Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 39
F rumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá var
til ítarlegrar umræðu á
Alþingi í vikunni. Hér er
ekki tóm til að taka á ein
stökum athugasemdum
þingmanna um efnið,
heldur verður vikið að
því hvernig framhaldið
ætti að vera.
Vanagangurinn
Upphaflega átti stjórn
lagaþing að starfa í
þremur hrinum með
umþóttunarhléum á milli. Því mið
ur náði sú leið ekki fram að ganga.
Verði ekki að gert mun framhaldið
því verða með eftirfarandi formleg
um hætti:
Formlega leiðin: Stjórnskipunar
og eftirlitsnefnd Alþingis fjallar um
frumvarp stjórnlagaráðs og gerir á
því breytingar. Nefndin leggur síð
an fram frumvarp til samþykktar á
Alþingi í síðasta lagi vorið 2013. Síð
an verður kosið nýtt þing sem stað
festir frumvarpið svo að úr verður
ný stjórnarskrá.
Auðvitað er ekkert nema gott um
það að segja ef Alþingi getur með
þessu móti bætt tillögur stjórn
lagaráðs. Hættan er fólgin í því að
aðeins verði til moðsuðuleg meðal
mennska um lágmarksbreytingar á
núgildandi stjórnarskrá og það án
aðkomu þjóðarinnar, eða að málið
hreinlega dagi uppi. Það hefur hing
að til verið venjan!
Ný vinnubrögð
Að mati undirritaðs þarf önnur
vinnubrögð. Verklagið mætti og
ætti að vera þetta:
Samræðu og sátt
leið: Þingið, en ekki
síst almenningur, fjallar
ítarlega um tillögur
stjórn lagaráðs. Út úr
því koma vonandi góðar
ábendingar um betrum
bætur. Stjórnlagaráð
verður síðan aftur kallað
saman og falið að endur
skoða frumvarp sitt með
hliðsjón af þessari um
fjöllun. Þannig breytt
frumvarp fer í þjóðarat
kvæðagreiðslu og þjóðin
veitir því stuðning, sem vænta má,
staðfesti Alþingi vilja hennar eftir
hinni formlegu leið.
Hvers vegna að blanda stjórnlaga
ráðinu aftur í málið? Svarið er ein
falt. Þar er orðin til mikil saman
lögð þekking á viðfangsefninu sem
ætti að nýta. Enn fremur að þetta
var upphaflega ætlunin og það stutt
góðum rökum. Í þriðja lagi leggja
alþjóðlegar ráðgjafarstofnanir
áherslu á að unnið sé í áföngum.
Þannig verði vinnan hvað vönduð
ust.
Vitaskuld vakna spurningar um
þessa málsmeðferð. Næst til dæmis
að kalla stjórnlagaráð aftur saman?
Efalaust ekki án affalla, en ætla má
að það næðist í að minnsta kosti
tvo þriðju hluta ráðsfulltrúa. Geta
þeir talað í umboði alls hópsins?
Vitaskuld ekki en hinir fjarstöddu
fengju þó óbein áhrif ef svo væri
fyrir mælt fyrir að það þyrfti stuðn
ing upphaflegs meirihluta, það er
að segja 13 af 25, til að samþykktir
þessa seinna ráðsþings yrðu mark
tækar.
Þingmannafrumvarp um ámóta
málsmeðferð er þegar komið fram
á Alþingi.
Þjóðin verður að veita fulltingi
Hvernig svo sem málinu vindur
fram er brýnt að þjóðin komi að því
með beinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ný stjórnarskrá verður að fá full
tingi hennar. Það er þjóðin sem er
að setja stjórnvöldum leikreglur
með stjórnarskrá, líka þingmönn
um. Æskilegt væri að þjóðin gæti
tjáð hug sinn þegar á umræðustig
inu og þannig veitt Alþingi leiðsögn.
Enn mikilvægara er að lokagerðin
hljóti blessun hennar. Þjóðarat
kvæðagreiðsla um stjórnarskrána
verður því að vera bindandi. Nokkr
ar leiðir koma þá til greina. Ein er
sú að láta atkvæðagreiðsluna fara
fram samhliða kosningu til þess
nýja þing, sem þarf til að staðfesta
stjórnarskrárbreytinguna. Með
því móti sparast fé og fyrirhöfn. Í
stjórnarskrártillögunni sjálfri gæti
í þessu skyni verið hliðstætt ákvæði
og 1944 um að hin nýja stjórnarskrá
taki því aðeins gildi að hún hafi við
þessa kosningu hlotið samþykki
þjóðarinnar. Þjóðin fengi þannig
neitunarvald, en hið nýkjörna þing
hefði það raunar líka.
Eru ljón á veginum?
Þau eru alltaf tilbúin við vegkant
inn og hafa þegar látið í sér heyra.
Undirritaður trúir því og treystir að
þjóð og þing láti ekki úrtöluraddir
hrekja sig frá því endamarki að til
verði góð stjórnarskrá handa landi
og lýð; stjórnarskrá sem verði þjóð
inni grunnur að traustara samfé
lagi.
viðhorf 35Helgin 14.-16. október 2011
Sveitarfélagið Álftanes var í vikunni skorið
niður úr snörunni tveimur árum eftir að
það varð gjaldþrota. Framúrkeyrslu stjórn
enda sveitarfélagsins hafði verið gengdar
laus. Þegar yfir lauk voru heildarskuldir
ríflega sex sinnum hærri en reglulegar
tekjur en alls stóð mínusinn í sjö og hálfum
milljarði króna. Nú hafa lánardrottnar af
skrifað fjóra milljarða og Ögmundur Jónas
son innanríkisráðherra lét
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
punga út einum milljarði til
Álftnesinga.
