Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 34
Kastljós á lítið land
Bókamessan í Frankfurt var sett á
þriðjudaginn. Þar er Ísland heiðurs-
gestur í ár. Að setningarathöfn lokinni
heimsóttu forseti Íslands og Guido
Westerwelle, utanríkisráðherra Þýska-
lands, íslenska skálann þar sem Ísland
og íslenskar bókmenntir eru kynnt fyrir
gestum á bókamessunni. Ævar Örn
Jósepsson rithöfundur sagði í viðtali við
Ríkisútvarpið að það hefði mikla þýðingu
fyrir íslenskar bókmenntir og íslenska
rithöfunda að kastljósið beindist að Ís-
landi, væri algerlega ómetanlegt. „Þetta
er stærsta bókaveisla í heimi, hingað
koma bókaútgefendur og lesendur alls
staðar úr heiminum. Hér er verið að
kynna tugi þúsunda bókatitla en kast-
ljósið er sett á Ísland, þetta pínulitla
land.“
Tvö dauðaslys
Tvö hörmuleg dauðaslys urðu á Austur-
landi á miðvikudaginn. Fólksbíll lenti
í árekstri við vörubíl á Fagradal með
þeim afleiðingum að bílstjóri fólks-
bílsins, sautján ára stúlka, lést. Jafnaldra
hennar sem var farþegi í bílnum var
flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en
reyndist ekki eins alvarlega slösuð og
óttast var. Stúlkan sem lést hét Þorbjörg
Henný Eiríksdóttir. Þá lést 41 árs maður
í vinnuslysi á Djúpavogi þegar krani
brotnaði og féll á hann þar sem unnið
var að losun salts úr skipi. Hann hét Jón
Ægir Ingimundarson og lætur eftir sig
sambýliskonu og tvö börn.
Landspítalinn sker
Landspítalinn leggur niður deildir og
fækkar fólki en spítalanum er gert að
skera niður um 630 milljónir króna á
næsta ári. Starfsemin á St. Jósefsspítal-
anum í Hafnarfirði verður lögð niður og
réttargeðdeildin á Sogni verður flutt
á Kleppsspítala. Þá verða líknardeildir
sameinaðar, starfsemin á Landakoti
lögð niður. Öll starfsemi deildarinnar
verður því í Kópavogi. Spara á um 160
milljónir króna með endurskipulagningu
á lagerum og útboðum í lyfjainnkaupum.
Með þessu fækkar störfum á spítalanum
um 85. Í tilkynningu spítalans kemur
fram að eftir föngum verði reynt að nýta
starfsmannaveltu við fækkunina.
Tilboð opnuð í göng
ÍAV og svissneska fyrirtækið Marti áttu
lægsta tilboðið í gerð Vaðlaheiðarganga,
tæplega 8,9 milljarða króna. Tilboðið
nemur 95 prósentum af kostnaðaráætl-
un Vegagerðarinnar, hið eina sem var
undir áætlun. Þrjú önnur tilboð bárust.
Siv óttaðist um öryggið
Siv Friðleifsdóttur alþingismann og
Þorstein Húnbogason, fyrrverandi
sambýlismann hennar, greindi verulega
á um hvort og hversu mikið hann hefði
fylgst með ferðum hennar þegar þau
gáfu skýrslu í aðalmeðferð í máli sem
höfðað var gegn Þorsteini fyrir að koma
staðsetningarbúnaði fyrir í bíl Sivjar. Siv
sagðist hafa óttast um öryggi sitt.
Slæm vika
fyrir séra Karl Sigurbjörnsson biskup
Góð vika
fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
1
Einkaklósett sem Ólafur
Skúlason, fyrrverandi
biskup, var með á heimili
sínu þar sem hann framdi
grimmdarleg brot gagnvart
dóttur sinni, Guðrúnu Ebbu,
samkvæmt lýsingum hennar.
