Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 30
É
g fæddist í Reykjavík
17. júní árið 1979, dóttir
Arnar Þorlákssonar, sem
var sölumaður veiðar-
færa vestur á Granda,
og Margrétar Ákadóttur leikkonu.
Þau skildu þegar ég var þriggja ára
og ég var mikil pabbastelpa. Eins og
oft gerist hjá skilnaðarbörnum lendir
pabbinn í guðatölu en mamman, sem
annast barnið mest, fellur í skuggann
og fær ekki að vita af því fyrr en síðar
í lífinu hversu vel barnið hennar mat
hana allan tímann. Mamma er klett-
urinn í lífi mínu og hefur alltaf verið
það. Við pabbi vorum mjög tengd
þangað til á unglingsárum mínum.
Þau voru okkur báðum svolítið erfið.
Pabbi var eitthvað hræddur um mig
og ótti hans braust fram í því að hann
gat stundum verið óvæginn við mig.
Þegar ég var orðin þroskuð ung kona
náðum við vel saman en samt voru
átök á milli okkar; enda barðist hann
við sjúkdóminn alkóhólisma eins og
svo margir aðrir gera.“
Leikarabarn
Æskuár Helgu voru í miðbænum og
Vesturbænum en þær mæðgur fluttu
mjög oft.
„Mamma var mikil flökkukind og
fannst alltaf að hún væri að koma
okkur í betri stöðu með því að skipta
um húsnæði,“ segir Helga brosandi.
„Hún gætti þess þó að flytja aldrei
lengra en svo að ég gæti alltaf verið í
sama skólanum. Ég þoldi þetta ekki
þegar ég var barn, en sem fullorðin
manneskja tel ég að ég hafi haft gott
af þessu. Börn verða að læra að hafa
aðlögunarhæfni og hana hef ég í
ríkum mæli. Ég get aðlagast öllum
aðstæðum sem mér er boðið upp á.
Aðstæðum sem jafnaldrar mínir, sem
bjuggu kannski á sama staðnum í
tuttugu ár með foreldrum sínum og
aldrei neitt rask átti sér stað og ekk-
ert kom upp á, ráða kannski ekki við.
Hins vegar fékk ég algjört ofnæmi
fyrir flutningum; pakka niður, pakka
upp – aftur og aftur! Svo hékk ég með
mömmu á leiksýningum á kvöldin
og fór til dæmis svo oft á leikritið Þar
sem Djöflaeyjan rís, sem var sýnt í
bragga vestur í bæ og mamma lék í,
að ég tók eftir því ef leikararnir gerðu
mistök! Ég var mikið leikhúsbarn og
einhvern tíma sem barn leiddi ég hug-
ann að því að verða leikkona en samt
vildi ég hafa örlítið meiri áhrif en leik-
arar. Á tímabili langaði mig að verða
læknir, láta gott af mér leiða og hafa
áhrif – og að vissu leyti eru blaða-
og fréttamenn að gera nákvæmlega
það. Við erum að koma á framfæri
óréttlæti og kalla eftir viðbrögðum
ráðamanna. En í raun vissi ég ekkert
hvað ég vildi verða þegar ég stundaði
nám við Menntaskólann í Reykjavík.
Ég slugsaðist bara einhvern veginn
gegnum skólann, fór svo í háskólann
og tók BA-gráðu í stjórnmálum og
frönsku en svo hitti það mig eins og
elding í hjartað að verða fréttamaður.
Og það er ólýsanlega gott að vita við
hvað maður vill starfa.“
Andlát pabba mótað mig mikið
Fyrir tíu árum missti Helga föður
sinn skyndilega, aðeins 53 ára að
aldri.
„Elsku pabbi minn var alkóhólisti
og það hefur skýrt fyrir mér í seinni
tíð hvernig hann brást við á unglings-
árum mínum því sá sjúkdómur hefur
auðvitað áhrif á viðmót og skapferli
fólks. Hann fékk gáttaflökt, fór í
rafvendingu, sem fór mjög illa í hann,
og þurfti að fara aftur á sjúkrahús.
Konan hans hringdi í mig og bað
mig að fara á sjúkrahúsið til hans
EF eitthvað færi illa. Ég lét mig hafa
það að fara, þótt mér þætti það ekki
mikilvægt á þeirri stundu, en mikið
óskaplega verð ég henni alltaf þakk-
lát fyrir að hafa ýtt við mér. Ég fór til
hans á miðvikudegi, hann útskrifaðist
daginn eftir og fékk hjartastopp um
kvöldið. Hann var lagður inn á sjúkra-
hús og við vöktum yfir honum í viku.
Þá lést hann, aðeins 53 ára. Þarna
var ég 23 ára og var hjá honum þegar
hann lést. Andlát hans hefur setið
í mér öll þessi ár. Ég hef ekki verið
sama manneskja eftir þetta. Ég varð
vitni að andlátinu og þótt heili pabba
væri farinn var líkaminn sterkur.
