Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 6

Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 6
Skemmtilegar barna- bækur Myndasaga um þrumuguðinn Þór Teikniblokk, stenslar og límmiðar fylgja! LEGO-kubbar fylgja! www.forlagid.is „Okkur hefur gengið vel í okkar vinnu og sam- vinnan við háskólann er góð“  MenntaMál HÍ Í Hópi 300 bestu Háskóla HeiMs Montinn að eiga þátt í frábærum árangri HÍ É g er montinn af því að hafa lagt mitt af mörkum til að þess að gera þetta að veruleika,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode og pró- fessor við læknadeild Háskóla Íslands, um þátt hans í því að koma skólanum inn á lista 300 bestu háskóla heims. Kári hefur ásamt tveimur samstarfs- mönnum sínum hjá deCode, þeim Unni Þorsteinsdóttur, sem einnig er prófessor við læknadeildina, og Agnari Helgasyni, prófessor við félagsvísindadeild, fengið aragrúa af fræðigreinum birtan í virtum tímaritum og gríðarlega mikið er vitnað í greinar þeirra í öðrum miðlum. Þetta er eitt af lykilatriðum þegar kemur að því að meta styrk háskóla og á sinn þátt í því að Háskóli Íslands er kominn í hóp 300 bestu háskóla heims. „Við erum hluti af háskólasamfélaginu. Okkur hef- ur gengið vel í okkar vinnu og samvinn- an við háskólann er góð. Það skemmir heldur ekki fyrir að hafa frábæran rektor eins og Kristínu,“ segir Kári. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttatímann að Kári, Unnur og Agnar séu á heims- mælikvarða í vísindaheiminum og skipti miklu máli fyrir skólann. „Þetta fólk er leiðandi í heiminum á sínu sviði og sam- starfið við þessa þrjá prófessora og de- Code er gríðarlega mikilvægt fyrir skól- ann. Þetta er mikilvægur samstarfsaðili sem á þátt í velgengninni,“ segir Kristín og bætir við að það sé líka ekki síður mikilvægt að hafa Landspítalann innan raða háskólasamfélagsins. „Sú vísinda- vinna sem fer fram á þessum stöðum og rannsóknir sem tengjast spítalanum. Þetta er ómetanlegt samstarf enda fólk á heimsmælikvarða,“ segir Kristín. Aðspurð segir hún að sitt fólk sé rétt að byrja á því að greina niðurstöður könnunarinnar og hafi því ekki enn yfirsýn yfir það hvaða þættir voru veiga- mestir í því að lyfta háskólanum upp á þann stall sem hann er í dag. „Það verð- ur ekki auðvelt að halda sér á þessum lista. Það er mikil vinna fram undan. En þetta er mikil lyftistöng fyrir skólann og íslenskt samfélag. Við finnum glögglega fyrir því að við munum leggja gríðarlega mikið á okkur til að halda skólanum á þessum stað,“ segir Kristín en skólinn er í sæti 276 til 300 á listanum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 10 efstu háskólanir 2011-2012 1. California Institute of Technology (Bandaríkin) 2. Harvard University (Bandaríkin) 3. Stanford University (Bandaríkin) 4. Univeristy of Oxford (Englandi) 5. Princeton University (Bandaríkin) 6. University of Cambridge (Englandi) 7. Massachusetts Institute of Technology - MIT (Bandaríkin) 8. Imperial College London (Englandi) 9. University of Chicago (Bandaríkin) 10. University of California, Berkeley (Bandaríkin) Kári Stefánsson, prófessor í læknisfræði og forstjóri deCode. Kári Stefánsson er ákaflega stoltur af sínum þætti í því að koma Háskóla Íslands á meðal 300 bestu háskóla heims. Ógrynni af greinum hans og kollega hans tveggja hjá deCode hafa birst í virtum tímaritum og gífurlega mikið er vitnað í skrif þremenninganna sem vegur þungt þegar háskólar eru metnir. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Ljósmyndari Birgir Ísleifur Gunnarsson Við flokkun er málmur tíndur úr sorpinu og annað heimilissorp hakkað og tætt til metanframleiðslu. Mynd/Hari  barnableiur eru átta prósent af HeiMilissorpi Pokar með kúk og pissi rifnir upp og tættir Hlutfall einnota barnableia í heimil- issorpi á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um tæp fjörutíu prósent frá árinu 2008; farið úr 5% í 8% af öllu sorpi. Kúk, umvöfðum bleiu og plast- poka, og útbólgnum hlandbleium er sturtað úr sorpbílunum á gólf urð- unarstöðvarinnar í Gufunesi. Síðan er þessu mokað á færiband þar sem ruslið er flokkað og bleiurnar hakkað- ar og tættar með öðru heimilissorpi. „Um leið og við erum farin að opna pokana og hakka úrganginn, flýtir það fyrir framleiðslu á metani,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri markaðs- og fræðsludeildar Sorpu. Flokkunin segir hún að hafi verið sett á fót til þess að ná málminum úr sorpinu, sem minnki blandaðan úr- gang um ellefu hundruð tonn á ári. Málmurinn sé endurunninn. Ragna gerir ekki kröfu um að barnafjölskyldur gangi öðruvísi frá einnota bleium en nú er gert. „Ég held að hvernig svo sem fólk setji bleiur í ruslið komi alltaf einhver lykt. Undan þessu hafa starfsmenn ekki kvartað þótt aukningin hafi verið svona mikil.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 6 fréttir Helgin 14.-16. október 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.