrir að bílarnir væru notaðir í þessum tilgangi. Það var þá sem Albert Guðmundssoon mælti hin fleyg orð: „Frjálshyggja er það þegar lögreglunni er sigað á slökkviliðið.“ Guðmundur Andri Thorsson Og þannig endaði búsáhalda- byltingin í klassískri íslenskri einkavæðingu. Löggurnar sem stóðu vörð um alþingishúsið kræktu sér í umboð á bareflum, táragasi og skriðdrekum og létu kaupa þetta þegar allt var um garð gengið. Og ætla í verkfall þegar alþingi verður sett. Ást og hatur í boltanum KR-ingar lönduðu sínum tuttug- asta og fimmta Íslandsmeistara- titli á sunnudaginn. Stuðnings- menn liðsins fögnuðu ákaflega á Fésbókinni á meðan aðrir héldu í þann góða sið að elska að hata Vesturbæjarveldið. Sirrý Arnardóttir HÚRRA fyrir KR! Sigurjón Egilsson KR hefur sigrað í fjórðungi allra Íslandsmóta í fótbolta karla. 25 sinnum í þeim hundrað mótum sem hafa verið háð. Langar að vita hvort mörg evrópsk félög hafi gert betur. Hef trú á að KR sé með sigursælustu félögum í Evrópu. Hilmar Þór Guðmundsson Mun Valur hylla Íslandsmeistara KR í lokaleiknum á Hlíðarenda á laugardaginn eins og tíðkast í enska boltanum? Óskar Freyr Pétursson óskar ekki þessum helvítis KR- ingum til hamingju með eitt né neitt!! ... Álíka hressandi klúbbur og City! Jenný Anna Baldursdóttir Er svo gjörsamlega sama um KR og aðra fótboltaklúbba. Róleg á hysteríunni. HEituStu koLin Á Um 300 lögreglumenn mótmæltu við fjár- málaráðuneytið í gær, fimmtudag. 18 fréttir vikunnar Helgin 30. september-2. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.