Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 2

Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is Engin tilboð í Perluna Þ að er engum til góðs og eykur áhættu í kerfinu þegar bankarnir bjóða íbúð-arlán án þess að hafa fjármagnað þau fyrir fram, segir Árni Páll Árnason, efna- hags- og viðskiptaráðherra. Hann ætlar að skerða möguleikann á því. Einnig að banna uppgreiðslugjald lána svo að fólk geti skipt um banka þegar betri kjör séu í boði. Fyrir- myndin sé dönsk. „Vandinn sem við sáum í aðdraganda hrunsins var að bankar veittu lán til mjög langs tíma en voru ekki búnir að fjármagna þau til jafnlengdar. Það skapaði gríðarlega áhættu fyrir hagkerfið og fyrir rekstur bankanna. Fólk læstist í þessum lánum og þurfti að borga uppgreiðslugjald til að losna undan þeim. Í ljósi þessarar forsögu tel ég óhjákvæmilegt að við setjum lög sem tak- marka lánveitingar til langs tíma án forfjár- mögnunar. Þannig að þegar verið er að bjóða almenningi ákveðin kjör sé búið að tryggja fjármögnun þeirra á almennum markaði,“ segir hann. Arion fjármagni sig fyrst Í viðtali í síðdegisútvarpi Sögu í vikunni sagði ráðherrann að hann tæki eftir því að Íslandsbanki væri ekki byrjaður að bjóða óverðtryggð lán „því þeir eiga eftir að fjár- magna þau“. Hann setti í viðtalinu fyrirvara við það þegar bankar væru byrjaðir að lána óverðtryggt án fjármögnunar. Það gerir Arion banki og í skriflegum svörum bankans segir að ákveðið hafi verið að taka til hliðar tiltekna upphæð og nýta í óverðtryggð íbúðarlán: „Sú tiltekna upp- hæð var þegar í upphafi fjármögnuð að fullu með innlánum og eigin fé bankans.“ Arion stefni hins vegar að skuldabréfaútgáfu en fyrir henni þurfi, lögum samkvæmt, trygg- ingar (íbúðarlán) sem nú sé verið að byggja upp, áður en til fjármögnunar komi. Árni Páll segir það ekki hans að svara því hvort vextir óverðtryggðra lána Arion banka séu óraunhæfir, en Arion býður lánin á 6,45% vöxtum til fimm ára í 5,7% verðbólgu með endurskoðun vaxta eftir fimm ár. Hins vegar sé þetta ekki sú forgangsröðun sem hann hefði viljað sjá. Spurður hvort hann sé smeykur um að bankarnir falli aftur, verði ekki girt fyrir ófjármagnaðar lánveitingar, segir hann of djúpt í árinni tekið. „En þessi áhætta er óþarfi og getur búið til hvata fyrir banka að bjóða óraunhæf kjör.“ Arion banki telur að svigrúm bankanna til að bjóða viðskiptavinum sínum hagstæð íbúðarlán yrði skert til muna, takmarki ráð- herra lánafyrirgreiðslu banka við fjármögn- un þeirra. „Yrði bönkunum þannig gert erfitt um vik í samkeppni við Íbúðalánasjóð og Lífeyrissjóði. Hugsanlega myndi staðan á íbúðalánamarkaði einkennast af fákeppni.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Leikkona vill nýjan bílskúr Söng- og leikkonan Þórunn Lárusdóttir, sem oftar en ekki hefur komið fram sem andlit Ice- landair, hefur sótt um hjá skipulagsráði Reykja- víkurborgar, ásamt eiginmanni sínum, að fá leyfi til að rífa núverandi bílskúr við heimili þeirra í Vesturbænum og byggja nýjan úr steinsteypu. Jafnframt vilja þau byggja við húsið til norðurs og suðurs sem og byggja tvo nýja kvisti og útbúa íbúð í kjallara. Ein at- hugasemd barst frá nágrönn- um eftir grenndar- kynningu og þarf Þórunn því að bíða enn um sinn eftir nýjum bílskúr. -óhþ Bíladrottning má rífa hús Erna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri B&L, hefur fengið leyfi til að rífa einbýlishús á lóð númer 25 við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi. Erna, sem er í nýjum eigendahópi Sjóvár, keypti húsið af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi starfandi stjórnarformanni Kaupþings, og eiginkonu hans á síðasta ári og hófst strax handa við að afla sér tilskilinna leyfa til niðurrifs. Erna hyggst reisa glæsilegt einbýlishús í stað þess gamla en á enn eftir að fá samþykkta byggingarumsókn fyrir það. -óhþ Fjórir lögfræðingar í fjórum málum Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson verst