Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 8
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
Dýraspítalinn
í Garðabæ
er í viðskiptum
hjá okkur
Hanna, Jakobína og félagar á Dýraspítalanum
í Garðabæ taka á móti yfir þúsund dýrum
í hverjum mánuði, stórum sem smáum.
Þau eru sérfræðingar á sínu sviði og sinna
fjölbreyttum þörfum viðskiptavinanna. Það
gerum við líka.
Þess vegna er Dýraspítalinn í Garðabæ
í viðskiptum hjá okkur.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Erlendar eignir lífeyrissjóða rýrna
7%
RýRnun á eR-
lendum eignum
lífeyRissjóða
Ágúst 2011
Seðlabankinn
niðurfærsla lána heimilanna
alls var búið að færa lán heimilanna niður um 164
milljarða króna í lok ágúst, þar af rúmlega 130 millj-
arða króna vegna endurútreiknings gengistryggðra
lána, þ.e. 92 milljarða vegna íbúðalána og 38 milljarða
vegna bifreiðaviðskipta. í lok ágúst höfðu 15.592 um-
sóknir borist fjármálafyrirtækjum og íbúðalánasjóði
um að fá eftirstöðvar fasteignaskulda færðar niður
að 110% af verðmæti fasteignar með hinni svokölluðu
110%-leið, að því er fram kemur í samantekt grein-
ingar íslandsbanka þar sem vitnað er til skýrslu árna
Páls árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem
hann hefur lagt fyrir alþingi. af þessum umsóknum
var búið að samþykkja 8.551 umsókn í lok ágúst og
nam heildarfjárhæð niðurfærslu lánanna ríflega 27
milljörðum króna, þar af 24 milljörðum hjá fjármála-
fyrirtækjum. áður höfðu bankar og sparisjóðir afgreitt
samkvæmt gömlu 110%-leiðinni 1.510 umsóknir og
nam sú niðurfærsla tæplega 10 milljörðum króna. - jh
Viðtal við framkvæmdastjóra Félags
fasteignasala í Fréttablaðinu í september
í fyrra varð kveikjan að þeirri ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins að skoða hvort
stærstu bankarnir, Íbúðalánasjóður og
Félag fasteignasala hefðu með sér samráð
um fjölda fasteigna í sölu.
Þar var haft eftir Grétari Jónassyni,
framkvæmdastjóranum, að bankarnir
yrðu að tryggja hagsmuni sína „sem
fara saman við aðra á þessum markaði;
að tryggja sölu eigna á sem bestu verði.
Þetta verður gert faglega með því að
mjatla þessum eignum smátt og smátt inn
á markaðinn.“
Grétar segir rannsóknina byggða á
fjarlægum ásökunum vegna alvarlegs
misskilnings milli sín og blaðamanns og
framsetningar hans á viðtalinu. „Það er
ekkert samráð í gangi.“ Hann segir Sam-
keppniseftirlitið hafa fengið öll gögn sem
það hafi óskað eftir. „Við höfum ekkert
að fela og hjálpum þeim eftir bestu getu.“
Með einu símtali hefði eftirlitið getað
sparað sér þær viðamiklu aðgerðir sem
farið var í.
Svavar Hávarsson blaðamaður skrifaði
fréttina. „Ég fékk aldrei neina athuga-
semd vegna þessarar fréttar,“ segir hann
en spurður um það segir Grétar að hann
hafi rætt við ritstjórann og vakið athygli
hans á villandi framsetningu
fréttarinnar. Grétar minnir
á að samstarf Félags fast-
eignasala við bankana og
Íbúðalánasjóð hafi verið
komið á vegna gagnrýni
á að bankarnir seldu eignir
beint, án réttinda og aug-
lýsinga á almennum
markaði.
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Grétar Jónasson,
framkvæmdastjóri
félags fasteigna-
sala.
SamkeppniSeftirlitið Skoðar meint Samráð á faSteignamarkaði
„Alvarlegur misskilningur“ að baki samráðsrannsókn
Of fáar tómar
eignir til að verð
lækki
samkvæmt úttekt frétta-
tímans fyrir hálfum mánuði er
fasteignasala í ár á við það sem
var árin 1994 og 1995. salan í ár
er þó 40 prósent meiri en í fyrra.
greiningardeild arion banka spáir
því að verðið hækki á höfuðborg-
arsvæðinu næstu tvö ár. fjöldi
eigna banka og íbúðalánasjóðs á
höfuðborgarsvæðinu lækki ekki
fasteignaverð þar sem svo fáar
standi þar tómar. íbúðalánasjóður
á 63 tómar eignir á höfuðborgar-
svæðinu en 433 á landinu öllu.
erlendar eignir lífeyrissjóða skruppu saman í ágúst um tæpa
35 milljarða króna eða sem nemur 7%, og hefur hlutfall þeirra
af heildareignum lífeyrissjóða ekki verið lægra í ríflega sex ár.
