Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 10
 Vinnumarkaður mikið atVinnuleysi en fólk neitar Vinnu Hundruð milljóna sparast með eftirliti B jarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur bent á einkennilega stöðu á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er mikið í sögulegu samhengi en þrátt fyrir það kvarta fyrirtæki í öllum greinum iðnaðar undan skorti á hæfu starfsfólki, m.a. í þeirri grein sem kreppan lék harðast, byggingar- iðnaði. Miðað við landshluta er hlutfallslegt atvinnuleysi mest á Suðurnesjum en jafnvel þar neitar fólk vinnu, að því er fram kom á fundi sem atvinnu- og hafnasvið Reykja- nesbæjar hélt nýverið um atvinnuástand í bænum. Þann fund sat meðal annars Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Í viðtali við Fréttatímann sagði Gissur að nokkuð væri um það að fólk á atvinnuleysis- skrá neitaði vinnu sem því stæði til boða að teknu tilliti til starfsreynslu, hvort heldur væri í viðtali við stofnunina eða vinnuveit- endur. Slíkt getur haft áhrif á bótaþegann. „Ef skýringarnar eru ekki ásættanlegar fá menn ekki greiddar bætur í tvo mánuði. Síðan þyngist það og þeir geta dottið endan- lega út af skrá,“ segir Gissur. Hann segir að samstarf Vinnumálastofnunar og vinnu- veitenda skipti miklu máli. „Við þurfum að fá skýrar upplýsingar um hvað gerðist í samtalinu eftir að viðkomandi mætti eftir hvatningu frá okkur þar sem bent var á laust starf hjá fyrirtæki – fá ástæðu þess að maður er ekki ráðinn – því ef vinnuveitand- inn vill manninn en hann neitar þá missir hann bæturnar.“ Gissur segir starfsfólk Vinnumálastofn- unar heyra fréttir eins og hagfræðingur Samtaka iðnaðarins nefnir um að erfitt sé að manna stöður og sé jafn hissa á því og aðrir. Þetta sé hins vegar almenn lýsing og ef fréttist af fyrirtæki sem sé í vandræðum hafi stofnunin samband og miðli fólki eða fái vandræðin vegna mannaráðninga stað- fest beint. „Vandinn í þessu er launastrúktúrinn, þ.e. launin sem verið er að bjóða fyrir þessi störf og að sumu leyti samkeppni bótakerf- isins við vinnumarkaðinn,“ segir Gissur en bætir því við að það sé ekki nægileg skýring að hafna starfi á þeirri forsendu að of lágt kaup hafi verið boðið, ef það er í samræmi við kjarasamninga. Bjarni Már bendir einnig á þetta en fram kemur hjá honum að samkvæmt útreikn- ingum Samtaka atvinnulífsins hafi kaup- máttur lágmarksbóta almannatrygginga hækkað 50 prósentum meira en kaup- máttur almennra launa. Kerfið letji fólk því til vinnu – en jafnframt sé vitað að í vissum greinum sé svört avinnustarfsemi útbreidd. Samtök iðnaðarins hafa áætlað að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika sé um 40 milljarðar króna á ári. Gissur segir að einkum sé tvennt til ráða gegn svörtu atvinnustarfseminni; annars vegar að bjóða fólki störf sem losna og hins vegar alls konar náms- og vinnumark- aðsúrræði. Þar er fólk á atvinnuleysis- skrá miskunnarlaust boðað á námskeið, til dæmis sjálfsstyrkingarnámskeið sem standi daglega frá kl. 10 til 15 í fimm vikur. „Þá falla mjög margir af vegna þess að þeir hafa engan tíma til slíks; eru væntanlega í vinnu.“ Innan Vinnumálastofnunar er eftirlits- deild og segir Gissur að hún skili miklum árangri. „Við fylgjumst með, köllum fólk fyrir og fylgjumst til dæmis með ferðum þess til útlanda; því ber að tilkynna þær því þá er það í raun ekki til reiðu fyrir vinnumarkaðinn. Þá höfum við verið í sam- bandi við ríkisskattstjóra varðandi svarta vinnumarkaðinn. Þannig næst til margra og það skiptir hundruðum milljóna króna á ári sem við myndum ella borga í bætur ef við værum ekki með þetta eftirlit. Eftirlits- heimildir okkar hafa verið styrktar og við getum kallað eftir gögnum frá fleiri aðilum en áður.