Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 12

Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 12
Góð hugmynd á skilið að verða að veruleika Svanni - lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um lánatryggingar Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki og að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Unnt er að sækja um lánatryggingu vegna eftirtalinna þátta: Stofnkostnaðar • Markaðskostnaðar• Vöruþróunar • Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.• Lánatrygging skal ekki vera undir einni milljón króna og að jafnaði skal trygging ekki fara yfir tíu milljónir króna. Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs má finna á heimasíðu verkefnisins www.svanni.is og er umsóknarfrestur til og með 19. október 2011. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins í síma 582 4914. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið svanni@svanni.is. Djúp gjá milli leigjenda og leigusala Óbrúanleg gjá virðist vera á milli leigutaka og leigusala á höfuðborgarsvæðinu. Leigusalar þurfa mun hærra leiguverð til að standa undir fjárfestingu sinni en leigutakar hafa ekki efni á að borga meira. H inn almenni leigumarkaður á Ís- landi er í tómu tjóni ef marka má orð þeirra sem til þekkja. Mark- aðurinn er vanþróaður, íbúðirnar henta ekki leigjendum og hvorki leigjendur, sem eru komnir að þanmörkum í greiðsluþoli leigu, né leigusalar, sem sérfræðingar eru sammála um að þurfi hærri leigu til að standa straum af aukn- um kostnaði vegna eigna, eru ánægðir. „Það er í raun bara þannig að engar af þessum hagstærðum á leigumarkaðnum smella saman. Markaðurinn er í ójafn- vægi. Leiguverð er of hátt fyrir leigj- endur og of lágt fyrir leigusala. Ég fæ þetta bara ekki til að ganga upp og því miður sé ég ekki neina aðra lausn en að auka kaupmátt fólks með hærri launum og lækka vexti,“ segir Svanur Guðmunds- son, formaður Félags leigumiðlara, um ástand leigumarkaðarins á höfuðborgar- svæðinu. Nýverið birti Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, greiningu sína á ís- lenskum íbúðamarkaði. Þar var sérstak- lega vikið að leigumarkaðnum á Íslandi sem Ársæll taldi ekki arðbæran fyrir leigusala. Hann talaði um að leiguverð þyrfti að hækka um 36 prósent til að útleiga væri raunhæfur fjárfestingar- kostur. Friðjón Sigurðsson, leiguráð- gjafi hjá Sedrusi, er sammála Ársæli að því leyti að leigan þurfi að hækka til að það borgi sig að leigja út íbúðir en segir jafnframt að útgangspunktur greiningar Ársæls hafi verið rangur, að hans mati. „Útgangspunkturinn er að þeir gefa sér að þú kaupir fasteign og leigir hana út til að græða á henni. Það hefur enginn orðið eða verður milljónamæringur á því að leigja út húsnæði. Það er ekkert nýtt að ávöxtunin í útleigu er léleg. Menn hafa grætt á því að kaupa og selja fasteignir,“ segir Friðjón en bætir við að aðstæður nú séu hins vegar vondar fyrir leigusala. „Eins og staðan er í dag nær leigan ekki upp í kostnað, í það minnsta ekki í meðalstóru og stóru húsnæði. Það getur enginn byggt í dag og komist klakklaust frá því og ég held að 30 prósent hækkun á leiguverði sé ekki fjarri lagi þegar horft er til þess hvað þarf til að leigusalar kom- ist úr dæminu á að minnsta kosti sléttu,“ segir Friðjón. Og Svanur tekur í sama streng. „Þetta er hárrétt og ég held reyndar að leigu- verð þyrfti að hækka um helming miðað við verðmyndun. Á sama tíma er leigu- verð fáránlega hátt miðað við greiðslu- getu fólks. Þetta er galið ástand,“ segir Svanur. Ekki horft á þarfir markaðarins Það er ekki bara ójafnvægi í þörfum leigj- enda og leigusala. Eitt stærsta vandamál leigumarkaðarins er að byggðar hafa verið íbúðir á undanförnum árum sem þjóna ekki þörfum þeirra sem leita á leigumarkaðinn. „Það er alltof mikið af eignum á leigumarkaðnum sem eru of dýrar af því að þær eru of stórar. Það vantar fleiri íbúðir fyrir fjölskyldur með þrjú til fjögur börn – aðallega fyrir ungt fólk. Fyrir þetta fólk er varla hægt að finna eignir sem það ræður við að borga af,“ segir Svanur og bætir við að leigumarkaðurinn á árunum fyrir hrun hafi verið svo vanþróaður að í óefni var komið. „Alvöru leigumarkaður hefði sagt okkur hvað fólk gæti borgað og hvernig húsnæði fólk vildi. Í góðærinu var byggt alltof stórt á röngum stöðum. Síðan var auðvitað ekki hægt að keppa við þessi hundrað prósentna lán. Það keyptu allir – enginn hafði áhuga á að leigja. Núna er eftirspurn á markaðnum. Það vantar fleiri eignir og það vantar réttu eignirn- ar,“ segir Svanur. Og undir þetta mat Svans á leigumark- aðnum tekur Friðjón. „Leigumarkaður- inn á Íslandi hefur verið vanþróaður. Hann stækkaði eftir hrun en þá komu inn á markaðinn söluíbúðir sem breytt var í leiguíbúðir. Þær pössuðu ekki endilega við það sem markaðurinn var að leita að,“ segir Friðjón. Sigurður Helgi Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Húseigendafélagsins, segir í samtali við Fréttatímann að það vanti íbúðir – sérstaklega hentugar minni íbúðir. „Byggingarlöggjöfin hefur frekar stuðlað að byggingu stórra íbúða með kröfum um til að mynda stærð þvottahúsa,“ segir Sigurður og bendir Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar @frettatiminn.is Það þarf að lækka vexti og auka kaup- mátt. Þetta hangir saman við almenna húsnæðis- markaðinn og kerfið í heild sinni. Leigjendur og leigusalar eru langt hver frá öðrum. Leigjendur geta ekki borgað meira en leigusalar þurfa hærri leigu. Samsett mynd 12 fréttaskýring Helgin 14.-16. október 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.