á heildina litið minnkaði hrein eign sjóðanna til greiðslu lífeyr-
is um 24 milljarða króna í ágúst, en hún nam 2.019 milljörðum
króna í ágústlok, að því er seðlabankinn greinir frá. svo mikil
hefur lækkun á eign sjóðanna milli mánaða ekki verið síðan í
ársbyrjun 2009, að því er fram kemur hjá greiningu íslands-
banka, eða síðan sjóðirnir voru enn að súpa seyðið af banka-
hruninu. Þar kemur enn fremur fram að ágúst var afleitur á
erlendum hlutabréfamörkuðum. auk þess styrktist krónan
um 1,5% í ágúst, sem rýrir erlendu eignastöðuna í krónum.
erlendar eignir lífeyrissjóða námu alls 454 milljörðum króna í
ágústlok, sem samsvarar 22,5% af hreinni eign sjóðanna. - jh
mætast á miðri leið
Það er dýrt og tímafrekt fyrir
fátæk íþróttafélög að leggja í
langferðir með keppnisflokka
sína. flest láta sig þó hafa það
en körfuknattleikslið ungmenna-
félags Bolungarvíkur og sindra
á Hornafirði, sem leika í 2. deild,
gripu til sinna ráða þegar þau sáu
fram á 1.800 kílómetra ferðalag;
annars vegar frá Bolungarvík til
Hafnar og öfugt. Þau ákváðu því
að mætast á miðri leið, að því er
fram kemur á vef Bæjarins besta
á Ísafirði. Báðir kappleikir liðanna
í vetur fara því fram í forseta-
höllinni svokölluðu á álftanesi
en leikið verður helgina 21.-22.
janúar næstkomandi. - jh
n ú ætti Gunnar Rúnar Sigurþórsson að geta talið dagana þar til hann er laus
maður, segir Helgi Gunnlaugs-
son, prófessor í félagsfræði við
Háskóla Íslands: „Það gat hann
ekki á Sogni. Þar hefði hann þess
vegna getað verið lokaður inni til
æviloka.“
Gunnar Rúnar var í gær sak-
felldur í Hæstarétti fyrir morðið á
Hannesi Þór Helgasyni í Hafnar-
firði í ágúst í fyrra og dæmdur í
sextán ára fangelsi. Dómurinn
taldi hann hafa skipulagt morðið
í þaula og ætlað að komast upp
með það. Gunnar Rúnar hafði
áður verið dæmdur í ósakhæfur í
héraði og inn á réttargeðdeildina
á Sogni.
„Hann getur búist við að losna
eftir afplánun 2/3 hluta dómsins,
hagi hann sér eins og menn jafnan
gera. Það er ekki algengt að menn
sitji af sér allan dóminn og ég
man ekki eftir slíku dæmi í fljótu
bragði.“ Helgi segir að á Sogni sé
það í höndum heilbrigðisstarfs-
manna að meta hvort brotamenn,
sem hafi verið dæmdir ósakhæfir,
séu hæfir til að fara út í samfélagið
aftur. „Það eru dæmi um það hér
á landi að menn sem hafa verið
dæmdir ósakhæfir fyrir manndráp
sitji lengur inni á stofnun við hæfi
en hefðu þeir verið dæmdir.
Helgi bendir þó einnig á að heil-
brigðisstarfsmenn hefðu getað
metið Gunnar Rúnar hæfan til að
yfirgefa stofnunina og fara út í
samfélagið fyrr en dómsyfirvöld.
„Þarna fer hann úr hendi heil-
brigðisyfirvalda í hendur fang-
elsisyfirvalda. Þar gilda allt aðrar
forsendur.“ Verði hegðun hans
í fangelsi góð geti hann einnig
hugsanlega losnað fyrr en eftir
rúm tíu ár, jafnvel farið á betruna-
heimili eins og Bitru.
Kristín Helgadóttir, systir Hann-
esar Þórs Helgasonar, sagði við
Vísi fyrir utan Hæstarétt að fjöl-
skyldan teldi réttlætið hafa sigrað:
„Dómurinn sá í gegnum þennan
illskeytta mann.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
DómSmál HæStiréttur Dæmir mann Sem talinn var óSakHæfur
Gunnar Rúnar aftur á
götuna eftir rúm tíu ár
afbrotafræðingur segir
morðingja Hannesar Þórs
Helgasonar nú fara úr
höndum heilbrigðisyfirvalda
til fangelsisyfirvalda. Hann
geti nú losnað eftir afplánun
2/3 hluta dómsins en hefði
ekki haft nokkra hugmynd
um hvenær eða hvort hann
losnaði af sogni.
Gunnar Rúnar Sigurþórsson er
sakhæfur og hefur verið dæmdur í
16 ára fangelsi. fyrir morðið birti
hann ástarjátningu til unnustu
Hannesar á youtube.
8 fréttir Helgin 14.-16. október 2011