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Neiti maður vinnu missir hann atvinnu­ leysisbætur. Vandinn er að sumu leyti samkeppni bóta­kerfisins­ við vinnu­ markaðinn, segir for­ stjóri Vinnu­ málastofn unar. Tug millj arða tap skatttekna vegna svartrar vinnu. Þrátt fyrir fjölda manna á atvinnuleysisskrá gengur erfiðlega að ráða fólk í ýmsar starfsgreinar. Með eftirliti kemur Vinnumála­ stofnun í veg fyrir að árlega séu greidd hundruð milljóna í bætur vegna svika. Ljósmynd/Hari Þeir hafa engan tíma til slíks, eru væntan- lega í vinnu. Sitja óáreittir í verkfalli „Við beygjum ekki af leið og gerum engar málamiðlanir, segir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar undirmanna áhafna á hafrannsóknarskipum ríkisins. Sjómennirnir hafa verið í verkfalli í hálfan mánuð. Jónas viðurkennir að kröfurnar séu brattar, jafnvel hátt í helmingshækkun lægstu launa, en þeir ætli ekki að hvika frá kröfunum og séu tilbúnir að vera­í­verkfalli­fram­yfir­áramót.­ „Laun þeirra eru miklu lægri en á almennum markaði. Um næstu áramót nemur skerðing á sjómanna­ afslætti um hálfum mánaðarlaunum þeirra,“ segir Jónas og vill til að mynda að ríkið, sem útgerðar­ félag mannanna, bæti þeim upp tapið. ­ gag Kvenlöggum fækkar Aðeins tvær konur en áttatíu karlar gegna æðstu störfum innan lögreglunnar og af­23­yfirlögregluþjónum­er­engin­kona.­ Lögreglukonum hefur jafnframt fækkað meira frá bankahruni en körlum. Mun færri konur eru í íslensku lögreglunni en lögreglu nágrannalandanna. Þar eru þær 15­20% lögreglumanna en hér 11%. „Það er verðugt markmið að stefna að því að konur verði a.m.k. 15% af heildarfjölda lögreglumanna hér á landi eftir 5­7 ár,“ segir í fjárlagafrumvarpi 2012. Þar kemur fram að þegar Lög­ regluskólinn­tók­til­starfa­hafi­ fjórar af hverjum 100 löggum verið konur, en frá árinu 2000 sé hlutfall útskrifaðra kvenna 21% miðað við karla. ­ gag Ríkir kannski óvinsælir en það voru gyðingar líka Hæstaréttarlögmaðurinn Hróbjartur Jónatansson ætlar að stefna ríkinu fyrir eignaupptöku. Hann skoðar allar hliðar auðlegðarskattsins sem settur var í fyrra á eignir einstaklinga umfram 90 milljónir og 120 milljónir á eignir hjóna. Með auðlegðar­ skattinum sé hluti af eigninni tekinn eftir að greiddir­hafi­verið­af­henni­skattar.­Eignar­ rétturinn sé friðhelgur. Spurður hvort hann telji málstað auðugra sympatískan, svarar hann: „Gyðingar voru drepnir í Þýskalandi vegna þess að þeir nutu ekki meðaumk­ unar. Það er þetta sjónarmið að einhver eigi að sæta lakari meðferð af því að hann er í tiltekinni stöðu.“ Auðlegðargjald í Þýska­ landi­hafi­verið­afnuminn­eftir­dóm.­-­gag www.bleikaslaufan.is H :N m ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Jólaferðir Bændaferða til Þýskalands hafa öðlast fastan sess í hjörtum margra og hafa verið geysivinsælar í gegnum árin. Í þessari nýju jólaferð er ferðinni heitið til borgarinnar Mainz sem stendur við ána Rín. Mainz hefur upp á margt að bjóða og skartar miðbærinn fallegum jólamarkaði sem á sér 200 ára gamla sögu. Þar má einnig sjá einstaklega fallegan 11 metra háan jólapíramída sem prýddur er englum, jólasveinum og þekktum hetjum úr sögu Mainz. Boðið verður upp á stutta bæjarferð um Mainz og eftir það er upplagt að njóta aðventustemningarinnar, kíkja í verslanir eða ylja sér við jólaglögg. Einnig verður farið í dagsferð til háskólaborgarinnar Heidelberg, þar sem kastali frá 13. öld gnæfir tignarlega yfir borginni en í miðbænum er einnig þekktur jólamarkaður þar sem kaupa má allskyns fallegar jólavörur. Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Verð: 105.700 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting í 3 nætur með morgunverði, ferðir til og frá flugvelli í Frankfurt, skoðunarferð til Heidelberg og íslensk fararstjórn. 1. - 4. desember Sp ör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Allar skoðunarferðir innifaldar! Jólaferð til Mainz Smáralind 201 Kópavogur 544 2278 Hverafold 1-3 112 Reykjavík 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Opnunartími Hverafold: Virka daga 8:00–18:00 og föstudaga 8:00–18:30 Opnunartími í Smáralind: Virka daga 11:00–19:00 og laugardaga 11:00–18:00 SKYRTUTILBOÐ! 300 kr. skyrtan – ef komið er með þrjár eða fleiri í einu. 10 fréttir Helgin 14.­16. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.