21,8%
Meðaláhorf á fyrsta þáttinn
af Heimsendi, flaggskip
vetrardagskrár Stöðvar 2, á
sunnudaginn. Það hefur ekki
hjálpað þeim að vera á sama
tíma og viðtal Þórhalls Gunn-
arssonar við Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur á RÚV.
6
Félögin sem Willum Þór
Þórsson, sem tók við Leikni í
vikunni, hefur þjálfað. Hann
hefur unnið þrjá Íslands-
meistaratitla og einn bikar-
meistaratitil á fjórtán ára
ferli sem þjálfari.
29,4
Milljarðarnir sem ultu um
kreditkort Íslendinga í sept-
ember, samkvæmt tölum frá
Seðlbankanum.
Sólin skín á formannskandídat
Í vikunni birtist þriðja skoðanakönnunin í röð sem sýnir að fleiri stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur betur fyrir embætti formanns
flokksins en Bjarna Benediktssyni. Í könnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið
kemur fram að forysta Hönnu Birnu er afgerandi. 70,3 prósent nefna hana, en
innan við þriðjungur styður Bjarna. Hanna Birna hlýtur að mega vel við una
þetta mikla traust til að taka að sér starf sem hún hefur ekki lýst yfir að hún
vilji gegna. Vikan var Hönnu Birnu líka góð utan valla stjórnmálanna því hún
varði henni í sólinni í Flórída. Var hún ásamt manni sínum í villu Árna Sigfús-
sonar bæjarstjóra í félagsskap Þórs Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra Sjóvár,
og Halldóru Vífilsdóttur arkitekts. Baráttan um formannsstólinn, ef af verður,
bíður landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um miðjan nóvember.
Biskup í bobba
Hart hefur verið sótt að Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, í vikunni. Ákaft
hefur verið kallað eftir því að hann segi af sér embætti vegna meðferðar Bisk-
upsstofu, undir hans stjórn, á erindi Guðrúnar Ebbu fyrir tveimur árum. Ástæðan
fyrir því að sú málsmeðferð er til umræðu nú er útgáfa sögu Guðrúnar Ebbu, sem
Elín Hirst skrásetti, og viðtal sem Ríkissjónvarpið sendi út af því tilefni. Í viðtalinu og
bókinni lýsir Guðrún Ebba hroðalegri misnotkun sem faðir hennar, Ólafur Skúlason
biskup, beitti hana frá því hún var barnung. Guðrún Ebba lagði inn bréf til Biskups-
stofu sumarið 2009 þar sem hún sagði frá ofbeldinu. Viðbrögðin urðu engin fyrr en
DV upplýsti um tilurð bréfsins. Þá loks heyrði Guðrún Ebba frá fulltrúa stofu biskups.
Er það heldur nöturlegur vitnisburður um samkennd og mannúð sálusorgarans sem
þar ræður ríkjum.
64
Milljarðarnir sem Arion banki af-
skrifaði hjá athafnamanninum Ólafi
Ólafssyni í skuldauppgjöri bankans
við Kjalar, eignarhaldsfélag Ólafs.
vikan í tölum
Barinn biskup
Einlægt og átakanlegt viðtal
Þórhalls Gunnarssonar við Guð-
rúnu Ebbu Ólafsdóttur hreyfði
við fólki sem ruddist inn á
Facebook að lokinni útsendingu
á sunnudagskvöld, þakkaði Guð-
rúnu Ebbu fyrir hugrekkið og
fékk útrás fyrir tilfinningar.
Kolbrun Baldursdottir
Guðrún Ebba er hetja.
Thorsteinn J. Vilhjalmsson
Lengsta bókarkynning Íslands-
sögunnar á RÚV og algjör
tilviljun auðvitað að hún er á
sama tíma og Heimsendir á Stöð
2, það hitti bara þannig á, fullt
tungl, eða Straumnesviti logar
ekki.
Thorfinnur Omarsson
Getur kirkjan ekki einfaldlega
svipt fyrrverandi biskup þeim
titli og gert hann non grada
innan kirkjunnar?