Þetta var mjög kröftugur dauðdagi
og ég næ þessari mynd ekki úr huga
mér enn. Ég var kannski of ung til að
vera í svona miklu návígi við dauðann
– og sérstaklega þar sem um foreldri
mitt var að ræða. Það gerði það að
verkum að ég hef þróað með mér
gríðarlega lífshræðslu sem vaknaði í
sorgarferlinu. Maður gerir sér ekki
grein fyrir því, þegar maður er ung
manneskja, hversu stutt þetta bil er;
að það sé bara örþunn lína milli lífs og
dauða. Ég hélt að dauðinn væri mér
fjarlægur og ég myndi ekki kynnast
honum nærri því strax. Ég hef verið
að vinna í mér með þessa lífshræðslu;
borða hollan mat, hreyfi mig mikið og
annað slíkt. Ég er alveg ofboðslega
hrædd um mína nánustu; mömmu,
sem ég er svo gríðarlega náin, bróður
minn, systur mína og kærastann
minn. Þau mega ekki kveinka sér, þá
verð ég dauðhrædd. Mörgum finnst
ég ganga of langt með þessa hræðslu
en ég ræð bara ekkert við þetta og
er, eins og ég sagði áðan, að vinna í
þessu.“
Hef unnið fyrir öllu mínu sjálf
Helga Arnardóttir, fréttakona á Stöð 2 hristi duglega upp í landsmönnum með viðtölum við
sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þjóðfélagið logaði alla síðustu viku
eftir að dagbækur Tryggva Þórs Leifssonar, eins sakborninga í málinu, voru lagðar fram og innanríkis-
ráðherra ákvað að skipa nefnd til að fara ofan í saumana á málinu. En hver er þessi stúlka sem aðeins
32 ára hefur uppskorið eins og hún sáði? Ljósmyndir/Hari
Þú talar þarna um bróður og systur?
„Já, pabbi hafði eignast dóttur áður en
hann var í sambandi við mömmu. Hún
heitir Ingunn Björg Arnardóttir og er
kennari, níu árum eldri en ég. Þegar ég
var tíu ára bankaði ég upp á hjá henni
og spurði hvort hún vildi vera „memm“.
Það hafði ekki verið mikill samgangur
á milli okkar. Hún tók svo þátt í að ala
mig upp næstu tíu árin, veita mér móður-
legan stuðning og í dag erum við bestu
vinkonur. Hún er mér mjög dýrmæt. Litli
bróðir minn heitir Snæbjörn Áki og er 21
árs. Hann fæddist fjórum mánuðum fyrir
tímann og var á spítala í lífshættu fyrstu
níu mánuði lífs síns. Það var gríðarlega
erfiður tími fyrir mömmu. Áki ber þess
merki í dag, þessi elska, að vera fyrir-
buri og hann er alveg yndislegur. Hann
er með skerta sjón og skerta heyrn en
hörkuduglegur; vinnur úti, keyrir sinn
eigin bíl og er ekkert að væla! Hann er
stórkostlegur. Hann hefur alveg fengið
að finna fyrir einelti – það er bara stað-
reynd að fólk þolir ekki „öðruvísi“ fólk.“
Tár á koddanum
Hún segir samskipti sín við karlmenn
hafa litast af því að hafa ekki haft karl-
mann á heimilinu þegar hún var að alast
upp.
„Það er ekki fyrr en nú í seinni tíð sem
ég hef fundið menn sem mér finnst ég
eiga eitthvað sameiginlegt með. Ég hef
alltaf verið hrædd við höfnunartilfinn-
ingu og mér var ríkulega hafnað!“ segir
hún og skellihlær. „Það hafa sko alveg
farið nokkur tár í koddann, skal ég segja
þér!“
Helga varð stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1999 og þaðan lá
leið hennar í Háskóla Íslands.
„Ég slugsaðist í gegnum MR og vissi
ekkert hvað ég vildi verða. Svo tók ég eitt
viðtal í Stúdentablaðið við Ara Edwald,
Áki ber
þess merki
í dag, þessi
elska,
að vera
fyrirburi
og hann er
alveg yndis-
legur. Hann
er með
skerta sjón
og skerta
heyrn en
hörku-
duglegur;
vinnur úti,
keyrir sinn
eigin bíl og
er ekkert að
væla! Hann
er stórkost-
legur.“
Framhald á næstu opnu
Anna
Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
Helga Arnardóttir
„Elsku pabbi minn
var alkóhólisti og það
hefur skýrt fyrir mér í
seinni tíð hvernig hann
brást við á unglings-
árum mínum því sá
sjúkdómur hefur auð-
vitað áhrif á viðmót og
skapferli fólks.“
30 viðtal Helgin 14.-16. október 2011