Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 33
Kjúklingabollur í drekasósu
www.ora.is
... einfalt, fljótlegt og gott!
Smakkaðu
nýjung frá ORA
Kjúklingabollur í súrsætri sósu
samfleytt til að fullvinna viðtölin og
er yfirmanni mínum óendanlega
þakklát fyrir það. Nokkrir hafa
stigið fram, þar á meðal blaðamenn
sem skrifuðu um Guðmundar- og
Geirfinnsmálin á sínum tíma. Þeir
hafa hvatt fólk til að lesa hæsta-
réttardóminn yfir sakborningunum
sex og haldið því fram að réttir
menn hafi verið sakfelldir. Mér
finnst svona málflutningur ekki
svara verður að öðru leyti en því að
við þá sem nú gagnrýna að það eigi
að hefja rannsókn á málsmeðferð-
inni vil ég bara segja þetta: Ég er
búin að lesa blöðin frá þessum tíma
og blaðamenn þá spurðu ekki lykil-
spurningarinnar: „Er það mann-
sæmandi að geyma fólk í einangr-
unarklefum í tvö ár?“ Það var engra
spurninga spurt um meðferðina á
þessu fólki og það var í mörgum
blöðum hrein kranablaðamennska í
gangi þarna, að mínu viti. Af hverju
var málsmeðferðin ekki gagnrýnd,
að undanskildum örfáum greinar-
höfundum sem gerðu það? Þetta
var í miðju dagblaðastríði Vísis og
Dagblaðsins og greinarnar gengu
út á það hvort væri með stærra
skúbb. Flestar greinanna hófust
á orðunum: „Lögreglan segir ...“
Gamall blaðamaður sagði við mig
um daginn að þeir hefðu gert sömu
mistök á þessum tíma og blaða- og
fréttamenn gerðu í aðdraganda
hrunsins: „Við gleymdum að spyrja
veigamestu spurninganna.“ Þeir
blaðamenn sem stíga fram núna
og stæra sig af því að hafa verið
blaðamenn í þessu máli, ættu að
gæta sín á sleggjudómum því það
eru sannarlega ekki öll kurl komin
til grafar í þessu máli. Að því kom-
umst við þegar rannsóknarhópur-
inn kemur með sína niðurstöðu.
Það var ekki gagnrýnin rannsókn-
arblaðamennska á þessum tíma.
Þetta eigum við enn til í íslensku
samfélagi í dag.
Þetta Guðmundar- og Geirfinns-
mál kennir okkur að halda fast í
rannsóknarblaðamennskuna, að
spyrja spurninga sem skipta máli.
Ég er ekki að taka afstöðu til Guð-
mundar- og Geirfinnsmálsins; ég er
að taka afstöðu til málsmeðferðar-
innar þar sem hver einn og einasti
flötur hennar er gagnrýni verður.“
Langar að eignast börn
Það trúa því örugglega fáir að
þessi glæsilega kona hafi fellt
mörg tár í koddann vegna ástar-
sorga, en nú hefur hún fundið
ástina og er í sambúð með Reyni
Erni Þrastarsyni.
„Já, ég var óheppin fyrstu árin
og andlát pabba hafði mikil áhrif á
mig sem manneskju. Ég er ofsalega
opin tilfinningalega, ég er ekkert
fyrir leiki og það hefur kannski
farið fyrir brjóstið á þessum strák-
um!“ segir hún og brosir. „Reynir
er eldri en ég, hann er með lífs-
reynslu og tekur mér eins og ég er
með öllum mínum kostum og göll-
um. Við eigum ótrúlega vel saman.
En vissulega er vinnan mín mikið
álag á fjölskyldulíf og Reynir þarf
að þola ýmsar sveiflur sem fylgja
því. Þetta starf getur tekið mjög á
tilfinningarnar, maður heyrir alls
konar sögur sem maður tekur inn
á sig og þótt maður reyni að brynja
sig fyrir öllu, þá bý ég sem betur
fer yfir mannlegri samúð og tek inn
á mig sorglegar sögur. Ég er alveg
uppgefin eftir Guðmundar- og
Geirfinnsmálið; því fylgir svo mikill
sársauki. Reynir styður dyggilega
við bakið á mér, hefur trú á mér
og ... já, hann bara ræður við mig,
þetta tilfinningabúnt sem ég er! Ég
sé mig alveg vinna hin ólíklegustu
störf í fjölmiðlum í framtíðinni,
hjarta mitt liggur þar. Mig langar
að búa í útlöndum í einhvern tíma,
helst að vinna hjá erlendum fjöl-
miðli – og nú er ég tilbúin að fara að
eignast börn og stofna fjölskyldu. Í
fyrsta skipti á ævinni finnst mér ég
vera hamingjusöm, bæði í starfi og
einkalífi.“
Fyrir þremur árum segist Helga hafa verið
orðin þreytt og þurrausin. „Ég tók þá skyn-
samlegu ákvörðun að fara í nám til Bretlands í
september árið 2008!“ segir hún skellihlæjandi.
„Rætur mínar lágu einhvern veginn alltaf til
Bretlands. Þar lærði mamma leiklist, hafði farið
í meistaranám þar og var að auki gift Breta í
mörg ár áður en ég kom til sögunnar. Það er
mikil aðdáun ríkjandi í garð Breta hjá okkur
mömmu,“ segir hún og talar á þessari fínu Ox-
ford-ensku. Greinilega góð leikkona líka.
„Haustið 2008 fór ég, alveg bláeyg á ástandið,
til London – og mánuði síðar hrundi Ísland. Og
ég í Bretlandi þegar stærstu viðburðir á Íslandi
dundu yfir! Allt í einu var kaffibollinn kominn
upp í þúsundkall og ég var farin að öfunda fólk
af því að eiga heillega skó. „Asskoti er hann
vel sólaður þessi,“ hugsaði maður með sér –
eitthvað sem hafði aldrei hvarflað að mér áður.
Blankur stúdent? Ónei, í MR og Háskólanum
var maður voða grand og drakk rauðvín í öll
mál. Ég hef aldrei upplifað annað eins og þenn-
an vetur 2008 til 2009. Þetta var mikið strögl
og mjög erfitt fjárhagslega. Mér fannst ég svo
vön á fyrstu önninni að ég sagði við kennarann
minn: „Hvernig heldurðu að mér líði? Landið
mitt er að hrynja og hér sit ég á skólabekk að
læra að skrifa inngang!“ Hún sagði bara ofur
rólega: „Já, ég veit það Helga mín, en haltu út.
Ef þú ætlar að komast áfram á erlendum fjöl-
miðli verðurðu að hafa þetta próf.“ Ég hef lengi
átt mér þann draum að starfa fyrir erlendan
fjölmiðil og stefni enn að því. En þessi tími var
hræðilegur, ég var japlandi á selleríi! Vegna
fjárskorts tók ég þriðju önnina í fjarnámi og
vann jafnhliða á Stöð 2. Útskrifaðist svo í fyrra
með meistaragráðu í alþjóðafjölmiðlun, Inter-
national journalism, með áherslu á rannsóknar-
blaðamennsku.“
Í námi í Bretlandi á meðan Ísland hrundi
viðtal 33 Helgin 14.-16. október 2011