Næsta mál á dagskrá er
að koma Álftanesi í skjól
með því að sameina það
öðru sveitarfélagi þegar
hinn tröllvaxni skulda
baggi hefur verið flysjaður
niður.
Í tengslum við björgun
Álftaness viðraði innanríkisráðherra
áhuga sinn á því að sjá höfuðborgarsvæðið
allt stokkað upp en nú tilheyra sjö sveitar
félög svæðinu. Það var gott hjá Ögmundi
að minna á þörfina fyrir sameiningu sveit
arfélaga við þetta tækifæri. Að vísu ræddi
hann í þessari atrennu aðeins um höfuð
borgarsvæðið en auðvitað er ástæða og
þörf víðar en þar. Og jafnvel mun brýnni.
Sveitarfélögin eru 76 talsins. Þar af eru
um 25 með færri en 500 íbúa og 18 með
500 til 1.000 íbúa. Sveitarfélög af þessari
stærð eru fæst sjálfbær enda er fjárhags
staða margra þeirra afar bágborin. Hún
er reyndar með slíkum hörmungum að ef
ekki kæmi til Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
væri útilokað að þau gætu sinnt lögbund
inni lágmarksþjónustu.
Í merkilegri skýrslu um Heildarendur
skoðun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem
gefin var út í fyrra, kemur fram að 19
sveitarfélög fá að minnsta kosti 45 prósent
skatttekna úr Jöfnunarsjóði, miðað við
ársreikninga 2008, og hlutfallið er yfir
50 prósent hjá 13 sveitarfélögum. Sú
niðurstaða sýnir að rekstrarhæfi þessara
sveitarfélaga byggist á háum framlögum
sjóðsins. Í skýrslunni er bent á að sjálf
stjórnarréttur sveitarfélaganna byggist
meðal annars á efnahagslegu sjálfstæði
þeirra, sem er ekki fyrir að fara við þessar
aðstæður.
Fyrir tveimur árum samþykkti ríkis
stjórnin verkáætlun sem fékk nafnið
20/20 – Sóknaráætlun fyrir Ísland og var
kynnt sem liður í efnahagslegri endurreisn
þjóðarinnar. Mikilvægur þáttur þar er
einmitt hugmynd um róttæka sameining
sveitarfélaga: úr 76 í 17. Ef sú tillaga verður
að veruleika, verða Vestfirðir til dæmis eitt
sveitarfélag og höfuðborgarsvæðið tvö til
þrjú, í stað þeirra sjö sem eru þar nú.
Tiltölulega fáir útsvarsgreiðendur í þétt
býli átta sig til dæmis á því að töluverður
hluti af útsvarinu þeirra rennur ekki til
þess bæjarfélags sem þeir búa í, heldur til
minni sveitarfélaga. Útsvar þéttbýlisbú
anna er þannig notað til að niðurgreiða
með beinum hætti þjónustu annars staðar,
í stað þess að peningarnir séu notaðir í
þágu þeirra sem reiða þá af hendi.
Sú hraustlega fækkun sveitarfélaga sem
Sóknaráætlunin gerir ráð fyrir getur ekki
orðið nema með endurskipulagningu á
opinberri þjónustu og verkaskiptingu milli
ríkis og sveitarfélaganna. En tilgangurinn
er að tryggja að sveitarfélögin verði nægi
lega mannmörg, og þar með burðug, til að
standa undir þeim verkefnum sem þeim er
ætlað. Það eru verðug markmið, sérstak
lega þegar fé er af skornum skammti.
Fækkun er nauðsyn
Ómagasveitarfélögin
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
S
Fært til bókar
Fyrrum ritari Heimdallar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
setti fyrr í vikunni Benedikt Bogason
dómstjóra í embætti dómara við Hæsta-
rétt Íslands frá og með 1. nóvember 2011
til og með 31. desember 2014. Umsækj-
endur auk Benedikts voru Guðjón Ólafur
Jónsson hæstaréttarlögmaður og fyrr-
verandi alþingismaður Framsóknarflokks-
ins, Ingimundur Einarsson héraðsdóm-
ari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri.
Ráðherrann fylgdi mati dómnefndar sem
fjallað hafði um hæfni umsækjenda um
embættið en hún mat Benedikt hæfastan.
Ögmundur lét sig engu varða við skipun í
hið háa embætti að langminnugir þykjast
muna eftir því að Benedikt hafi á yngri
árum fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum
og m.a. verið ritari Heimdallar þótt ekki
legði hann pólitíkina fyrir sig. Ef vel er
leitað í myndasafni Heimdallar má finna
mynd af hinum nýja hæstaréttardómara
að slá inn fundargerð félagsins í árdaga
tölvualdar. Þá var Benedikt formaður
Vöku 1987-1988. Faðir Benedikts var Bogi
Ingimarsson hæstaréttarlögmaður en
hann lést á liðnu ári. Bogi starfaði um
áratugaskeið innan Sjálfstæðisflokksins
og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Afi Benedikts var Ingimar Brynjólfsson,
stórkaupmaður í I. Brynjólfsson & Kvaran,
en hann sat með fleiri broddborgurum í
fyrstu stjórn Félags íslenskra stórkaup-
manna sem stofnað var í Reykjavík í maí
1928. Með Ingimar í þessari fyrstu stjórn
sat, auk annarra, Hallgrímur Benedikts-
son, faðir Geirs, síðar forsætisráðherra
og formanns Sjálfstæðisflokksins.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Ný stjórnarskrá
Hvað nú?
Þorkell Helgason
sat í stjórnlagaráði
Sony Center býður 5 ára ábyrgð á sjónvörpum án aukakostnaðar
5
ÁRA
ÁBYRGÐ
40” Sony gæði á góðu verði
199.990,-
Tilboð
Sparaðu 50.000.-
Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is