Jenný Anna Baldursdóttir
Ég er óendanlega þakklát fyrir
konur eins og Guðrúnu Ebbu.
Þór Jónsson
er einstaklega ánægður í kvöld
með að vera einn af fáum sem
hallmælt er í ævisögu Ólafs
Skúlasonar biskups.
Helga Vala Helgadóttir
Er stolt af hugrakkri frænku.
Takk Guðrún Ebba fyrir að segja
sögu þína.
Illugi Jökulsson
Ætti ekki einhver að fara og
taka niður málverkið af Ólafi
Skúlasyni á Biskupsstofu?
Messað yfir forseta
Ísland er í brennidepli á
Bókamesunni í Frankfurt og þar
er forseti vor frekur til fjörsins.
Ólafi Ragnari virtist þó ekki
mikið skemmt þegar utanríkis-
ráðherra Þýskalands hélt inn-
blásna ræðu yfir mannskapnum
um hversu skemmtilegt það
væri að fá Ísland í Evrópusam-
bandið.
Heiðar Ingi Svansson
Fréttir úr Frankafirði. Utan-
ríkisráðherra Þýskalands hélt
þrumandi lestur um ágæti
Evrópusambandsins yfir Ólafi
Ragnari og öðrum gestum á
opnuninni í dag!
Guðmundur Andri Thorsson
Heyrði Ingólf Bjarna, tíðinda-
mann Útvarpsins í Frankfurt
í morgun. Hann hljómaði eins
og honum fyndist utanríkis-
ráðherra Þýskalands fara með
ótrúlegt fleipur þegar hann
talaði um að Íslendingar hefðu
sótt um aðild að ESB.
Rúnar Helgi Vignisson
Setningarhátíð bókastefnunnar
í Frankfurt kom mér á óvart. Ég
bjóst við glæsilegri sýningu en
þess í stað fengum við einar sjö
ræður, þar af þrjár frá þýskum
stjórnmálamönnum. Hápunktur
kvöldsins var að forseti Íslands
skyldi ekki klappa þegar þýski
utanríkisráðherrann fagnaði
umsókn Íslands í Evrópusam-
bandið.
Bergsteinn Sigurðsson
Er Ólafur Ragnar búinn að ræða
við bókaútgefendur í Frankfurt
um möguleika samvinnu á sviði
nýtingar jarðvarmaorku?
íslenskir undirheimar heilla
Þeir sem sáu frumsýningu
íslensku glæpamyndarinnar
Borgríki á miðvikudagskvöld
ruku margir hverjir beint inn á
Facebook að sýningu lokinni og
lofuðu myndina í hástert.
Ásgrímur Sverrisson
Borgríki er ekki bara fínn hasar
heldur setur fingurinn á það
sem er að gerast á meðal okkar;
tengslaleysi, firringu, gliðnun.
Sá sem síst skyldi reynist mesti
síkópatinn, ekki bara vegna þess
sem hann gerir heldur einnig
vegna þess sem hann gerir ekki.
Vel gert Team Poppoli.
Börkur Gunnarsson
sá bíómyndina Borgríki í gær.
óska olaf de fleur og poppóla
mönnum til hamingju með flotta
mynd!
Karl Sigurðsson
sá Borgríki í kvöld og leist
frábærlega á! Til hamingju allir
aðstandendur!
Júlía Margrét Alexanders-
dóttir
Ef ég hefði ekki verið með Green
Tea ilmvatn hefði Borgríkið verið
hin fullkomna bíóferð, verðið að
sjá Slatko.
HeituStu kolin á
arnaldur fyrir framan íslenska
skálann, á spjalli við blaðamenn, áður
en forsýning á íslenska skálanum hófst
á þriðjudag. Seinna var hann annar af
opnunarræðumönnum sýningarinnar
fyrir hönd Íslands. Sjá einnig blaðsíðu
60.
34 fréttir vikunnar Helgin 14.-16. október 2011