nú af krafti í dómsölum og nýtur liðsinnis hers lögfræðinga. Þessa dagana eru tekin fyrir fjögur mál gegn honum, ýmist einum eða með öðrum. Í gær fóru fram tvær fyrirtökur gegn honum. Annars vegar stefna Glitnis banka gegn honum og hins vegar stefna þrotabús Fons á hendur honum til greiðslu eins milljarðs króna. Á mánudag er aðalmeð- ferð í margumtöluðu skattamáli gegn honum, systur hans Kristínu, Tryggva Jónssyni og Fjárfestinga- félaginu Gaumi, sem er í eigu fjölskyldu hans. Á fimmtudag í næstu viku er síðan fyrirtaka í skaðabótamáli sem Landsvaki höfðaði gegn Jóni Ásgeiri, Pálma Haraldssyni, Magnúsi Ármann og Þorsteini M. Jónssyni sem sátu allir í stjórn fjölmiðlarisans 365. Og ekki dugar einn lögfræðingur fyrir Jón Ásgeir því Einar Þór Sverrisson ver hann í málinu gegn Glitni, Sigurður G. Guðjónsson í málinu gegn Fons, Gestur Jónsson í skattamálinu og Gísli Guðni Hall ver hann gegn Landsvaka. -óhþ Engin tilboð hafa borist í Perluna að sögn Þrastar Þórhallssonar, fasteignasala hjá Mikluborg, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út á þriðjudaginn kemur, 18. október, og segir Þröstur að reynslan sýni að menn skili inn til- boðum á síðustu dögunum. „Það eru einhverjir aðilar sem liggja undir feldi og bæði innlendir og erlendir aðilar sem hafa sýnt þessu áhuga,“ segir Þröstur. Fasteigna- mat Perlunnar er um tveir milljarðar en Þröstur segir ómögulegt að segja til um hvort sú upphæð sé raunhæft markaðsvirði. „Þetta er sérstök eign og óvenjuleg þannig að við rennum blint í sjóinn.“ -óhþ  Skólamál árSreikningur einkaSkóla 28 milljónir í hagnað hjá Hjallastefnunni Hjallastefnan ehf., sem rekur þrettán leik- og grunnskóla á landinu undir styrkri stjórn Margrétar Pálu Ólafs- dóttur, skilaði 28 milljónum króna í hagnað eftir skatta og afskriftir árið 2010, samkvæmt ársreikningi félagsins sem skilað var inn til Árs- reikningaskrár nú í lok septem- ber. Þetta er töluvert verri afkoma en árið 2009 þegar félagið skilaði 97 milljóna króna hagnaði. Líkt og áður rennur hagnaðurinn beint inn í rekstur félagsins enda greiðir það ekki arð. Margrét Pála sagði í viðtali við Fréttatímann í fyrra að henni yrði bókstaflega illt þegar hún heyrði af menntafyrirtæki sem greiddi eiganda sínum tugmilljónir í arð og að hún myndi fyrr dauð liggja en að gera slíkt. Rekstrartekjur Hjallastefnunnar jukust um 74 milljónir, úr 1.444 millj- ónum í 1.518 milljónir. Viðskipta- kröfur, sem samanstanda að mestu leyti af vangoldnum gjöldum, námu um 53 milljónum í lok árs 2010 og voru um þrjátíu milljónum hærri en í árslok 2009. Hluthafahópur Hjallastefnunnar hefur stækkað nokkuð. Í lok árs 2009 voru hluthafarnir tólf og þar af var Margrét Pála sjálf með langstærstan hlut, 86,25 prósent. Í árslok 2010 voru hluthafarnir orðnir 22 og hafði hlutur Margrétar Pálu minnkað um 4,05 prósent. Í ársreikningum sést að hluthafar hafa borgað 18,5 milljónir fyrir þessa hlutafjáraukningu. Ekki náðist í Margréti Pálu við vinnslu þessarar fréttar. Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Hjallastefnunnar. Ljósmynd/Hari  ViðSkipti árni páll Vill breytingu Burt með uppgreiðslugjald og óraunhæf vaxtakjör Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, horfir á hrun bankanna 2008 og átelur þá sem enn lána fyrst og fjármagna sig svo. Það segir hann að sé engum til góðs, auki áhættu í kerfinu og búi til hvata fyrir banka að bjóða óraunhæf kjör. Hann vill þó ekki leggja mat á kjör óverðtryggðra lána Arion banka. Ráðherrann ætlar að takmarka slíkar lánveitingar og banna uppgreiðslugjöld. Árni Páll Árnason vill að bankarnir bjóði raunhæfa vexti. Það geti þeir, hafi þeir fjármagnað lánin fyrir fram. Ljósmynd/Hari Arion stefni hins vegar að skulda- bréfaútgáfu en fyrir henni þurfi, lögum samkvæmt, tryggingar (íbúðarlán) sem nú sé verið að byggja upp, áður en til fjármögn- unar komi. 2 fréttir Helgin 14.-16. október 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.