Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 4
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Gleymdu ekki
nestinu
Wall Street mótmælin breiðast út
V efpressan, sem rekur frétta- og afþreyingar-miðlana Pressuna, bleikt.
is, menn.is og eyjan.is, ásamt net-
verslununum butik.is og mona.is,
hefur unnið að því að auka hlutafé
félagsins á undanförnum vikum.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
hefur haft umsjón með hlutafjár-
aukningunni sem gengur undir
nafninu Project Freyja. Markmiðið
var að safna 100 milljónum króna
sem eiga að standa fyrir 35 pró-
sent af hlutafé Vefpressunnar. Það
þýðir að verðmat eigenda Vefpress-
unnar er 290 milljónir, tæplega
þrefalt meira en öll velta félagsins
árið 2010. Lágmarksfjárfesting í
hlutafjáraukningunni er 4,2 millj-
ónir, samkvæmt skilmálum.
Björn Ingi Hrafnsson, stjórnar-
formaður Vefpressunnar, segir í
samtali við Fréttatímann að þetta
verð endurspegli ekki ofmat á virði
félagsins. „Það hafa farið fram
viðskipti á þessu verði þannig að
þessi tala er ekki tilviljun. Þetta
er efnilegt fyrirtæki sem skuldar
mjög lítið og við horfum fram á
verulega tekjuaukningu, bæði á
þessu ári og þeim næstu,“ segir
Björn Ingi.
Heimildir Fréttatímans herma
Mótmælin gegn fjármálakerfinu sem
hófust á Wall Street hafa breiðst út
um Bandaríkin. Um helgina eru viðlíka
mótmæli boðuð í 25 borgum utan Banda-
ríkjanna. Í Heiminum á blaðsíðu 46,
sem er samstarfsverkefni Fréttatímans
og Háskólans á Bifröst, er skoðað hvort
mótmælaaldan sem reis á neðri hluta
Manhattan fyrir fáeinum vikum sé við það að skella á heimsbyggðinni allri.
Fjölmiðlar HlutaFjáraukning VeFpressunnar
Project Freyja á að
skila 100 milljónum
Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Vefpressunnar, segir yfirstandandi hlutafjáraukningu
vera fyrir framtíðina; félagið sé ekki í neinum fjárhagsvandræðum. Stefnt að því að opna leik-
fangaverslun og uppboðsvef á næstunni.
Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður og útgefandi Vefpressunnar.
að stefnt hafi verið að því að ljúka
hlutafjáraukningunni í þessari
viku en Björn Ingi segir að það
muni ekki nást. „Þeir fyrstu koma
inn í þessari viku en það stefnir
allt í að þetta ferli verði í gangi
fram í nóvember. Okkur liggur
enda ekkert á. Þessi hlutafjáraukn-
ing er hugsuð til að styrkja félagið
til framtíðar. Við erum ekki í nein-
um fjárhagsvandræðum núna,“
segir Björn Ingi og bætir við að
best sé að tjá sig sem minnst um
þetta fyrr en allt sé komið í höfn.
Og eigendur Vefpressunnar eru
stórhuga því heimildir Fréttatím-
ans herma einnig að tekjur félags-
ins muni aukast um 130 prósent á
árinu 2011 og 182 prósent 2012. Á
því ári á hagnaður fyrir afskriftir
og skatta að vera 48 milljónir
króna. Hluti af því er að opna þrjá
nýja vefi, leikfangaverslun sem
verður einnig netverslun og tengd
við hið fornfræga breska leik-
fangamerki Hamleys, uppboðsvef í
anda Sotheby’s á Eyjunni og blatt.
is auk raftækjavöruverslunarinnar
rafko.is sem nú þegar er komin
upp.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Net Vefpressunnar
Vefpressan rekur ...
... pressan.is
... menn.is
... blatt.is
Vefpressan á ...
... Norðurpólinn (100%)
... Eyjan Media (100%)
... Emoll (100%)
Norðurpóllinn á ...
... Hönnunarstofu
... bleikt.is
... elvesandtrolls.com (ferðaskrifstofu)
Eyjan Media á ...
... eyjan.is
Emoll á ...
... aha.is (48%)
... mona.is
... butik.is
... uppboðsvef Eyjunnar
... rafko.is
... leikfangaverslun
Þeir fyrstu
koma inn í
þessari viku
en það stefnir
allt í að þetta
ferli verði í
gangi fram í
nóvember.Fækkun í
Hvalfjarðargöngum
Um 8 þúsund færri ökutæki fóru um
Hvalfjarðargöng sumarmánuðina júní, júlí
og ágúst í ár en á sama tímabili í fyrra.
