Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 44
Nýtt land eftir Wilhelm Moberg, þriðja bókin í bálknum um vesturfarana, er komið út hjá forlagi Sölku, bæði í hörðu bandi og kilju. Magnús Ásmunds- son þýddi. Hjónakornin, sem flúðu harðýðgi vinnu- mennskunnar og héldu vestur með krakkana sína, eru nú sest að á lendum Chippewa-indíána og hafa komið sér fyrir. Fjórleikur Mobergs er áhrifamikið verk, þekktast hér á landi af kvikmyndum Jans Troell en síður af söngleik þeirra Björns og Benny í Abba, Kristina från Duvemåla, sem byggist á verkinu. Sagan hafði nokkur áhrif hér á landi því margir þekktu sögu- efni frá vesturförum héðan. Diaspora Evrópuþjóða er enn viðfangsefni höfunda af ýmsu þjóðerni. Hroki og hleypidómar, hin sígilda saga, er komin út í fjórða sinn á íslensku, nú í flokknum Erlend klassík hjá Forlaginu. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar eftirmála og þýddi verkið en það kom fyrst út hér á landi 1988. -pbb Sígild verk í útgáfum 40 bækur Helgin 14.-16. október 2011  Bókadómur meðan enn er glóð Í liðinni viku voru Nýræktarstyrkir Bókmennta- sjóðs veittir í fjórða sinn. þeim er ætlað er styðja við útgáfu á nýjum íslenskum skáldverkum sem eiga sér takmarkaða eða litla tekjuvon. Undir þetta svið falla skáldverk í víðum skilningi. Styrkina að þessu sinni hljóta barnabók, mynda- sögutímarit, skáldsaga, bókverk/myndljóð og unglingabók. Nýræktarstyrki hlutu að þessu sinni eftirfarandi verk og höfundar: Aðsvif (myndasögutímarit) í ritstjórn Andra Kjartans Jakobssonar, Játningar mjólkurfernuskálds (unglingabók) eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem kemur út í þessum mánuði, Flugan sem stöðvaði stríðið (barnabók) eftir Bryndísi Björg- vinsdóttur sem komin er út eins og skáldsagan Sláttur eftir Hildi Knútsdóttur. Fimmta verkið er Hold og hjarta – líkamlegu ljóðin (bókverk/myndljóð) unnið upp úr bók Magneu frá Kleifum, Hold og ljóð. Ljóðin eru klippiljóð auk myndljóða með fókus á líkamlegt og tilfinningalegt efni, sjónræn útfærsla í ljóðum byggðum á titli bókarinnar. Höfundur hennar er Ragnhildur Jóhanns. -pbb Nýræktin brumar Samfélagsrýni Jóhanns Haukssonar blaðamanns hefur greinilega víða skírskotun. Bók hans, Þræðir valdsins, vippar sér í annað sætið á aðallistan- um hjá Eymundsson á eftir Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf. Þræðir valdsins  meðan enn er glóð Gaute Heivoll Sigrún Árnadóttir þýddi Mál og menning, 298 bls. 2011 Ný norsk skáldsaga eftir ungan rithöfund sem er á miklu skriði: Gaute Heivoll. Áhrifamikið verk í ágætri þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Í sögunni fer fram tvennum sögum: Sögumaðurinn rekur þroskasögu sína í kyrrlátri sveit ofan við Kristiansand frá því hann er skírður en sama dag hefjast íkveikjur í sveitinni – og halda áfram íbúunum til ótta og hryllings. Íkveikjum fjölgar og mannslíf eru í hættu. Það er höfundurinn sem rifjar þessa tíma upp; fólkið sem varð honum handgengið í sveitinni og örlög þess verða honum efniviður samfara því að hans eigin þroskasaga kemur hægt og hægt í ljós. Sagan er því á nokkrum plönum og loks renna sögurnar saman; hvernig brennuvargurinn finnst og um leið hvernig ungur maður finnur sig. Í lokin renna sögurnar saman í þeim tíma sem næst okkur er. Bygging verksins er merkileg og býður lesand- anum í tveggja heima sýn; stundum eru fleiri tímar undir. Sagan er fallega stíluð og dregur upp margbreytilega mynd af löngu tímaskeiði í sveit, utan borga og bæja en í þéttbýli sveitar þar sem sveitavegir og slóðar skera landið og mögulegar leiðir eru margar – sem er ein skýring þess að brennuvargurinn getur lengi vel farið um óséður. Sagan er drifin áfram af spennu því lesandinn fyllist snemma áhuga á söguefn- unum þótt staldrað sé við á mörgum stöðum, mörgum tímum í sveitinni og minni örlagasögur séu notaðar til að varpa ljósi á hið stóra efni sögunnar, samband föður og sonar. Þetta er merkilega byggt verk, fullt af hlýju, stórum örlögum og myrkri. Sagan kemur út í kilju en útgáfa fagurbókmennta í ódýrri prentun er að verða æ tíðari hér á landi. Inngangsorðin eru sótt til Pärs Lagerkvist: „Og þú gengur burt yfir ösku alls/og ert sjálfur aska.“ Norskt heiti verksins er För jeg brenner ned. Meðan enn er glóð vísar til annarrar hugsunar sem bundin er gömlum búskaparháttum sem eru öllum horfnir. Það er vitaskuld alltaf álitamál í hvað á að vísa í titlaþýðingum. Eitthvað brennur upp – segjum við á íslensku. Til eru önnur orðasambönd íslensk sem taka til bruna. En best er í titlaþýðingum að halda sig sem næst merkingarsviði frumtitils og um jafn ágætt skáldverk og þetta, og jafn ágæta þýðingu, hefði það átt við hér. Kápa bókarinnar er sviplaus og eins og oft áður er auglýsingafrasi á kápunni sem sóttur er í dagblað – einhver hefur hefur látið þau orð falla í viðkomandi blaði. Það væri óskandi að starfsmenn JPV létu af þeim leiðindasið að kenna ummæli einstaklinga við blaðið sem þau birtust í. -pbb Brennuvargur er laus í sveitinni Gaute Heivoll.  Bókadómar ekki líta undan og lífsgleði – sjálfsævisaga t vær konur greina í ævisögum sínum frá því hvernig níðings-verk í æsku, sem þær máttu þola, breyttu lífi þeirra og settu mark sitt á þeirra daglegu önn, lífskjör og tilfinn- ingalíf. Báðar eru þær þekktar konur, sín í hvoru landi, sem miðla lesendum sögu sinni af hreinskiptni þótt þær í skrásetn- ingu lífreynslu sinnar dragi undan svo sem velsæmi býður þeim. Elín Hirst vinnur með Guðrúnu Ebbu afar persónulega frásögn af lífshlaupi hennar til þessa dags; hvernig á bak við fægða og stórláta mynd Ólafs Skúlason- ar biskups leyndist maður sem byggði heimilislíf sitt um langt árabil á samfelld- um sifjaspellum í kynmökum við dóttur sína frá unga aldri og fram á unglingsár. Jafnframt hvernig hann stóð í sambönd- um við aðrar konur en eiginkonu sína og sýndi skjólstæðingum sínum áreiti. Það þarf býsna mikinn kjark til að setja niður frásögn af öllu þessu í blóra við hina virtu ímynd prestsins og afneitun hans á öllum ásökunum í þessa veru til hinstu stundar. Frásögn Guðrúnar er enn þrúguð, sett djúpum merkjum sorgar og þunga sem henni tekst sjaldan að losna undan. Text- inn er sannferðugur og ýkjulaus, mark- aður skáletruðum köflum sem ætlað er að opna okkur sýn í innra líf en megna það ekki. Frásögn Guðrúnar mun vekja mikla athygli og umtal enda berar hún sam- skiptin við föður sinn svo langt sem hún vill. Enn hvílir hula yfir aðgerðum hans í sifjaspellunum, hversu langt hann gekk í raun, en lesandi verður allvíða að geta sér þess til. Síðari hluti verksins er svo upprifjun á því hvernig Guðrún reif sig undan eigin þöggun og horfðist í augu við reynslu sína. Hin langa barátta hennar við ýmsar afleiðingar sifjaspellanna – alkahólisma, spennusækni, ótryggð, sjálfsmeiðingar, flest það sem fræðin um barnaníð greina sem eftirköst – er hér til umræðu. Loks upprisa og hreinsun með tilheyrandi útskúfun og baráttu við afneitun kirkjunnar manna. Bókin er enn ein fjölin sem mun fella Karl Sigurbjörns- son af stalli. Honum ber að víkja. Lífsgleði Margit Sandemo, sem hún semur sjálf á níræðisaldri, rekur upp- runa hennar og sundraðrar fjölskyldu við harla erfiðar aðstæður millistríðsáranna. Þar er greint frá minnst tveimur nauðg- unum af hendi ókunnra á hendur henni á barnsaldri, jafnvel tveimur til þar sem hún flækist um krakki og unglingur í sveitahéruðum þar sem hún bjó. Líkam- legur skaði hennar af völdum ofbeldisins var varanlegur á kynfærum hennar og ekki minni á sálarlífinu. Þöggun hennar langt fram eftir aldri hafði sláandi áhrif á daglegt amstur, með stórum gleymsku- blettum, myrkrinu, sem hún kallar svo; einnig látlausum þvagfærasýkingum. Sagan hefst reyndar þegar hún er lögð inn á geðdeild um tvítugt og þaðan í frá á hún í baráttu við myrkrið. Á móti kemur einstakur lífskraftur alþýðukonu sem verður að hafa í sig og á sína við fátækt og skuldabasl. Mark erfiðra æskuára fylgir ekki bara henni; strit móðurinnar leggur hana að velli, bróðir fellur fyrir eigin hendi. Rétt eins og Guðrún Ebba leitar hún ósátt inn í andlegt líf, forneskju og sögulíf þar sem Guð æskunnar verður Guðrúnu lengi vel erfiður ferðafélagi um dimma dali. Margit tekur að semja lang- rollur fyrir kvennablöð, loks hefti sem mörgum eru kunn: Ísfólkið, sjoppu-bók- menntir. Á gamals aldri leggst hún svo í ferðalög og hefur um langt skeið verið tíður gestur hingað norður; komið hingað með gestahópa sína yfir tuttugu sinnum. Báðar konurnar finna svo frelsun sína í sársaukafullu uppgjöri við falda reynslu, djúpa skömm og sáran skaða en standa keikar eftir þótt brotin leyni sér ekki eftir ofbeldisverk misindismanna á lífi þeirra. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Brákuð strá, bælt sef Guðrún Ebba hefur, í samvinnu við Elínu Hirst, unnið afar persónulega frásögn af lífshlaupi sínu til þessa dags; hvernig á bak við fægða og stórláta mynd Ólafs Skúlasonar biskups leyndist maður sem byggði heimilis- líf sitt um langt árabil á samfelldum sifjaspellum.  lífsgleði – sjálfsævisaga Margit Sandemo Jentas, 272 bls. 2011  ekki líta undan Elín Hirst JPV, 253 bls. 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.