Umferðin var eilítið meiri í ágúst en minni
í júní og júlí. Þegar á heildina er litið hefur
umferð um göngin dregist saman um 4,5%
það sem af er árinu 2011, þ.e. frá janúar
til september. Ætla má að efnahagssam-
drátturinn í samfélaginu og hátt elds-
neytisverð komi þarna við sögu, segir á vef
Spalar. Umferð á þjóðvegum landsins hafi
minnkað og það hljóti líka að birtast undir
Hvalfirði. Vegagerðin gerir ráð fyrir að
umferð dragist saman um 4,8% að jafnaði
á landinu. -jh
Líkur á greiðslufalli
Íslands 24,6%
Ísland er í 19. sæti þeirra ríkja sem
líklegast er talið að verði fyrir greiðslufalli,
samkvæmt útreikningi greiningarfyrir-
tækisins CMA, sem vefur Viðskiptablaðsins
greinir frá. Líkurnar eru reiknaðar út frá
skuldatryggingarálagi ríkja. Líkurnar á
greiðslufalli Íslands eru taldar vera 24,6%.
Þær hafa hækkað talsvert frá áramótum,
þegar fyrirtækið mat líkurnar 19,6%. Verst
er staða Grikklands en líkur á greiðslufalli
Grikklands eru taldar 90,6% á næstu fimm
árum. Portúgal gengur næst Grikklandi
en fimm Evrópusambandsríki eru á lista
þeirra tíu ríkja sem í mestri hættu eru,
, þ.e. Írland, Ítalía og Ungverjaland, auk
Grikklands og Portúgals. Noregur er hins
vegar það ríki sem er líklegast allra til
að standa við skuldbindingar sínar en
Bandaríkin fylgja í kjölfarið. - jh
Krónan styrkist
Gengi krónunnar hefur styrkst nær
stöðugt frá því um miðjan júlí. Nemur
styrkingin hátt í 4% á þriggja mánaða
tímabili og hefur krónan ekki verið sterkari
síðan í byrjun febrúar, að því er Greiningu
Íslandsbanka segir. Hækkunin á gengi
krónunnar á tímabilinu kemur að mestu
leyti fram í samsvarandi lækkun á verði
evru í krónum á sama tíma, en í krónum
talið er evran nú rúmlega 4% ódýrari en
hún var um miðjan júlí. Sömu sögu má
segja um gengi dönsku krónunnar enda
er gengi hennar fest við gengi evru. Einnig
hefur breska pundið lækkað um svipaða
prósentu á sama tímabili en þessar þrjár
myndir vega yfir 60% í gengisvísitölunni.
Hins vegar hefur þróunin ekki verið með
sama hætti á gengi krónunnar gagnvart
Bandaríkjadollar sem er nú á svipuðu verði
í krónum talið og í júlí. - jh
Veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
StrekkINgSVINdur af SuðVeStrI. SkúrIr
og Síðar rIgNINg um laNdIð SuðVeStaN-
og VeStaNVert, eN Nokkuð Bjart NorðaN
og auStaNlaNdS. HItI ofaN froStmarkS.
HöfuðBorgarSVæðIð: NoKKUð BLAUtt MEð
SKúrALEIðINGUM AF HAFI.
lItlar BreytINgar og áfram SkúrIr
SuNNaN- og VeStaNlaNdS, eN úrkomu-
lítIð fyrIr NorðaN og auStaN.
HöfuðBorgarSVæðIð: S- oG SV-átt
MEð HELdUr MINNKANdI SKúrUM, EN SóL
á MILLI.
lítur út fyrIr HægaN VINd á laNdINu,
Smá úrkoma SuNNaNlaNdS, eN aNNarS
Bjart með köflum. fryStIr Víða um
kVöldIð.
HöfuðBorgarSVæðIð: HÆG S-LÆG átt
oG SMáKúrIr. HItI 3 tIL 5 StIG.
enn haustsvipur á veðrinu
Skemmst er frá því að segja að skúraleiðingar
verða sunnan- og vestanlands meira og
minna alla helgina með strekkings S- og
SV-átt. Hægir mikið á sunnudag. Aðfaranótt
laugardags skjótast skil yfir landið með
rigningu í flestum landshlutum, en í kjölfar
þeirra er von á skárra veðri. Léttir þá til norðanlands
og austan. Hægur vindur á sunnudag og
enn skúrir sunnan til. Þó smám saman
kólni eru þó ekki líkur á frosti á landinu
fyrr en á sunnudagskvöld. Það þýðir
líka að akstursskilyrði yfir fjallvegi
ættu að verða ágæt. Eftir helgi er
spáð talsverðu N-kasti.
6
5 8
9
8
5
4 6
7
5
5
3 3
7
5
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
miðborgin okkar!
Hundruð verslana og
veitingahúsa bjóða vörur
og þjónustu.
Sjá nánar auglýsingu
á bls. 27 og á
www.miðborgin.is
4 fréttir Helgin 14.-16. október 2011